Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 3 fréttir Deilan um eignamatið á jörðinni Asgarði: ER MEÐflL HÆSTU FJflRHÆÐA SEM DÆMT HEFUR VERIÐ UM ■ „Þetta er mjög stórt mál. Þarna er um aö ræða einhverjar hæstu fjárhæöir sem ég man eftir í dómsmáli“, sagði AUan V. Magnússon héraðsdómari á Selfossi. En þar var dómtekið í síðustu viku mál vegna jarðarinnar Asgarðs ■ Grímsnesi, sem samkvæmt nýju mati er virt á rúmar 16,8 miUjónir króna. Asgarður er einn hluti eigna þeirra er SigurUði heitinn Kristjánsson (SiUi í SiUa og Valda) og kona hans Helga Jónsdóttir létu eftir sig, og ánöfnuðu með arfleiðsluskrá þrem aðUum: Hjarta- vernd, Reykjavíkurborg og Skógræktar- félagi íslands. Samkvæmt jarðalögum á Grímsnes- hreppur forkaupsrétt að jörðinni.og var boðið að neyta hans. Ágreiningur varð um verð. Bað hreppsnefndin því Matsnefnd eignamámsbóta að meta jörðina til verðs. Niðurstaða hennar var rúmar 124 millj. gamalla króna, sem að núvirði yrði líklega um 3 milljónir króna samkvæmt lauslegri áætlun Böðvars Pálssonar, varaoddvita. Almennur sveit- arfundur í Grímsnesi samþykkti kaup jarðarinnar á því verði. Skiptaforstjórar dánarbúsins vildu ekki una því að gjöf Sigurliða næði ekki fram að ganga og töldu að matið væri allt of lágt. Var málinu því skotið til dómstóla og staðfesti Hæstiréttur að nýtt mat skyldi fara fram. Nýtt mat tveggja dómkvaddra manna - Hrafns Bragasonar, borgardómara og Sverris Kristinssonar, fasteignasala - hljóðar upp á rúmar 16,8 millj. króna, svo mikið ber á þama á milli. Ástæður þess munu einkum þær, að Matsnefnd eignarnáms- bóta mat jörðina sem bújörð, en síðara matið var byggt á því að hægt væri að selja eða leigja stóran hluta jarðarinnar sem sumarbústaðalönd. Það gagnrýnir hreppsnefndin hins vegar á þeim forsendum, að það sé sveitarstjórn sem ákveði hvort eða hve margir sumarbústaðir yrðu byggðir í landi Ásgarðs. Tekið skal fram að í gjafabréfi Sigurliða er kveðið á um að ábúð skuli vera á jörðinni. Núverandi ábúandi - sem hefur lífstíðarábúð í Ásgarði - á alla ræktun og hús sem á jörðinni eru, þær eignir ábúanda eru ekki teknar með fyrrnefndum matsupphæðum. Öll jörðin Ásgarður er talin um 780 hektarar. Henni tilheyrir einnig sumar- bústaður Sigurliða heitins, veiðihús og veiðiréttindi í Sogi, Álftavatni og Ásgarðsá. í síðara matinu er sumarhúsið metið á 845 þús. kr., veiðihúsið á 240 þús. kr. og veiðirétturinn á 2 milljónir króna. í mati Matsnefndar var veiðirétturinn virtur á 500 þús. krónur. í því sambandi er rétt að komi fram, að veiðiréttinn notaði Sigurliði sjálfur og hafði því litlar beinar tekjur af honum. Eftir lát hans hafa skiptaforstjórar leigt hann Stang- veiðifélagi Reykjavíkur og er nýrra matið byggt á þeirri leigu. Af jörðinni hafa 128 hektarar lengi verið innan sérstakrar girðingar sem Sigurliði setti upp og notaði sjálfur. í hlut Hjartaverndar komu milli 80 og 90 ha. af því landi auk sumarhúss og veiðihúss. Annað land innan nefndrar girðingar ánafnaði Sigurliði Reykja- víkurborg með því skilyrði að þar yrði reist og rekið drengjaheimili. Land það er ábúandi jarðarinnar hefur til afnota ánafnaði Sigurliði Skógræktarfélagi íslands. Land þetta skiptist þannig, að um 72 ha. eru innan túngirðingar að miklum hluta ræktað land. 333 ha. eru