Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 11
MUÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 11 skákfréttir Skáksamband íslands: Fjáröflun til styrktar Friðrik Ólafssyni Tvísýn keppni um forsetastól FIDE ■ Allt útlit er fyrir að keppnin um það hver verður næsti forseti Alþjóðaskák- sambandsins (FIDE), verði ákaflega jöfn og tvísýn. Þrír menn eru í framboði, þeir Friðrik Ólafsson, núverandi forseti, Campomanes, frá Filipseyjum og Kazic frá Júgóslavíu, og hafa þeir ferðast víða til að afla framboði sínu stuðnings. T.a.m. hefur Campomanes, sem er einn af varaforsetum FIDE, ferðast til um 60 landa vegna þessa máls. Að sögn forráðamanna Skáksam- bands íslands er kosningabaráttan ákaf- lega kostnaðarsöm og hefur því verið ákveðið að efna til fjáröflunar hérlendis til stuðnings framboði Friðriks Ólafsson- ar, stórmeistara í skák, sem gegnt hefur embættinu undanfarin fjögur ár. - Það er enginn vafi á því að það er mikill heiður fyrir íslendinga að það sé íslendingur sem gegnir forsetaembætti FIDE og auk þess mikill styrkur fyrir íslenska skákhreyfingu, sagði Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Tímaritsins Skákar á blaðamannafundi sem Skák- samband íslands boðaði til vegna þessa máls. Jóhann Þórir sagði að Friðrik ætti að vissu leyti undir högg að sækja þar sem að helsti keppinautur hans Campoma- nes, væði í fjármunum og væri því ekkert tiltökumál að heyja þessa kosningabaráttu. Jóhann sagði Cam- pomanes hafa ferðast til um 60 landa vegna framboðs síns, á sama tíma og Friðrik hefði komist til um 20 landa og auk þess gæfi Campomanes öllum þeim sem hafa vildu dýrar gjafir og skákáhöld hvar sem hann kæmi. Þess má geta að Hópferð á Olympíu- skákmótið ■ í tengslum við Olympíuskákmótið í Luzern í Sviss, hefur Skáksamband íslands ákveðið að efna til hópferðar til Sviss, dagana 12.-18. nóvember. Olym- píuskákmótið stendur yfir frá 30. október til 17. nóvember. Á þessum tíma verður einnig haldið þing FIDE, þar sem hæst ber kosning í embætti forseta FIDE. Ferðaáætlunin er í stuttu máli þannig, að flogið verður til Luxemborgar og ekið þaðan um Suður- Þýskaland til Sviss. Verð er u.þ.b. 6.800.-, og er innifalið í því ferðir til Luzern, gisting með morgunverði, skoðunarferðir, aðgangur að Ólympíuskákmótinu o.fl. Söluskrifstofa Flugleiða í Lækjargötu veitir nánari upplýsingar. -ESE er Friðrik Ólafsson var kjörinn forseti FIDE fyrir fjórum árum, voru einnig þrír menn í framboði líkt og nú, en auk Friðriks voru það þeir Mendes frá Filipseyjum og Gligoric frá Júgóslavíu. Þá fór fyrsta umferð þannig að Mendes fékk 31 atkvæði, Friðrik fékk 30 atkvæði og Gligoric 29 atkvæði. Þá var kosið á milli Mendesar og Friðriks og hlaut Friðrik þá 57 atkvæði og Mendes 34 atkvæði. Öll aðildarlönd Alþjóðaskáksam- bandsins hafa eitt atkvæði hvert á þingi FIDE, en auk þess er skáksamböndum heimilt að hafa umboð frá einu skáksambandi að auki sem ekki sendir fulltrúa á þingið. Þannig er Ijóst að hægt verður að smala atkvæðum og væntan- lega fá þeir flest atkvæðin sem duglegast- ir eru í smöluninni. Vegna fjársöfnunarinnar má taka það fram að gíróseðlar frá Skáksambandi íslands verða sendir út á næstunni og er skorað á fólk að leggja sitt af mörkum til að tryggja kjör Friðriks. -ESE Guðmundur Sigurjónsson Jón L. Ámason Helgi Ólafsson Olympíulandsliðin í skák ■ Ingi R. Helgason, landsliðseinvald- ur í skák hefur valið karlasveit íslands sem þátt mun taka í Olympíuskákmót- inu í Luzern í nóvember í vetur. Á fyrsta borði teflir Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari, á öðru borði teflir Jón L. Árnason, á því þriðja Helgi Ólafsson og síðan Margeir Pétursson á fjórða