Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER1982 fm 3 FRÆÐSLUMIÐSTOÐ IÐNAÐARINS vekur athygli á eftirtöldum námskeiðum haustið 1982. Rennismfði II. Hefst 2. október, kl. 13°° á skólaverkstæöi Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Steypuskemmdir, grunnnámskeið. Haldið dagana 14., 15. og 16. október á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Keldna- holti. Vfsitölur byggingarkostnaðar. Hefst 21. óktóber kl. 16°° I Iðnskólanum í Reykjavík. Leiðslukerf i bifreiða. Hefst 2. okt. kl. 8“ í Iðnskólanum í Reykjavík. Virðisgreining (ætlað mönnum sem fást við þróun vöru, hönnun, mótun þjónustu o.fl. í iðnfyrirtækjum). Hefst 6. okt. kl. 830 í Skipholti 37, Iðntæknistofnun Islands. Uppl. í síma 29921. Kostnaðar- og arðsemiseftirlit í byggingariðnaði. Hefst 2. nóv. í húsakynnum Meistarasambands byggingamanna, Skipholti 70, Rvík. og 20. nóv. í Iðnskólanum á Akureyri. Upplýsingar og skráning í síma 36282. Flfsalagnir. Hefst 3. nóv. kl. 1300 á Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins, Keldnaholti. Fræsing I. Hefst 6. nóvember kl. 1300 á skólaverkstæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. 3 námskeið einkum ætluð bifvélavirkjum utan af landi: Vökvakerfi, grunnnámskeið, hefst 6. nóv. kl. 8°° á skólaverkstæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sjálfskiptingar, hefst 11. nóv. kl. 8°° á bifvélaverkstæði Iðnskólans í Reykjavík Rafkerfi bifreiða, hefst 8. nóv. kl. 1400 í Iðnskólanum í Reykjavík. Rekstrarbókhald fyrir byggingariðnað. Hefst 2. des. kl. 9°° í Skipholti 37. Iðntæknistofnun Islands. Uppl. í síma 81533. Járnalagnir, grunnnámskeið. Haldið í Iðnskólanum á Akureyri. Nánar auglýst síðar. PLC-stýringar. Haldið í Reykjavík og víðar af Etftirmenntunarnefnd rafiðnaðar, uppl. í síma 81433. Þunnplötusuða (MIG-MAG), fyrir bifreiðasmiði og bifvéiavirkjá. Nánar auglýst síðar. Logsuða. Nánar auglýst síðar. • Grunnþjáifun í vélsaumi. Haldið af Iðntæknistofnun (slands. Uppl. í síma 42411. Sjálfvirkar prjónavélar. Haldið af Iðntæknistofnun íslands. Uppl. í síma 42411. Prjónasnið. Haldið af Iðntæknistofnun íslands. Uppl. í síma 42411. Sandsparsl. Nánar auglýst síðar. Líkamsbeiting við vinnu. Námskeið þetta er öllum frjálst til afnota að því tilskildu að sjúkraþjálfari sjái um kennslu og að allt námskeiðið sé kennt. Fræðslumiðstöð iðnaðarins, Keldnaholti, 110 Reykjavík, (sími 83200/165) veitir upplýsingar og skráir menn til þátttöku nema annað sé tekið fram. Forstöðumaður Kaupfélag Skagfirðinga óskar eftir að ráða forstöðumann að bifreiða- og vélaverkstæði sínu á Sauðárkróki. Góð menntun og starfsreynsla áskilin. Umsóknarfrestur er til 4. október n.k. Skriflegar umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist kaupfélagsstjóra er gefur nánari upplýsingar í síma 95-5200. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - FLJÓTUM GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstæðu verði Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. fréttir Lagt til að nefndum og stjórnum Akureyrarbæjar verði fækkað um helming: „KERFIB OF FLOKIÐ OG MINGTI VðfUM” — segir Valgerður Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar ■ „Viðbrögðin við þessum tillögum hafa verið jákvæð, að vísu eru eflaust skiptar skoðanir um hve mikið sé rétt að skera niður og hvernig en flestir eru því sammála að kerfið sem við búum við nú sé of flókið og þungt í vöfum“, sagði Valgerður Bjarnadóttir forseti bæjar- stjórnar Akureyrar en í forkönnun sem Hagvangur hf. í Reykjavík hefur unnið á stjórnkerfi Akureyrar er lagt til að nefndum og stjórnum verði fækkað úr 50-60 í 33 eða um nær