Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.10.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR X. OKTÓBER 1982 Helgarpakkinni Úr borgarlífinu STAÐUR HINNA VANDLÁTU Veitingahús helgarinnar: ■ Vetrarstarfið í Blómasal Hótel Loftleiða er að hefjast um þessar mundir, en undanfarin ár hefur jafnan verið mikið um að vera í Blómasalnum og má þar nefna kvöldskemmtanir, tískusýningar, erlendar matarvikur og sælkerakvöldin margrómuðu. Fyrsta kvöldskemmtun vetrarins hefur þegar verið haldin og í gærkvöld var sælkerakvöldunum ýtt úr vör með Jónas Kristjánsson, ritstjóra sem fyrsta gestgjafa vetrarins. Og sem vera ber valdi Jónas matseðilinn. Blómasal- urinn er „Veitingahús helgarinnar" á síðum Helgarpakka Tímans að þessu sinni og til þess að fá innsýn í það sem kemur til með að gerast í Blómasalnum í vetur var rætt við Emil Guðmunds- son, hótelstjóra á Hótel Loftleiðum. - Það er óhætt að segja að það verður mikið um að vera á Hótel Loftleiðum í vetur, sagði Emil Guðmundsson, í samtali við Tímann. - Fyrst má nefna að við verðum með sælkerakvöld á hverjum fimmtudegi og sérstakur sælkeri verður fenginn til að vera gestgjafi annan hvorn fimmtudag. Þess á milli verður boðið upp á sannkallaða sælkeramatseðla. Að sögn Emils hafa sælkerakvöldin mælst mjög vel fyrir meðal fólks og eru kvöld þessi orðin fastur liður í starfsemi Blómasalsins. Fjölbreytt dagskrá Af öðrum viðburðum í vetur nefndi Emil að nú um helgina verður haldið sérstakt Vestmannaeyjakvöld í Blóm- asalnum, bæði föstudags- og laugar- dagskvöld, en Sjávarréttakvöld verður 28. október næstkomandi. Tískusýn- ingar verða í hádeginu fyrsta föstudag í hverjum mánuði, en auk þess verður tískusýning á kvöldskemmtununum 8. október og 19. nóvember. Vestfirðing- ar fá sitt átthagakvöld 5. nóvember og viku síðar er villibráðarkvöld á dagskrá. Af erlendu kynningunum má nefna að sérstakir Týróldagar verða 6.-7. nóvember og í því sambandi kemur hljómsveit frá Týról til landsins sem skemmta mun gestum. Þá verður boðið upp á „enska pöbbinn" í þriðja skipti 11.-22. nóvember, en þessi viðburður er að ná því að festa sig í sessi í starfsemi Hótel Loftleiða. Jólapakkakvöld og jólaglögg -Desember verður sérstakur hátíð- armánuður hjá okkur, sagði Emil Guðmundsson. -Við verðum með aðventukvöld 5. desember og viku síðar verður svo Lúsíukvöld að sænskum sið. Hápunkt- urinn er svo svonefnt jólapakkakvöld 18.-19. des. að dönskum hætti, en þá verður Blómasalurinn skreyttur með dönskum kringlum og öðru brauðmeti til að skapa rétta stemmningu, sagði Emil. Jólapakkakvöldin njóta mikilla vinsælda í Danmörku og rétt er að nefna að hengdir verða upp jólapakkar út um allan Blómasalinn og verður happdrættismiði í hverjum pakka. Þeir sem verða svo lánsamir að vinna í happdrættinu hljóta að sjálfsögðu góða vinninga og í tengslum við jólapakkakvöldin verður svo að sjálfsögðu boðið upp á jólaglöggið sem sumum þykir orðið ómissandi síöustu dagana fyrir jólin. Á upptalningunni hér að framan er Ijóst að mikið verður um dýrðir í Blómasalnum í vetur og reyndar er aðeins eitt ótalið, en það er hið feikivinsæla kalda borð sem boðið er upp á í hverju hádegi árið um kring. Það er Óskar Guðjónsson, matreiðslu- maður sem hefur haft veg og vanda af uppsetningu kalda borðsins undanfa- rin ár og er