Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 24 heimilistíminn Umsjón: B.St. og K.L.' Góður dagur í Reykjavlk Ég heiti Eva ■ Eva Dröfn Davíösdóttir heiti ég og er fædd í Hafnarfirði. Pabbi minn er íslenskur en mamma min norsk. Eftir 4 ár á Islandi flutti fjölskyldan til Noregs. Eftir stúdentsprófiö kom útþráin yfir mig. Fyrst vann ég i 8 mánuöi á farþegaskipi, við móttöku farþega og í upplýsingum. Þá sparaði ég og safnaði mér peningum til að ferðast fyrir og fór til Ibiza. Þar bjó ég í 9 mánuði, lifði á sparipeningunum og lærði spænsku, svo fékk ég vinnu þar tíma og tíma, þvi næst fékk ég starf sem leiðsögumaður hjá sænskri ferðaskrifstofu, og tók þá á móti skandinavískum túristum á Spáni, fyrsta árið á Mallorca en svo á Ibiza, sem mér þykir vera perlan af Balcar- eyjunum. En sem hálfur Norðmaður og hálfur Islendingur fór ég nú að sakna vetrarveðurs og langa til að sjá snjó og þó sér í lagi langaði mig að fara á skíöi, því sótti ég um að komast sem leiðsögumaður í skíðafcrðir til austur- rísku Alpanna. Þar var ég í 5 mánuði. Því næst aftur í sól og sumrí á Italíu í 6 mánuöi. Ferðalöngunin hafði þó ekki horfið frá mér enn, heldur þvert á móti vaxið. Eftir Ítalíuveruna réði ég mig á norskt skemmtifcrðaskip, sem þerna og að- stoðarstúlka fyrir amcríska ferðamenn. Skipiö átti að fara í hnattsiglingu, og þannig gat ég á nokkrum mánuðum séð' mikinn hlut heimsins. Eg lét afskrá mig af skipinu í New York, sem mér finnst ofboðslega spennandi borg, og þar fékk ég vinnu við sölumennsku hjá fata- framleiðanda á 7th Avenue, en í fatabisness í Ameríku er harðasta samkeppni í heimi, segja menn. í sumar var ég svo í Noregi og vann við ferðaskrífstofu. Fór með Ameríkana í ferðir til Vesturlandsins, og voru þeir mjög hrifnir af norsku fjöllunum og Ijörðunum. Nú er ég á leið til New York og í „fatabisnessinn“ aftur, en kom við í Rcykjavík, því að hér á ég margt skyldfólk, sem mér finnst svo gaman að hitta og reyni að koma hingað eins oft og ég get, a.m.k. einu sinni á ári. I „Dagur í lífi“ mínu ætla ég að reyna að segja frá því, hvcrnig er að hafa stutta viðdvöl í Reykjavík. Margt þarf að gera og marga þarf að heimsækja, svo þetta eru annríkisdagar. Þriðjudagurinn 21. sept. Klukkan er 10 að morgni, ég hef sofið vel og lengi og er úthvíld í fyrsta sinn í langan tíma. Síðustu dagana heima í Noregi var allt á ferð og flugi. Ég var að kveðja vini og fjölskyldu og útbúa mig fyrir ferðalagið og það var lítið um svefn. Þegar ég nú lít út um gluggann hér í Reykjavík sé ég að veðrið er það sama og þegar ég kom í gær- sólin skín og himininn er svo blár- svo blár. Það minnir mig meira á Spán cn hina Heim á leið aftur Nú mundi ég frá því í fyrra, hvar ég á að takai strætó heim aftur svo það gengur allt vel. Þegar ég kom heim til frænku og frænda var fólk farið að koma í matarboðið, búið að leggja á borð og steikarlyktin út úr dyrum. Það er gaman að sjá börnin, frændsystkin mín, hvað þau hafa stækkað frá því síðast. Allt í einu finn ég hvað tíminn líður, börnin stækka og mér finnst ég vera að verða gömul. Litlu frænkur mínar, sem ég sá nýfæddar, eru allt í einu orðnar dömur og famar að mála sig, og strákarnir myndarlegir og mannalegir. Kvöldið líður fljótt við góðan mat og kaffi og skemmtilegar samræður, en það er vinnudagur á morgun, svo fólk fer að tygja sig heim með börnin. Það er kysst og klappað og svo segja allir „bless og sjáumst fljótt aftur“. regnvotu og stormasömu Sögueyju, eins og ég hef stundum séð hana. Fyrsta áætlun mín í dag gengur út á það, að fara í sundlaugaranar í Lugardal. Það er sá lúxus, sem maður verður að veita sér á ferð í Reykjavík. Það finnast ekki betri sundstaðir en hér, - jafnvel á Hotel Princessa í Acapulco, sem er eitt fínasta hótel í heiminum, kemst maður ekki í betri sundlaug en í Laugardalnum. Fyrst fer ég í „heita pottinn“ - ekki þó þann heitasta. Vatnið er yfir 40 gráðu heitt og ég ligg þar svo aðeins höfuðið er upp úr og sný andlitinu móti sólinni. Himininn er blár og í fjarska sé ég aðeins í fjallatinda með nýjum hvítum snjó. - En hvað veðrið er gott og landið fagurt, hugsa ég og læt fara vel um mig í heita pottinum, en allt í kring eru krakkar að leika sér í heita vatninu. Þá er að synda, og ég syndi og syndi - margar ferðir, þangað til ég get næstum ekki haldið mér á floti lengur. en allt í einu sé ég hvað klukkan er. Ég verð að flýta mér, því að ég ætla að boröa hádcgismat hjá ömmu klukkan 1/2 12. Hádegisverður með ömmu Hárið á mér