Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 25 fþróttir Umsjón: Sigurður Helgason Slakur handbolti — er Valur sigraði ÍR í 1. deildinni í handknattleik í gær ■ Þórarínn Tyrfingsson lék mcð ÍR í gxr eftir nokkurra ára hlé! Öskjuhlíöar- hlaup hjá ÍR ■ Fyrsta víðavangshlaup vetraríns verður Öskjuhlíðarhlaup ÍR sem fram fer laugardaginn 9. okt. n.k. og hefst kl. 15:30 fyrir ofan Fossvogs- kapelluna. Vegalengdin er 8 km fyrir karla og konur en 4 km fyrír 14 ára og yngri. Það hefur aukist að skokkarar sem hlaupa sér til heislubótar, hlaupi reglulega og hafi áhuga á að koma saman og vera með í víðavangshlaup- um. ÍR-ingar hvetja alla þá sem áhuga hafa að vera óhræddir að mæta og vera með. Skráning fer fram á staðnum, 40 mín fyrir hlaup. Allir sem Ijúka keppni fá viður- kenningarskjöl. ■ Ekki er hægt að segja, að þeir sárafáu áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalshöllina í gærkvöldi hafi fengið mikið fyrir peningana sína. Þar léku ÍR og Valur og var leikurinn laus við allt það sem flestir vilja að einkenni slfka leiki. Handknattleikurinn reis aldrei upp úr meðalmennskunni og barátta og spenna var í lágmarki hjá liðunum. Það sem helst vakti athygli var góð markvarsla. Annars vegar hjá Einari Þorvarðarsyni í Valsmarkinu og hins vegar hjá Júlíusi Guðjónssyni, sem stóð í marki ÍR í síðari hálfleik og varði með mikilli prýði. Hann varði meðal annars þrjú vítaköst, en það nægði ÍR-ingum samt ekki til sigurs. Leikurinn var jafn lengi framan af og var jafnt á öllum tölum upp í 7-7, en þá sigu Valsmenn framúr og staðan í ■ „írarnir spiluðu miklu betur hér úti en heima um daginn," sagði Eyjólfur Bergþórsson liðsstjóri Framara er Tím- inn hafði tal af honum eftir leik Shamrock Rovers og Fram sem háður var í Dublin í gærkvöldi. írarnir sigruðu með fjórum mörkum gegn engu og léku mjög vel. Forráðamenn Shamrock Rovers voru mjög ánægðir með sína menn og sögðu að lið þeirra hefði ekki leikið jafn vel í mörg ár eins og nú að undanfömu. Fram náði að skora mark á 12. mínútu, sem var dæmt af. Árni Amþórsson lék upp að endamörkum og gaf knöttinn út á Guðmund Torfason, sem sendi hann rakleiðis í netið. Dómarinn ætlaði að dæma mark, en línuvörður benti honum á, að Árni hefði leikið knettinum aðeins aftur fyrir endamörk og því var markið dæmt af. frska liðið náði ekki að skora fyrr en á síðustu mínútu fyrri hálfleiksins og þannig hélst staðan þangað til 8 mínútur voru til leiksloka og allt virtist stefna í hálfleik var 10-8 Valsmönnum í hag. Það var síðan í fyrri hluta síðari hálfleiks sem Valsmenn gerðu út um leikinn með góðum leikkafla. Úrslit leiksins urðu 21-17 Valsmönnum í vil og þar með hafa þeir sigrað í tveimur fyrstu leikjum sínum í 1. deild. Lið ÍR var töluvert betra í þessum leik en gegn Víkingum á mánudagskvöld. Þórarinn Tyrfingsson lék nú aftur með þeim og sýndi á köflum ágætan leik og olli því, að mun meiri ógnun vár í sóknarleiknum en í fyrri leiknum. Annars var Sighvatur góður og Björn Björnsson er einnig sterkur leikmaður. Þá má nefna Eini Vilhjálmsson sem er greinilega töluvert efni. En í heild er ÍR-liðið ekki sterkt, en sýni það jafn miklar framfarir milli leikja og raunin var milli þess fyrst og leiks númer tvö, 1-0 sigur. En þá tóku Shamrockmenn sig saman í andlitinu og skoruðu þrjú mörk áður en leiktíminn var útrunninn. Og þannig endaði Evrópuþátttaka Fram að þessu sinni og telja verður ólíklegt að þeir verði með alveg á næstunni, nema þeir verði bikarmeistarar næsta ár, eins og þeir spáðu á dögunum. Bestir í Framliðinu voru þeir Mar- teinn Geirsson og Sverrir Einarsson og Guðmundur Baldursson í markinu stóð einnig vel fyrir