Tíminn - 01.10.1982, Síða 1

Tíminn - 01.10.1982, Síða 1
WM Helgarpakki ríkisf jölmiðlanna 1. október til 8. október HmNN 11 ■ Tölvur verða æ meir „heill- andi“ tæki eftir því sem þróun þeirra verður örari og sást það glöggt í þættinum „Teiknað með tölvum“ í sjónvarpinu s.l. föstudag. Engin takmörk virð- ast vera fyrir því hvað má gera með þessum tækjum, einkum á sviði ýmiss konar leikja, en auk þess virðast miklir möguleikar vera að opnast á þessu sviði fyrir listamenn og þá einkum kvikmyndagerðarmenn og mátti skilja á þættinum að innan ekki svo margra ára ætti að vera tæknilega mögulegt að gera kvikmynd í fullri lengd með tölvu, þ.e. tölvan yrði látin gera persónur, sviðsmynd og að sjálfsögðu tæknibrellur en þær sem slíkar, hafa nú um nokkurt skeið verið unnar í tölvum í myndum eins og t.d. Star Wars og öðrum á svipuðu sviði. Tvær góðar Að loknu hinu ómissandi Löðri á laugardagskvöldið voru tvær góðar kvikmyndir á dagskránni, hin fyrri „í sjálfheldu" með þeim Jack Lemmon og Anne Bancroft í aðalhlutverkum og hin síðari var klassíska stríðsmyndin „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum" eftir samnefndri sögu Eric Maria Remarques. Jack Lemmon var frábær í túlkun sinni á manni sem er að gefast upp á hinu ómannlega umhverfi stórborgar- innar með öllu því sem fylgir að lifa í slíku umhverfi. Myndin var bráðfynd- in á köflum einkum undir lokin er Jack FROSTMARKIÐ hefur fundið það akkeri sem heldur honum nokkurn veginn óbrengluðum í stórborgarfrumskóginum, sérstak- lega þegar haft er í huga að akkerið er ekki meira í viðum en að kasta snjóköku í höfuðið á leiðinlegum nágranna á næstu hæð. Margar stríðsádeilur hafa verið gerðar í gegnum árin en „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum" sker sig enn úr hópnum að nokkru leyti þótt hún sé nú orðin yfir 50 ára gömul. Sjaldan hefur verið skrifuð áhrifameiri bók um þetta efni en myndin byggir á og náði myndin anda og efni bókarinnar á frábæran hátt. Lítill hiti Það var með nokkurri eftirvæntingu að ég settist fyrir framan skjáinn seint á sunnudagskvöld, og horfði á þáttinn „Æðisleg ár“ enda umfjöll- unarefnið hinn „villti áratugur" 1920-1930. Átti maður von á reyk- mettaðri leynibúllu þar sem einhver „illvígur köttur" hamraði ragtime af miklum móð á píanóið og hraðskreiðir kvenmenn og karlmenn dönsuðu Fridrik Indridason blaðamaður skrifar um dagskrá ríkisf jölmidlanna undir í trylltum danssporum enda hefur tónlistin frá þessum árum verið réttilega lýst sem „heitri“. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. „Hitinn" í þættinum var við frost- markið, kynnirinn einhver sjálfum- glaðasti andskoti sem ég hef séð og sviðsmyndin fyrir neðan allar hellur. Hið eina „heita" í myndinni var bútur úr kvikmynd með hinum sígilda hjartaknúsara John Barrymore og ungfrú Day. Annaö var fremur lélegt nema ég hafði nokkurt gaman af dansparinu Giggles og Legs sem sýndu dansa þessa tímabils af mikilli atvinnu- mennsku. Gamlar kempur Þátturinn „Stjórnmálin fyrr og nú“ þótti mér hálfmisheppnaður, raunar dottaði maður yfir honum en opnaði aðeins augun undir lokin er farið var að ræða stjórnmálaumræðuna fyrr og nú en þar áður hafði megnið af þættinum farið í upptalningu á hve þátttakendurnir hefðu veriö „góðir gæjar“ en slíkt ætti hver íslendingur að vita sem kominn er af gelgjuskeið- inu. Það var ekki laust við að maður brosti er Lúðvík fór að ræða frjálsræði blaðamanna og ræddi með trega um gömlu góðu tímana