beitiland, 162 kjarrlendi og um 75 ha. sem talið er fjalllendi. Veiðiréttinum skipti Sigurliði á milli erfingja, hver þeirra skyldi fá veiðirétt fyrir sínu landi. Samkvæmt framansögðu gæti sýnst eðlilegt að Hjartavernd og Reykja- víkurborg hefðu fengið sína arfahluti afhenta, en hreppurinn getað keypt sjálfa bújörðina. Að sögn Böðvars Pálssonar, varaoddvita Grímsneshrepps töldu skiptaforstjórar slík skipti ekki koma til greina. Hreppurinn fengi alla jörðina eða ekkert af henni. -HEI Lagt til að gæruverð til bænda hækki um 34%: fflðna5urinn og bændurnir taka á sig skakkaföllin - sameiginlega sem þessi markaður hefur orðið fyrir“, segir Jón Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri Iðnaðardeildar Sambands- ins. ■ Nefnd sú sem landbúnaðarráðuneyt- ið skipaði til að fjaUa gæruverð til bænda á þessu hausti hefur nú skilað áliti og leggur nefndin til að gæruverð til bænda verði að meðaltali 86 kr. stykkið sem er um 34% hækkun í íslenskum krónum frá í fyrra. Tiltölulega hærra verð fæst nú fyrir hvítar gærur en dökkar og tvflitar eru felldar nokkuð í verði enda nokkrum vandkvæðum bundið að selja þær. í niðurstöðum nefndarinnar segir að þetta verð sé ákveðið með hliðsjón af þróun markaðar fyrir skinnavörur og markaðshorfur á þessu ári. Þá kom fram í nefndinni að hún teldi það verð sem bóndinn fengi fyrir gæruna of lágt enda er sláturkostnaður reiknað- ur á hana verulegur eða 12,28 kr. á kg. sem þýðir að gæran greiðir nær 40 kr. í sláturkostnað. „Ég tel að með þessari hækkun taki bændur og iðnaðurinn sameiginlega á sig skakkaföllin sem þessi markaður hefur orðið fyrir og ég er nokkuð sáttur við þetta verð „ sagði Jón Sigurðarson aðstoðarframkvæmdastjóri Iðnaðar- deildar Sambandsins í samtali við Tímann en hann átti sæti í nefnd landbúnaðarráðuneytissins. „Þessi verðákvörðun er mjög til samræmis við það sem gerst hefur á heimsmarkaði og er hlutfallsleg staða gærunnar svipuð og áður, við erum með lægra verð en Spánverjar en hærra en Englendingar og er staða okkar nú sú sama og hún var 1977-78“ Jón lét þess ennfremur getið að horfumar nú á þessum markaði væru slæmar, lítil sala og lítil eftirspurn en hann teldi að tiltölulega lágt verð og viðskiptatryggð kæmi til með að bjarga okkur frá verstu skakkaföllunum. Jón sagði einnig að menn vonuðust eftir mjög köldum vetri í Evrópu til að ýta undir söluna. - FRI ■ Nefndsúsemlandbúnaðarráðuneytið skipaði, þeir Torfi Ásgeirsson, Jón Ásbergsson, Guðmundur Sigþórsson, Ingi Tryggvason og Jón Sigurðarson. Tímamynd Róbert Lágt verð Lítil útborgun Bestu kaupin í dag Eigum til afgreiðslu strax diskaherfi, heyhleðsluvagn 30 m3. Háþrýstiþvottatæki, loftpressur, rafsuðutransarar og kolsýru- suðuvélar. Haugsugur á mjög hagstæðu verði 4.000 I og 6.000 I Vacumdæla 9.500 I mín. Galvaniseraður tankur 3 inntaksstútar tveir að aftan einn á hliðinni framanverðri 6" sogbarki 7 m. langur Drifskaft ofan við beisli. . Flothjólbarðar 16x20. Árs ábyrgð og þjónusta Jarðtætarar á ótrúlega lágu verði Vinnslubreidd 180 cm. 3 vinnslugírar, tvöfaldir hnífadiskar. Drifskaft með öryggiskúplingu. Árs ábyrgð og þjónusta Sérlega hagstæðir greiðsluskilmálar. ORKUTÆKNI f Hyrjarhöfda 3, 130 Reykjavik, P.0.Box:10320, leeland.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.