Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 16
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDk Skemmuvegi 20 • Kopavogi Simar (91)7 75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingafélag ^^■abriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir ÍLTÍ.2 „UM 650 FJAR SLATRAÐ í HÚSINU DAG HVERN” — segir Gudbjörg Þórisdóttir, sem fyrst kvenna gegnir starfi sláturhússtjóra hér á landi margar væntanlegar steikur og kjötsúpur. Ekki lenda þær þó allar á borðum íslendinga því mikið af dilkakjöti frá Egilsstöðum er selt þaðan til frænda okkar Færeyinga. Mynd J.K. ■ „Menn segja að ég muni vera fyrsta konan sem gegni starfi sláturhússtjóra hér á landi“, svaraði Guðbjörg Þórisdóttir, sláturhússtjóri á Egilsstöð- um spurningu Tímans þar að lútandi. En þrátt fyrir að konur séu nú að komast inn í fleiri störf sem hingað til háfa verið álitin sjálfsögð „karlastörf" kom það Tímamanni á óvart að fá samband við konu þegar beðið var um samband við sláturhússtjórann. Nei, ég sótti ekki um starfið, það hefði aldrei hvarflað að mér. Það voru aðrir sem stóðu að þessu svo ég gat eiginlega ekki færst undan. Reynslan veröur svo að skera úr um hvernig þetta gengur“, sagði Guðbjörg. - Og taka Austfirðingar því vel að hafa konu að yfirmanni? Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. En auðvitað hlýtur að vera einn og einn sem finnst þetta svolítið kjánalegt til að byrja með a.m.k. - Við hvað hefur þú unnið áður? - Ég hef lengi starfað hjá sláturhúsinu og samfellt frá árinu 1974, þ.e. á hverju hausti. En sláturtíðin er svona tvcir til þrír mánuðir. Lengst af var ég við að aðskilja hjá gálgamanni. En svo vann ég hjá dýralækninum okkar í fyrrahaust. Hinn tíma ársins hef ég unnið hjá Kaupfélaginu. Mikið við að svíða hausa, en einnig í ýmisskonar afleysingar í pakkhúsinu. Ég hcld að það líti nokkuð vel út með slátrun í haust. Það var byrjað 13. september og verður allt á fullu spani út októbcr. Það er áætlað að það verði tæp 20.000 fjár sem á að slátra. Dilkar eru jafnir og frekar vænir, en afburðadilkar aðcins frá cinum og einum bæ. - Hvernig gekk svo að manna sláturhúsið? - Það hefur yfirleitt gengið nokkuð vel hjá mér, þó það komi dagarsem geta verið erfiðari. Starfsliðiðer 53 fastráðnir og auk þess 6 unglingar scm vinna að jafnaði 3 daga vikunnar. En mikið er um bændafólk, sem stundum þarf að komast frá. - Hvað er vinnudagurinn langur? - Það er byrjað kl. átta á morgnana og unnið til sjö á kvöldin. Já, það eru nokkrir bændur sem þurfa að ljúka fjósaverkum áður en þeir koma á morgnana og eiga þau svo eftir þegar þeir koma heim á kvöldin, svo þetta er ansi strembinn vinnudagur hjá mörgum. Aðrir búa með sáuðfé eingöngu, cn þeir þurfa líka stundum að fá frí í smalamennskur. Þá verður maður að finna menn í staðinn til aö halda öllu gangandi á meðan. Jú, svo cr líka margt fólk héðan af Egilsstööum, m.a. konur af staðnum, unglingar og skólafólk, sem kemur þá eftir skóla til að hjálpa til, ganga frá á kvöldin og annað slíkt. - Hvað er mörgu lógað á dag? - Það eiga að fara um 650 fjár í gegn um húsið á dag. - Er fé að fjölga eða fækka? - Ég held að það standi nú nokkuð í stað ennþá, en þó sýnist mér frekar útlit fyrir fækkun. Það verður t.d. skorið niður af riðubæjum scm er nokkuð mikið um því miður. Nei, þeir bændur sem skera niður vegna riðu nrega ekki fá sér fé aftur í nokkur ár. Þeir verða þá annað hvort að leita sér annarrar vinnu eða byrja með einhverja aðra