Tíminn - 05.10.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.10.1982, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 17 fþróttir ■ Alfrcð Gísilason er hér í skotstöðu í leiknum gegn Val í gær. Tímamynd: Róbert KR vann á úthaldinu Sigruðu Val í 1. deild 21:16 ■ KR-ingar eru komnir upp að hlið Víkinga í 1. deildinni í handknattleik eftir að hafa sigrað Valsmenn í gærkvöldi. Þetta var fyrsti tapleikurVals í mótinu, en KR-liðið tapaði fyrir Víkingiá föstudagskvöld. Lokatölur í leiknum urðu 21-16 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1Q-9 KR í vil. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og komust KR-ingar aðeins einu sinni tveimur mörkum yfir Val. En í síðari hálfleiknum fór KR-liðið í fullan gang og þá máttu Válsmennirnir hafa sig alla við og svo fór að þeir héldu ekki í við KR. Það var þó fyrst og fremst góð markvarsla Jens Einarssonar lokakafl- ann sem gerði gæfumuninn fyrir KR og óneitanlega er styrkur fyrir liðið að hafa tvo markverði á borð við Jens og Gísla Felix í liðinu. Valsmenn náðu að jafna 10-10 og leikurinn hélst í jafnvægi allt upp í 13-12, en þá sigu KR-ingarnir framúr og náðu að skora fjögur mörk í röð og þann leik endurtóku þeir fyrir leikslok. Og áður en Valsmenn náðu að skora sitt 16 mark höfðu KR-ingar náð sex marka forystu. í Valsliðinu voru þeir Jón Pétur Jónsson og Þorbjörn Jensson bestir og þá Þorbjörn í varnarleiknum. Honum var þrívegis vísað af leikvelli og síðast var honum vísað af velli og fékk ekki að koma inná aftur. Þá var kortér til leiksloka og það hafði slæm áhrif á varnarleikinn hjá Val. Þá má ekki gleyma Einari markverði Þorvarðar- syni, sem varði mjög vel í leiknum. Hjá KR var Alfreð bestur. Haukur Ottesen átti einnig dágóðan leik og eins og fyrr segir lék Jens vel í markinu. Þá var Ragnar Hermannsson góður, en fékk alltof lítið að leika með. Mörkin: KR: Alfreð Gíslason 5, Haukur Geirmundsson 4(4), Ragnar Hermannsson 3, Jóhannes Stefánsson 2, Gunnar Gíslason 2, Friðrik Þorbjörns- son, Haukur Ottesen, Stefán Halldórs- son, Anders Dahl Nielsen og Guð- mundur Albertsson eitt mark hver. Valur: Jón Pétur Jónsson 6, Gunnar Lúðvíksson 4, Þorbjörn Guðmundsson 2, Theodór Guðfinnsson 1(1), Jakob Sigurðsson, Steindór og Júlt'us Jónasson eitt mark hver. BH/sh ■ Jens í markinu hjá KR varði vel í síðari hálfleik gegn Val. ÍR-Fram í kvöld ■ Einn leikur verður háður í 1. deild í handbolta í kvöld. Þá leika ÍR og Fram og hefst leikurinn klukkan 20.00. Þessi tvö lið eiga það sameiginlegt, að hafa ekki ennþá hlotið stig í 1. deildinni og því liggur Ijóst fyrir að annaðhvort þeirra, eða þau bæði hljóta sín fyrstu stig í kvöld. Markaregn í Höllinni Þegar FH vann Fram 34:25 í 1. deild í handbolta ■ Það var lélegur varnarleikur sem fyrst og fremst einkenndi leik Fram og FH í 1. deildinni í handknattleik á sunnudag. Þessi leikur var ólíkur leikjum