Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 Iþróttir Umsjón: Sigurður Helgason Enska knattspyrnan: BB WflTFORD SKORAÐI ATTA IWORK Mikið skorað f 1. deildinni ensku í leikjunum á laugardaginn ■ Ronnie Wheelan skoraði tvö af mörkum Liverpool í stórsigrinum gegn Southampton. Luton á Victoria Ground. Átta mörk voru skoruð í leiknum og skiptust hnífjafnt á milli liðanna. George Berry skoraði tvö fyrstu mörk leiksins fyrir Stoke, en Paul Walsh, sem áður lék með Charlton skoraði tvívegis fyrir lok fyrri hálfleiks. Paul Bracewell náði foryst- unni fyrir Stoke, en Brian Stein og Mal Donaghy sneru blaðinu við áður en Bren O’Callagan jafnaði fimm mínútur fyrir leikslok. Luton hafa skorað flest mörk allra liða í 1. deild á þessu keppnis- tímabili og það vekur athygli, að þeir skuli hafa skorað þrjú mörk gegn Liverpool og nú fjögur gegn Stoke. Lundúnaliðunum gengur vel West Ham og Tottenham, sem bæði eru frá London sigruðu í leikjum sínum á laugardag. Þau léku bæði á heimavelli og var það lið Manchester City sem fékk að kenna á því á Upton Park. Það var Sandy Clark sem kom West Ham á bragðið og skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Paul Goddard og Belgíu- maðurinn Van der Elst skoruðu einnig í síðari hálfleik, en það var Phil Boyer sem svaraði fyrir Manchester City. Fyrrverandi Evrópumeistarar Nottingham Forest mega muna betri tíð en nú. Þeir töpuðu á laugardag fyrir Tottenham á White Hart Lane. Þar skoraði Gary Mabbut tvö mörk í fyrri hálfleik og Garth Crooks eitt. í síðari hálfleiknum minnkaði Gary Birtles aðeins muninn er hann skoraði, en Crooks bætti um betur og þannig endaði leikurinn með 4-1 sigri Tottenham. Ipswich fóru á County Ground og gersigruðu þar heimamenn Notts County. Þetta var fyrsti sigurleikur liðsins í 1. deildinni í ár og þeir byrjuðu af fullum krafti. Það var Paul Mariner sem skoraði fyrsta markið. Alan Brazil bætti við öðru markinu, síðan John Wark, Mariner aftur, Hollendingurinn Thijssen og loks Steve McCalI. Það hlaut að koma að því að Ipswich ynnu leik og þeir gerðu það á eftirminnilegan hátt. ■ Nú virðist Ipswich og Paul Mariner vera að komast í gang. Liverpool á toppinn Á sama tíma fékk Liverpool South- ampton í heimsókn og unnu stórsigur. Þeir Ronnie Wheelan og Mark Lawren- son skoruðu eitt mark og með sigrinum tryggði Liverpool sér efsta sætið í deildinni, en skildu Southampton hins vegar eftir í því neðsta. Norwich fékk West Bromwich Albion í heimsókn og þar gerðu gestirnir sér lítið fyrir og skoruðu þrjú mörk gegn einu marki heimaliðsins. Þar var Cyrille Regis í aðalhlutverki og skoraði „hat- trick“ eða þrjú mörk. Norwich hefur gengið verst þeirra liða sem komu upp í 1. deildina í vor. Jafntefli og átta mörk Það var mikið fjör í leik Stoke og ■ „Áhorfendurnir eru hættir að koma á leikina, en þá koma mörkin og við skulum ætla, að þá komi áhorfendurnir aftur,“ sagði þulur BBC í umfyöllun um ensku knattspyrnuna á laugardaginn. Og það var ekki að ástæðulausu því í 1. deildinni einni voru skoruð 50 mörk í leikjunum í 7. umferðinni og það voru háar tölur sem gat að líta er úrslit dagsins lágu fyrir. I tveimur leikjum voru skoruð átta mörk, sex mörk í tveimur, og fimm mörk í þremur. Og stærsta sigurinn á keppnistímabilinu unnu nýliðarnir í 1.' deild Watford. Elton John, söngvarinn og tónlistar- maðurinn frægi hefur áreiðanlega bros- að breitt eftir sigur Watford á Sunder- Iand. Mörkin urðu átta og skoraði Luther Blisset fjögur þeirra. Þar með tryggði hann sér forystuna í marka- kóngskeppninni ásamt Brian Stein, Luton. Athyglisvert er hversu vel þessum tveimur leikmönnum sem báðir koma úr 2. deild gengur að skora í 1. deildinni. Þeir Nigel Callaghan og Ross Jenkins skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og eins og úrslitin benda til voru yfirburðir Watford miklir. Fyrir leikina á laugardag hafði Manchester United forystu í 1. deildinni með 