Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER1982 fréttir ■ Guðríður Elíasdóttir, ein stjórnarkvenna í Bandalagi kvenna í Hafnarfirði sést hér leggja síðustu hönd á uppsetningu sýningarínnar sem var opnuð s.l. sunnudag. Tímamynd EUa. Sölusýning á list- munum í Hafnarfirði Hafnarfjörður: Bandalag kvenna í Hafnarfirði gengst þessa viku fyrir sölusýningu á listmunum og fleiru í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn- arfirði til styrktar elliheimilum í Hafnarfirði. Sýningin stendur til sunnudagsins 3. október og er opin frá kl. 20-22 virka daga ef frá kl. 15-22 um næstu helgi. Aðgangur er ókeypis og hvetja bandalagskonur Hafnfirðinga og aðra velunnara að koma á sýninguna og styrkja gott málefni. Kaffiveitingar verða á boðstólnum um helgina. Sýningin var ppnuð síðasta sunnu- dag en daginn áður, 25. september, var þeim fjölmörgu er gáfu muni á sýninguna boðið til kaffidrykkju. Við það tækifæri skemmti kór Öldutúnsskóla boðsgestum með söng. - HEI Kennsla í náms- og skóla- hef st á Austur- landi í vetur Austurland: Ákveðið hefur verið að hefja tilraunakennslu í náms- og starfsráðgjöf við 9. bekk í 4 grunnskólum á Austurlandi á nýbyrj- uðu skólaári, þ.e. á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaup- stað, að því er fram kemur hjá Guðmundi Magnússyni í nýju Frétta- bréfi Fræðsluskrifstofu Austurlands. „Störfin í þjóðfélaginu breytast ört. Það hlýtur því að vera hollt nesti öllum nemendum að fá sem besta yfirsýn yfir þau störf sem bíða þeirra í næstu framtíð,“ segir Guðmundur. Hann bendir jafnframt á að þrátt fyrir ótvíræð ákvæði grunnskólalaga hafi náms - og starfsráðgjöf ekki náð þeirri fótfestu í skólum er æskilegt hefði verið. En sjálfur segist hann þeirrar skoðunar að starfsfræðsla eigi að vera kjarnagrein - skyldunám í skólum. Er fyrrnefnd tilrauna- kennsla í 4 skólum austanlands liður í því að þoka þessum málum til betri vegar og þess vænst að hægt verði að færa þá starfsemi út í aðra skóla umdæmisins skólaárið 1983-84. Umsjónarmaður þessarar til- raunakennslu verður Gerður G. Óskarsdóttir, skólastjóri á Neskaup- stað, en hún hefur lokið háskólanámi í skólaráðgjöf frá bandarískum háskóla, auk persónlulegrar reynslu í þessum efnum. - HEI Verkefni til áramóta hjá Dyngju á Egils- stöðum Egilsstaðir: Framleiðsla á kápum og peysum fyrir vesturlandamarkað hef- ur verið í fullum gangi að undan- fömu hjá Prjónastofunni Dyngju á Egilsstöðum, svo og á peysum fyrir Rússlandsmarkað, að því er fram kemur í Fréttabréfi KHB. Munu fyrirliggjandi verkefni endast Dyngju til áramóta. Hjá Dyngju voru 36 manns á launaskrá í ágústlok s.l. Auk þess að framleiða tilbúnar flíkur til útflutnings framleiðir Dyngja prjónavoð fyrir saumastof- una Prýði á Húsavík. Öll prjónavoð sem notuð er í Dyngju er að sjálfsögðu einnig framleidd á staðn- um. í prjónastofunni er unnið á tveim vöktum 16 tíma á sólarhring. Heildarsala Dyngju fyrri helming ársins nam 3,5 millj. króna. Er haft eftir framkvæmdarstjóranum, Guð- mundi Benediktssyni, að verðlag á framleiðslunni muni rétt hanga í því að standa undir framleiðslukostnaði. - HEI I I l ■ - Það er veríð að lagfæra vatnamælingastaðinn og með þessum framkvæmdum er stefnt að því að halda Þjórsá í ákveðnum skorðum og forða þvi að ís hafi of mikil áhrif á mælingar, sagði Elías Elíasson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun í samtali við Tímann er hann var spurður um framkvæmdir þær sem sjást á meðfylgjandi mynd. Vatnshæðarmælirínn sem sést vinstra megin á myndinni stendur við svonefnda Norðiingaöldu og er það Sigurjón Rist, vatnamælingamaður sem hefur komið