óhætt að segja að kalda borðið svíkur ekki í ár frekar en endranær. - ESE LOKSINS, LOKSINS! Nýja 33 sn. breiöskífan meö Tíbrá er komin í næstu hljómplötuverslun. Ath.: Platan kostar aðeins 165 kr. Heildsala — dreifing: Dolbít sf., Akranesi. Sími 93- 273£ ■ Kalda borðið á sívaxandi vinsældum að fagna og þeir eru margir sem gera sér ferð í Blómasalinn í hádeginu til að gæða sér á kræsingunum. Tímamynd Ella Opiö í kvöld til kl. 3. Efri hæö — danssalur. Dansbandið leikur fyrir dansi. Eitthvaó fyrir alla, bæöi gömlu og nyju dansarnir. Neðri hæð diskótek. Borðapantanir í síma 23333. Snyrtilegur klæönaöur. „Mikid um dyrðir í Blómasalnum í vetur — segir Emil Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum sjónvarp Laugardagur 2. október 16.30 fþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felíx- son. 18.30 Riddarinn sjónumhryggl 28. þáttur, Spænskur teiknimyndaflokkur I 39 þáttum, gerður eftir sögu Cervantes riddarann Don Qijote og Sancho Panza, skósvein hans. Framhald þáttanna sem sýndir voru í Sjónvarpinu í fyrravetur. Þýöandi Sonja Diego. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Lööur. Bandarískur gamanmyndafl- okkur. Þýöandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Blágrasahátiö Bill Harrell and the Virginians flytja bandarisk þjóðlög og sveitatónlisf. Þýðandi Halldór Halldórs- son. 21.30 Endalok Sheilu (The Last of Sheila) Bandarísk biómynd frá 1973. Leikstjóri Herbert Ross. Aðalhlutverk: James Coburn, Raquel Weich, James Mason, Richard Benjamin, Joan Hackett, Dyan Cannon og lan McShane. Kvikmyndafr- amleiðandi I Hollywood býður sex gestum í Miðjarðarhafssiglingu á lystisnekkju sinni, Sheilu. Tilgangur hans er að komast að þvi, hver gestanna hafi orðið eiginkonu hans að bana. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. Myndin er ekki við hæti barna. 23.30 Dagskrárlok. ■ Arnþrúður Karlsdóttir mun, ásamt Hróbjarti Jónatanssyni, starida helgarvaktina á laugardaginn. útvarp Laugardagur 2. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Bryn- dis Bragadóttir talar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) Tónleikar. 9.00 Fréttir Tilkynningar. Tónleikar 9.30Óskalög sjúklinga. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurlregnir). 11.20 Sumarsnældan Helgarþáttur fyrir krakka 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Helgarvaktin Umsjónarmenn: Arnþrúður Karlsdóttir og Hróbjartur Jónatansson. _ 13.35 (þróttaþáttur Umsjón: Hermann Gunnarsson. Helgarvaktin.ifrh. 15.10 i dægurlandi SJavar Géstsson rifjar upp tónlist áranna 1930-60. 16.00 Fréttir. Dagskrá. lfe.15 Veðurfregnir. 16.20 í sjónmáli Þáttur fyrir alla fjölskyld- una í umsjá Sigurðar Einarssonar. 16 50 Barnalög, sdungin og leikin. 17.00 Síðdegistónleikar ( 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Hvern er verlð að elnoka? Helgi Pótursson fréttamaður flytur erindi. 20.05 Hljómskálamúsik Guðmundur Giis- son kynnir. 20.35 Þingmenn Austurlands segja frá 21 25 Kórsöngur: 21.40 Sögur frá Noregi; „Svona er að vera feiminn" eftir Johan Bojer 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldslns. 22.35 „ísland", eftir Tivari Leiviská 23.00 Laugardagssyrpa 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. laugardagur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.