15 stig, en þeir náðu aðeins jafntefli gegn Arsenal. Hvorugu liðinu tókst að skora í leiknum. Staðan 1. deild Liverpool 7 5 2 0 19:16 17 Man. Utd. 7 5 11 13:15 16 Watford 7 5 0 2 19:15 15 West Ham 7 4 12 15:16 13 Tottenham 7 4 12 17:19 13 Stoke 7 4 12 17:13 13 WBA 7 4 0 3 15:9 12 Aston VUla 7 4 0 3 12:11 12 Man. City 7 4 0 3 7:8 12 Coventry 7 3 1 3 8:8 10 Brighton 7 3 1 5 6:17 10 Luton 7 2 3 2 20:18 9 Nott. Fr. 7 3 0 4 13:16 9 Arsenal 7 2 2 3 6:6 8 Notts County 7 2 2 3 6:14 8 Everton 7 2 14 12:11 7 Swansea 7 2 1 4 8:12 7 Sunderland 7 2 1 4 7:15 7 Ipwich 7 13 3 13:11 6 Norwich 7 13 3 10:13 6 Birgmingh. 7 115 3:18 4 Southampton 7 115 3:18 4 2. deild Wolves 7 5 2 0 12:1 17 Grimsby 6 5 1 0 13:3 16 Sheff.Wed 6 5 0 1 16:7 15 Fulham 6 4 2 0 14:5 14 QPR 7 4 1 2 9:6 13 Crystal Palace 6 3 2 1 11:8 11 Leeds 6 3 2 1 9:7 11 Barnsley 6 2 3 1 8:6 9 Chelsea 7 2 3 2 7:6 9 Rotherham 7 2 3 2 9:10 9 Blackburn 7 3 0 4 10:14 9 Newcastle 7 2 2 3 8:10 8 Leicester 7 2 1 4 12:9 7 Burnley 6 2 1 3 10:9 7 Carlisle 6 2 1 3 11:15 7 Oldham 6 1 3 2 5:7 6 Shrewsbury 6 2 0 4 5:8 6 Cambridge 7 1 2 4 7:12 5 Bolton 6 1 1 4 4:10 4 Derby 6 1 1 4 5:12 4 Charlton 6 1 1 4 5:14 4 Middlesbro 6 0 2 4 5:16 2 ■ Luther Blisset skoraði fjögur mörk gegn Sunderland. Það var Steve Gatting sem skoraði fyrir Brighton gegn Birmingham, en Birmingham og Southampton sitja í neðsta sætinu, bæði með fjögur stig og hafa sömu markatölu. í Coventry var fyrrverandi Lsicester- leikmaður Jim Melrose í sviðsljósinu. Hann skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með félaginu. Það var Steve Hunt sem bætti því fjórða við, en þeir Andy King og Ádrian Heath skoruðu fyrir Everton. ■ Úrslit leikja urðu sem hér segir: Aston Villa-Swansea 2-0 Brighton-Birmingham 1-0 Coventry-Everton 4-2 Liverpool-Southampton 5-0 Man. Utd.-Arsenal 0-0 Norwich-West Brom. 1-3 Notts Country-Ipswich 0-6 Stoke-Luton 4-4 Tottenham-Nott.For 4-1 Watford-Sunderland 8-0 West Ham-Man. City 4-1 2. deild Burnley-Shrewsbury 1-2 Cambridge-Carlisle 1-1 Crystal Paiace-Middlesbro 3-0 Derby-Blackburn 1-2 Fulham-Leeds 3-2 Grimsby-Bolton 1-0 Leicester-QPR 0-1 Newcastle-Barnsley 1-2 Oldham-Charlton 2-2 Sheff. Wed-Chelsea 3-2 Wolves-Rotherham 2-0 Leiknum í 2. deild sem er á íslenska getraunaseðlinum lauk m'eð sigur QPR, sem skoruðu eina mark leiksins. Úlf- arnir halda forystu sinni í 2. deildinni, en Grimsby eru einu stigi á eftir þeim og eiga einn leik til góða, þannig að staða þeirra er sannast sagna öllu betri. Að lokum er rétt að geta hérna athyglisverðra úrslita úr 3. deild. Þar sigraði Doncaster Reading með sjö mörkum gegn fimm. Mjög óvenjuleg markatala í knattspyrnu. Góð forysta hjá Celtic ■ AUt fór eins og búast mátti við í skosku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Glasgow Rangers sigruðu Aberdeen á útivelii með tveimur mörkum gegn einu. Á Parkhead lék Celtic gegn Hibernian og sigraði Celtic með tveimur mörkum gegn engu. Dundee United sigraði St. Mirren 3-0 og lið Jóhannesar Eðvalds- sonar MotherweU, tapaði á útiveUi fyrir Morton 3-1. í knattspymutímaritinu SHOOT er þess getið nýlega, að Jóhannes Eðvaldsson, eða „Big Shuggy" hafi snúið aftur til Skotlands og bvrjað að leika með MotherweU. Þar er haft eftir Jock WaUance, að hann telji víst að reynsla Jóhannesar komi tU með að hafa mikið gUdi fyrir MotherweU, ekki síst ef höfð sé hliðsjón af hversu margir ungir leikmenn leiki með liðinu. En þeir hjá Shoot era ekki alveg nógu nákvæmir,eða hitt þá að þeir þekki ekki nóg til íslenskrar knattspyrnu, því þeir fullyrða að Jóhannes hafl leikið flesta landsleiki íslenskra knattspyrnumanna. Eftir leikina á laugardag era Celtic efstir í Skotlandi með 8 stig, eða fuUt hús, en Rangcrs og Dundee United era á næstu grösum með 6 stig. Dundee hefur svo 5 stig. Á botninum situr svo Motherwell með aðeins eitt stig og afleita markatölu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.