Tíminn - 03.10.1982, Page 12

Tíminn - 03.10.1982, Page 12
Adorjan hressist ■ Á móti í Budapest tókst Adorjan allt í einu að verða efstur. Menn minnast þess kannske, að ungverski stórmeistarinn komst mjög óvænt í kandidatakeppnina 1980, en var sleginn þar út af Hubner. Eftir þetta hélt hann sig aðallega við jafnteflin, ef hann varð þá ekki að hætta í miðju móti vegna krankleika. Sú kenning er við lýði, að Adorjan hafi ekki nægan taugastyrk í kappmót. En í Búdapest leit dæmið þannig út: Adorjan 8'/5 af 11, Judashin og Taimanov 7'A, Petran og Uhlman 7 o.s.frv.. Adorjan tefldi vel og hirti fegurðarverðlaunin: Adorjan : Glat - Enski leikurinn. 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. R13 Rc6 4. g3 Bb4 5. Rd5 Bd6 (Óvenjulegt, en þarf þó ekki að vera slæmt. Þegar Bronstein teflir þannig með hvítu í Sikileyjartafli, eru menn fljótir að kalla það snilld.) 6. Bg2 Rxd5 7. cxd5 Re7 8. e4 c6 9. o-0l? cxd5 10. d4 dxe4 11. Rxe5 Dc7(?). Full vogað. 12. Bf4 f6 13. Hcl Db8 14. Bxe4! (Þvingað, en einnig mjög svo sterkt. Á óvart kemur þegar hin róiega og stöðulega enska byrjun, er skyndi- lega orðin vettvangur sóknar og leikfléttustíls. En hér hefur svartur hleypt skriðunni af stað.) 14. .. fxe5 15. dxe5 Bc7 (Ekki lítur 15. ..Bxe5 16. Dh5 gæfulega út.) 16. Dh5+ g6 17. Dh6 Bxe5. Vissulega verður svörtum hér á í messunni, en hverju átti hann annars að leika? I « » 18. Hxc8+! Rxc8 19. Bxg6+ hxg6 20. Dxg6+ Kd8 (Eða 20. .. Ke7 21. Hel d6 22. Dg7+. Eða20. .. Kf8 21. Df5+). 21. Dg5+ Re7 22. Bxe5 Hg8 23. Df4 Dc8 24. Hcl Gefið. - Vonlaust væri að gefa drottninguna fyrir hrók, ogeftir24... Rc625. Bd6 er þetta búið spil. Falleg skák, og falleg lokastaða. Andras Adorjan er aftur með í baráttunni. Skák Belgíu Hverju leikur hvítur? í Skákblaðið skrifar Rini nokkur Kuyf um skák í Belgíu. Margt kemur þar einkennilega fyrir Hollendings sjónir. T.d. þegar flokkakeppnini var aflýst sunnudag einn vegna veðurs. Blindbylur, dettur manni fyrst í hug, en veðrið var gott og deildakeppnin í knattspyrnu fór fram eins og vant var. Eftir því sem Hollendingurinn ungi segir, hugsa belgískir skákmenn aðeins um Elo-skákstigatölu sína og gamlir skákstjórar hugsa um það eitt að halda ungum skákmönnum frá aðalliðinu. Gömlu skákmeistararnir tefla sáralítið og þá helst innbyrðis. Með nokkrum jafnteflum halda þeir svo stigatölu sinni óskertri. Þegar nemandi frá Nicaragua vann unglingameistaramótið var hann sendur á heimsmeistaramótið í Dortmund 1980. FIDE hafði tjáð, að hann gæti ekki teflt þar sem fulltrúi Belgíu, en sendur var hann samt! Belgarnir vita semsagt hvernig FIDE skal meðhöndlast. Og Kuyf segir bjórstofurnar opnar allar nætur og mjöðurinn er ódýr. Skák! Inn á milli eru þó tefldar athyglisverðar skákir. Hér kemur ein, frá keppni klúbbanna Crab og Mat. Jadoul: Willacrt 1. e4 e6 2. d4 b6 3. Rf3 Bb7 4. Bd3 c5 5. c3 cxd4 6. cxd4 Bb4+ 7. Rc3 Rf6 8. e5 Re4 9. 0-0! Rxc3 10. bxc3 Bxc3? (Full græðgislegt. Be7 var rétta svarið.) 11. Bg5! f6 (Ekki dugar heldur II. .. Dc7 12. Hcl.) 12. exf6 gxf6 13. Re5! Ke7 Ef 13. .. 0-0 vinnur hvítur með 14. Bxh7+, en einfaldara er 14. Bh6.) 