er blaðamenn fcngu línuna af flokksskrifstofunum og voru ekki með neitt múöur. Nú taldi hann þessum málum flest til foráttu og aðallega að blaðamenn réðu of miklu, gengu of sjálfala í „túninu". Ég var hinsvegar algjörlega sammála honum um að sérfræðingar og tölvuút- skriftir eru farin að ráða alltof miklu í þjóðfélaginu og mætti að skaðlausu draga mikið úr þeim völdum. Almennt þá töldu kempurnar að allt hefði verið mun bctra í gamla daga er þeir réðu ferðinni en það er eins og kerlingin sagði: „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur." plötur 1P5 Áfram med álfana Draumur aldamótabarnsins Magnús Þór Sigmundsson Geimsteinn GS 121 aldamótabarnsins“ á „álfaplöt- una“. „Draumur aldamótabams- ins“ er byggð upp í kringum Ijóð Margrétar Jónsdóttur, fyrrverandi ritstjóra Æskunn- ar, sem lést 1971. Ljóðin eru Reagan og Gunna Thor í efstu valdastólum). Einnig yrkir Margrét um landið og föður- landsástina, en segja má að þau yrkisefni séu nákvæmlega þau hin sömu og Magnús lýsir á plötu sinni „Álfar“. ^ í. ■ Magnús „álfapabbi" Sig- mundsson er hér á ferðinni með nýja plötu sem hann segir sjálfur að standi tónlistarlega einhvers staðar mitt á milli tveggja fyrri platna sinna, „Böm og dagar“ og „Álfar“. Ekki er annað hægt en að taka undir þessi orð Magnúsar því að sameinkennin eru mikil og sérstaklega minnir „Draumur út kom ári fyrir andlát hennar og var það eiginlega fýrir tilviljun að Magnús réðst í þetta verkefni. Yrkisefni Mar- grétar er ástandið í hciminum, scm þá var fremur slæmt eins og endranær, en Margrét yrkir líka um þær vonir sem bundn- ar eru við komandi kynslóðir. (Sú hefði orðið fyrir vonbrigð- um ef hún hefði lifað það að sjá Möggu Thatcher og Ronna Sem vænta má er valið lið Magnúsi til aðstoðar á þessari plötu (reyndar kemur nánast því engin íslensk plata út án þess að á henni sé valið lið) og nægir þar að nefna Eyþór Gunnarsson, Þóri Baldursson, Pálma Gunnarsson og söng- konuna Ellen Kristjánsdóttur. Þrátt fyrir þctta verður „Draumurinn" aldrei spenn- andi plata að mínu viti og kannski væri henni réttast lýst sem „gamaldags". Þó eru á plötunni ágætustu lög og cng- inn efar að góður hugur stendur að baki gerð plötunn- ar, hvort scm það verðurhenni til framdráttar eða ckki. Álf- um og öðmm scm gaman hafa af aðeins djúpstæðari pæling- um, ætti að vera óhætt að kaupa þessa plötu, en hinum ráðlegg ég að fá að hlusta á hana fyrst. - ESE Diskódrottningin Donna Donna Summer Dnnna Summer Quincy Jones Rekords/ Steinar hf. Donna Summer hefur um langt skeið vcrið óumdeilanleg drottning diskósins og hún hefur nýlega sent frá sér nýja breiðskífu með því frumlega nafni „Donna Summer“ en skífan hefur hlotið góðar viðtökur vestra eins og við var að búast. Einvalalið tónlistarmanna stcndur að gcrð þessarar plötu með Donnu og er hún því mjög vönduð. Stjórnandi upptöku á plötunni er Ouincy Jones sem er gæðastimpill í sjálfu sér en lögin eru m.a. eftir Bmcc Springsteen, Jon Anderson og Vangelis auk þess scm Jones á hlut á nokkrum lögum. Lag af þessari plötu „Love is in Control" er ofarlega á vinsældalistum um þessar mundir og búast má við að það og fleiri lög plötunnar hljómi ( hljóðkerfi Hollywood eitthvað fram yfir áramótin. - FRI DAIHATSU Ármúla 23 Reykjavík Símar: 81733 - 85870 PAIHATSU CHARADE rökréttur valkostur JLI alhliða flugþjónusta, áætlunar, leigu, fragt, og sjúkraflug t-KNlK f ÍSAFIROI SÍMI 94 3698

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.