Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 10
10 MUÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 Lestunar- áætlun Goole: Amarfell .................. 4/10 Arnarfell ............... 18/10 Arnarfell ................ 1/11 Arnarfell ............... 15/11 Arnarfell ............... 29/11 Rotterdam: Arnarfell .................6/10 Arnarfell .................20/10 Arnarfell .................3/11 Arnarfell ................ 17/11 Arnarfell ................ 1/12 Antwerpen: Arnarfell .................7/10 Arnarfell ................21/10 Arnarfell .................4/11 Arnarfell ............... 18/11 Arnarfell ................. 2/12 Hamborg: Helgafell................ 1/10 Helgafell.................22/10 Helgafell............... 12/11 Helgafell................ 3/12 Helsinki: Mælifell................ 11/10 Dísarfell ...............12/11 Larvík: Hvassafell............... 6/10 Hvassafell.............. 18/10 Hvassafell................ 1/11 Hvassafell.............. 15/11 Hvassafell............. 29/11 Gautaborg: Hvassafell.................5/10 Hvassafell............... 19/10 Hvassafell.................2/11 Hvassafell................16/11 Hvassafell.............. 30/11 Kaupmannahöfn: Hvassafell............... 6/10 Hvassafell................20/10 Hvassafell.................3/11 Hvassafell...............17/11 Hvassafell................. 1/12 Svenborg: Helgafell..................5/10 Dísarfell ............... 18/10 Hvassafell................21/10 Helgafell.................26/10 Hvassafell................4/11 Helgafell............... 15/11 Árhus: Helgafell................. 7/10 Helgafell............... 28/10 Helgafell............... 16/11 Helgafell................ 7/12 Gloucester, Mass.: Skaffafell............... 30/9 Skaftafell............... 1/11 Skaftafell................ 2/12 Halifax, Canada: Skaftafell................ 2/10 Skaftafell............... 3/11 Skaftafell................ 4/12 m - ~' " SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu - Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 li'iiii*'n ferðamál ■ Rétt cins og aðrar atvinnugrcinar, þá á hinn svonefndi ferðaiðnaður við örðugleika að stríða. Menn verða nefnilega að hafa tekjur til þess að ferðast. Versnandi kjör almennings valda því að fólk dregur úr ferðalögum, og þá ekki síst, þar sem verð á flugi, hótelum og öðrum þjónustuliðum fer hækkandi. Þessa samdráttar hefur orðið vart á íslandi. Erlendum ferðamönnum er komu til landsins fækkaði um 4.35% á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Og að venju bregðast íslendingar öðruvísi við peningavanda en aðrar þjóðir. A sama tíma fjölgaði í utanlandsferðum hjá íslendingum. Nam aukningin 17.21% á sama tíma. Af ferda- málum, sköttum ■ Akstur með ferðamenn í rútum hefur verið búgrein í ferðaiðnaði Norður-Evrópu. Nú kvarta menn sáran undan sköttum á þessi ferðalög, sem hafa verið ódýr. og f lugi ■ Ástæðan fyrir rekstrarörðugleikum í ferðaiðnaði er meðal annars hækkun á verði í leiguflugi. Samt tapa flugfélögin stórfé á hverju ári, með fáeinum undantekningum. ■ En fleira hækkar vegna skatta en ferðalög ■ rútum. Veitingarekstur er skattlagður af miklum þunga í sumum löndum, og það dregur úr ferðalögum. Ferðaskrifstofur Það má því ætla að hagur íslenskra ferðaskrifstofa hafi verið góður á þessu ári, þótt vafalaust sé það nú misjafnt. Á hinn bóginn hefur víst ekki gengið eins vel hjá dönskum ferðaskrifstofum. Nýjustu fregnir herma að Kisbye Rejser í Kaupmannahöfn sé gjaldþrota, en ferðaskrifstofa þessi sérhæfði sig í