Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 16
N jarðvíkingar Reykjanes- meistarar í körfuknattleik ■ Það voru NjarðvQdngar sem sigruðu í Reykjanesmótinu í körfu- knattleik, sem haldið var í íþrótta- húsinu í Hafnarfirði um helgina. Fjögur lið tóku þátt í mótinu og fengu Njarðvíkingar svo sannarlega harða mótspyrnu frá ÍBK og Hauk- um. En þeim tókst að innbyrða sigurinn, en þó með erfiðismunum. Víst er að Keflvíkingar mæta sterkir til leiks í körfunni í vetur og verða erfiðir flestum liðunum í úrvalsdeild- inni. Úrslit einstakra leikja urðu sem hér segir: ÍBK-Haukar 85-73 Njarðvík-Grindavík 112-50 ÍBK-Grindavík 96-53 Njarðvík-Haukar 85-84 Haukar-Grindavík 83-36 Njarðvík-Keflavík 84-79 Eins og sjá má af þessum úrslitum munar ekki miklu á þremur efstu liðunum, en Grindvíkingar eiga greinilega dálítið lengra í land með að geta talist í hópi þeirra bestu. Misstu niður unninn leik ■ Fjórir leikir voru háðir í 2. deildarkeppninni í handknattleik um helgina. Úrslit þeirra urðu sem hér segir: Breiðablik-KA 19:19 Grótta-Þór V. 29:23 Ármann-Þór V. 20:20 HK-KA 23:21 Utanbæjarliðin frá Akureyri og Vestmannaeyjum sóttu ekki mörg stig hingað til Reykjavíkur. Þau uppskáru eitt stig hvort félag í ferðinni. KA tapaði öðru stiginu til Breiðabliks er Breiðabliksliðinu tókst að jafna 19:19 rétt fyrir leikslok. HK sigraði svo KA með tveggja marka mun í Ásgarði á laugardag. Þór Vestmannaeyjum missti gjör- unnin leik gegn Ármanni niður í jafntefli. Þeir voru sjö mörkum yfir þegar fáeinar mínútur voru til leiksloka, en Ármenningar gerðu það ótrúlega að jafna á síðustu augnablikum leiksins. „Kletturinn” í Þór ■ Lars Göran Anderson leikmaður með Þór Vestmannaeyjum er að sögn kunnugra mjög sterkur hand- knattleiksmaður og kemur áreiðan- lega til með að reynast Vestmanna- eyjaliðinu drjúgur liðsauki. Hann er af kunnugum nefndur „Klimpen“ eða Kletturinn og Þórsurum veitir svo sannarlega ekki af að hafa klett til að brjóta niður sóknir andstæð- inganna. Og ekki sakar að hann skori eitthvað af mörkum. Markvörður rekinn útaf ■ Enskir knattspyrnumenn hafa að undanförnu fengið að kenna á hertum reglum um brottrckstra af leikvelli. A Upton Park í London voru tveir kappar í liði Manchester City sendir útaf. Fyrst var það Kevin Bond, sonur John Bond fram- kvæmdastjóra liðsins sem var vísað af veUi fyrir gróft brot. Síðan fékk Asa Hartford að sjá rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk. Markvörður Stoke City var einnig rekinn af leikveUi fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs. Peter Fox, en það heitir markvörðurinn mátti gera svo vel og ganga af leikvelli. Urðu tveir útispilarar að fara í markið í hans stað, reyndar aðeins annar í einu. ■ Guðmundur Magnússon fyrirliði FH sést hér skora framhjá markverði VGdngs í leiknum í Hafnarfirði. Víkingar steinlágu Töpuðu fyrir FH með tíu marka mun 27 - 17 f 1. deild ■ Víkingar áttu aldrei minnstu mögu- leika á sigri gegn geysisterku FH-liði í leik liðanna í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik