Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDk Skemmuvegi 20 - Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7-80-30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Arrmila 24 Sími 36S10 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPT 1982 Aslaug Brynjólfsdóttir fyrír utan Fossvogsskólann. „EG □NBEITI MÉR M> UPP- ELDIS- OG KENNSLUMAUIM” - segir Aslaug Brynjólfsdóttir nýskipaður fræðslustjóri Reykjavfkur ■ „Ég mun leggja á það áherslu að við mótum okkar eigin skólamálastefnu, samhliða því að fylgjast vel með þessum < málum hjá öðrum þjóðum, því við höfum sérstöðu að mörgu leyti í þessum máluii. • sagði Aslaug Brynjólfsdóttir nýskipaður fræðslustjóri Reykjavíkur i samtali við Tímann. Áður en Áslaug var skipuð í þetta embætti hafði hún starfað sem yfirkenn- ari Fossvogsskóla frá 1973, utan eins árs sem hún var skólastjóri þar, en þar áður var hún við nám í Kennaraskólanum á þeim árum er þeim skóla var breytt í Kennaraháskóla. Ferill Áslaugar er að öðru leyti sá að eftir stúdentspróf var hún við nám í heimspekideild Háskólans, hélt síðan utan til Þýskalands og var þar við tungumálanám í þrjú ár, dvaldi eftir það tvö ár í Bandaríkjunum og eitt ár í Mið-Ameríku áður en hún hóf nám í Kennaraskólanum. Á þessum árum hefur hún sótt fjölmörg námskeið innanlands og utan á sviði kennslumála og stjórnunarmála og hefur hún tvisvar hlotið styrk frá Evrópuráðinu til þeirra hluta. Uppeldis- og kennslumál En hver verða fyrstu verk hennar sem fræðslustjóri? „Ég vona að það þurfi ekki mikill tími að fara í skrifstofustúss hjá mér en ég hef hugsað að einbeita mér að uppeldis- og kennslumálum og þar hefur ýmislegt verið á döfinni1' segir Áslaug og nefnir sem dæmi að nú er verið að lengja skóladaginn hjá 6 ára nemendum og er ætlunin að þau fái svipaðan tíma og 7-8 ára nemendur hafa nú. „Ég hef áhuga á að koma á meiri skólamálaumræðu hér en verið hefur og að í henni verði litið á skólamál í víðara samhengi en nú er gert því skólmál koma jú öllum við og ef borgin okkar á að vera vagga nýs og betra samfélags ber að leggja áherslu á að starfshættir skóla okkar séu í samræmi við þær kröfur sem gerðar með tilliti til breyttra þjóðfélags- hátta“. Heilbrigt og hraust æskufólk „Við eigum heilbrigt og hraust æskufólk og gætum verið laus við ótal vandamál ef við hugsuðum um hlutina í tæka tíð og ynnum fyrirbyggjandi starf á mörgum sviðum. Það liggur til dæmis Ijóst fyrir að leggja verður meiri áherslu á móðurmálið í grunnskólanum því nemendur koma almennt upp í fram- haldsskólana með ekki nægilega undir- stöðu á þessu sviði en auk þess vil ég að nemendum grunnskóla sé gefinn kostur á hægferð síðasta árið í grunnskóla til að draga úr falli.“ Þá er einnig nauðsynlegt að huga betur að verk- og tæknimenntun og börn verða að eiga þess kost að læra á tölvur". Annað er að hvert barn hefur ákveðna sérstöðu sem slíkt og í því sambandi geta foreldrar betur aðstoðað börn sín því þeir þekkja betur til persónuleika og áhugasviða barna sinna en kennari sem hefur kannski á milli 20 og 30 nemendur í bekk.