búgrcin. Já, nokkrir eru byrjaðir á refarækt- inni. - Eruð þið kannski farin að vinna refafóður í sláturhúsinu? - Já, það eru komnar hér hakkavélar til að hakka í refafóður ýmislegt sem ekki nýtist tii annarrar vinnslu. - Að lokum væri gamaman að vita Guðbjörg hvort þú hefur alið allan þinn aldur á Egilsstöðum og hvernig þú kannt við þig þar? - Ég er aðflutt hingað úr nágrann- asveit. Er frá Víkingsstöðum á Völlum. Ég er því fædd og uppalin Austfirðingur og á allar ættir mínar hér og mér finnst mjög gott að búa hér á Egilsstöðum. -HEI i FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 fréttir Kyndingarkostn- aður 9.500 fjöl- skyldna lækkaður ■ Ríkisstjómin hefur samþykkt lækkun á töxt- um fyrir upphitun íbúðar- húsnæðis frá orkuveitum, frá 1. október að telja. Er lækkunin áfangi að því marki að upphitunarkostn- aður með raforku verði svipaður og gerist hjá nýjum og hagkvæmum hitaveitum. Miðað er við að eftir lækkunina verði húshitunarkostnaður með rafmagni þessara orkuvera á bilinu 53-58% af óniður- greiddum kyndingarkostn- aði með olíu. Orkuverin sem hér um ræðir eru: Rafmagnsveitur ríkisins, Orkubú Vest- fjarða, Hitaveita Hafnar- hrepps, Hitaveita Seyðis- fjarðar og Rafveita Siglu- fjarðar. Kostnaður við þennan áfanga í jöfnun hitakostnaðar er talinn nema 7,5 milljónum króna til áramóta. Er gert ráð fyrir að veitufyrirtækjun- um verði endurgreiddur sá kostnaður við framvísun orkusölureikninga og á- byrgist ríkissjóður greiðsl- ur næstu 3 mánuði. Lækk- un þessi mun ná til um 9.500 íbúða á svæðum fyrrgreindra veitufyrir- tækja. -HEI Bólstaðarhlíð frá 1-39 Grunn Skjólin Árbær Austurbrún Hábær Vorsabær fttHÍtm Sími: 86300 dropar yYfirvofandi undirboð“ ■ Drupar sáu í DV í gxr að „yfirvofandi undirboð“ eru að ganga að iðnaðinum dauðum, hvernig svo sem hægt er að koma því heim og saman. Ætli næsta skrefið verði ekki að bjarga iðnaðinum með „rétt- ri“ „rangri“ gengisskráningu? Hitaveita til sjós ■ Margir tala nú um það hvort ekki sé rétt að leggja hitaveitu í varðskipin, sem alla daga liggja í Reykjvíkurhöfn, þar sem útgerð hefur dregist saman hjá landhelgisgxzlunni. Hitaveita mun þegar hafa verið lögð í hvalvciöiskipin, er liggja við Ægisgarð milli hval- vertíða. Jón að baki dr. Gunnars ■ Alþingi kemur saman eftir aðra helgi. Fljótlega eftir að þing kemur saman má búast við að bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar verði lögð fram, þó ekki þurfi endilega að bera þau upp til atkvæða fyrr en líða fer á þingið. Menn eru auðvitað að velta fyrir sér hvemig atkvæða- greiðslan fari þegar að henni kemur, því þau munu ekki ná samþykki nema einhver af stjórnarandstöðu þing- mönnunum hlaupist undan merkjum. Aðeins ein þarf til, og það í neðri deild, því ríkisstjórnin hefur tryggan meirihluta í efri deild. Bæði þingflokkar Alþýðu- flokks og Sjálfstæöisflokks hafa gert samþykktir sem ganga í þá veru að flokkarnir muni greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum. Einn þingmaður verður því óbundin af þessum samþykktum í stjórnarandstöðunni, sem er Jón Baldvin Hannibalsson, sem tekur við sæti Benedikts Gröndal. Hann kemur inn á þing í haust sem aðalmaður og fær þá sitt kjörbréf. Kannski er Jón Baldvin maðurinn sem dr. Gunnar leitar nú Ijósum logum að? Krummi ... ...sér að Þjóðviljinn er að minna kynningaráskrifendur sína á að segja upp blaðinu fyrir mánaðamótin, þvi ann- ars sitji þeir uppi með hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.