Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdaatjórl: Gfali Slgur&aaon. Auglýslngastjóri: Stelngrfmur Gfslason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrei&alustjórl: Sigur&ur Brynjólfsson Ritatjórar: Þórarlnn Þórarlnsson, Ellas Snœland Jónsson. Rltstjórrvarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tfmans: Atll Magnúason. Bia&amenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Eirfkur St. Eirfksaon, Frl&rlk Indrl&ason, Hei&ur Helgadóttlr, Slgur&ur Helgason (fþróttir), Jónas Gu&mundsson, Kristfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltstelknun: Gunnar Traustl ' Gu&björnsson. LJósmyndlr: Gu&Jón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýalngar: Sf&umúla 15, Reykjavik. Slml: 86300. Auglýaingasfml: 18300. Kvóldsfmar: 86387 og 86392 Verð f lausasólu 9.00, en 12.00 um helgar. Áakrlft á mánu&l: kr. 130.00. Setnlng: Tœknldelld Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Hatur er slæmur leidarvísir ■ Um langt skeið hefur ekki annar atburður vakið meiri athygli á stjórnmálasviðinu en sú yfirlýsing stjórnar- andstöðunnar, að hún sé staðráðin í því að fella bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir. Til þess að koma þessum áformum fram, hyggst stjórnarandstaðan nota stöðvunarvald, sem hún hefur í neðri deild. Þannig á að nota úrelta deildaskiptingu til að fella lög, sem vitað er að meirihluti Alþingis er fylgjandi. Þetta á að gera þótt vitanlegt sé, að meirihluti kjósenda er bersýnilega þeirrar skoðunar, að lögin séu óhjákvæmi- leg. Þessa ályktun má draga af því, að launþegasamtökin hafa sætt sig við þau, þótt þau hafi af formlegum ástæðum mótmælt þeim. Pennan verknað hyggjast leiðtogar stjórnarandstæð- inga vinna, þótt þeim sé mæta vel ljóst, að afleiðingarnar af falli bráðabirgðalaganna verður stóraukin verðbólga, stóraukin hætta á atvinnuleysi og aukinn efnahagsvandi á allan hátt. Stjórnarandstæðingar hafa ekki nema eina röksemd til að réttlæta þessa afstöðu. Hún er sú, að sennilega geti þeir fellt ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen með því að beita slíkum bolabrögðum. Einkum eru það forustumenn stjórnarandstöðunnar í Sjálfstæðisflokknum, sem hampa þessari röksemd, ef röksemd skyldi kalla. Alþýðuflokkurinn fylgir í slóðina eins og venjulegast. Það er vitað, að umræddir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins hafa hatað Gunnar Thoroddsen síðan núverandi ríkisstjórn var mynduð og raunar um nokkurt skeið. Menn hafa þó ekki búist við því, að þetta hatur væri orðið svo rótgróið, að það yrði sett ofar þjóðarhagsmunum. Það spáir vissulega ekki góðu, þegar svo er komið í íslenzkum stjórnmálum, að valdamiklir forustumenn hafa orðið hatur á vissum manni eða mönnum að leiðarvísi. Verri leiðarvísi geta menn ekki valið sér. Arðsemi og uppbætur Alþýðublaðið tekur í gær undir þau ummæli Gylfa Þ. Gíslasonar, sem hann lét falla í sjónvarpsspjalli aldraðra stjórnmálamanna, að arðsemissjónarmið eigi að ráða í ríkari mæli, þegar fjárfestingar séu annars vegar. Hvorki Gylfi né Alþýðublaðið geta þess, hvernig þetta sjónarmið gafst í tíð viðreisnarstjórnarinnar svonefndu. Afleiðingarnar urðu m.a. þær, að síldveiðiflotinn var aukinn langt úr hófi fram, því að síldveiðar þóttu þá arðvænlegar um skeið. Hins vegar var ekkert hirt um að endurnýja togaraflotann. Þegar síldveiðarnar brugðust stóð þjóðin uppi með stóran síldveiðiflota, sem erfitt var að nýta, en togaraflotann í algerri niðurníðslu. Vissulega ber að taka tillit til arðsemissjónarmiða, en að fleira þarf að gæta, þegar atvinnustefna er mótuð til lengri tíma. ■> Þá víkur Alþýðublaðið til þeirra ummælá Gylfa, að ekki eiga að greiða útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir. Þessar uppbætur voru fyrst hafnar í stórum stíl í tíð viðreisnarstjórnarinnar. Þ.Þ. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 á vettvangi dagsins Framsóknarf lokkurinn og afstadan til Atlantshafsbandalagsins eftir Guðmund G. Þórarinsson, alþingismann ■ Framsóknarflokkurinn hefur ævin- lega á fiokksþingum sínum lýst yfir stuðningi við aðild íslendinga að Atlantshafsbandalaginu. Ég hefi aldrei orðið var við ágreining í flokknum varðandi þetta atriði. Aðeins einn af íslensku stjórnmálaflokkunum, Alþýðu- bandalagið, er gegn aðild. í þessari grein set ég fram nokkur kjarnaatriði, sem í mínum huga skipta meginmáji og skýra hvers vegna ég styð aðildina að Atlantshafsbandalaginu sem einn af hornsteinunum í utanríkismála- stefnu Framsóknarflokksins. Framsókn- armönnum er hollt að kristalla fram öðru hvoru grunnatriðin í stefnumörkun sinni. Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um Atlantshafsbanda- lagið. Talsverður núningur hefur verið milli bandalagsríkjanna og má þar t.d. nefna gasleiðsluna miklu. Ýmsir fræði- menn hafa flutt erindi um hugsanlegan valkost er komið gæti í stað bandalagsins og jafnframt tryggt öryggi Evrópu, en án viðhlítandi lausnar. Það er út af fyrir sig eðlilegt að íslendingar hafi ekki mikla sannfæringu fyrir nauðsyn hernað- arbandalaga. Við höfum aldrei haft neinn her og höfum verið staðsettir „langt frá heimsins vígaslóð" eða vorum það að minnsta kosti. Þróunin er ör, heimurinn er stöðugt að breytast og þar með bæði viðhorf og aðstæður. Samt virðast mér umræðurnar um Atlantshafsbandalagið allar enda á einn veg. Bandalagið er nauðsynlegt og ekkert í augsýn, sem gæti komið í stað þess. En hvers vegna nauðsynlegt? Hugmyndafræðileg skipting heimsins Engin leið er að skipta öllum ríkjum heims á einfaldan hátt í flokka eftir þeim hugmyndakerfum, sem stjórnarfar þeirra byggir á. Algengasta skiptingin er milli hinna frjálsu ríkja, sem byggja á lýðræði annars vegar og kommúnistaríkjanna hins vegar. Utan þessarar skiptingar falla auðvitað fjölmörg ríki sem byggja t.d. á einræðisstjórnum, herforingja- stjórnum o.s.frv. Aðalsmerki hinna frjálsu ríkja eru þau lýðréttindi sem íbúar þeirra búa við, skoðanafrelsi, ferðafrelsi, mannréttindi, athafnafrelsi o.s.frv. Þessi ríki eru þó hvert nokkuð með sínum hætti og auðvitað engan veginn gallalaus. Ein- staklingurinn á þó að geta leitað réttar síns ef á hann er hallað. f kommúnistaríkjunum er frelsi manna mjög takmarkað. Miklar hömlur eru á ferðafrelsi manna, skoðanafrelsi er ekki og menn jafnvel settir á geðveikra- hæli fyrir þá sök eina að vera á andstæðri skoðun við ríkjandi stjórnvöld. Mann- réttindi eru takmörkuð og athafnafrelsi nær ekkert. Fyrir nokkru var ég á ferð í V.-Berlín. Það er nánast ólýsanleg tilfinning, sem grípur mann þegar maður stendur frammi fyrir múrnum, sem umlykur borgina. Múrinn var reistur í ágúst 1961 og honum er ætlað að hindra það að Austur-Þjóðverjar fari til V.-Berlínar. Handan múrsins er víggirt belti, varð- turnar, vopnaðir gæslumenn og varð- hundar. Það er nánast ótrúlegt að ríki skuli þurfa að grípa til slíkra aðgerða, að reisa múr á landamærum sínum til þess að fólk flytji ekki úr landinu. Fjölmargir Austur-Þjóðverjar hafa týnt lífi sínu við að reyna að komast yfir múrinn. í vikunni áður en ég kom til Berlínar reyndu tveir ungir menn að komast yfir múrinn, burt úrþessu sæluríki kommún- ismans. Öðrum tókst það en varðmenn skutu hinn. Þeir skjóta samlanda sína fyrir þá sök eina að reyna að komast til V.-Berlínar. Hvað segja menn hér á lar.di uin slíkt ferðafrelsi? Ég fór með hópferðabíl yfir landa- mærin til Austur-Berlínar. Á landamær- unum komu hermenn austur-þýska alþýðulýðveldisins inn í bílinn og tilkynntu okkur að bannað væri að fara með erlend dagblöð inn í Austur-Þýska- land. Ég hefði líklega verið tekinn fastur, hefði ég farið með Tímann inn í Austur-Þýskaland. Sennilega stendur sovéska heimsveldinu ógn af því, ef þegnar þess lesa fréttablöð vestursins. Þama gæta hermenn þess, að lands- menn þeirra fái ekki í hendur fréttir eða dagblöð frá öðrum löndum. Menn fá þær fréttir og upplýsingar einar, sem stjómvöld telja æskilegt að þeir fái. Hvað segja menn hérlendis um slíkt skoðanafrelsi? Staddur við múrinn, við minnismerki fjölmörg um þá sem týnt höfðu lífi í leit að frelsinu, krafinn þess að láta af hendi erlend dagblöð, svo þau lentu ekki í höndum þessa vesalings fólks, skynjaði ég óþægilega skýrt ófrelsi þjóðarinnar. Undir hópferðabílinn var rennt spegl- um og þannig vandlega leitað, bæði