á laugardag. Leikið var í Hafnarfirði og sigruðu FH-ingar íslands- meistarana með 10 marka mun 27:17. Staðan í hálfleik var 12:8 FH í vil. Það sást strax í upphafi hvert stefndi í leiknum í Hafnarfirði. FH-ingar tóku leikinn strax í sínar hendur og um miðjan fyrri hálfleik var staðan orðin 9:2. Þá tóku Víkingar aðeins að síga á og skoruðu fjögur mörk í röð. En þeim tókst aldrei að ógna verulega sigri heimaliðsins. Eins og fyrr segir var fjögurra marka munur í hálfleik og um miðjan síðari hálfleik höfðu FH-ingar aukið hann í sex mörk, en á endasprettinum bættu þeir um betur og leikurinn endaði með 10 marka sigri. Það þykir saga til næsta bæjar, að Víkingur skuli tapa þetta stórt í 1. deildarkeppninni í handknattleik. Svo virðist sem í liði þeirra sé sterkur leikmaður í hverri stöðu og ekkert lið hér á landi hefur á að skipa jafn mörgum landsliðsmönnum. En það virðist ekki nægja ef samstaðan er sama og engin og leikgleðin og baráttuhugurinn er skilinn eftir heima. Það var alveg auðséð á leikmönnum Víkings, að þessi leikur væri aðeins leið skylda sem þeir yrðu að inna af hendi, ekki var að sjá að þeir léku ánægjunnar vegna. Ekki er ástæða til að hrósa neinum leikmanna Víkings fyrir góðan leik á laugardag, en Viggó Sigurðsson vakti athygli fyrir ótrúlega slakan dag og hann hlýtur að geta betur. FH-liðið geislaði hins vegar af leikgleði frá upphafi leiks til loka. Aðall leiks þeirra var frábær varnarleikur og á löngum köflum tókst þeim algjörlega að halda skyttum Víkings niðri. Sóknar- leikurinn er einnig fjölbreyttur og býr yfir ógnun sem nýtist liðinu vel. Bestur FH-inga var Pálmi Jónsson. Hann skoraði sjö mörk í leiknum, yfirleitt af miklu harðfylgi. Þá voru þeir Hans og Kristjár. Arason sterkir og raunar léku allir leikmenn FH vel. Þeir stóðu saman og það gerði gæfumuninn. Leikinn dæmdu þeir Óli Ólsen og Gunnlaugur Hjálmarsson. Það er alls ekki hægt að segja að þeir hafi fært FH sigurinn á silfurbakka, því dómar þeirra voru oft á tíðum mjög andsnúnir FH-ingum, en að sama skapi hagstæðir Víkingum. En það dugði Víkingum ekki að þessu sinni. Mörkin: FH: Pálmi Jónsson 7, Kristján Arason 7 (3), Þorgils Óttar, Hans og Guðmundur Magnússon 4 hver, Sveinn Bragason 1. Víkingur: Páll Björgvinsson 3 (2), Guðmundur Guðmundsson 3, Hörður Harðarson 3 (2), Steinar og Viggó 2 hvor, Hilmar, Magnús, Þorbergur og Óskar skoruðu allir eitt mark og skoraði Þorbergur úr víti. sh Anders Dahl sterkur — þegar KR-ingar unnu Stjörnuna í 1. deildinni íhandbolta ■ Ekki var ýkja mikil reisn ytir leiK KR og Stjörnunnar í 1. deildinni í handbolta sem leikinn var í Laugardals- höll á sunnudag. Þó brá á stundum fyrir laglegum tilþrifum, en inn á milli var meðalmennskan allsráðandi. KR-ingar unnu nokkuð öruggan sigur, þeir skoruðu 23 mörk, gegn 16 Stjörnumörk- um. í fyrri hálfleiknum munaði aldrei miklu á liðunum. Mesti munur var 3 mörk og staðan í hálfleik var 10-8 KR í hag. Framan af síðari hálfleik héldu Stjörnumenn í við KR-ingana, en KR hafði alltaf forystuna, en