borði, en þeir Jón, Helgi og Margeir eru allir alþjóðlegir meistarar í skák. Varamenn eru Jóhann Hjartarson og Ingi R. Jóhannsson, alþjóðlegur meistari, en Ingi verður jafnframt liðsstjóri. Jóhann Hjartarson Ingi R. Jóhannsson Tíu ár f rá eirivígi aldarinnar: Friðrik og Spassky heyja einvígi í skák - úrslit ekki kunngerð fyrr en r byrjun næsta árs ■ Friðrik Ólafsson, forseti FIDE og Boris Spassky, fyrrum heimsmeistari í skák munu heyja all sérstakt skákein- vígi í Reykjavík í næstu viku. Verður einvígið háð fyrir luktum dyrum og verða úrslit ekki kunngjörð fyrr en í byrjun næsta árs er fyrsta tölublaðið af Storð, nýju tímariti Almenna bókafél- agsins og Iceland Review lítur dagsins ljós. Einvígi Spasskys og Friðriks mun fara fram á Loftleiðahótelinu í Reykjavík, en Flugleiðir standa straum af kostnaði við komu Spasskys hingað til lands. í tengslum við skákeinvígið mun Spassky tefla a.m.k. eitt fjöltefli hérlendis, er hann teflir við starfsmenn bankanna. Skákeinvíg- ið er annars haldið öðrum þræði til að minnast þess að um tíu ár eru liðin frá því að Spassky og Fischer tefldu hérlendis um heimsmeistaratitilinn í skák, en þeirri viðureign lauk sem kunnugt er með sigri Fischers sem þá hrifsaði titlinn af Spassky, heimsmeist- ara. -ESE ■ Friðrik Spassky ■ Mrtrgeir Pétursson valin Þá hefur stjórn Skáksambands íslands valið kvennasveitina til þátttöku á sama móti og er hún þannig skipuð: Á fyrsta borði teflir Guðlaug Þor- steinsdóttir, Ólöf Þráinsdóttir teflir á öðru borði, Sigurlaug Friðþjófsdóttir á því þriðja og fjórða í sveitinni er svo Áslaug Kristinsdóttir. Gunnar Gunnars- son, forseti Skáksambandsins verður liðsstjóri kvennasveitarinnar, en hann er jafnframt fulltrúi S.í. á þingi FIDE sem fram mun fara jafnhliða Olympíukeppn- inni. -ESE ■ Guðlaug Þorsteinsdóttir ■ Ólöf Þráinsdóttir OLYMPÍUSKAKMÓT IÐ HALDIÐ HÉR? Puerto Rico dottiö úr leik og fáa fýsir að tef la í Líbýu ■ Góðar líkur eru taldar á því að næsta Olympíuskákmót verði haldið hér á landi. Skáksamband Puerto Rico sem sjá átti um mótið sem halda á 1984,4iætti við á síðustu stundu og verður því að öllum líkindum Líbýu eða íslandi boðið að sjá um mótshaldið. Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, varaforseta Skáksambands íslands þá var ákveðið á þingi Alþjóðaskáksam- bandsins að þrjú ríki skyldu eiga kost á að halda olympíuskákmótið. Fyrsti kostur var Puerto Rico, annar kostur var Líbýa og síðan var ísland í þriðja sæti. Puerto Rico hafði lýst því yfir að allt væri til reiðu til þess að mótið gæti farið þar fram, en nýlega kom babb í bátinn og skáksamband Puerto Rico kom þeim skilaboðum áleiðis til FIDE að það gæti ekki haldið mótið. Þá voru eftir valkostimir ísland og Líbýa og má búast við því að ísland standi þar sterkar að vígi, þar sem margar þjóðir fýsir ekki að senda skáksveitir sínar til Líbýu. Hvort ísland tekur að sér að halda þetta mót á svo eftir að koma í ljós, en svar verður að liggja fyrir í síðasta lagi á þingi FIDE sem haldið verður samhliða Ólympíusk- ákmótinu í Luzern í vetur. -Það sem er erfiðast í þessu sambandi fyrir utan gífurlegan kostnað er að það eru ekki nægilega mörg gistirými í Reykjavík, sagði Þorsteinn Þorsteins- son. Að sögn Þorsteins er talið að 1000-1300 manns myndu koma til landsins í tengslun við slík mót, en samkvæmt upplýsingum gistihúsaeig- enda í Reykjavík væri aðeins hægt að bjóða upp á 600-700 gistirými á þessum tíma. -Ein hugmyndin er að halda kvennakeppnina úti á landi og hefur Borgarnes verið nefnt í því sambandi, sagði Þorsteinn. Keppendur gætu þá gist í Munaðarnesi, en sjálft mótið færi fram í Borgarnesi. - ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.