Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 Auglýsing um tollafgreiðslugengi í október 1982 Skráð tollafgreiðslugengi 1. október 1982: Bandaríkjadollar USD 14,596 Sterlingspund GBP 24,835 Kanadadollar CAD 11,805 Dönsk króna DKK 1,6495 Norskkróna NOK 2,0920 Sænsk króna SEK 2,3222 Finnskt mark FIM 3,0129 Franskurfranki FRF 2,0414 Belgískurfranki BEC 0,2978 Svissneskurfranki CHF 6,7325 Holl. gylllni NLG 5,2722 Vestur-þýsktmark DEM 5,7669 ftölsklíra ITL 0,01026 Austurr. sch. ATS 0,8184 Portug. escudo PTE 0,1652 Spánskurpeseti ESP 0,1281 Japansktyen JPY 0,05427 írsktpund IEP 19,726 Sérstök dráttarréttindi SDR 15,6603 Tollverð vöru sem tollatgreidd er í október skal miða við ofanskráð gengi. Hafi fullbúin tollskjöl borist tollstjórum fyrir lok október skal þó til og með 8. nóvember 1982 miða tollverð þeirra við tollafgreiðslugengi. október mánaðar. Auglýsing þessi er birt með þeim fyrirvara að í október komi eigi til atvik þau er um getur í 2. mgr. 1. gr. auglýsingar nr. 464/1982 um tollafgreiðslugengi. Hafi tollskjöl komið fullbúin til tollstjóra fyrir lok septembermánaðar skal tollverð varnings reiknað samkvæmt tollafgreiðslugengi er skráð var 1. september 1982 til og með 8. október 1982. Fjármálaráðuneytið, 28. september 1982. Utboð - Skólabygging Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í byggingu þriðja áfanga Öldutúnsskóla sem er 2 hús ásamt tengibyggingu samtals um 1500 ferm. Grunn- greftri og girðingu er lokið. Byggja á úr forsteyptum einingum sem verktaki lætur í té. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings Strandgötu 6 gegn 2 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. okt. n.k. kl. 11.00 Bæjarverkfræðingur Reykhóiar Húseignin Hellisbraut 14, Reykhólahreppi, ásamttilheyrandi leigulóð, er til sölu. Nánari upplýsingar gefur Ingi Garðar Sigurðsson, tilraunastjóri, Tilraunastööinni Reykhólum. Tilboð skulu send til Inga Garðars Sigurðssonar, Tilraunastöðinni Reykhólum, eða Skrifstofa Rannsóknastofnana atvinnuveganna, Nóatúni 17,105 Reykjavík fyrir 15. október 1982. Rannsóknastofnun landbúnaðarins Lausar stöður Staða sálfræðings er laus til umsóknar hálft starf. Staða forstöðumanns við dagheimilið Efri-Hlíð er laus frá n.k. áramótum. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 14. okt.. Umsóknir um stöðurnar sendist til skrifstofu Dagvistun Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar »*>*< Dagvistun barna Fornhaga 8, simi 27277. erlent yfirlit ■ Amin Gemayel var kjörinn forseti með atkvæðum 77 þingmanna líb- anska þingsins. Aðeins 3 sátu hjá. Samkvæmt stjórnarskrá eiga 92 fulltúar sæti á þinginu. 12 eru gengnir fyrir ætternisstapa, ýmist vegna sjúkdóma og elli eða þeir hafa verið myrtir. Stjórnarskrá Líbanon kveður svo á um að forseti landsins skuli vera úr hópi kristinna manna. Það vekur nokkrar vonir um að takast megi að koma á stjórnmálalegu jafnvægi í landinu, að Amin hlaut svo afgerandi kosningu, bæði kristinna þingmanna og múslima. Þegar bróðir hans Bashir Gemayel var kosinn forseti síðla sumars var því mótmælt mjög. Þingmenn úr hópi múslima sátu flestir heima og sögusagnir voru um, að þeir múhameðstrúarmenn sem kusu Bashir hefðu gert það nauðugir og undir þvinguinum. Bashir var sprengdur í loft upp ásamt tugum fylgismanna sinna í aðalbækistöðvum Falangista í Beirut. Hann sat forsetastól aðeins í tæpan mánuð. Bræðurnir voru ólíkrar gerðar. Bashir frakkur og vopnaglaður og sást ■ Amin Gemayel ávarpar líbanska þingið. Hátt á vegg er mynd af bróður hans Bashir, sem trúði á olbeldið og var myrtur. Líbanon: Maður sátta og samninga sest- ur í forsetastól Tekur jafnt tillit til kristinna manna og múslima lítt fyrir í baráttu við andstæðinga sína. Amin er maður samkomulags og sátta. Eftir að hann var kosinn