Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 24
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 Skemmuvegi 20 - Kopavogi Símar (9t>7 75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land ,allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs . Gagnkvæmt tryggingaféJag ---------abnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir síts." ÞRIÐJUDAGUR 28. SEFT.1982 ■ „Hcr býr fólk af allskonar þjóðar- brotum en meirihlutinn er af islenskum xttum, sjálfsagt um 40% af heildaríbúa- fjöldanum í Gimli, en bæjarbóar eru nú um 2000 talsins, þ.e þeir sem hafa fasta búsetu, en á sumrum fjölgar bxjarbúum í 3500 og þá er um að rxða sumarbústaðafólk, flest frá Winnipeg", segir T. Kristján Árnason bxjarstjórí í Gimli í Manitoba í samtali við Tímann. T. Kristján Árnason, eða Ted eins og flestir kalla hann, hefur verið bæjarstjóri T. Kristján Ámason bæjarstjóri í Gimli ásamt konu sinni Marjorie. Tímamynd GE T. Kristján Árnason, bæjarstjóri í Gimli: „ÍSLENSKAR HEFÐIR OG SIÐIR í FULLU GILDI Gimli undanfarin fimm ár. Þar áður var hann í byggingarfélagi með bræðrum sínum... „Við sóttum mikið eftir að fá verk sem aðrir vildu ekki taka að sér og höfðum þannig meir upp úr krafsinu. Þetta gekk oftast vel hjá okkurog maður ferðaðist mikið vegna starfsins enda tókum við víða að okkur verk en eftir að ég varð bæjarstjóri seldi ég minn hlut í fyrirtækinu og hef aðallega starfað að 1 málefnum bæjarfélagsins síðar“, segir T. Kristján Árnason. íslenskir siðir „Gamlar íslenskar hefðir og siðir eru í fullu gildi hjá okkur. Fólk sem er yfir fimmtugt talar yfirleitt góða íslensku en yngra fólkið talar meir ensku. Er við forvitnuðumst nánar um þá siði sem haldist hafa nefnir Ted sláturgerð á haustin. „Við gerum góðar rúllupylsur upp á íslenska mátann á þessum tíma“, segir hann og bætir því við að fólk reyni alltaf að hafa íslenskan mat á stórhátíð- um. „Við höfum að sjálfsögðu þorrablót hér í flestum íslendingabyggðunum og reynt er að hafa þau eins rammíslensk og kostur er en hvað þorrablót og aðrar séríslenskar hátíðir varðar þá er yfirleitt um það að ræða að flestir bæjarbúar taka þátt í þeim, jafnvel þótt þeir séu ekki af íslenskum ættum“. * Islenska í kvöldskólum í spjalli okkar við Ted kemur fram að öll hans vinna fer fram á ensku en með honum í bæjarstjórninni eru fimm menn, tveir af íslenskum ættum, tveir af enskum og einn af úkrönskum ættum en það er næst stærsta þjóðarbrotið í Gimli. „{slenska er enn kennd hér, þ.e f kvöldskólum og það er nokkuð vinsælt nám, margir sem stunda það og jafnvel nokkur dæmi um að fólk komi og læri málið þótt það sé ekki af íslensku bergi brotið." Lítið atvinnuleysi Svipað og á íslandi þá er lítið um atvinnuleysi í Gimli. „Flestir hafa vinnu og við erum svo heppin að hafa stóra Seagrams verksmiðju í bænum en það er stærsta fyrirtækið hér“. T. Kristján segir ennfremur að margir stundi veiðar en aflinn er mjög ólíkur því sem gerist hér. Algengasta fisktegundin sem veidd er kallast „pik“ og líkist ýsu en aðrar tegundir eru hvítfiskur, gullauga o.sv.fr. en í kringum fiskveiðamar hefur myndast nokkur iðnaður svo sem bátasmíði og annar þjónustuiðnaður í kringum veiðamar. Annar stóriðnaður í Gimli eru ferðamenn. Góð baðströnd er til staðar hjá bænum og margt fólk á sér sumarbústaði í nágrenni hans eins og sést af því að íbúatalan næstum tvöfaldast yfir sumartímann. Mikið er af íslenskum ferðamönnum enda skipu- lagðar gagnkvæmar ferðir milli Gimli og „gamla landsins". -FRI Skrapdögunum fækkaö ■ Þar sem þorskafli tog- ara • fyrstu átta mánuði ársins er mun minni en gert var ráð fyrir við mörkun fiskveiðistefnu í upphafi árs, hefur Sjávarútvegs- ráðuneytið ákveðið að fækka „skrapdögum" tog- ara