á leiðinni inn í Austur-Þýskaland og út úr því aftur, að ekkert gæti leynst undir bílnum, sem ekki væri heimskommún- ismanum þóknanlegt. í viðbót við allt þetta eru lífskjör í kommúnistaríkjunum ekki sambærileg við það sem við þekkjum. Framleiðslan er lítil, kerfið gengur ekki upp. íslendingum, sem hæla sér af elsta þjóðþingi heimsins, hlýtur að standa ógn af slíku stjórnarfari. Svona stjórnarfar viljum við ekki hafa hjá okkur og talsvert er á sig leggjandi til að verja það stjórnarfar sem við búum við. Gildi frelsisins, gildi lýðræðisins verð- ur seint ofmetið. Margir munu sjálfsagt segja að gallar vestrænna þjóðfélaga séu margir og augljósir. Það er alveg rétt. Gull frelsisins kann að vera nokkuð leirugt, bæði vegna þess að vesturlanda- búar hafa notað frelsið sem frelsi til að auðgast og eignast meira fremur en frelsi til að þroskast og batna, auk þess sem þjóðfélög okkar eru auðvitað engan veginn fullkomin. í samanburði verður ófrelsi og kúgun Jólaveisla Eggerts á Bergþórshvoli eftir Helga Hannesson i ■ Fyrir ríflega tveimur öldum fæddist á Efri-Hömrum í Holtum: Styrgerður Jónsdóttir bónda á Brekku, Fiiippusson- ar prests í Kálfholti, Gunnarssonar lögréttumanns í Bolholti, Filippussonar. Styrgerður óx upp, lifði lengi og þótti gæðakona. Á öðru vori 19. aldar flutti hún með bónda sínum, frá Oddakotinu Kumla að Bjólu í Holtum. Þar var hún húsmóðir í 30 vetur- og 33 ár bæjarprýði á heimili sonar síns: Filippusar ríka. Þar dó hún níræð 1865. Hún var vinsæl meðan hún lifði - og lofsæl eftir sitt endadægur. Dóttursonarsonur hennar, var Sigurð- ur Sigurðsson ráðunautur, góðgjarn maður og sístarfandi í þágu fátæks fólks og málleysingja. Sonarsyni hans Eggert bónda Sigurðssyni á Bergþórshvoli, kippir í þetta kyn sem nú skal sýnt. Um jólaleytið í fyrravetur (1980) varð raunalegt slys í Út-Landeyjum. Ein af hryssum Eggerts bónda festi fætur í rimlahliði, við túnjaðar prests á Berg- þórshvoli - og lét þar sitt líf. Ættgengt hjartalag Eggerts bónda sagði þá til sín. Hann ákvað, að gera úr þessu slysi, eins gott og verða mátti: Hann lét færa skrokk hryssu sinnar úr hliðinu inn á hátún prestsins - og bauð þar til dýrlegrar jólaveislu, örbirgustu sveit- ungum sínum: banhungruðum hröfnum Landeyinga. Hann vildi gleðja sameigin- lega hjarta sitt og hjarta prests, með því, að horfa á veslingana seðja hungur sitt - og hlusta á þá þakka Guði fyrir lífsbjörgina. En krosstré bregðast eins og önnur tré - og fagrar vonir um vini krossins bregðast stundum líka! Það fékk bóndinn á Bergþórshvoli að sjá í þetta sinn. Boðberi kærleikans átti eigi aflögu neina hjartagæsku handa sínum minnstu bræðrum: Útibörðum bjargþrota hröfn- um Rangárþings. Presturinn á Bergþórs- hvoli kærði bónda fyrir kærleiksverkið! Sagði það gert til svívirðingar og sárrar skapraunar sér og sinni frú. Hann krafðist þess, að veislukostur krumm- anna væri frá þeim tekinn - hið fyrsta og grafinn niður. Því illvirki fékk Eggert bóndi frestað í meira en mánuð - Nauðugur fór hann loks að vild, síns kaldrifjaða klerks og konu hans. II Sú var öld að íslendingar vissu að „Guð borgar fyrir hrafninn“ - og gáfu honum í því trausti margan bita af kröppum kosti sínum, - auk hross- skrokka og annars, sem þá þótti ekki mannamatur. Nú hafa flestir íslending- ar nógan mat að éta. Margur fer of saddur að sofa - og vaknar að morgni til þess að éta sér til heilsutjóns. Samhliða því er þjóðin hætt að buga björg að soltnum hröfnum sínum. Mikið af hrafnamat fellur til á öllum tímum árs - En hann er að boði grimmlyndra manna jafnharðan grafinn í jörðu. í Reykjavík og kaupstöðunum bitnar mannvonskan mjög á köttunum. Hundr- uð ef ekki- þúsundir þeirra eigra um nætur milli húsa hungraðir og þyrstir í ætisleit. Sumir þeirra eru sveltir heima, öðrum var kastað út á gaddinn, þegar heimafólkið hætti að hafa yndi af þeim. Margir finna þeir lítið þótt þeir leiti. Þó er í Reykjavík daglega borinn út matur í tonnatali. Hann er látinn í lokaðar tunnur til þess að banhungraðir kettir komist ekki í hann. Loks er hann fluttur að Gufunesi og urðaður svo að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.