sínu. En það er ekki auðvelt fyrir lið, sem er að mestu leyti skipað leikmönnum úr 2. aldursflokki, að standast mjög sterkum hálfatvinnu- mönnum snúning. Að sögn Eyjólfs voru góðir kaflar í leik Fram og til dæmis átti Halldór Arason gott skot að írska markinu strax á 5. mínútu fyrri hálfleiks. Ekki áttu þeir önnur verulega góð færi, en nokkur sem með heppni hefði átt að vera hægt að nýta til marka, en það tókst ekki í þetta sinn. Þar með er lokið þátttöku íslenskra þá þurfa þeir ekki að örvænta síðari hluta vetrar. Valsliðið byggði meira en oft áður á yngri leikmönnunum í gær. Þar eru á ferð mikil efni eins og Júlíus Jónasson, Jakob Sigurðsson og Geir Sveinsson. Brynjar Harðarson hefur greinilega líkamlega mjög góða burði til að ná langt, en hann virðist ekki styrkja liðið að því er liðslanda snertir. Þá má nefna Theodór Guðfinnsson sem lék ágætlega. Mörkin: Valur: Theodór 5 (1), Júlt'us Jónasson 3, Brynjar Harðarson 3 og Jón Pétur Jónsson 3 (1), Þorbjörn Guð- mundsson 2, Gunnar Lúðvíksson og Jakob Sigurðsson eitt hvor. ÍR: Björn Björnsson og Guðjón Marteinsson 4 hvor, Sighvatur Bjarna- son 3, Einir Vilhjálmsson og Þórarinn Tyrfingsson 2 hvor og Ólafur Vilhjálms- son eitt. sh félagsliða í Evrópumótum í knattspyrnu á þessu ári. Vestmannaeyingar féllu fyrir pólsku bikarmeisturunum Lech Poznan, Víkingar töpuðu fyrir Real Sociedad, en stóðu sig með sóma, sem og öll íslensku liðin í þessum mótum. sh ■ Halldór Arason var nærri því að skora í gær. 3 mörk á 8 mín. — er Shamrock Rovers unnu Fram 4-0 ■ Hér hefur Friðrik Þorbjörnsson fegnið óblíðar viðtökur hjá FH-ingum. Líst vel á leikinn — segir Friðrik Þorbjörnsson ■ „Við stefnum að sigri gegn Vík- ingum!“ sagði Friðrik Þorbjörnsson fyrirliði KR er blaðamaður Tímans leitaði álits hans á leik KR og Víkings í 1. deildinni í handbolta, sem leikinn verður í Laugardalshöll í kvöld. „Mér líst vel á leikinn einkum ef tekið er mið af leiknum við Þrótt á miðvikudags- kvöldið. Þá sýndu allir í liðinu mikla baráttu. Leikir KR ogVíkings á undan- förnum árum hafa verið jafnir og tvísýnir og á því verður engin undan- tekning núna. En þetta leggst vel í mig og það eru allir staðráðnir í að leggja sig alla fram og sigra.“ Þetta sagði hinn baráttuglaði fyrirliði KR um viðureign KR og Víkings, en það er stórleikur helgarinnar í hand- boltanum. KR-ingar hafa unnið báða sína leiki til þessa í mótinu, en Víkingar töpuðu stórt gegn FH í sínum fyrsta leik, en hafa unnið tvo þá síðustu. Þeir hafa áreiðanlega fullan hug á sigri og því má reikna með hörkuleik. Hann hefst kukkan 20.00. sh Fram gegn Njarðvfk Úrvalsdeildin í körfuknattleik hefst í Keflavík í kvöld ■ Úrvalsdeildin í körfuknattleik hefst í kvöld með leik nýliða ÍBK og KR-inga í Keflavík. Með Keflavíkurliðinu leikur Bandaríkjamaðurinn Tom Higgins, en Stewart Johnsson leikur með KR eins og á síðasta vetri. Reikna má með skemmtilegum leik í Keflavík, þar sem heimamenn hafa verið á uppleið, en KR-liðið virðist ekki vera eins sterkt og -oft áður. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Á morgun laugardag verður svo fyrsti stórleikurinn í Úrvalsdeildinni, en þá mætast íslandsmeistarar Njarðvíkur og bikarmeistarar Fram í íþróttahúsi Haga- skóla. Þar má reikna með mikilli og harðri baráttu. Bæði liðin hafa nýja bandaríska leikmenn, hjá Njarðvík er það Alex Gilmore, en í Framliðinu leikur Douglas Kintzinger. Þá hafa Njarðvíkingar misst Jónas Jóhannesson frá því í fyrra, en Gilmore mun koma í hans stað sem miðherji. Loks leika Valur og ÍR á sunnudag klukkan 14.00 í Hagaskóla. Tim Dwyer hefur aftur gengið til liðs við Val og er það væði leikmaður og þjálfari. fR-ingar