Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER1982 Iþróttir 17 Llmsjón: Sigurður Helgason ■ TheodórGuðfmnssonsésthérskoracittmarka ValsileiknumgegnFramigær. Tímamynd: Ella Úthaldid brást hjá Framliðinu Töpuðu með fimm marka mun gegn Val í 1. deild í handknattleik Tveir leikir í 1. deild í kvöld ■ I kvöld leika Stjömumenn sinn annan heimaleik í 1. deildinni í handknattleik á' Selfossi. Þá fá þeir 'Víking í heimsókn og hefst leikur liðanna klukkan 19.30. Ókeypis sætaferð verður frá Flataskóla í Garðabæ á Selfoss og verður lagt af stað þaðan klukkan 18.15. í Laugardalshpll leika svo Þróttur 1 og KR og má reikna með snanpri viðureign þar. Þróttarar hafa unnið tvo lyrstu leiki sína og KR-ingar sigruðu Stjörnuna í sínum fyrsta leik. Margir telja þessi tvö lið í hópi þeirra liða, sem mestar líkur séu á, að muni komast í fjögurra liða keppnina um íslandsmeistaratitilinn í handknatt- leik. Gestamót f badminton ■ Albrecht Damgaard GrænJandi sigraði í einliðaleik karla á gestamóti sem Badmintonsamband íslands efndi til á sunnudag fyrir lahdslið Grænlands og Færeyja sem hér háðu landskeppni í síðustu viku. Hann sigraði Kára Nielsen frá Færeyjum t úrslitum. Þátttakendur frá íslandi voru ekki okkar allra Sterkasta fólk, bæði til að veita hinum kekifæri til keppni við gestina og eins til að j^tfna keppnina, þar sem mikill munur var á liðum þjóðanna í landskeppninni. í einliðateik kvenna sigaraði Ragn- heiður Jónsdóttir frá Akranesi, en í úrslitum keppti hún við Þórunni Óskarsdóttúr KR. í tvíliða leik karla sigruðu-Reynir Guðmundsson og Óskar Bragason úr KR þá'Hörð Ragnarsson ÍA -og Jens Kielsen Grænlandi. Var það mjög spennandi keppni. í tvíliðaleik kvenna sigruðu þær Gytta Absalonsen og Ragn- heiður Jóoasdóttir ÍA. í tvenndarleik sigruðu Hörður Ragnarsson ÍA og Guðrún Júlíus- dóttir TBR Þórunni Óskarsdóttur og Jens Kielsen Færeyjum. sh ■ Framliðinu tókst í gærkvöldi að standa í Valsmönnum allan fyrri hálfleikinn í leik liðanna í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik. Jafnt var á öllum tölum fram að 9-9, en þá sigu Valsmenn jafnt og þétt fram úr og leiknum lauk með 21 marki gegn 16. Fimm marka sigur, sem vannst greini- lega á betra úthaldi í síðari hálfleiknum. Annars virðist Framliðið heldur vera að hjarna við og víst er að engir geta vænst sigurs gegn þeim fyrirfram. Þeir eiga á að skipa mörgum kröftugum leikmönnum og ekki sakaði að Hannes Margir á leið í KR í frjálsum íþróttum ■ Þegar keppnistímabilinu í fjálsum íþróttum lýkur fer fólk oft og tíðum að huga að félagskiptum. Ekki virðist ætla að vera minna um það nú en fyrr. Fullvíst er t.d. talið að íslandsmeistarinn í tugþraut, Gísli Sigurðsson úr UMSS, gangi til liðs við KR nú í vetur. Gísli er mjög sterkur frjálsíþróttamaður og hefur náð yfir 7000 stigum í tugþraut. Rut Ólafsdóttir, hlaupari úr FH, er einnig á leiðinni yfir í KR en hún er mjög sterkur hlaupari og mun án efa styrkja KR. Þá er á lofti orðrómur þess efnis, að Guðmundur Skúlason, hlauparinn sterki úr UÍA, sé á leiðinni til KR. Hann hefur keppt í 400 metra, 800 og 1500 metra hlaupum með mjög góðum árangri. Að lokum þá má geta þess, að Sigurður Magnússon, sem er unglinga- meistari í stangarstökki, er talinn á leið í KR og vill þar með komast í félagsskap þeirra félaga Sigurðar T. Sigurðssonar, Kristjáns Gissurarsonar og Gísla Sig- urðssonar, sem eru bestu stangar- stökkvarar landsins um þessar mundir. sh Leifsson var aftur mættur til leiks í gærkvöldi.Valsliðið hefur einnig mörg- um góðum einstaklingum á að skipa, en