Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 5 ■ „...mýs hafa lifað hér á landi mun lengur en kettir og þreyð þorrann og góuna ásamt tvífættum íbúum þessa lands í hungri, kulda, verðbólgu og öðrum þrengingum svo lengi sem sögur herma...“ segir m.a. í ályktun Músavinafélagsins. yySögulegur réttur músa er ótvíræður” — segir í ályktun fulltrúaráðs Músavinafélagsins, vegna óska Kattavinafélagsins um að hætta sýningum á Tomma og Jenna ■ Kattavinafélagið hefur farið þess á leit við Sjónvarpið, að það hætti sýningum á hinum geysinvinsælu teikni- myndum um Tomma og Jenna. Telur félagið, að teiknimyndirnar gefi ranga mynd af eðli kattarins og geti haft þau áhrif, að krakkar meðhöndli ketti á líkan hátt og farið er með Tomma í myndunum. Af þessu tilefni sendi Músavinafélagið frá sér eftirfarandi ályktun: „Skyndifundur í fulltrúaráði Músa- vinafélagsins fordæmir harðlega furðu- Íega kröfu svokallaðs „Kattavinafélags" um að hætt verði sýningum á sjónvarps- þáttunum um Tomma og Jenna. Eink- um lýsir fundurinn vanþóknun sinni og furðu á því, að „káttavinir" skuli beita fyrir sig uppgerðarumhyggju fyrir börn- um í þessu sambandi, ekki síst með tilliti til þess míkla hlutverks sem músin hefur gegnt í uppeldi barna hér á landi frá ómunatíð. Nægir þar að benda á hin hugljúfa og uppbyggilega þátt Lilla klifurmúsar, hjálparhellu og eftirlætis allra dýra í Hálsaskógi, en það verk Torbjörns Egners hefur átt stóran þátt í því hve vel hefur tekist til um uppeldi barna á Islandi síðustu áratugina. Þó bendir fuíltrúaráð Músavina- félagsins á, að mýs hafa lifað hér á landi mun lengur en kettir og þreyð þorrann og góuna ásamt tvífættum íbúum þessa lands í hungri, kulda, verðbólgu og öðrum þrengingum, svo lengi sem sögur herma, á meðan kettir eru innflutt gæludýr, uppaldir í stofuhita á sérstöku innfluttu fæði, sem eytt er í dýrmætum gjaldeyri, og eru þvf mjög verðbólgu- hvetjandi. Þótt ekki væri nema vegna þessarar sögulegu hefðar er því réttur músarinnar ótvíræður. Fulltrúaráð Músavina- félagsins hvetur því til aukinna sýninga á þáttunum um Tomma og Jenna, svo börnum þessa lands megi verða enn ljósari þeir hugljúfu eðlisþættir sem músina prýða. Ekki fara sögur af afrekum katta í þróun vísinda og tækni. Þar hefur músin aftur á móti gegnt forystuhlutverki. Ótöldum lítrum af lyfjum og hvers kyns vímugjöfum hefur verið dælt í líkama þessara dýra, sem æðrulaus hafa fórnað sér fyrir framfarir, heill og hamingju mannkynsins. Einnig má benda á brautryðjendastarf músa í könnun himingeimsins, - í geimferðir hafa farið mýs, mannfólk og hundar, en engar sögur fara þar af köttum. Segir það sína sögu. „Undir ályktunina rita f.h. Músavinafélagsins: Haukur Már Haraldsson, formaður, Guðlaug Hall- dórsdóttir, formaður Hagamúsadeildar og Lárus Sólberg Guðjónsson, for- maður Húsamúsadeildar. -Sjó ■ Dr. Þorsteinn Hannesson og þögul kvikmynd sem hljómsveitin spilar undir svo eitthvað sé nefnt. Það sagði góður maður um daginn, að í heiminum væri til fullt af hljómsveitum, töluvert af góðum hljóm- sveitum, þó nokkuð af mjög góðum hljómsveitum, en engin sem hefur efnisskrá eins og íslenska hljómsveitin.