“ „Þá tel ég að þurfi að vera til staðar sérstakt skólaheimili við hvern skóla þar sem þeim nemendum sem eiga í einhverjum erfiðleikum sé gefinn kostur að leysa úr þeim á sem bestan hátt“ segir Áslaug. Sídustu fréttir Lítið þokar í samning- um far- manna og virkjana- manna M Tveir samningafundir voru haldnir hjá ríkissátta- semjara í gær og var hvorugum lokið um það bil sem blaðinu var lokið í gærkvöldi. Fundur í kjaradeilu undirmanna á farskipum og skipafélaganna hófst kl. 13.00 í gær og var síðan fram haldið eftir kvöldmat í gærkvöldi. Mun þá enn hafa borið töluvert á milli. Fundur með samnings- aðilum við virkjanirnar á Tungnaársvæðinu hófst síðan kl. 20.30 í gærkvöldi. Litlar fréttir af fram- gangi þessara funda var að hafa í Karphúsinu seint í gærkvöldi. Aðilar voru að ræða málin á almennum grundvelli og ekki var búist við að sérstakra tíðinda væri að vænta af þessum fundum. - HEI Blaðburöarbörn óskastj Tímann vantar fólk til blaðburðar ( í eftirtalin hverfi: Hraunbær Árbær Kópavogur: Holtagerði ^tWÍtm Sími: 86300 dropar Góður árangur - en auraleysi ■ Góður árangur Strengja- sveitar Tónlistarskólans í Reykjavík í alþjóðlegri keppni strengjasveit í Belgrad í Júgóslavíu hefur vakið verð- skuldaða athygii. Strengja- sveitin er nú komin í aðalúr- slitin sem fram fara síðar í dag. Hér er um langyngstu kepp- endurna að ræða, og jafnframt einu sveitina sem ekki er skipuð atvinnumönnum. Hins vegar virðist .ekki vera nægilegur áhugi hér heima að hlúa að starfsemi sem þessari, og horft í hvern eyri sem varið er til styrktar henni. Heimildir Dropa herma að erfiðlega hafi gengið að fjármagna ferðalag Strengjasveitinnar, og það eina áþreifanlega sem hafst hafi upp úr krafsinu sé 20 þús. kr. styrkur frá Reykjavíkur- borg. Að vísu hafi einhver skólayfirvöld ábyrgst greiðslu flugfars gagnvart flugfélaginu, en þeim reikning verði ferða- langamir að aura fyrir þegar heim er komið. Um leið og menn gleðjast yfir þeim góða árangri sem náðst hefur í þessari ferð erlendis ættu þeir hinu sömu að muna eftir því að halda aðeins lausar um pyngj- una þegar leitað er ásjár þeirra. Hörður á Moggan? ■ Nokkrar breytingar standa nú yfir á Mogga. Guðmundur Guðjónsson, íþróttafrétta- ritari leggur íþróttaskóna á hilluna innan skamms og gengur til liðs við frekar „fáliðaða“ fréttadeild erlendra frétta í sama húsi. Guðmundur er gamall „bárujárnsrokkari“ og verður þess varla langt að bíða að AC/DC flokkurinn og Saxon-sveitin leggi forsíðu Mogga undir sig á fleygiferð, því fyrir er á erlendum, hinn góðkunni „bárujárnsrokkari“ Sigurður Sverrisson, fyrram íþróttafréttaritari á Tímanum og Dagblaðinu. En maður verður að koma í manns stað. Talið er nokkuð víst að það verði knattspyrnu- garpurinn Hörður Hilmarsson úr Val sem setjist í sæti Guðmundar á íþróttadeild- inni. Hörður er eitilharður Valsmaður og víst er að „harðasti Valsmaður í heimi“, Baldvin Jónsson, auglýsinga- stjóri Mogga myndi fagna því mjög ef íþróttasíðurnar yrðu „málaðar rauðar" með réttum lit. Annar kandídat er svo Ágúst Ásgeirsson, hinn góð- kunni hlaupagarpur, en Þórar- inn Ragnarsson, horaamaður- inn fyrrverandi úr FH er ritstjóri síðunnar. Krummi ... ...sér að það er með RARIK eins og suma aðra að vegir þeirra eru órannsakanlegir, en þurfa þeir að vera svona dýrir og vita ónauðsynlegir?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.