skyndiferðum. Þangað leitaði fólk, sem vildi komast fyrirvaralítið í utanlands- ferðir. Ársvelta Kisbye nam um 12 milljónum danskra króna, eða 20 milljónum íslenskum, sem er hreint ekki svq lítið. Talið er að ferðaskrifstofurnar JET SET og Fritidsrejser hljóti þungan skaða af gjaldþrotinu, því þessar skrifstofur áttu mikil viðskipti við Kisbye. Þetta kemur í kjölfarið á því að fjöldi smárra og meðalstórra ferðaskrifstofa í Danmörku hefur orðið að loka. Og því er reyndar við að bæta, að eftir þetta urðu Karavanerejser gjaldþrota. All- margir farþegar hefðu orðið stranda- glópar erlendis, ef aðrar skrifstofur, SPIES, TJÆREBORG og SKIBBY hefðu ekki tekið að sér að koma farþegunum til Danmerkur, en talið cr að heimförin kosti tryggingasjóði ferða- skrifstofa í Danmörku um 820 þúsundir Ikr. Skattamál feröaiðnaðarins < Það þykir ekki einleikið, hversu illa gengur að halda dönskum ferðaskrif- stofum gangandi og telja menn ýmsar skýringar á því. Margir telja að hækkandi verð í leiguflugi eigi sinn þátt í vandræðum þessum og svo auðvitáð ferðamannaskatturinn danski, sem nemur um 300 Ikr., en það er bróðir flugvallaskattsins á íslandi. Þessi óvinsæli skattur varð meðal annars til þess að sá orðrómur komst á kreik að Simon Spies hefði í huga að flytja starfsemi sína frá Danmörku. SPIES er stærsta ferðaskrifstofa á Norðurlöndum og flutti 420.000 ferða- menn á seinasta ári (Tjæreborg 400.000). Sinion Spies mun vera farið að ofbjóða skattlagningin. Fyrirtæki hans greiddu í ferðamannaskatta í Dan- mörku og Svíþjóð um 96 milljónir króna á síðasta ári, en auk þess greiddi Spies í skatta um 93 milljónir króna, af 186 milljóna króna hagnaði. Heildarvelta Spies var á síðasta ári 1736 milljónir og hafði hækkað um 21 milljón milli ára, sem er nú nokkur samdráttur miðað við verðbólgu. En þetta var nú fyrirtækið. Sjálfur verður Simon Spies að greiða 79% af tekjum sínum (einkatekjum) í skatta. Tölur eru í íslenskum krónum. Annars eru skattamálin í ferðaiðn- aðinum mikið hitamál á meginlandi Evrópu um þessar mundir, það er að segja í löndum Efnahagsbandalagsins. Þeir telja að ferðaiðnaðurinn njóti ekki tollfríðinda sem annar inn- og útflutningur. Einkum er mótmælt skött- um á hótelrými og matsölustaði. 22% skattur er á hótelherbergjum í Dan- mörku og sama skatt greiða dönsk veitingahús. Það er mikið, þar sem samsvarandi skattar eru aðeins 4% í Hollandi og 6% í Belgíu. Þá hefur skattur á hópferðabíla mælst illa fyrir, að viðbættum tekjuskatti, sem er þungur á ferðaiðnaðinum, þá leggst allt á eitt, til að minnka ferðalög innan EBE landanna. Já það er sumsé víðar en á íslandi, þar sem kvartað er undan sköttum á ferðaiðnaðinn. Flugfréttir - flugstöðvar stækka íslendingar munu fljúga þjóða mest, og talið er að einungis Bandaríkjamenn fljúgi meira innanlands en við. Ef ég man rétt, þá fljúga um 220.000 farþegar á ári innanlands með FLUGLEIÐUM og svo eru það litlu félögin, en maður heyrir nú sjaldnar tölur frá þeim. Þótt verð á þotueldsneyti fari hækk- andi, þá hefur bensínverðið á íslandi og í öðrum löndum án efa orðið til þess að auka flug manna þótt þeir búi ekki við sögualdarvegi, eins og við. Þannig var 30% aukning á innan- landsleiðum í Svíþjóð hjá SAS í júlímánuði, en þá flugu 77 þúsund Svíar innanlands með SAS, en aðeins 59 þúsund í sama mánuði í fýrra. SAS telur að mest hafi munað um menn sem voru í erindisleysu, eða skemmtiferðamenn. Stöðug aukning hefur verið í innanlandsfluginu síðan í október í fyrra. Skemmtiferðamönnum í innanlandsflugi hefur fjölgað um 45% samkvæmt