er enn blautt, og nú finn ég að það er ekki eins hlýtt í veðri og ég hélt ogiþráttfyrir birtu og sólskin er mér orðið kalt á leiðinni til hennar „íslensku ömmu“ minnar, sem mér þykir svo vænt um, að aðalerindið til íslands var að heimsækja hana. Hún býr á Dalbraut, (Þjónustuíbúðir aldr- aðra að Dalbraut) og þar situr hún á bekk í sólinni og bíður eftir mér. Blómin eru enn falleg þó komið sé fram í september og við skoðum þau, og hún segir mér hvað þau heita. Við fáum soðið íslenskt kindakjöt með káli og kartöflum í matinn. Það smakkast vel og svo fáum við kaffi á eftir. Ég fór með ömmu niður í vef- stofuna, þar sem margt fólk er við ýmiss konar handavinnu, og sumir vefa hin fallegustu teppi. Amma gefur mér smátilsögn í því að vefa. Það lítur út fyrir að vera skemmtilegt, en hún þorir samt ekki að hleypa mér í fallega teppið, sem hún er með í vefstólnum. Nú förum við inn í íbúðina hennar ömmu og hún sýnir mér myndir frá því í gamla daga.og segir mér frá fólkinu á myndunum. Ég verð aldrei þreytt á að heyra sögur um ættingja mína, og er stolt af því að eiga rætur hér á íslandi. Þegar við amma höfum talað lengi saman, kveð ég hana, en við munum hittast aftur í kvöldmat hjá frænku minni og manni hennar, sem ég bý hjá hér í Reykjavík. ‘ í strætó í bæinn - í leit aö íslenskum mokkajakka Nú ætla ég í bæinn^’Ég fer uppí næsta strætó sem kemur og vona að hann fari niður í miðbæ. Nú skammast ég mín fyrir að geta ekki spurt á íslensku, en íslenskukunnátta mín er takmörkuð. Ég spyr tvær unglings- stelpur á norsk/íslensku-blendingi, hvert þessi vagn fari, en þær hrista bara höfuðið og yppta öxlum, en þegar ég spyr bílstjórann kinkar hann kolli við spurningu mini, - og alveg rétt, eftir smákróka sé ég að við erum að nálgast miðbæinn. Það er vinalegt í strætisvagninum, útvarpið gengur, ég heyri fréttir - og skil þær svona hér um bil, og svo kemur létt músík á eftir. Ég hef ekki tekið eftir því að músík væri í strætisvögnum í Noregi, ekki einu sinni í Ameríku, þar sem allt mögulegt fyrirfinnst. Ég vildi gera það að uppástungu minni að strætisvagnar í Noregi hefðu útvarpið í gangi með léttri músík, það hressir upp á farþega. Nú sé ég að strætó ekur um verslunargötu,' svo ég fer út og skoða í búðargluggana. Ég er að leita mér að góðum kuldajakka fyrir veturinn í N.Y., en þar getur orðið bítandi kuldi, svo jafnvel víkingum frá Noregi og íslandi þykir nóg um. Ég fór fyrst í skinnabúð á Laugavegi og fann þar fínan mokkaskinnjakka, en langaði til að sjá hvort meira úrval væri annars staðar, svo ég fór í allar búðir, sem ég hefði uppskrifaðar á blaði, en sneri svo aftur í búðina þar sem ég hefði komið fyrst - og keypti jakkann, sem ég hafði farið í fyrst. Það var eins og hann hefði beðið eftir mér þarna. Ég held að hér eftir geti mér ekki orðið kalt, þar sem ég á svona hlýjan og fallegan íslenskan skinn- jakka. Það var tvennt, sem vakti athygli mína á þessu búðarrápi. Það fyrra var, hvað allt er orðið dýrt á íslandi - alveg hræðilega dýrt - en það er mikið af fallegum vörum í búðunum. Hitt var hvað fólkið á götunum er fjálslegt og myndarlegt og mikið af fallegum og vel snyrtum stúlkum. ■ Eva og „íslenska amma“ hennar. En eitt aðaleríndi Evu til íslands var að heimsækja hana. Gamlir skipsfélagar og vinkonur hittast En kvöldið er ekki búið enn hjá mér. Ég átti stefnumót við vinkonu mína kl. 10.00 (22.00). Það er íslensk stúlka sem vann á sama skipi og ég í heimsreisunni. Hún hefur verið við nám í Noregi en er nýkomin heim og farin að vinna á íslandi. Ég hafði upp á henni í gegnum símann og við ætlum að hittast í kvöld. Það var gaman að hittast aftur, og mikið hafði gerst síðan við vorum saman á skipinu. Við fengum smá- slatta af vodka í glas - með miklu gosi - og töluðum um fólk og gamlar minningar. Mikið var hlegið og margt skemmtilegt rifjað upp. Það sem var erfitt og leiðinlegt gleymdist, en það ánægjulega geymist í minningunni. Það var ekki svo fátt sem skeði á þessum 8 mánuðum, sem við sigldum um heimsins höf. Allt í einu sé ég að það er komið fram á nótt, og vinkonan átti að fara til vinnu í fyrramálið, svo ég panta mér leigubíl og flýti mér heim í háttinn. Áður en ég sofna reyni ég að gera áætlun um hvað ég ætla að gera á morgun, en það tekst ekki, því að viðburðir dagsins eru mér svo ofarlega íhuga,-ensvefninnsækirá. Ég sofna út frá hugsununum uni þennan góða dag í Reykjavik. Dagur í lífi Evu, sem býr í Osló og N.Y.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.