Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 4
4______ fréttir FÖSTUDAGUR X. OKTÓBER 1982 Breska blaðid The Standard: FISCHER VILL TEFLA AÐ NYJU — stendur Karpov hvergi að baki, segir einn vina hans Snýr Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari í skák sér aftur að taflmennskunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á vörum allra skákáhugamanna í tæpan áratug og af og til hafa verið gefnar góðar vonir um að svo gæti orðið, en sá orðrómur hefur hingað til aldrei haft við rök að styðjast. Og enn berast fréttir af því að Fischer ætli að tefla á nýjan leik og nú ma. vegna sárra peningavandræða. ■ Samkvæmt upplýsingum breska dag- blaðsins The Standard, sem hafðar eru eftir Ronald Gross, einum af fáum vinum Fischers, þá er Fischer nú tilbúinn til að hefja taflmennsku að nýju. Er þetta m.a. vegna fjárhagsörðugleika, en einu tekjur Fischers í langan tíma hafa MÁLÞING HJÁ LÖGFRÆÐINGUM ■ Lögfræðingafélag íslands hefur nú um nokkurra ára skeið efnt til málþings á hausti hverju um ýmis lögfræðileg álitaefni, er ofarlega hafa verið á baugi hverju sinni eða haft hafa sérstaka þýðingu fyrir lögfræðinga í störfum þeirra. Málþing þessi hafa að jafnaði verið haldin utan Reykjavíkur og þótt vel takast. Á laugardaginn efnir Lögfræðinga- félagið til málþings um bótaábyrgð sjálfstætt starfandi háskólamanna. Verður málþingið haldið að Fólkvangi á Kjalarnesi og hefst kl. 9.45 árdegis. Umræðustjóri á málþinginu verður prófessor Sigurður Líndal. Á málþinginu munu eftirtaldir flytja erindi: 1) Benedikt Sigurjónsson, fyrr- verandi hæstaréttardómari, flytur erindi um ábyrgð lögmanna. 2) Logi Guðbrandsson, hrl., flytur erindi um ábyrgð ráðgefandi verk- fræðinga, tæknifræðinga og arkitekta. 3) Othar Örn Petersen, hrl., flytur erindi um ábyrgð ráðgefandi verkfræð- inga, tæknifræðinga og arkitekta. 4) Ragnar Aðalsteinsson, hrl., flytur erindi um ábyrgðartryggingar sjálfstætt starfandi háskólamanna. í lok málþingsins mun prófessor Arnljótur Björnsson ræða helstu niður- stöður framangreindra erinda. STOR GLÆSI- LEG DAIHATSU Dreginn út Dregin út 2. des. □□□□□□ verið tekjur þær sem hann hefur haft af bók sinni „Sextíu eftirminnilegustu skákir mína“. Systir heimsmeistarans fyrrverandi hefur og veitt honum fjárhagslega aðstoð eftir að leiðir hans og „Kirkju guðs“ skildu, en sértrúar- söfnuður þessi kom á sínum tíma höndum yfir nær allar eigur Fischers gegn því að veita honum ókeypis húsaskjól. Þrátt fyrir fjárhagsörðugleika sína hefur Fischer neitað að láta gera nafn sitt að féþúfu í auglýsingaskyni og samkvæmt heimildum The Standard þá hafnaði hann nýlega um 750 þúsund krónum sem honum buðust fyrir að auglýsa hárvatn í bandarískri sjónvarps- auglýsingu. Ronald Gross segir að Fischer sé nú reiðubúinn að tefla að nýju, en aðeins ef ákveðnir skilmálar eru uppfylltir. Fischer vill gera skákina að meiri einstaklingskeppni og vill t.a.m. ekki taka þátt í fjölmennum skákmótum, sérstaklega ekki þeim þar sem margir Sovétmenn eru meðal þátttakenda. Gross segir ennfremur að eitt af skilyrðum Fischers sé að teflt skuli til þrautar og helst engar biðskákir verði leyfðar. Vill Fischer með þessu koma í veg fyrir að heill hópur sovéskra skákmanna geti legið yfir biðskákum nótt sem nýtan dag og með því jafnvel unnið skákir fyrir keppendur. Sam- kvæmt upplýsingum Gross er Fischer nú engu síðri í skákbyrjunum og flóknum miðtöflum en heimsmeistarinn Karpov, en mun betri tæknilega séð og í endatöflum. -ESE Radaraðflugsstjórn fyrir Reykjavík frá Keflavíkurflugvelli: HEFST FORM- LEGA í DAG ■ í dag hefst formlega radaraðflugs- stjórn fyrir Reykjavíkurflugvöll frá stjórnstöð Keflavíkurflugvallar, eftir vandlegan undirbúning undanfarna tvo mánuði. Nú munu flugvélar er fljúga um Reykjavíkurflugvöll njóta aukins öryggis er felst í notkun radars en með honum er unnt að fylgjast nákvæmlega með ferðum flugvélanna og leiðbeina þeim ef á þarf að halda og þannig greiða og flýta fyrir umferðinni til hagræðis og öryggis öllum flugrekstri. Starfsmenn Flugmálastjórnar annast þessa þjónustu samkvæmt sérstöku samkomulagi milli utanríkis- og sam- gönguráðherra. Flugmálastjórn fagnar þessum áfanga og harmar jafnframt að þessi þjónusta skyldi ekki hefjast eins og áformað var sumarið 1979. Islenska járnblendifélagið: Mikid fjármagn fengið að láni hjá hluthöfum ■ Hluthafar fslenska járnblendifélags- ins h.f., íslenska ríkið og Elkem als í Osló, greiddu í gær inn til félagsins jafngildi 32,6 millj. norskra króna sem hluthafalán til að bæta eiginfjárstöðu félagsins. Þörfin fyrir þessa ráðstöfun er til orðin vegna þess að til viðbótar við yfirstand- andi rekstrarerfiðleika félagsins vegna sölutregðu og lágs afurðaverðs hefur orðið stórfelld breyting á gengi norskrar krónu gagnvart bandaríkjadollar frá því á s.l. vori, bæði vegna gengisfellignar á norsku krónunni og styrkingar dollarans undanfarið. Hefur þessi gengisþróun leitt til þess, að skuldir félagsins, mældar í norskum krónum, hafa vaxið að mun og hlutfall eigin fjár þar með rýrnað. Var fyrirsjáanlegt, að eiginfjárhlutfallið færi að óbreyttu í septemberlok niður fyrir þau mörk, sem um hafði verið samið við viðskiptabanka fyrirtækisins og fleiri lánstofnanir. Við þessu hefur nú verið brugðist á þann hátt, sem að framan er lýst. Allt það fé, sem hér um ræðir og raunar meira, sem félagið lagði til, hefur verið notað til að greiða niður rekstrar- lán félagsins og rétta þannig af efnahag þess og minnka vaxtagreiðslur. Eru þessar aðgerðir í samræmi við þá endurskipulagningu á fjármögnun fé- lagsins, sem ákveðin var á s.l. vori og heimiluð á Alþingi, en þurftu nú að koma til framkvæmda fyrr en þá var ætlað. Gert er ráð fyrir, að á næstunni fari frekari viðræður milli félagsins og eignaraðila um málefni íslenska járn- blendifélagsins h.f. og þann fjárhags- vanda, sem þar verður við að fást næstu mánuði og misseri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.