Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR X. OKTÓBER 1982 3 fréttir Furduleg atkvæðagreidsla hjá trésmiðum í Tungnaárdeilunni: SAMÞYKKTU SAMKOMULAGIÐ ÞO ENGINN GREIDDIÞVÍ ATKVÆÐI — einn seðill var audur, annar ógildur og þriðji var á móti ■ Vinnudeilan á Tungnaársvæðinu er leyst. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara var samþykkt með nokkrum meirihluta atkvæða meðal verkamanna og iðnaðar- manna og er innsigluð atkvæði vinnu- veitenda höfðu verið opnuð kom í Ijós að tillagan hafði veríð samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. Atkvæðagreiðslan meðal verka- manna og iðnaðarmanna hófst við Sultartanga um tíuleytið í gærmorgun og greiddu starfshóparnir atkvæði hver fyrir sig. Talningu atkvæða lauk svo laust eftir hádegið og þá kom í Ijós að miðlunartillagan og nýr samningur á Tungnaársvæðinu hafði verið samþykkt- ur. 188 verkamenn höfðu atkvæðisrétt en alls greiddu 118 þeirra atkvæði. 65 voru með, 52 á móti og einn seðill var auður. Sex rafiðnaðarmenn af átta greiddu atkvæði og sögðu allir já. 19 málmiðnaðarmenn voru á skrá, en 11 greiddu atkvæði. Einn var á móti en tíu sögðu já. Furðuleg staða kom upp hjá trésmiðum, en tíu trésmiðir gátu greitt atkvæði. Aðeins þrír þeirra neyttu atkvæðisréttarins og var einn seðill auður, einn ógildur og einn trésmiðanna var á móti. Þrátt fyrir að enginn trésmiðanna hafi viljað samþykkja þar sem að samkvæmt lögum um sáttastörf í vinnudeilum, þarf 50% greiddra atkvæða til að fella tillöguna. { þessu tilfelli greiddu aðeins 33.3% atkvæði á móti og samþykktu trésmiðirnir þar með samninginn með fjarveru sinni. Samkvæmt upplýsingum Guðlaugs Þor- valdssonar, ríkissáttasemjara þá nær afturvirkni þess samnings sem nú hefur verið samþykktur aftur til 1. júlí sl. og fá þeir sem unnu við virkjanafram- kvæmdir fyrir þann tíma 4% hækkun á launataxta frá þeim tíma þar til verkfall hófst. Þeir sem hefja svo störf að nýju eftir verkfall fá hins vegar 6% hækkun á launataxta. Guðlaugur sagði að önnur mikilsverð atriði í samningnum væru þau að miklar breytingar yrðu á bónusfyrirkomulagi, m.a. væri sett þak á bónusgreiðslur og auk þess hefði verið samið um að verkfærapeningar iðnaðar- manna skyldu fylgja sambærilegum greiðslum til iðnaðarmanna í byggð. - Ég held að við getum verið tiltölulega ánægðir með þessa lausn mála, sagði Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ í samtali við Tímann eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir. Auk Vinnuveitendasambands- ins greiddu Hagvirki hf., Rafafl og Stálafl og Landsvirkjun atkvæði um samninginn og var hann samþykktur samhljóða. ■ í sláturhúsinu á Egilsstöðum hamast menn þessa dagana við fláningu - í akkorði - frá kl. átta á morgnana til kl. sjö á kvöldin. Sumir þeirra þurfa að Ijúka Ijósverkum áður en þeir mæta í vinnu að morgni og aftur þegar heim er komið að kvöldi. Vinnudagurinn verður því oft ærið langur hjá sumum Austfirðingum í sláturtíðinni. Viðtal við sláturhússtjórann, Guðbjörgu Þórisdóttur er á baksíðu blaðsins í dag. Tímamynd J.K. Mikill reykur — í Ibúd við Kaplaskjólsveg þegar pottur gleymdist á eldunarhellu ■ Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að fjölbýlishúsinu við Kaplaskjólsveg 29 á tólfta tímanum í gærmorgun. Þar hafði pottur verið skilinn eftir á heitri