Tíminn - 03.10.1982, Side 23

Tíminn - 03.10.1982, Side 23
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1982 lÍiiIMli 23 Ný skáldsaga eftir Graham Greene: Ævintýrl Monsignor Quixote ■ Graham Greene hefur sent frá sér nýja skálsögu, Monsignor Quixote sem þegar mun vera komin í einhverjar bókaverslanir í Reykjavík. Sagan gerist á Spáni á seinni hluta sjöunda áratugarins og rekur ævintýri litilláts prests - eins hinna heilögu einfeldninga Drottins - sem slær svolítið saman veruleika og ímyndun og telur sig vera afkomanda riddarans sjónum- hrygga, Don Quixote. Óvænt og skyndilega hlýtur prestur þessi upphefð, titilinn Monsignor. Því réði velvilji valdamikils ítalsks biskups í hans garð, en sá hafði eitt sinn orðið strandaglópur í heimabæ prestsins, EI Toboso, og þótti mikið til aðskiljanlegra hæfileika hans koma. Presturinn hafð ekki aðeins boðið honum upp á frábæran hádegisverð og gott vín, heldur einnig gert við bílinn hans (sem raunar var aðeins bensínlaus). Þegar tilkynningin um upphefðina berst héraðsbiskupi frá Vatíkaninu verður hann bæði forviða og reiður. Hann hafði löngum talið séra Quixote gamlan erkikjána. Nú veitir hann honum leyfi frá störfum (og ætlar þannig að reyna að losna vð hann fyrir fullt og allt), og lætur ungum nútímapresti, séra Herrera, eftir sóknina Séra Quixote ákveður að fara til Madrid og verða sér þar út um purpurasokka og vínföng sem sæma Monsignor. I för með honum slæðist fyrrverandi bæjarstjóri í E1 Toboso, kommúnistaforingi, sem Quixote kallar Sancho Panza í samræmi við sögu Cervantes. Tilvísanir til bókar Cervantes eru fleiri; á einum stað er spænsku ríkislögreglunni, Guardia Civil, t.d. líkt við vindmyllumar sem riddarinn sjónumhryggi barðist við á sinni tíð: lögreglan hegðar sér jú eftir því sem vindurinn blæs og starfar fyrir hvern þann sem til forystu hefur valist, hvort sem það er Generalissimo Franco, núverandi stjórn eða kommúnistar, kæmust þeir til valda. Eins eru tilvísanir í bókinni til annarra sögulegra atriða úr lífi Spánverja, sem og reynslu Greenes. Sem oftar er kaþólsk trú og kommúnismi honum hugleikið yrkisefni, og kannski má segja að stefið í þessari nýju bók sé afneitun hvers kyns máftarvalds, hvort sem það er vald kirkjunnar, flokksins eða ríkisins. - Bókin hefur hlotið lofsamleg ummæli gagnrýnenda. -GM. ■ Monsignor Quixote og Sancho Panza, fyrrverandi bxjarstjóri kommúnista á leið til Madrid að kaupa purpurasokka og vinföng. Ráðgátan um tígrisdýrið sem kom á óvart ■ Meðfylgjandi teiknisaga er tekin úr bók Martins Gardners Aha! Gotcha sem greint var frá í síðasta Helgar-Tíma. Skyldu lesendur geta hjálpað okkur að leysa ráðgátuna sem sagan fjallar um? 1. Prinsessan: Pú ert kóngurinn í ríkinu pabbi. Viltu leyfa mér að giftast honum Kalla? Kóngurinn: Elsku vina mín, ég skal leyfa þér það ef hann Kalli getur drepið tígrisdýrið sem er bak við eina af þessum fimm dyrum. Hann verður að opna dyrnar í röð og byrja á þeirri fyrstu. Hann mun ekki vita á bak við hvaða dyr tígrisdýrið er þar til hann opnar þá réttu. Tígrisdýrið kemur honum á óvart. 