þessara liða er þau voru upp á sitt besta og leikir þeirra oft á tíðum úrslitaleikir íslandsmótsins. Samtals voru skoruð 59 mörk í leiknum eða nærri eitt mark á mínútu. Að þessu sinni Vlkingar unnu KR-ingana ■ Víkingar unnu góðan sigur á KR f 1. deildinni í handknattleik á föstudags- kvöld. Leiknum lauk með 22-18 eftir að staðan hafði verið 10-9, Víkingum í vil í hálfleik. f síðari hálfleiknum juku Víkingar við forskot sitt, sem var fjögur mörk er flautað var til leiksloka. Þeir Kristján Sigmundsson, Þor- bergur Aðalsteinsson og Sigurður Gunnarsson voru bestir Víkingar í leiknum og var Sigurður markahæstur með 7 mörk, Þorbergur var með 6 mörk, Páll Björgvinsson og Viggó með 3 hvor, Guðmundur skoraði tvö og Hiimar Sigurgíslason eitt. Hjá KR var meðalmennskan alls- ráðandi og ekki hægt að nefna neinn öðrum betri. Anders Dahl skoraði Hest mörk KR eða 6, Haukur Ottesen skoraði 3, Friðrik Þorbjörnsson, Alfreð Gíslason og Ragnar Hermannsson skoruðu tvö hver og Gunnar Gíslason, Haukur Geirmundsson og Stefán Hall- dórsson gerðu eitt mark hver. BH/sh sigruðu FH-ingar stórt eða með 34 mörkum gegn 25 og höfðu þeir lengst af yfirhöndina í leiknum. Þó héldu Framarar í við FH-ingana lengi vel í fyrri hálfleik og höfðu raunar forystuna um tíma. En á síðari hluta hálfleiksins áttu Framarar slæman kafla, sem FH-liðið nýtti sérvelogseigframúr. Staðan í hálfleik var 17 mörk gegn 12 FH í vil og eftir það varð ekki aftur snúið. Varnarleikur beggja liða var mjög slakur, en góð markvarsla Sverris Kristinssonar í FH-markinu hélt þeim á floti og það var sá munur er gerði gæfumuninn að þessu sinni. Eigi að nefna einhverja leikmenn hjá FH, koma þeir Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson upp í hugann. Kristján var drjúgur við að skora mörk utan af velli, enda þótt hans væri lengst af vel gætt og Guðjón var drjúgur í hraðáupphlaupum í síðari hálfleiknum. Enginn vafi leikur á, að hann kemur til með að styrkja FH-liðið, en hann lék áður með Þór Akureyri. Þá hefur Sverrir markvörður fyrr verið nefndur, en honum geta FH-ingar fyrst og fremst þakkað þennan góða sigur. Hjá Fram var Hannes bestur og einnig átti Hermann Björnsson ágætan leik. Sigurður Svavarsson var einnig sterkur í vörninni. Framliðinu hefur farið talsvert fram frá upphafi mótsins, en svo virðist sem það skorti jafnvægi í leik sínum. Það á góða kafla og stendur flestum liðum snúning, en síðan dettur það niður úr öllu valdi. Varnarleikinn þurfa þeir að bæta verulega fyrr en seinna, ef ekki á að fara illa fyrir þeim í Islandsmótinu. FH-liðið á að geta mun betur í þessum leik. Varnarleikurinn var t.d. ólíkt slakari en gegn Víkingi á dögunum. En það .hefur á að skipa stórum hóp mjög efnilegra leikmanna. Leikinn dæmdu Jón Hermannsson og Kjartan Steinback og dæmdu áfallalítið. Það vakti þó athygli, að engum leikmanna var vísað af leikvelli. Mörkin: Fram: Hannes