eldunarhellu. Mikill reyk lagði frá potlinum og fór hann um alla íbúð. Slökkviliðsmenn fóru inn og komu pottinum undir rennandi vatn, slökktu á eldunarhellunni og reyktæmdu síðan íbúðina. Skemmdir urðu ekki verulegar. Kona var í íbúðinni og var hún flutt á slysadeild til að ganga úr skugga um hvort hún hefði fengið reykeitrun. Svo reyndist ekki vera og fékk hún að fara heim eftir skoðun. - Sjó. Samúðarverkföll vegna vinnudeilu farmanna og skipaútgerða: „FREKARI STUÐNINGS VON EF VERKFALLIÐ DREGST” — segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur ■ - Við höfum farið þess á leit við Verkamannasambandið og Verka- mannafélagið Hlíf í Hafnarfirði, auk Dagsbrúnar, að þau styðji okkur í yflrstandandi vinnudeilu. Dagsbrún hef- ur boðað samúðarverkfall og ég á von á frekari stuðningi ef verkfallið dregst á langinn, sagði Guðmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómannafélags Reykja- víkur í samtali við Tímann. Guðmundur sagði að ekki væri tímabært á þessari stundu að æskja frekari stuðnings, tia.m. frá Alþjóða- flutningaverkamannasambandinu, þar sem að nokkur skriður væri kominn á samningaviðræðurnar og verið væri að semja um einstök atriði. - Þetta samúðarverkfall þýðir í raun og veru að það er verið að stöðva starfsemi okkar, sagði Guðmundur • Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkis- ins. Skipaútgerðin hefur haft á leigu norska skipið Vela með norskri áhöfn og sagði Guðmundur að þetta skip hefði reynst mjög vel. Skipið hefði verið leigt til að prófa nýja tækni og nú hefði komið í ljós að skip af þessari gerð og það kerfi sem byggt hefði verið upp reyndust mjög vel. - Við vildum kaupa þrjú skip af Breytingar á dagskrá útvarpsins: F réttaskýringar í stað Vettvangs ■ Frá og með deginum í dag, verða þær breytingar á dagskrá útvarps, að þáttur Sigmars B. Haukssonar, Vett- vangur, kveður. í hans stað taka við viðtöl og fréttaskýringar fréttamanna útvarpsins. Áætlað er að fréttir verði eins og venjulega frá klukkan 19.00 til klukkan 19.12, en þá munu fréttamennirnir taka við í beinu framhaldi. Þessi háttur verður hafður á fjóra daga vikunnar, þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga og föstudaga, eða þá daga sem Vettvangur var áður á dagskrá. - Sjó. þessari gerð á sínum tíma, en stjórnvöld- um þótti það of mikil fjárfesting. Þess vegna voru norsku skipin tekin á leigu, auk þess sem við erum að láta smíða fyrir okkur skip í Bretlandi, sem við fáum um mitt næsta ár. Við höfum einnig áhuga áð kaupa Vela, en sjáum okkur ekki fært að gera það fyrr en Heklan og Esjan, sem nú eru á söluskrá hafa verið seldar. Það er annars umhugsunarefni að þau leiguskip sem við höfum verið með hafa gengið mikið betur en íslensku skipin vegna þess að við höfum orðið aö búa við verkföll í einhverri mynd nánast á hverju ári sl. tíu ár, sagði Guðmundur Einarsson. Engin ákvörðun hafði verið tekin um samúðarverkfall hjá Hlíf í Hafnarfirði en haft var samband við Hallgrím Pétursson, formann félagsins en ákvörð- un þar að lútandi verður tekin bráðlega. -ESE Notaðir í miklu ro 2. t. raf/m. snúningi 2.5 t raf 1.5 t pakkhúsiyftarar 2.5 t dísil 3.21 dísil 4.31 dísil 5.01 dísil m/húsi 6.01 dísil m/húsi lyftarar úrvali — K. JÓNSSON & CO. HF. Vitastíg 3 Sími 91-26455

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.