hafa hins vegar ekki bandarískan leikmann, en þjálfari þeirra Jim Doyle kemur vestan um haf. ÍR-ingum vegnaði ekki vel í Reykjavíkurmótinu, en Valsmenn urðu hins vegar Reykjavíkur- meistarar. En það er óþarfi að afskrifa ÍR-inga fyrirfram. Þeir hafa oft sýnt, að mikið sé í þá spunnið, ekki síst er á móti hefur blásið. sh ■ Tim Dwyer, Val er nú aftur með í Úrvalsdeildinni. Fimm leikir í 1. deild ■ Annars staöar hér á síðunni er getið um leik KR og Víkings í 1. deildinni í handknattleik. Á laugar- dag leika Valur og Þróttur í I.augardalshöll klukkan 15.00 og þar má reikna með harðri viðureign. Þeir eru margir, sem álíta að þessi tvö lið komi til með að berjast ákaft um eitt af sætunum í fjögurra liða keppni um íslandsmeistaratitilinn síðar í vetur. Á sunnudag mætast gamlir fjendur á handboltavellinum Fram og FH í Laugardalshöll klukkan 14.00. Þá um kvöldið leika svo ÍR og Stjarnan og þar má vænta mikiliar baráttu tveggja liða, sem vilja umfram allt sanna tilverurétt sinn í 1. deild. Á mánudagskvöld eru það svo Valur og KR, sem ieika í Laugardalshöliinni og hefst sá leikur klukkan 20.00 eins og leikurinn á sunnudagskvöld. sh Opið hús ■ Valsmenn verða í vetur með opið hús í Valsheimilinu á laugardögum frá klukkan 10.30 til 13.00. Þar geta menn keypt getraunascðla og skilaö af sér. Boðið verður uppá kafli og sýndir leikir úr þýska boltanum og frá Islandsmótinu í sumar í video. Old Boys hafa ærmgatíma í íþróttahúsinu frá klukkan 9.00 til 10.30 og þangað eru allir velkomnir. Skorað er á alla Valsmenn að sameinast í átaki til að auka sölu getraunaseðla á vegum félagsins. Úrslit í Evrópuleikjum ■ ítalska liðið Juventus varð að láta sér nægja jafntefli gegn Hvid- 'Ovre frá Danmörku í Evrópukcppni meistaraliða í fyrra kvöld. Leikið var ■' Torino og skorðuðu bæði liðin þrjú mörk og voru það stjörnurnar Boniek, Platini og Paolo Rossi sem skoruðu fyrir ítalska liðið. ílalirnir komust áfram þar sem þeir unnu góðan sigur gegn' Dönunum í Kaupmannahöfn. Lárus Gumundsson og félagar hans ■' Waterschei, sem unnu bikar- meistarana frá Luxemburg Differd- ingen stórt í fyrri leik félaganna í Belgíu, unnu þá með einu marki gegn engu í Luxemburg í fyrrakvöld. Ekki mátti muna minna hjá Bayern Munchen gegn sovésku meisturunum Torpedo Moskva til að Þjóðverjamir kæmust ■' 2. umferð. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Múnchen, en fyrri leiknum í Moskvu lauk með jafntefli 1-1. Þar með komust Þjóðverjarnir áfram á því að hafa náð að skora á útivelli. Danska liðið B 1893 sigraði austur þýska liðið Dynamo Dresden 2-1 ■' Kaupmannahöfn. Fyrri lciknum lauk með sigri Þjóðverjanna 3-2 og þar með komust Danirnir áfram, þar sem þeir skoruðu fleiri mörk á útiveili. Að lokum má nefna, að Gauta- borg tapaði fyrir Ujpest Dozsa í Búdapest 3-1. Þar með em þeir fallnir út, en þeir komu mjög á óvart er þeir sigmðu í keppninni í vor. Þeir fengu á sig fjögur mörk, en skoruöu aðeins tvö, þar sem fyrri leiknum í Gautaborg lauk með jafntefli. Víkingar vekja athygli ■ Frammistaða Víkinga á Spáni vakti verðskuldaða athygli, eins og frammistaða þeirra ■' fyrri leiknum hér í Reykjavík gegn spænsku meistumnum Real Sociedad. Fyrir leikinn vom þeir umsetnir af blaða- mönnum og þar sem þeir em frekar óvanir slíku vissu þeir ekki hvaðan á sig stóð veðrið. En hafi raunin verið sú fyrir leikinn hefur ekki minna verið leitað til þeirra eftir hann, eins vel og þeir stóðu sig. Þetta er áreiðanlega besti árangur íslensks félagsliðs í Evrópumótum og er það ánægjulegt eftir allt talið um lélega knattspyrnu sem hér hefur verið ■ sumar...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.