og Dagur 5 hvor, Egill og Hermann Björnsson 4 hvor, Jón Árni Rúnarsson 3, Erlendur 2 og Sigurður Svavarsson og Hinrik Ólafsson 1 hvor. FH: Kristján Arason 8(3), Guðjón Guðmundsson 6, Guðmundur Magnús- son og Pálmi Jónsson 5 hvor, Þorgils Óttar 3, Valgarður og Hans tvö hvor og Guðjón Árnason og Sveinn Bragason eitt hvor. sh ■ ■ m Staðan ■ Staðan í 1. deild eftir leikinn í gærkvöldi. FH 4 3 0 1 106:82 6 KR 4 3 0 1 85:67 6 Valur 4 3 0 1 81:68 6 Víkingur .... 4 3 0 1 82:78 6 Þróttur 4 2 0 2 72:82 4 Stjaman .... 4 1 0 3 79:83 2 Fram 3 0 0 3 58:80 0 ÍR 3 0 0 3 45:67 0 sh ■ Staðaní2.deildíhandknattleik: Grótta .2 2 0 0 52:44 4 Afturelding . . .3 1 2 0 52:51 4 Þór Ve .4121 81:85 4 Breiðablik .. . .3 1 1 1 63:59 3 HK .3 1 1 1 59:58 3 Ármann .3 0 3 0 55:55 3 KA .3 1 1 1 65:65 3 Haukar . 3 0 0 3 57:65 0 Staða knatt- spyrnu á íslandi ■ Að afloknu sumri hyggst KSÍ efna til ráðstefnu um stöðu knatt- spyrnu á íslandi. Verður hún haldin um næstu helgi nánar tiltekið á laugardag og hefst hún klukkan 10.00 f.h. Verða þar haldnar fram- söguræður og síðan verða almennar umræður. Þátttakendur verða forystumenn knattspyrnumála og hefur blaða- mönnum verið boðið að mæta til fundarins. Vonandi komast menn að: niðurstöðum varðandi málefni knatt- spyrnuíþróttarinnar og þess væri óskandi, að þeir aðilar sem að þessum málurn starfa, snúi bökum saman til að efla íþróttina t framtíðinni. sh Þórsarar töpuðu tvisvar í 1. deild kvenna ■ Keppnin í 1. deild kvenna í handknattleik hófst unt helgina. Lið Þórs frá Akureyri kom til Reykja- víkur og lék gegn Fram á föstudags- kvöld. Fram sigraði með 25 mörkum gegn 11. Á laugardag léku þær gegn FH og þá töpuðu þær aftur, en í þetta skipti með 12 mörkum gegn 24. Valsstúlkurnar unnu KR13-9 og loks léku Haukar og Víkingur og skildu liðin jöfn 13- 13. Stjarnan hlaut sín fyrstu stig ■ Stjarnan úr Garðabæ vann fyrsta 1. deildar sigurínn í sögu félagsins er liðið sigraði ÍR í 1. deildinni í handknattleik á sunnudagskvöldið. Lokatölur urðu 23-14, stórsigur og víst er að mótið á eftir að reynast ÍR-ingum erfitt. Garðbæingar tóku leikinn strax í sínar hendur og höfðu forystu allan timann. í hálfleik var staðan 9 mörk gegn 5. í síðari hálfleik komst Stjarnan 10 mörk yfir og því var aldrei spurning um bverjirsigruðu, heldur hversu stór sigurínn yrði. Bestur i liði Stjömunnár var Brynjar Kvaran, en Eyjólfur Braga- son var einnig góður, stór og skotfastur kappi. Þá lék Gunnlaugur Jónsson vel. Hjá ÍR var Björn Björnsson einna skástur í slöku liði. Mörkin: Stjam- an: Eyjólfur 9, Magnús Teitsson og Olafur Lámsson 3 hvor, Gunnlaug- ur, Guðmundur Þórðarson, Magnús Andrésson og Sigurjón Guðmunds- son tvö hver. ÍR: Bjöm Björnsson 6, Einir Valdimarsson, Guðjón Marteinsson og Þórarinn Tyrfingsson tvö hver, Andrés Gunnlaugsson og Atli Þor- valdsson eitt hvor. sh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.