Tíminn - 29.09.1982, Side 1

Tíminn - 29.09.1982, Side 1
Glæsileg áskrifendagetraun Tímans • __________________________—_ TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Miðvikudagur 29. sept. 1982 221.tbl.-66. árg. m. Heimilís- tíminn: Öfrosið kinda- kjöt — bls. 10 Edward Koch — bls. 8-9 Efnahagur Mexíco bls. 7 Stein- dauð mynd — bls. 23 Kostnaður vegna hvers legudags hjá sjúkrastofnunum Ríkisspítalanna: HEFUR HÆKKAÐ UM ALLT AÐ 82% SfÐUSTII SJÖ AR — Starfsfólki hefur fjölgað um 29% ■ Kostnaöur á hvem legudag á nkisspítölunum hefur hækkaö um allt frá 19% og upp í 82% reiknað á föstu verðlagi - miðað við framfærsluvísitölu - á ámnum 1975 til 1981, samkvæmt nýrri ársskýrslu Ríkisspítalanna fýrir 1981. Mest hefur hækkunin orðið á Vífilsstöðum og Kópavogshæli en minnst á Landsspítalan- um sjálfum. Miðað við fast verðlag 1981 hafa heildarútgjöld hinna 3ja fyrrnefndu stofnana ásamt kve'madeild og Kleppsspítala hækkað úr 230,5 millj. króna í 366,8 millj. kr. eða 59% hækkun, á 7 árum. Á árunum 1977 til 1981 fjölgaði legudög- um á ríkisspítölunum aðeins um 4,3% og var sú fjölgun öll og meira til í dagvistun. A sama tímabili fjölgaði starfsmannaheimildum um 17%, eða í kringum einn sjölta hluta. Samtals voru stöðuheimildir á ríkisspítölun- um orðnar 1.784 árið 1981, en voru 1.532 árið 1977 og 1.400 árið 1975. Fjölgun á 7 árum er því nær 29%. Sjúkrarúm á ríkisspítölunum voru 901 árið 1981 - um eitt rúm á hverja tvo starfsmenn - en voru 857 árið 1977. Fjölgunin er því um 5% á þessum árum. -HEI ■ Þessir afkomendur víkinganna er sátu að tafli neðan við Bakarabrekkuna í blíðunni í gærdag virtust ekki hafa neinar málamiðlunarleiðir í huga heldur skyldi barist til síðasta manns, eins og köppum sæmir. Tímamynd Ella Ríkir menn íslendingar: TVEIR ONOTHÆFIR VEG- IR NÚ HUÐ VHI HUÐ — því Suðurlína má ekki sjást frá Fjallabaksleið ■ Tveir vegir munu í framtiðinni Uggja úr byggð í uppsveitum Rangár- vallasýslu að fjaUabaki yfir ■ Skafta- fellssýslu og við núverandi aðstæður fáum að gagni. Verið er að leggja veg frá Sigöldu yfir til Prestbakka á Síðu, 40 kílómetra langan vegna svokallaðrar Suður- línu, en vegur þessi þykir vandaður og mikið í hann lagt. Vegurinn mun þó ekki koma ferðamönnum og öðrum að gagni í framtíðinni, þar sem hann verður brúarlaus og einungis ætlaður til að komast að raflínunni. Núverandi Fjallabaksleið sem er neyðarvegur ef til Kötlugoss kæmi er illfær við bestu aðstæður og ófær um þessar mundir. Engu hefur verið kostað til vegarins a.m.k. síðast liðin 12 ár og er hann í algjörri niðurníðslu. Mörgum þykir ástæða til að Fjallabaksleið sé haldið betur við og menn kunnungir stað- háttum benda á að vel hefði mátt leggja línuna í námunda Fjallabaks- leiðar og byggja þann veg vel upp, í stað þess að hafa þama í framtíðinni tvo ónothæfa vegi hlið við hlið. En þar sem að ekki má sjást í raflínuna frá Fjallabaksleið af náttúruverndarsjón- armiðum, verða vegirnir náttúrulega tveir. Sjá nánar bls. 5 - ESE

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.