er líða tók á hálfleikinn jókst bilið milli liðanna smátt og smátt og er upp var staðið munaði 7 mörkum. Stjörnuliðið er til alls líklegt í 1. deildarkeppninni í vetur. Reyndar virðast þeir ekki hafa nægt úthald til að halda jafnvægi heilan ieik. Þeir misstu leikinn á sunnudag alveg niður í lokin. Þar eru sterkir einstaklingar eins og Eyjólfur Bragason, Guðmundur Þórðar- son og Magnús Teitsson, að ógleymdum Gunnari Einarssyni þjálfara liðsins. Anders Dahl Nielsen er ákaflega mikilvægur leikmaður fyrir KR-liðið og greinilegt er, að har.n er á réttri leið með liðið. Útsjónarsemi hans kom andstæð- ingunum oft í opna skjöldu og þó hann skoraði ekki sjálfur mörg mörk utan af velli, þá var hann yfirleitt potturinn og pannan í leik liðsins. Alfreð Gíslason sýndi einnig ágætan leik og hið sama má raunar segja um Hauk Geirmundsson, einkum í fyrri hálfleiknum. Markverð- irnir Jens og Gísli Felix vörðu báðir prýðilega. Og sama má segja um Brynjar ' Kvaran í markinu hjá Stjörnunni. Mörkin: KR: Anders Dahl Nielsen 9 (6), Alfreð og Haukur Geirmundsson 5 hvor, Stefán Halldórsson 2, Jóhannes Stefánsson og Ragnar Hermannsson eitt hvor. Stjarnan: Eyjólfur Bragason og Magnús Teitsson 4 hvor, Gunnar Einarsson, Gunnlaugur Jónsson, Guðm- undur Þórðarson og Ólafur Lárusson 2 hver. ■ Anders Dahl Nielsen var marka- hæstur hjá KR gegn Stjörnunni. Einn leikmanna Stjömunnar Magnús Andrésson var útilokaður frá frekari þátttöku í leiknum og hefur það að öllum líkindum í för með sér keppnisbann. Dómarar voru Rögnvald- ■ Þróttarar unnu öruggan sigur á Fram í 1. deildinni í handknattleik í Laugar- dalshöll á sunnudag. Þeir skoruðu 25 mörk gegn 17 mörkum Fram og segja má, að Framliðið ætti aldrei glætu í leiknum. Samt sýndu Þróttarar engan stórleik, en það dugði gegn lélegu Framliði, sem er nú án Hannesar Leifssonar. En það er engin afsökun fyrir þetta stóru tapi. Þróttarar höfðu alltaf forystuna í leiknum og í hálfleik var staðan 13:8. Síðan breyttist staðan í 15:10, en þá tóku Þróttarar sig saman í andlitinu og skutu Framarana hreinlega á kaf. Þeir komust í 23:14 og þar með lá Ijóst fyrir hvert stefndi og leiknum lauk með 25 mörkum ur Erlingsson og Jón Hermannsson. Þeir dæmdu þokkalega en á kafla í síðari hálfleik voru þeir KR-ingum full hliðhollir. En það hefur áreiðanlega ekki skipt sköpum í leiknum. sh gegn 17. Lið Þróttar er með nýja menn eins og Guðmund Sveinsson, Konráð J ónsson. Þeir verða áreiðanlega ekki auðunnir í vetur og enda þótt þeir hafi misst Sigurð Sveinsson þá ná þeir að koma í hans stað. Konráð var markahæstur í liði Þróttar með 7 mörk, Páll Ólafsson skoraði 6, Guðmundur Sveinsson 5, Jens Jensson 3, Gísli 2 mörk og þeir Ólafur H. Jónsson og Lárus Lárusson eitt hvor. Egill Jóhannesson skoraði flest mörk fyrir Fram og var þeirra besti maður. Sigurður Svavarsson skoraði 3, Er- lendur Davíðsson 2, Jón Ámi, Viðar, Hinrik, Hermann og Dagur eitt hver.sh Létt hjá Þrótturum Sigrudu Fram 25-17 í 1. deild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.