Tíminn - 01.10.1982, Síða 1

Tíminn - 01.10.1982, Síða 1
„Helgarpakkinn” er 12 sfður í dag TRAUST OG FJÖLBRE YTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 1. okt. 1982 223. tbl. - 66. árg. Síðumúla 15-Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86392 Tillaga nefndar sem endurskoðar útvarpslögin og skilar áliti í dag: Erlent yfirlit: EINKARETTUR RIKIS- OTVARPSINS AFNUMINN Nýr forseti Libanon — bls. 8 ■ „Það má raunar segja að sam- kvæmt þessum frumvarpsdrögum verði réttur til úrvarpsreksturs rýmk- aður gífurlega mikið, og einkaréttur Ríkisútvarpsins til slíks reksturs því afnuminn", sagði Ólafur R. Einars- son, einn af 7 nefndarmönnum útvarpslaganefndar. En síðasti fundur nefndarinnar verður haldinn í dag, þar sem hún mun endanlega ganga frá tillögum sínum í frumvarpsformi, sem síðar verður afhent menntamálaráð- herra. Útvarpslaganefnd - undir for- mennsku Markúsar Á. Einarssonar, veðurfræðings - hefur unnið mánuð- um saman að endurskoðun útvarps- laganna. Meginsjónarmið nefndar- innar í því starfi voru þrjú: Að Ríkisútvarpið verði áfram grund- vallareiningin í öllum útvarpsrekstri, og sjái áfram landsmönnum öllum fyrir útvarpi og sjónvarpi og fái til þess tekjur. Að réttur til útvarps verði rýmkaður frá því sem nú er. Og að um allan útvarpsrekstur í landinu gildi ein útvarpslög. En hvað þá um videóvæðinguna, verða settar hömlur á hana? „Ég vil nú ekki kalla það hömlur. En alla vega viljum við reyna að láta lög og reglur ná yfir kaplasjónvarp einnig", sagði Ólafur R. Einarsson. í llfi - bls. 24 Hrak- falla- bálkar bls. 2 „Fiskur án reið- ■ Ungu mennimir sem í gær hoppuðu og skoppuðu á gangstéttum höfuðborgarinnar innan um laufblöðin, sem eflaust hafa fallið af trjánum í milljónatali undanfarin dægur, virtust skemmta sér hið besta. Að það eigi eftir að verða einhverjum tafsamt verk að hreinsa götur og stræti borgarinnar, olli þeim a.m.k. ekki sýnilcgum áhyggjum - sem betur fer. Enda nægur tími til slíks síðar á ævinni. Tímamynd Róbert bls. 27 TEKINN MEÐ 400 GR. AFMARI- HUANA ■ Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tæplega fjögur hundruð grömm af marihuana í fórum manns á þrítugsaldri sem kom með flugvél frá Kaupmanna- höfn síðdegis í gær. Maðurinn var færður til yfirheyrslu á lögreglustöðina í Reykjavík. Þar gerði hann grein fyrir máli sínu og síðan var honum sleppt. Hann hafur ekki komið við sögu fíkniefnamála áður. - Sjó. íslenska strengjasveitin: Gerir það gott í úr- slitunum ■ fslenska strengjasveitin sem þátt tekur í tónlistarkeppninni í Júgóslavíu hefur gert það mjög gott og í tveim fyrstu umferðum úrslitakeppninnar varð sveitin í öðru og þriðja sæti. Sjö strengjasveitir komust í úrslit keppninnar og er íslenska sveitin skipuð níu stúlkum og tveim drengjum á aldrinum 15 ára til 22 ára. Hljóm- sveitarstjóri er Mark Reedman. Fyrsta umferðin var á miðvikudagskvöld og lenti sveitin þá í öðru sæti. í annarri umferðinni sem fram fór í gærdag lenti sveitin í þriðja sæti, en lokaumferðin fór svo fram seint í gærkvöldi. _ ggg

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.