frásögn SAS og á flugleiðinni Stokkhólmur/Gautaborg hefur skemmtiferðamönnum í innanlandsflugi SAS fjölgað um 60%. Verðlækkun í innanlandsflugi er m.a. talin vera orsökin fyrir þessum aukna farþegafjölda. Menn bera saman bíl og flugvél. Það eru fleiri, sem hugsa um flugstöðvamál en íslendingar. Nýverið hafa Norðmenn lokið við að bæta einni hæð, eða þriðju hæðinni á flugstöðina í Osló, og þó var hún stækkuð (jarðhæð) árið 1977. Flugstöðin í Osló er nú 18 ára, eða flugstöðvarbyggingin, og var gerð fyrir 1.7 milljónir farþega við upphaflega hönnun. Nú fara um fjórar milljónir manna um Oslóarflugvöll á ári. Þrátt fyrir tal Alþýðubandalagsins um minnkandi flugumferð venjulegra manna, þá virðist allsstaðar vera aukning á alþjóðaflugvöllum. Til dæmis fóru 5.730.923 um Leonardo da Vinci alþjóðaflugvöllinn í Róm á fyrstu sex mánuðum ársins, en það er 8.2% aukning miðað við 1981 og eru þó kommar valdamiklir á Ítalíu. Tap og gróöi á flugi Þýska ríkisflugfélagið LUFTHANSA hefur þótt dæmigert fyrir vel rekið flugfélag. Á fyrri helmingi ársins 1982 varð aukning hjá félaginu. Farþegar LUFTHANSA urðu 6.831.346 á fyrstu 6 mánuðum ársins, sem er 0.7% aukning. Það þykir ef til vill ekki mikið, en er talinn góður árangur þar sem sætaframboð var minnkað og sætanýting óx um 1.3%. Farþega/tolla kílómetra aukning var 5.3%, en einnig varð aukning í vöruflutningi og póstflugi. Þó að sætaframboðið minnkaði, þá flaug félagið meira, en ferðafjöldinn varð 2.4% meiri en á sama tíma í fyrra. AIR FLORIDA, sem dálítið hefur komið við íslenska flugsögu, mun hefja beinar flugferðir milli Miami á Florida og Oslóar í Noregi og Stokkhólms. Munu þessar ferðir hefjast 2. október næstkomandi og gerir AIR FLORIDA ráð fyrir að flytja um 17.500 farþega til Miami á fyrstu sex mánuðunum. Til ferðanna notar félagið DC 10-30 breiðþotur, er taka 376 farþega í sæti. Að sögn AIR FLORIDA hafa ferða- skrifstofur í Noregi, Danmörku og Svíþjóð þegar tryggt sér 70% af þessu sætaframboði. Fargjöld hafa þó ekki verið ákveðin, en munu verða svipuð og hjá NORHTWEST-ORIENT, sem flýgur vestur frá Kaupmannahöfn. AIR FLORIDA mun einnig hafa þar við- komu í Norðurlandaferðum stnum. AIR FLORIDA er annars ein af ráðgátum alþjóðaflugsins, því flug- félagið hefur tapað stórfé á flugi, milljónum dollara. Annars vitna tölur um bágborinn hag flugfélaga og skulu nefnd dæmi: PAN AM tapaði 56.2 milljónum dala á fyrri hluta þessa árs, sem er þó helmingi minna tap en á sama tíma í fyrra. REPUBLIC græddi hins vegar 15.8 milljónir dali á sama tíma. WESTERN AIRLINES tapaði 7.8 milljónum dala. CONTINENTAL AIRLINES tapaði „aðeins" 4.6 milljónum dala. US AIR græddi á hinn bóginn 40 milljónir dala. EASTERN AIRLINES tapaði 3 milljónum dala. og önnur félög, stór töpuðu, en minna, þar á meðal NORTHWEST ORIENT, AMERICAN AIRLINES o.fl. Verður SAS „konunglegí“ flugfélag? Orðrómur er á kreiki um að SAS hafi í hyggju að verða konunglegt flugfélag f framtíðinni, Konunglega skandinav- iska flugfélagið eða á ensku ROYAL SCANDINAVIAN. Þess er að minnast, að löndin þrjú, sem eiga SAS, þ.e. Danmörk, Svíþjóð og Noregur, eru öll konungsríki. Vitað er að frægir teikn- arar og auglýsingaráðgjafar í Banda- ríkjunum hafa verið látnir teikna ný merki, til viðbótar drekahöfðinu. Talið er að auðveldara sé að reka „konung- Iegt“ flugfélag en bara venjulegt. Stjórn SAS mun innan skamms taka ákvörðun í þessu máli. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson, skrifar um Jlll ferðamál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.