Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 1
Helgarpakkinn" er 12 síður í dag TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 1. okt. 1982 223. tbl. - 66. árg. Síðumúla 15 -Pósthdlf 370 Reykjavík-Ritstjórn 86300 - Auglýslngar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86 Erlent yfirlit: » Nýr forseti Líbanon — bls. 8 Dagur í lífi — bls. 24 Hrak- falla- bálkar — bls. 2 „Fiskur án reið- hjóls" — bls. 27 Tillaga nefndar sem endurskodar útvarpslögin og skilar áliti í dag: EINKARÉTTUR RÍKIS- ÚTVARPSINS AFNUMINN ¦ „Það má ruunar segja að sam- kvæmt þessum frumvarpsdrögum verði réttur til úrvarpsreksturs rýmk- aður gífurlega mikið, og einkaréttur Ríkisútvarpsins tii slíks reksturs því afhuminn", sagði Ólafur R. Einars- son, eiim af 7 nefndarmönnum útvarpslaganefhdar. En síðasti fundur nefhdarinnar verður haldinn í dag, þar sem hún mun endanlega ganga frá tillögum sínum í frumvarpsfoimi, sem síðar verður afhent menntamálaráð- herra. Útvarpslaganefnd - undir for- mennsku Markúsar Á. Einarssonar, veðurfræðings - hefur unnið mánuð- um saman að endurskoðun útvarps- laganna. Meginsjónarmið nefndar- innar í því starfi voru þrjú: Að Ríkisútvarpið verði áfram grund- vallareiningin í öllum útvarpsrekstri, og sjái áfram landsmönnum öllum fyrir útvarpi og sjónvarpi og fái til þess tekjur. Að réttur til útvarps verði rýmkaður frá því sem nú er. Og að um ¦ Ungu mennirnir sem í gær hoppuðu og skoppuðu á gangstéttum höfuðborgarinnar innan um laufblöðin, sem eflaust hafa fallið af trjánum í milljónatali undanfarin dægur, virtust skemmta sér hið besta. Að það eigi eftir að verða einhverjum tafsamt verk að hreinsa götur og stræti borgarinnar, olli þeim a.m.k. ekki sýnilegum áhyggjum - sem betur fer. Enda nægur tími til slíks síðar á ævinni. Tímamynd Róbert allan útvarpsrekstur í landinu gildi ein útvarpslög. En hvað þá um videóvæðinguna, verða settar hömlur á hana? „Ég vil nú ekki kalla það hömlur. En alla vega viljum við reyna að láta lög og reglur ná yfir kaplasjónvarp einnig", sagði Ólafur R. Einarsson. TEKINN MEÐ 400 GR. AFMARI- HUANA ¦ Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tæplega fjögur hundruð grömm af marihuana í fórum manns á þrítugsaldri sem kom með flugvél frá Kaupmanna- höfn síðdegis í gær. Maðurinn var færður til yfirheyrslu á lögreglustöðina í Reykjavík. Par gerði hann grein fyrir máli sínu og síðan var honum sleppt. Hahn hafur ekki komið við sögu fíkniefnamála áður. - Sjó. fslenska strengjasveitin: Gerir það gott í úr- slitunum ¦ fslenska strengjasveitin sem þátt tekur í tónlistarkeppninni í Júgóslavíu hefur gert það mjög gott og í tveim fyrstu umferðum úrslitakeppninnar varð sveitin í öðru og þriðja sæti. Sjö strengjasveitir komust í úrslit keppninnar og er íslenska sveitin skipuð níu stúlkum og tveim drengjum á aldrinum 15 ára til 22 ára. Hljóm- sveitarstjóri er Mark Reedman. Fyrsta umferðin var á miðvikudagskvöld og lenti sveitin þá í öðru sæti. í annarri umferðinni sem fram fór í gærdag lenti sveitin í þriðja sæti, en lokaumferðin fór svo fram seint í gærkvöldi. - ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.