honum þar fyrir. ‘Aður en verkfallið á Tungnaársvæðinu skall á var unnið að fullum krafti við að ýta upp grjótgarði út í ána og tókst að Ijúka því áður en verkamenn og iðnaðarmenn á svæðinu lögðu niður vinnu. - ESE/Tímamynd Sigurjón Valdimarsson Vöruskiptajöfnuðurinn það sem af er þessu ári: Óhagstæður um tvo milljarða ■ í ágústmánuði s.l. var innflutningur landsmanna um 90% meiri en í ágústmánuði árið 1981, eða um 939 milljónir nú á móti 494 millj. króna í ágúst 1981. Allt talið - undanfarna mánuði - um voða viðskiptahallans og skuldasöfnunar erlendis virðist því hafa álíka áhrif á okkur Frónbúa og þegar vatni er stökkt á gæs. Vöruskiptajöfnuður landsmanna frá ■ Heildarútflutningur iðnaðarvara á vegum Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins fyrstu sex mánuði þessa árs var nánast sá sami og á sama tíma í fyrra. Flutt voru út rúmlega 90 þúsund tonn á tímabilinu 1. janúar til 30. júní í ár. Verðmæti afurðanna í ár var þó 43% hærra en áðurnefnda mánuði í fyrra, eða rúmar 925 milljónir kr. í ár á móti rúmum 647 milljónum kr. á sama tíma í fyrra. Á sama tíma og útflutningur á iðnaðarvörum stóð í stað, dróst heildar- útflutningur landsmanna á þessu tíma- bili saman um 11%, en verðmætaaukn- ingin samtals var 25% frá fyrra ári. Af einstökum iðnaðarvörum var mest flutt af áli og álmelmi, eða 37.849 tonn sem er um 10% minna magn en á sama áramótum var orðinn neikvæður um tæpa 2,1 milljarða króna í lok ágúst s.l. sem er nær fimmfalt hærri upphæð en var á sama tíma í fyrra. í ágústlok nam verðmæti útflutnings um 4,8 milljörðum - sem er um 25% aukning frá sama tíma í fyrra - en inn höfðu verið fluttar vörur fyrir tæpa 6,9 milljarða króna - sem er um 59% aukning frá sama tíma árið • áður. _ HE1 tíma 1981. Verðmætaaukning á álvörum varð hins vegar 17% milli ára, óx úr rúmum 356 milljónum kl. í rúmar 415 milljónir kr. Næst á eftir álinu kom kísiljárn, en framleiðsla á því hafði vaxið um 180% og verðmætaaukningin var 341%. Af einstökum vöruflokkum má nefna að ullarvörur voru fluttar út fyrir um 170 milljónir króna, sem er 41% verðmæta- aukning, en magnið dróst saman um 3%. Skinnvara var seld fyrir rúmlega 58 milljónir króna, sem er 56% verðmæta- aukning, en vörur til sjávarútvegs voru seldar fyrir um 23.5 milljónir króna, sem er 101% aukning. Magnaukning var hins vegar 76%. Byggingar- vfsitalan: Hækkar um 17% ■ Hækkun byggingarvísitölu frá því í byrjun júní til byrjunar september reyndist 16,8%. Vísitala sú er gilti mánuðina júlí-september var 1140 stig en gildandi vísitala mánuðina október- desember verður 1331 stig. Að sögn Hagstofunnar kemurhækk- un útseldrar vinnu vegna nýs kjara- samnings meistara og sveina 14. júní s.l. inn í þennan vísitöluútreikning sem hér er sagt frá. Að þeirri hækkun frátalinni hefði hækkunin numið 14,1% en hún varð 16,8% sem fyrr segir. - HEI Stjóm SUF for- dæmir harðlega fjölda- morðin ■ „Stjómarfundur SUF fordæmir harðlega fjölamorðin sem framin vom í flóttamannábúðum Palestínumanna í Líbanon á dögunum“, segir í ályktun stjórnarfundar SUF sem haldinn var í Reykjavík 26. september s.l. „Fundurinn lýsir yfir hryggð sinni vegna þessara atburða og innilegri samúð með'öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessa. Fundurinn fordæmir fsralesmenn fyrir þeirra hlut að þessu máli. Fundurinn krefst þess að allur t'sraelskur her hvcrfi þegar í stað frá Líbanon og allt annað crlent herlið en friöargæslusveitir Sameinuðu Þjóð- anna“. LJtflutningur á iðnaðarvörum á fyrri helmingi þessa árs: Verðmætaaukn ingin á kísil- járni er 341% - ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.