Tíminn - 05.10.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.10.1982, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 ALLRA ATTA Sigurjón Rist, vatnamælingamaður hjá Orkustofnun sent er löngu þjóðkunnur fyrir störf sín á hálendinu. Sigurjón var tts ttt þess að ræða við blaðamann limans um framkvæmdimar á bálend- inu og i máli hans kemur fram að það er fleira sem hann telur athugavert en bara vegaframkvæmdiraar einar. Höf- uðforsenda vegarins eru Kvislaveitur, en Siguijón segir að þar hafi Landsvirkjun kannski farið villu vegar í leit að heppðegasta kostinum til að auka vatnsrennsli í Þórisvatn.. öræfavillu Kristins bónda á Úlfá er hann villtist suður um fjöll. Það er í mínum huga öræfavilla hin minni, en væntanlega er þá jafnmargra ára barátta Landsvirkj- unar á þessu sama svæði, öræfavilla hin meiri. Úlfárbóndinn hlaut virðingu og aðdáun fyrir þrautseigju og harðfylgi við að komast til byggða og ég vona að Landsvirkjun hljóti eigi síður virðingu fyrir kvíslar sínar að lokum. - Eru Þjórsárkvíslar þá það aumar að þínu mati að lítið gagn verði að þeim í framtíðinni. Hvert er víðfeðmi þeirra? - Um það fyrst nefnda get ég ekki tjáð mig. Hvort tveggja er að ég hef litla þekkingu á „prósjekti" Landsvirkjunar og eins hef ég ekki umboð til að tala um þetta. Um smáár Þjórsár get ég hins vegar talað og leiðrétt landfræðilegar villur. T.d. koma Þjórsárkvíslar, Kvíslaveitum ekkert við. Þjórsárkvíslar eru jökulkvíslar sem renna suður með Hofsjökli að suð-austan en smáárnar sem leggja eiga vatnið til í Kvíslaveitur eru smáár sem falla til úr gagnstæðri átt, þ.e. úr austri. Þær eru Svartá syðst, þá Þúfuverskvísl og Eyvindaverskvíslar og Hreysiskvísl nyrst. Hreysiskvísl er þeirra vatnsmest, fjórir til fimm tengingsmetrar, Svartá er um þrír, og hinar snöggtum minni. Þjórsárver í hættu? í spjallinu við Sigurjón kemur fram að verið er að reisa gríðarlegar stíflur vegna Kvíslaveitnaframkvæmdanna og Sigurjón segir að til þessara gífurlegu 'framkvæmda hefði aldrei þurft að koma ef Þjórsá hefði t.d. verið stífluð nokkuð neðar en nú er verið að vinna. - En hefðu Þjórsárver þá ekki verið í hættu. - Samkvæmt fyrstu hugmyndum voru Þjórsárver í hættu, en það reyndi aldrei á að neinar viðræður færu fram milli náttúruverndarmanna og Landsvirkjun- ar. Vel hefði mátt færa stífluna neðar í Þjórsá og byggja þar með eina stíflu í stað margra. Stíflurnar sem nú er verið að vinna að í sambandi við Kvíslaveitur eru gríðarleg mannvirki og óhemju dýrar og ég bendi á að eins hefði mátt beina sjónunum til austurs í átt til Langasjós. Það var ekki gert og þess vegna á þessi vitieysa sér stað, sagði Sigurjón Rist að lokum. ESE Nýkomið mikið úrval af LJÓSUM Autobianchi A 112 Ffat 127 V.W. 1300-1303 V.W.Golf V.W. Passat Vinnuljós Snúníngsljós Vörubílaljós Glitaugu í miklu úrvali. Nýkomnir efripartar á Land/Rover hurðir Póstsendum Erum fluttir í Síðumúla 8 BÍLHLUTIR H/F Sími 3 83 65. Raflagnir Raflagnir Fyrsta flokks þjónusta Þurfirðu að endurnýja raflagnir,gera við, bæta við eða breyta, minnir Samvirki á fulikomna þjónustu sína. Harðsnúið lið rafvirkja er ævinlega reiðubúið til hjálpar. samvirki SKEMMUVEGI 30 - KÓPAVOGI - SÍMI 44(566 ^ 35 jfl [2 J2 Ei H 33 ÍB E íl im’nawirfflffnrnwrsEB Bfyi e w jír^JG Aiaiiflfl rtnrt UIS mt rf felt lál • liliiiliu EŒflna 13 ViriRTJE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.