Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 10
„Spari-! klæddar kótelettur” ■ Kótdettur eru yfirleitt vinsæll réttur, hvort heldur þær eru úr kindakjöti eða svínakjöti. Hér birtist uppskrift af svolítið sérstökum svínakótelettum, sem kaUaðar eru „Spariklæddar kótilettur“. Það er hægt að nota stórar og góðar kindakjötskótelettur í þessa uppskrift, en best er þó að nota svínakjöt. Handa 4 er nóg að hafa 4 stórar svínakótelettur, en ef þær eru smáar, er auðvitað öruggara að hafa a.m.k. tvær aukalega, sem þá er hægt að skipta milli þeirra matgráðugustu. Efni í þær spariklæddu:- 4 stórar svínakótelettur * 2 matsk hveiti 2 tesk. af karrý, 1 tesk. salt 1/4 tesk. pipar 1 dl rjómi rasp, smjör 4 laukar 1/2 kg niðurskomir tómatar 1-1 Vi dl kjötsoð 3 matsk. sýrður rjómi Það sem gott er að framreiða með kótelettunum: Soðin hrísgrjón, brúnað kókosmjöl, hrásalat. Þannig á að matreiða kótelettumar: Byrja á því að berja kóteletturnar smávegis og leggja þær svo í nokkrar mínútur í blöndu af hveiti, kryddinu og rjómanum. Þvínæst á að velta þeim upp úr raspi og brúna þær í smjöri á þykkri pönnu. Leggið nú kóteletturnar í eldfast mót. Niðurskornir laukarnir og tómatarnir eru nú settir í feiti þá sem eftir er á pönnunni og látnir aðeins brúnast, en svo er þeim hellt yfir kóteletturnar. Þá a* að setja kjötsoðið á pönnuna ásamt sýrða rjómanum, og látið hitna á pönnunni, en síðan hellt yfir fatið með kótelettunum. Setjið nú í ca 200 gr heitan ofn og látið vera í ofninum í 15-20 mínútur. Þá er rétturinn borinn fram, og helst í eldfasta mótinu, svo maturinn haldist heitur. Olía er hituð á pönnu og kókosmjölið ristað gulbrúnt og sett svo í heita skál og borið með kótelettunum, ásamt hrísgrjónum og hrásalati. ■ Þeir Jónmundur Ólafsson fyrrv. kjötmatsformaður (t.v.) og Steinþór Þorsteinsson deildarstjóri hjá Afurðasölu SÍS virða hér fyrir sér vænan dilk, sem flokkast hefur í 1. flokk. - Tímamynd. Róbert. Kynning á ófrosnu ■ „Spariklæddar kótelettur" eru fallegar á fati og Ijúffengar í munni. kindakjöti ■ Þessa dagana stendur yfir kynning á ófrosnu kindakjöti hjá Afurðasölu SÍS á Kirkjusandi. Kynning þessi fer fram á vegúm Afurðasölunnar og Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Markmið kynningarinnar er að„ gefa neytendum kost á að velja og kaupa á sérstöku kynningarverði alla gæðaflokka dilkakjöts, auk kjöts af veturgömlu fé. Viðstaddur verður vanur kjötmats- maður, sem fræðir og leiðbeinir gestum. Á sýningunni liggur frammi eyðublað með spurningum um hvernig kjöt fólk kjósi helst og eru gestir beðnir að útfylla það, þar sem það gefur vísbendingu um, hverjar óskir neytenda séu. Sýningin stendur í u.þ.b. hálfan mánuð. Hér með fylgir óvenjuleg uppskrift að lambasteik, tekin úr bæklingi frá afurðasölunni: Hrærið saman 100 gr af smurosti 3-4 matsk. af smjöri. Hrærið kryddinu, sem ætlað er í kjötið (salt og pipar), saman við. Smyrjið þessu utan á kjötið. Steikið við 175 stiga hita á rist í ofnskúffunni. Ýmsar tegundir af kryddsmjöri má nota til að breyta bragði kjötsins: Rósmarínsmjör: 50 g smjör 2 tsk. rósmarín Blandað kryddsmjör: 50 g smjör 2 msk. smátt saxaður laukur 1 tsk. salvía 1 tsk. timian 1 tsk kjörvel Hrærið smjör og krydd vel saman. Kryddið kjötið með salti og pipar eins og áður var getið. Smyrjið kryddsmjör- inu síðan á. Vefjið álpappír utan um og lokið honum vel. Ofnhiti er hæfilegur 175-200 gráður C. Gera þarf ráð fyrir heldur lengri steikingartíma þegar álpappír er notaður. Eru dagar graftarbóla taldir? ■ í hugum flestra eru fílapenslar bara cin af þeim plágum, sem fylgja gelgjuskciðinu, en þeir eru til, og hreint ekki svo fáir, sem aldrci „vaxa upp úr“ þessari plágu. Fílapenslar fylgja þcssu fólki alla tíð, þeir verða að stórum