14. Dh5 Dg8 15. Bxf6+! Kxf6 16. Dh4+ GeHð. Ástæðan er 16... Dg5 17. Rg4+, eða 16. .. Kg7 17. Del+ Kh6 18. Df6. Stutt og laggott. Belgarnir hafa þrjár deildir í skák, vallónska, flæmska og hina þriðju, þar sem þýska er aðalmálið. Bent Larsen, ( stórmeistari, skrifar ■ Kasparov Átta manna kandi datahópurinn fullskipaður: Karpovstafar mest hætta af Kasparov • Að millisvæðamótinu í Moskvu loknu, er 8 manna kandidatahópurinn fullskipaður: Kasparov, Beljavsky og Smyslow, Sovétríkjunum, Portisch og Ribli Ungverjalandi, Kortsnoj Sviss, Hubner V-þýskalandi og Torre Filips- eyjum. Trúlega mun Karpov stafa mest hætta af Kasparov, sem unnið hefur hvern sigurinn á fætur öðrum undan- farið. Þær raddir hafa heyrst, að hinn 19 ára gamli Kasparov hafi ekki neina reynslu í einvígjum. Slíkt hið sama var sagt um Tal, er hann tefldi við Botvinnik um heimsmeistaratitilinn árið 1960. Ekki varð reynsluleysið honum að falli, því Tal vann öruggan sigur gegn reyndasta einvígisskákmanni heims á þeim tíma. Petroshan tefldi opinbert einvígi í fyrsta sinn árið 1963 um heimsmeistaratitilinn gegn Botvinnik, og vann. Möguleikar Kortsnojs á að tefla eitt einvígið enn við Karpov eru hverfandi. Hann átti sér aldrei viðreisnar von í síðasta einvígi, og ekki verður útlit- ið bjartara 1984, en þá verður Kortsnoj orðinn 54ra ára. Portisch, einn mesti vinnuþjarkur skákborðsins hefur verið með í heimsmeistaraslagnum frá 1965. Hæfileika hefur hann næga til að komast alla leið, en taugaspcnnan hefur jafnan orðið honum að falli þegar mest hefur legið við. Sama má segja um Hubner sem hefur tvisvar sinnum hætt í miðjum kandidataeinvígjum. Um Torre hefur Karpov sagt, að hann tilheyri ekki hinum þrönga hópi þeirra allra fremstu og aldursforsetinn Smyslov mun tæpast ógna heimsmeistaranum.Ribli og Belj- avsky gætu hinsvegar gert stóra hluti og hleypa alla vegana nýju blóði í heimsmeistarakeppnina. Efstur á vinsældalista skákunnenda er hinn 19 ára gamli Kasparov. Þess var hreinlega krafist að hann ynni milli- svæðamótið í Moskvu. Hann gerði það og svikalaust og lagði marga andstæð- inga sína á ótrúlega auðveldan hátt. í eftirfarandi skák er einn aðstoðarmanna Kortsnojs frá síðasta heimsmeistaraein- vígi heldur betur tekinn í karphúsið, en hann gerist svo djarfur að tefla drottningarindverska vörn gegn Kasp- arov. Slíkt jafngildir uppgjöf gegn Sovétmanninum unga, sem heftir gengið þannig frá þessari byrjun upp á síðkastið, að ekki hefur staðið steinn yfir steini. Hvítur: G. Kasparuv, Sovétríkjunum Svartur: Y.Murey, ísrael Drottningaríndversk vöm ■ Torre 1. d4 Rf6 2.c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. a3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Dc2(Með 7. e3 Be7 8. Bb5+ c6 9. Bd3 Rxc3 10. bxc3 c5 11. é4 vann Kasparov auðvelda sigra gegn Ivkov og Najdorf á stórmótinu í Bugojnol982. Hér breytir han.i til og fetar í fótspor Portisch sem gjörsigraði Christiansen á Philips og Drew 1982 með drottningarleiknum. Hugmynd hvíts er að vinna tíma með því að leika e4 í einum leik í stað tveggja.) 7.. c5 8.e4 Rxc3 9. bxc3 Rc6 10. Bb2 Hc8 11. Hdl cxd4 12. cxd4! a6 (Ekki 12. . Rxd4 13. Da4+, né 12. . . Rb4 13. Bb5+.) 13. Dd2 Ra5 14. d5 exd5 15. exd5 Bd6 (ef 15. . De7+ 16. Be2 Rc4 17. d6 Rxd6 I8.0-0 og slíka vörn vilja menn ekki tefla gegn Kasparov ótilneyddir.) 16. Bxg7 De7+ 17. Be2 Hg8 18. Dh6 f5 19. Bf6 Df8 20. Dxh7 (allt hefur farið úr böndum hjá svörtum. Ekki gengur nú 2Q. . Hxg2 21. Rh4 ásamt 22. Bh5.) 20. . Df7 21. Dxf5 Hg6 22.De4+ KÍ8 abcdefgh 23. Rg5! Innsiglar léttan sigur. (23. . Dxf6 strandar auðvitað á Rh7+.) 23. . HxgS 24. Bxg5 He8 25. Bh6+ Kg8 26 Dg4+ Gefið. EFtir26.. Kh7 23. Hd3 er ekkert eftir nema mátið. Jóhann Örn Sigurjónsson Jóhann Örn jónsson skrifar um skák ■ Portich ■ Smyslov ■ Kortsnoj ■ Hubner

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.