2. Þegar Kalli leit á dyrnar fimm sagði hann við sjálfan sig: Kalli: Ef ég opna fjórar dyr að auðum herbergjum þá veit ég að tígrisdýrið er í því fimmta. En kóngurinn sagði að ég mundi ekki vita af tígrisdýrinu fyrir fram. Svo ekki getur það verið í fimmta herberginu. 3. Kalli: Fimmta herbergið kemur ekki til greina, tígrisdýrið hlýtur á að vera í einhverju hinna fjögurra. Hvað ef ég opna dyr að þremur auðum herbergjum? Þá hlýtur tígrisdýrið að vera í fjórða herberginu. En þá kæmi það mér ekki á óvart. Fjórða herbergið kemur því ekki til greina. 4. Með sömu rökleiðslu sannaði Kalli að tígrisdýrið gæti heldur ekki verið í þriðja herberginu, öðru eða því fyrsta. Kalli: Það er ekki um neitt tígrisdýr að ræða. Því ef það væri bak við einhverjar dyrnar kæmi það ekki á óvart, eins og kóngurinn lofaði að það mundi gera. Og kóngurinn stendur alltaf við sín orð. 5. Eftir að hafa sannað að ekki var neins tígrisdýrs að vænta opnaði Kalli dyrnar í réttri röð. Honum til mikillar undrunar stökk tígrisdýr út úr öðru herberginu þegar hann lauk þeim dyrum upp. Þetta kom honum mjög á óvart. Kóngurinn hafði haldið orð sín. Rökfræðingar hafa ekki getað orðið ásáttir um hvað rangt sé við rökleiðslu Kalla. Ékjtrieouioorof ONE HUMDRED VEARS OF SOUTOC® Loíin Americds most powerfu! writer' —SStHIWTWK— m ONE WRITES TO THE COLONEL GABRIEL GARCÍA MARQUEZ BEAff JACK HENRYABBOTT 'Hvíl ís naw clvat io behoíá' 'Awesofne, hriUiant, perverscly Ííigeiufous' Wrt 10M Irtrtl ðJMrrtrtTrt 'Asromshimj... o saga, an herotr: stotV MSrtW.llMrtCir Gabriel Garria Márquez: No One Writes to thc Colonel Picador 1982 Jack Henry Abbott: In the Belly of the Beast Arrow Books 1982 ■ Vitanlega hefur „Liðsforingjanum berst aldrei bréf" þegar verið þýdd á íslensku (og þýðing Guðbergs afbragðs góð), en það er samt eftir nokkru að slægjast í þessari bók. Hér er nefnilega smásagnarsafnið „Útför Stóru Mömmu", ómissandi fyrir unnendur „Hundrað ára einsemdar", enda gerast sögurnar á sömu slóðum og sú mikla bók og flestar vísa, leynt eða ljóst, til Macondo og Búendía- fjölskyldunnar. Á útför Stóru Mömmu er minnst t „Hundrað ára einsemd", hér er í einni sögu fjallað nánar um „gyðinginn gangandi" og margar persónur sem lítillega er minnst á í „Einsemdinni" skjóta hér upp kollinum. Þar á meðal Rebekka. Heimur sá, sem Márquez skapaði með þrotlausum skriftum hátt á annan áratug, er bæði stórfurðulegur og ýkjukenndur, en þó samkvæmur sjálfum sér, og slík er frásagnarlist höfundarins að engin leið er að standast törfra hans. Jafnvel þó svo sögumar njóti sín varla sérstaklega vel á enskri tungu. ■ Töluvert hefur verið sagt frá merkileg- um ferli Jack Henry Abbotts hér í blaðinu síðastliðið ár eða svo. Hann er hálfur íri, hálfur Kínverji, en bandarískur ríkisborg- ari og hafði setið svo áratugum skipti í fangelsum þar vestra, er athygli rithöfund- arins Norman Mailers var vakin á honum. Mailer var þá að skrifa bók sína um Gary Gilmore og Abbott skrifaði honum og bauðst til að gefa honum lýsingar á hvernig það væri. í raun og veru að sitja í fangeli langan tíma. Mailer þótti bréf Abbotts gefa til kynna að þar færi stórgáfaður maður, og um það er ekki hægt að efast eftir