rauðum bólum, sem st'ðan skilja eftir sig holur og ör á hörundinu, sjúklingarnir verða bólugrafnir, sem kallað er, og leiðir þetta ástand oft til andlegrar vanlíðanar. En nú eru líkur til, að loks hafi fundist ráð til að ráða niðurlögum graftarbólanna. Um þcssar mundir er að koma á markað í Bandaríkjunum meðal, sem undanfarin 6 ár hefur gcngist undir strangar prófanir til lækningar á fílapenslum. Þykir þáð hafa gefið mjög góða raun. En hvað eru fílapenslar? Þeir eiga upphaf sitt undir húðinni, í fitukirtl- um, scm liggja næst hárrótarpokun- um. Á gclgjuskeiðinu stækka þessir kirtlar og gefa frá sér fituefni sem hefut það verkefni að koma í veg fyrir að húðin þorni upp. Ef dauðar húðfrumur við kirtlana stífla svitahol- urnar, safnast þctta fituefni fyrir f stað þess að fara út í húðina. f húðina þar umhverfis sest þá ígerð. Enn versnar ástandið, þegar bakteríur fjölga sér í fituefninu og bæta á ígerðina og þrotann, sem henni fylgir. Hjá flestum hætta fílapensiar að myndast að gelgjuskeiði loknu. Þvert á móti því, sem flestir halda, dugir ekki að skrúbba andlitið eða hætta að borða fituríkan mat til að losna við að fá fílapensla. Fúkkalyf geta stund- um verið gagnleg, en til þessa hefur enga árangursríka mcðferð verið að hafa til að vinna bug á graftarbólun- um, sem lciðir af fílapenslunum, Hormónasprautur t.d. með cortisone, beint í fílapensilinn, draga úr sýkingu, en þær eru óþægilegar og geta dregið úr líkamsvexti, ef þeim er beitt um of langan tíma. Á árunum uþp úr 1940 komust vísindamenn að raun um það, að A-vítamínskortur gat leitt til húðsjúk- dóms, sem líktist mjög fílapenslum. En til lækningar var A-vítamfn vita gagnslaust, nema í vægum tilfellum, og þurfti að bera það á húðina í áburðarformi. Fyrir allmörgum árum var farið að framleiða A-vítamíns afbrigði, sem notað var við krabba- meinsrannsóknir. Slíkt cfni kemur t.d. mjög við sögu í tilraunum við lækningu á lungnakrabbameini. Þegar þetta afbrigði af A-vítamíni kom á markað, gripu húðlæknar tækifærið og hófu tilraunir með það til að vinna bug á fílapenslum. Dr. Gary Peck, við Nationai Cancer Intstitute gerði fyrstur tilraunir með mcðalið, sem nú er að koma á'markað, Accutane, árið 1976 og árangurinn var stórkostlegur. 13 af 14 sjúklingum, sem illa voru haldnir af graftarbólum, hlutu algeran bata innan 10 mánaða. Á þeim árum, sem liðin eru síðan, hafa yfir 500 sjúklingar gengist undir þessa meðferð. Alflestir þeirra hafa ýmist hlotið algera lækningu eða a.m.k. mikinn bata. Það sem þykir hvað ánægjulegast, er að meðalið sýnir hvað bestan árangur við lækningu á bólum í andliti og segja læknar, að tryggja megi sjúklingum algera lækningu þar. Yfirleitt fer meðferðin þannig fram, að sjúklingar taka Accutane-hylki daglega í 15-20 vikur. Flestir þeirra sýna augljós batamerki á næstu tveim mánuðum, eftir að þeir hafa hætt meðalatöku. í alharðsvíruðustu tilfell- unum kann að þurfa að endurtaka meðalakúrinn áður en fullur bati næst. Helíiu hliðanærkanir lyfsins eru skorpnar varir og þurrkun á húð og slímhúð. Sumir missa hárið og kvarta undan vægum verkjum í vöðvum og þrpta umhverfis augu. Þar sem ekki er vitað um, hvort iyfið hefur áhrif á fóstur, er það ckki veitt barnshafandi konum. Þessar hliðarverkanir hverfa fljótlega eftir að meðalatökum er hætt, en til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig, hefur Lyfjacftirlit Bandaríkjanna ákveðið að lyfið skuli ekki veitt öðrum en þeim, sem eru illa famir af graftarsýkingum og hafa enga bót hlotið við fúkkalyfjameðferð. (Ncwsweek) ■ Accutane hefur reynst mjög áhrifaríkt í viðureigninni við graftarbólur. Hér sjáum við sjúkling fyrír og eftir meðferð og er batinn augljós.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.