“ „Ég held að þetta sé satt,“ sagði Þorsteinn. -Af 16 einleikurum sem koma fram hjá ykkur í vetur verður aðeins einn útlendur. Er það stefna hjá ykkur að gefa íslenskum hljómlistarmönnum kost á að koma fram sem einleikarar? „Það má segja það. Alla vega tökum við íslendinga fram yfir ef það er mögulegt. T.d. er eini útlendingurinn sem leikur einleik með hljómsveitinni í vetur Japani, sem leikur á hljóðfæri sem enginn íslendingur kann að fara með. Við viljum gefa ísiendingum tækifæri á að spreyta sig. Ekki bara hljóðfæra- leikurum, heldur tónskáldum einnig. í því sambandi höfum viö ákveðið að efna til samkeppni meðal íslendinga sem leggja stund á nám í tónsmíðum. Með því viljum við kynna yngstu tónskáldin sem mörg eru mjög frambærileg," sagði Þorsteinn. Fyrstu tónleikar íslensku hljóm- sveitarinnar verða í Gamla Bíói laugar- daginn 31. oktober. Síðan reka hverjir tónleikamir aðra, en þeir verða alls átta í vetur. Áskrift og styrktaraðild fæst í síma 24972 virka daga frá klukkan 9.00 til 12.30. Sætaval er háð því hvenær pantað er. -Sjó. Framsóknarffokkurinn 18. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARFLOKKSINS verður haldið að Hótel Sögu 13.-15. nóvember n.k. DAGSKRÁ Laugardagur 13. nóv. 10.00-12.00 Þingsetning Kosning starfsmanna Yfirlitsræða formanns, Steingríms Hermannssonar Skýrsla ritara, Tómasar Árnasonar 13.30- 18.00 Almennarumræður Nefndarstörf Sunnudagur 14. nóvember 10.00-12.00 Nefndarstörf 13.30- 19.00 Kosning25 manna ímiðstjórnFramsóknarflokksins Almennar umræður Afgreiðsla mála 20.30- 23.30 Afgreiðsla mála Mánudagur 15. nóvember 9.00-10.00 Nefndarstörf 10.00-12.00 Kosning 25 varamanna í miðstjórn Framsóknarflokksins 13.30 Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá tæmdri Því er beint til flokksfélaga að kjósa fulltrúa á flokksþingið sem fyrst og tilkynna það til skrifstofu Framsóknarflokksins s. 24480. Alþingismenn, miðstjórnarmenn, formenn kjördæmissambanda og formaður SUF eru sjálfkjörnir á flokksþingið. Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins Bilaleigan\ § CAR RENTAL Q 29090 REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsími: 82063 BREYTING Á LAUSASKULDUM ÚTGERÐARFYRIRTÆKJA Vegna fyrirhugaörar breytingar á hluta af vanskilum og lausaskuldum útgeröar í lán til lengri tíma skulu fyrirtæki og einstaklingar, sem útgerö stunda og óska aðstoöar með ofangreindum hætti senda hagdeild viðskiptabanka síns eða sparisjóði sínum umsókn um skuldbreytingu studda eftirtöldum gögnum: 1. Lista yfir alla skuldunauta og lánadrottna pr. 30. sept. 1982. 2. Efnahags- og rekstrarreikningi fyrir árið 1981 ásamt sundurliðuðum lista yfir alla skuldu- nauta og lánadrottna í árslok 1981. 3. Staðfestingu á vátryggingarverði fiskiskipa. 4. Nýju veðbókarvottorði fyrir eignir í rekstri, og yfirliti um eftirstöðvar áhvílandi veðskulda. Umsóknir berist viðkomandi stofnun hið fyrsta og eigi síðar en 31. október n.k. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til meðferðar. Reykjavík, 1. október 1982 A,\ 'ii i. > v, • A.íí'- , i'ifci ■ r \SV> SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.