lestur bréfanna. Stíll hans er ólgandi, lýsingar skarplegar og kraftmiklar, ritaðar af mikilli þekkingu. Mailer, og fleiri, gengust fyrir því að Abbott var látinn laus úr fangelsi, og i nokkrar vikur baðaði hann sig upp úr frægðinni. Hann reyndist vera alvarlega þenkjandi maður og var spáð frama á ritvellinum. Nýr Jean Genet? En allt fór út um þúfur. Algerlega upp úr þurru stofnaði Abbott til rifrildis við þjón á veitingahúsi, myrti hann og lagði á flótta. Hann hefur nú verið handtekinn að nýju og mun vart um frjálst höfuð strjúka úr þessu. Eftir er bókin, á sinn hátt stórmerkileg. Jerry Hopkins & Danny Sugerman: No One Here Gets Out Alive Warner Books 1981 ■ „Mikki Mús De Sade“? „Popphljóm- sveitin T.S.EIiot"? Mikið djöfuls rugl getur amerísk poppblaðamennska verið! Þessi bók, ævisaga Jim Morrison söngvara í Doors, er skilgetið afkvæmi þessarar tegundar blaðamennsku og svolítið þreyt- andi. Aftur á móti er ómetanlegt að fá tækifæri til að kynnast Jim Morrison og því hljóta menn að fagna bókinni, meðan ekki er völ á annarri betri. Höfundamir hafa líka unni verk sitt samviskulega og safnað töluverðum fróðleik um Morrison, þennan mótsagnakennda mann sem annars vegar var töffari, kyntákn og kaldur kall - hins vegar nokkuð viðkvæmur og heimspeki- lega sinnað skáld. Ævi hans helguð sjálfseyðingu, enda dó hann aðeins 27 ára gamall árið 1971. Doors höfðu þá skipað sér í hóp bestu rokkhljómsveita allra tíma, og bestu textar Morrisons verða seint slegnir út. Áhugamenn: kynnið ykkur Morrison! Og unglingar: hlustið á Doors! Því miður verður einnig að geta þess að frágangur bókarinnar er slæmur, pappírinn vondur og myndir prentast illa. Sem er mikill galli því fáir voru meira fótógen en Jim Morrison. GBeaíÁx t/i :97,eir &/uratiot> 8 PHIUPNÖRMAN Philip Norman: SHOUT!- The Beatles in Their Gcncrtaion Wamer Books 1982 ■ Er ekki nóg komið um Bítlana? Áreiðanlegá era þeir fáir, ef nokkrir, sem ■jafn mikið hefur verið ritað um, en engu að síður þótti Philip Norman ekki nóg skrifað. Hann safnaði efni í bók sína í mörg ár - las blöð og bækur, tók viðtöl við óteljandi aðila og kafaði oní lítt kunna þætti í sögu Bítlanna og samstarfsmanna þeirra. Einu mennirnir sem hann talaði ekki við vora Bítlamir sjálfir! Þess má geta að Philip Norman var kominn vel á veg með bók sína er John Lennon var myrtur en hans er síðan minnst í eftirmála. Bókin vakti mikla athygli er hún kom út og var lofuð í hástert, enda var hún svosem bæði ,vel og nákvæmlega skrifuð. Fátt kemur þeim sem vel þekkja til verulega á óvart, en þó er greining Normans á Bítlaæðinu (og einkum upphafi þess) á ýmsan hátt óvenjuleg. Bókin er líka skrifuð svo langt er um liðið frá bestu dögum Bítlanna að Ijómi þeirra er ekki til trafala, Norman - vel þekktur poppblaðamaður á Bretlandi - ritar bæði yfirvegað og rólega um þessa frægustu tónlistarmenn aldarinnar; fullur aðdáunar, náttúralega, en lætur hana ekki villa sér sýn. ■ Ofannefndar bækur fást í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Tekið skal fram að hér er aðeins um kynningu að ræða, enga ritdóma.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.