forseti var eitt af fyrstu verkum hans að biðja fylgismenn sína að fagna ekki með skothríð úr handvélbyssum, eins og þeirra var siður. Vopnaglamur er ekki að hans skapi og hann veit að þjóðin verður ekki sameinuð með ofbeldi. Líbanon er í rústum í upphafi valdferils Amins. Sýrlenskarog ísraelsk- ar hersveitir hafa lagt undir sig mikinn hluta landsins og skæruliðar hægrisinn- aðra falangista og vinstrisinnaðra mús- lima berast á banaspjótum. ítalskar, franskar og bandarískar hersveitir eru nú komnar til landsins til viðbótar, en hlutverk þeirra er að hald uppi friði en ekki að auka á glundroðann. Þessar friðarsveitir héidu uppi gæslu í Beirut í stuttan tíma er verið var að flytja palestínska skæruliða á brott, en hurfu snarlega af vettvangi, greinilega of snemma, því hlutverki þeirra var greinilega ekki lokið. Fjöldamorðin í Sabra og Chatila hefðu ekki átt sér stað ef alþjóðlegar öryggissveitir hefðu verið til staðar. En hve lengi hermenn frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Italíu þurfa að halda uppi öryggisgæslu í Líbanon verður tíminn einn að skera úr um. Amin Gemayel er lögfræðingur að mennt eins og Bazir bróðir hans var. Hann hefur um árabil verið vel þekktur í heimalandi sínu fyrir hófsamar skoðani- ir, andstætt bróður sínum. Hann vill koma til móts við múslima og tekur tillit til vilja þeirra og séstöðu. Hann gerir sér grein fyrir að Líbanon verður að halda uppi góðum samskiptum við Sýrland, sem er öflugur nágranni, sem itctur sér ekki á sama standa um málefni Líbanon. Það er ekki víst að nýi forsetinn verði jafnfljótur á sér og Bashir að ganga til friðarsamninga við ísraelsmenn. Begin forsætisráðherra er mikið í mun að samningar takist með Líbanon og tsrael um framtíðarsambúð ríkjanna, en hon- um verður tæplega að þeirri ósk sinni eftir að Amin var kjörinn forseti, að minnsta kosti ekki í náinni framtíð. fsraelar hafa tekið kjöri Amins í forsetaembættið með varúð, og lítið sagt um það opinberlega hvort þeim líkar betur eða verr. En kjör hans verður tæplega til þess að þeir dragi herafia sinn burtu úr landinu með skjótum hætti. Þeir þurfa að semja og möndla, eri þeir fara áreiðanlega ekki á brott fyrr en þeir hafa tryggt sér að Líbanon verði ekki notað til árása á ísrael. Hinn nýkjörni forseti er ekki eins háður ísraelskum herstyrk og Bashir bróðir hans. 30 þúsund sýrlenskir hermenn hafa búið um sig í hinum frjósama Bekaa-dal og í norðurhluta landsins umhvcrfis hafnarborgina Tri- poli. Á þessum svæðum er einnig þúsundir vopnaðra palestínskra skæru- liða. Amin hefur aldrei staðið fyrir vopnuðum árásum á Palestínumenn í landinu eins og bróðir hans. Hann lítur Oddur Ólafsson skrifar á Palestínumenn sem flóttamenn sem leitað hafa hælis. En hann fer ekki dult með þá skoðun sína, að það veiti þeim ekki neina heimild til að vaða uppi og fara sínu fram með vopnavaldi. Þeir verða að gera sér grein fyrir að þeir eru aðkomumenn í I andinu og verða að lúta líbönskum lögum og forræði. Allir þeir sem búsettir eru í landinu verða að búa saman í friði og sátt, og að stjórnarher- inn á að veita nauðsynlegt öryggi, en ekki vopnaðar sveitir andstæðra hópa. Með valdatöku Amins Gemyel er Palestínumönnum í landinu boðið upp á sættir. Þeir verða að venja sig af því að gera landið að vígvelli, ráðast á íbúa þess með vopnavaldi og yfirgangi og nota það til árása á fsrael, en innrás þeirra er afsökuð með því að árásirnar frá Líbanon hafi stefnt öryggi ísraels í voða. Hatur og ofbeldi og keðjuverkandi hefndarvíg hafa hrjáð Líbanon í mörg ár. Það er ætlun nýja forsetans að ósköpunum linni, en til að það takist verða menn að slíðra sverðin og sefa hefndarheiftina. Það verður hægara sagtengert eftir það sem á undan er gengið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.