á tímabilinu 1. sept- ember til til 31. desember í 20 daga. Við þessa breyt- ingu fækkar „skrapdög- um“ á árinu í 110 daga og leyfilegt hlutfall þorsks í afla verður þannig: 5% í 28 daga, 15% í 41 dag og 30% í 41 dag. Hörkuárekstur ■ Þrír nýlegir bílar stór- skemmdust í hörku- árekstri sem varð á Víkur- braut í Grindavík á laugar- daginn. Áreksturinn yildi til með þeim hætti að bíl var ekið á mikilli ferð eftir Víkurbrautinni. Þegar kom að húsi númer 40, sem er við hlið lögreglu- stöðvarinnar, lenti hann aftan á bíl sem ekið var í sömu átt. Það skipti eng- um togum, sá sem ekið var aftan á hentist út af götunni inní innkeyrslu hússins númer 42 og á bfl sem þar var fyrir. Talið er að tjónvald- urinn hafi verið á yfir 90 kílómetra hraða. - Sjó. Blaðburðarbörn óskastj Tímann vantar fólk til blaðburðar f eftirtalin hverfi: Kópavogur: Holtagerði Álfhólsvegur frá 58-133 Hlaðbrekku ^twmti sími: 86300 dropar Leikhússtjóri - fréttastjóri? ■ Menn bíða spenntir eftir þvi að Garðveisla Guðmundar Steinssonar verði frumsýnd, en það gerist nú á fimmtudags- kvöld. Það fer lítið fyrir Guðmundi þessa dagana, og sumir halda því fram að hann hafi lagst undir feld og hyggist þaðan hvergi fara, fyrr en að frumsýningu aflokinni. Að minnsta kosti sá hann sér ekki fxrt að mxta á fund með fréttamönnum, sem haldinn var til þess að greina frá frumsýningu Garðveislunnar umtöluðu. Þar mxttu auk Sveins Einarssonar, þjóðleik- hússtjóra, leikstjóri verksins, María Kristjánsdóttir, leik- myndargerðarkonan Þórunn Sigriður Þorgrímsdóttir og blaðafulltrúinn Ámi Ibsen. Sigrún Stefánsdóttir, frétta- maður sjónvarps var mxtt ásamt tökumönnum til þess að spjalla við höfund verksins, en Sveinn tjáði henni að hann hefði ekki komist á fundinn sökum anna. Sigrún sagðist þá lítið hafa að gera á þennan fund kvaðst hún þakka fyrir sig og xtla að reyna að fá viðtal við Guðmund. Þjóðleikhús- stjóri var ekki aldeilis á þeim buxunum, þvi hann brosti sínu blíðasta brosi um leið og hann sagði: „Guðmundur er mjög önnum kafinn“. Sigrún, dirfsk- an uppmáluð, stóð upp í hárinu á sjálfum þjóðleikhús- stjóranum og sagði: “Ég xtla að athuga það“. Eftir þennan fúnd veltu menn því fyrir sér hvort Sveinn hygðist reyna fyrir sér í fréttastjóm þegar hann vxri búinn að fá sig fullsaddan af leikhússtjóm. Sambandsleysi ■ Víkjum aðeins aftur að áðurnefndum fréttamanna- fundi í Þjóðleikhúsinu vegna frumsýningar Garðveislunnar. Helgi Ólafsson, blaðamaður Þjóðviljans spurði leikhús- stjóra hverjir hefðu beðist undan því að taka þátt í uppfxrslunni á Garðveislunni sl. vor. Greiðlega gekk að fá fram að það hefðu verið þeir Helgi Skúlason og Hjalti Rögnvaldsson. Hins vegar var þjóðleikhússtjóra, Sveini Einarssyni, og blaðafulltrúa hans, Áma Ibsen, öldungis ókunnugt um hversvegna þess- ir tveir báðust undan þátttöku. Þegar Helgi spurði þeirrar spumingar, sögðu þeir næst- um um leið, að þeir hefðu aldrei vitað hvers vegna, en vUdu hins vegar benda á að slíkar óskir leikara vxra síður en svo sjaldgæfar. Dropateljari er hjartahlýr að eðUsfari, og honura stendur stuggur af þessu milda sam- bandsleysi innan þessarar stofnunar, sem er jú ímynd trúnaðar og hreinskilni í aug- um þjóðarinnar þvi viU hann nú þegar upplýsa þjóðleikhús- stjórann og blaðafuUtrúann um að það vom vissar senur í Garðveislunni, a.m.k. í Garð- veislunni eins og hún var sl. vor, sem gátu ekki, að mati áðumefndra leikara, faUið undir velsæmi, og því tóku þeir þá ákvörðun að biðjast undan leik í verkinu. Krummi ... ...SLÓÐI OG RUDDI Á JARÐÝTU SKÁLA í ÓLEYFl í ÓBYGGÐUM, las ég fyrirsögnina á forsíðu DV í gær en sá svo að þetta var aUt annar handleggur...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.