helming. „Ýmsar nefndir eru orðnar óþarfar og jafnvel er um það að ræða að mismunandi nefndir fjalli um sömu mál en lítið samband sé þar á milli. Starfsvið bæjarstjóra hefur verið svo vítt að ekki er hægt að ætlast til að einn maður geti sinnt því og lögð er til einföldun á þessum hluti í þessari könnun". í niðurstöðum könnunar Hagvangs segir m.a. að hröð uppbygging í stjórnkerfinu samhliða dreifingu starf- seminnar hafi valdið því að innbyrðis tengsl milli einstakra þátta hafa rofnað eða ekki náð að myndast og að þessari þróun hafi svo fylgt nokkurs konar valddreifing sem felist í því að einstakar einangraðar deildir starfi mjög sjálf- stætt. Þrátt fyrir þessa valddreifingu virðist í fæstum tilfellum hafa fylgt henni nauðsynleg dreifing ábyrgðar. Valgerður sagði að niðurstöður könnunarinnar yrðu nú kynntar em- bættismönnum bæjarins og ættu þeir að hafa skilað áliti sínu fyrir 15. okt. n.k. -FRI ■ Frá æfingu á bamaóperunni í Gamla bíó í gærdag. AUir leikaramir era á sviðinu. Tímamynd Ella. Barnaópera frumsýnd um helgina: Ævintýri litla sótarans ■ Um helgina frumsýnir Islenska | óperan leikóperu handa börnum sem 1 nefnist Búum tU óperu. Höfundur tónlistar er Benjamin Britten, en texta gerði Eric Crozier. Þýðandi er Tómas Guðmundsson. Óperan fjallar um lítinn strák sem ' sjúkur og efnalaus faðir hefur selt tveimur sóturum. Þeir nota strákinn til alls kyns erfiðisstarfa sem þeir nenna ekki að sinna sjálfir, m.a. til að príla í húsastrompum. Það verður strák til happs að eitt sinn festist hann í reykháfi, og hópur bama bjargar honum og forðar á endanum undan sóturunuim. Leikstjóri óperunnar er Þórhildur Þorleifsdóttir, en með hlutverkin fara fimm lærðir söngvarar og sex krakkar. Söngvaramir em Anna Júlíana Sveins- dóttir, Ásrún Davíðsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, John Speight og Stefán Guðmundsson. Krakkamir em Gísli Guðmundsson, Halldór Ólafsson.Hrafn- hildur Bjömsdóttir, Sólveig Amars- dóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir og Þorbjöm Rúnarsson. GM Verd á síld til frystingar ákvedid: „Enginn grundvöll- ur fyrir frystingu” — segir Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, annar fulltrúi kaupenda ■ Yfimefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins hefur ákveðið lágmarksverð á síld til frystingar og er það hið sama og ákveðið var á saltsíld. Er hækkunin um tæp 40% milli ára. Verð á síld til frystingar frá byrjun síldarvertíðar til 31. desember nk. verður því: 1. Síld, 33 cm og stærri hvert kg 3.45 2. Síld, 30 cm að 33 cm, hvert kg 2.35 2. Síld, 27 cm að 30 cm, hvert kg 1.65 4. Síld, 25 cm að 27 cm, hvert kg 1.45 Afhendingarskilmálar em óbreyttir, en nú var hins vegar í fyrsta sinn sett ákvæði varðandi síldarverðið að það sé uppsegjanlegt með fjögurra daga fyrir- vara. Er það gert vegna kröfu fulltrúa kaupenda sem greiddu atkvæði gegn ákvörðuninni um verð á síld til frystingar. í bókum sem þeir létu gera segir að verðið sé byggt á markaðsverði saltsíldar, en ekki sé tekið tillit til markaðsverðs á frystri st'ld, eins og þó ætti að gera samkvæmt lögum um' Verðlagsráð sjávarútvegsins. í bókun- inni segir ennfremur að ekki sé fjárhagslegur gmndvöllur fyrir frystingu síldar við núverandi aðstæður. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, annar fulltrúi kaupenda sagði í samtali við Tímann að hann ætti ekki von á að síld yrði fryst fyrst um sinn nema þá í beitu. Að öllum líkindum yrði saltað upp í leyfilegan kvóta og síðan tekin ákvörð- un um framhaldið. En sem stæði væri enginn gmndvöllur fyrir frystingu. -ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.