þeir hafa ekkert stórlið og eru ekki líklegir til stórra afreka, nema til komi veruleg breyting til batnaðar. Staðan í hálfleik í gær var 8-8, en skömmu eftir leikhlé komst Valur í 11-9 og eftir það var ekki aftur snúið. Þeir skoruðu tvívegis fimm mörk í röð og það var það sem Fram þurfti. Lokatölur leiksins urðu svo 21-16. Bestur í liði Vals var Brynjar Harðarson, þó er hann full skotbráður og stundum fá menn það á tilfinninguna að hann geti ekki annað en skotið um leið og hann fær boltann. Þá var Einar Þorvarðarson markvörður góður. Einn- ig sýndu Gunnar Lúðvíksson og Stein- dór Gunnarsson góðan leik. Hjá Fram voru Hannes Leifsson og Egill Jóhannesson bestir. Valsvörninni gekk illa í baráttunni gegn Hannesi og tókst honum oft á tíðum að snúa laglega á hana. Einnig varði markvörður Fram Jón Bragi mjög vel á köflum og þar á meðal tvö vítaköst. Sá þar við klækjum Valsmanna, sem ætluðu að vippa yfir ■ Glenn Hoddle og félagar í Tottenham gátu fagnað sigri í gærkvöldi, hann. Mörkin: Valur: Brynjar Harðarson 8, Theodór Guðfinnsson og Gunnar Lúð- víksson 3 hvor, Þorbjörn Jensson, Steindór og Jón Pétur tvö hver og Þorbjörn Guðmundsson eitt mark. Fram: Egill Jóhannesson 6, Hannes Leifsson 4, Hinrik Ólafsson 3, Dagur Jónasson, Hermann Björnsson og Jón Árni Rúnarsson eitt hver. Leikinn dæmdu Árni Sverrisson og Hjálmar Sigurðsson og hefur sést til betri dómara í Höllinni. sh Liverpool og Tottenham áfram ■ Nokkrir leikir fóru fram í Evrópu- mótunum í knattspyrnu í gærkvöldi. Liverpool fékk Linfield frá írlandi t heimsókn á Anfield og sigruðu með eina markinu sem skorað var í leiknum. Þeir komast áfram, unnu samtals 5-1. í Evrópukeppni bikarhafa léku Tottenham og Coleraine frá Norður-ír- landi og sigraði Tottenham 4-0, en höfðu sigrað 3-0 í fyrri leiknum og komast því áfram með 7-0. Levski Soartak lék í UEFA-keppn- inni gegn Sevilla frá Spáni og sigruðu Spánverjarnir 3-0, en samtals sigruðu þeir með sex mörkum gegn einu. Admira frá Austurríki tapaði fyrir tékkneska félaginu Bohemians 1-2, en Tékkarnir unnu samtals 7-1. Þá léku Köln frá Vestur-Þýskalandi og AEK, Aþenu og sigraði Köln 1-0, en þetta var fyrri leikur liðanna í keppninni. Þannig má segja að allt hafi verið samkvæmt bókinni í Evrópumótunum. Þau lið sem mest er vænst af sigruðu andstæðinga sína. En langflestir leikj- anna verða svo háðir í kvöld. sh Lokeren í 2. umferd ■ Amór Guðjohnsen og félagar í Lokeren léku í gær við pólskt lið í UEFA-keppninni í knattspyrnu. Leikið var í Lokeren og lauk leiknum með markalausu jáfntefli, sem þýðir að Lokeren kemst áfram í 2. umferð. Lokeren-hefur gengið nokkuð vel í UEFA-keppninni. á undanförnum árum og víst er, að þeir hafa ekki í hyggju að gera á því neina breytingu. i i Seinni leikur íslensku lidanna ■ Oll íslensku liðin sem þátt taka í Evrópumótunum í knattspymu leika seinni ieik sinn í kvöld. Framarar leika gegn Shamrock Rovers á írlandi, Víkingar gegn Real Soyidad á Spáni og Uð ÍBV er í Póliandi og mun leika þar gegn Lech Po/.nan. Möguleikar íslensku liðanna á að komast í 2. umferð eru mjög takmarkaðar, enda þótt allt geti gerst. Og víst er að leiki Víkingar jafn vel og í leiknum hér heima gegn Spánverjum mega þeir spænsku vara sig. Þá eiga Vestmannaeyingar vissa möguleika gegn Pólverjum, en síst er ástæða til að „ungUngalið“ Fram standi í írum. Þó er aldrei að vita ef þeim tekst vel upp og eins og þeir sögðu eftir fyrri leUdnn: „Á góðum degi vinnum við þessar karla.“ Vonandi er dagurinn í dag góður dagur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.