Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 9
„Ertgin leið er að skipta öllum ríkjum heims á einfaldan hátt í flokka eftir öeim hugmyndakerfum, sem stjórnar- :ar þeirra byggir á. Algengasta skipting- in er milli hinna frjálsu ríkja, sem byggja á lýðræði annars vegar og kommúnistaríkjanna hins vegar. . —— — hafa í huga nokkur atriði áður en menn leitast við að svara spurningunum. 1) Eftir lok heimsstyrjaldarinnar 1945 héldu Sovétmenn áfram að auka áhrifasvæði sitt í Evrópu. Pólland féll í hendur kommúnista 1947 og Tékkóslóvakía 1948. Þessi þróun mála stöðvaðist í Evrópu þegar NATO var stofnað 1949. Menn geta síðan velt fyrir sér, hvort þarna sé samband á milli. 2) Ekkert þeirra ríkja, sem Sovétríkin náðu undir sig í styrjöldinni og eftir hana hefur orðið sjálfstætt aftur. Öll eru þau leppríki Sovétmanna eða hafa beinlínis verið innlimuð. Inn- RBfeig mmsm wsmmm 'iatítnr austantjaldslandanna sem leir, sem reynt er að gylla með áróðri. Og....heldur leirugt gef mér guö en gylltan leir. s Ognun - heimsyfírráð? íslendingum er öllum ljóst, að stjórnarfar kommúnistaríkjanna hentar þeim ekki. Er þá ekki allt í lagi? Við höldum okkar Iýðræðisþjóðfélagi af því við viljum allir hafa það. Þarna kemur stóra spurningin sem margir rembast við að reyna að svara. Stefna Sovétríkin að heimsyfirráðum? Munu þau þegar þau sjá sér færi e.t.v. smám saman hneppa fleiri og fleiri ríki í fjötra kommúnismans? Eða eru þau aðeins hrædd við vesturveldin og stórauka þess vegna herstyrk sinn í varnarskyni? Þessum spurningum getur sjálfsagt enginn svarað með óyggjandi vissu. í sömu andránni spyrja menn sig hvort stofnun NATO og fælingin (deterrance) sé skýringin á friði í Evrópu í meira en 30 ár að hvort friður hefði haldist í Evrópu hvort eð var og án NATO. I þessu sambandi virðist mér rétt að hann verði eigi hungruðum hröfnum að leik. í Reykjavík og víðar vantar sæluhús fyrir útigönguketti - þar sem þeir gætu skriðið í skjól og fundið vatn og æti. Þar mætti með hægu mót handsama þá, ef þurfa þætti - og senda þá snyrtilega inn í eilífðina. III Eigi hef ég frétt hvort Eggert bóndi hélt rangæskum hröfnum jólaveislu síðastliðinn vetur. En ég'trúi ekki, að hann hafi látið prest sinn fæla sig frá svo fallegu kærleiksverki. Hins vil ég mega vænta af honum, að hann hér frá á hverjum vetri, meðan honum endist ævi, gefi hröfnum heilan hrossskrokk - helst svo nærri séra Páli, að þakkargjörð krummanna megi smám saman mýkja hjarta hans. IY Svo er mér sagt, að í Rangárþingi muni vera til fleiri stóðhross, en í nokkru öðru héraði landsins. Enginn maður veit tölu þeirra, né heldur hve mörg hross eru til hér á landi. En líklega hafa síðustu árin eigi færri en 55 þúsund verið sett á vetur. Gætu þá hátt í 70 þúsund verið í sumarhögum. - Tvöfalt fleiri en mest mætti án mikils skaða vera. Fróðir menn fullyrða, að hross bíti árlega helming íslenskra hagagrasa í hrossasýslum sunnan og norðan lands - og spilli til frambúðar gróðurríki, sem talið er þekja tæpan fjórðung okkar fósturlands. Mælt er það, að Rangæingar fari allra íslendinga verst með stóðhross sín. - Gefi þeim lítið þótt harðni í högum, vatni þeim sjaldan eða ekki, þótt þau stundum í þurrafrostum nái hvorki í vatn né snjóa, jafnvel vikum saman. - Enda veit ég dæmi um hross, sem dóu vegna vatnsskorts í vetrarhaga. En fyrr sverfur þorsti | fast að skepnu, en að bana verði. Þá er það í þriðja lagi alkunn staðreynd, að rangæsk stíðhross verða að híma og hrökklast úti, í öllum illskuveðrum vetrar, alla daga og nætur. Meginþorri Rangæinga á ekki kofa yfir hrðssin sín! Taki þetta til sín sem eiga. - Hina undanskil ég. - Sumir en langt of fáir fara vel með hross sín eins og aðrar skepnur. Margir eiga margt ólært hjá þeim! Y Ég hef nýlega frétt að Eggert frændi minn á Bergþórshvoli fari manna best með stóð sitt. Fóðri það vel og eigi húsaskjól fyrir öll sín hross. Og að sjálfsögðu hýsir hann þau öll þegar illt er veður. Theódór Arnbjarnarson frá Ási, sagðist ekki geta sofið, þegar hann vissi hesta sína úti í vondu veðri. Þannig er fleirum farið. Margt fólk þolir önn fyrir skepnur sem illa er farið með. Eg mundi trúa væri mér sagt, að Eggert bóndi á Bergþórshvoli fylli þann flokk manna. - Og í þeirri trú, að svo sé, bið ég hann hér með lítillar bónar. Mér er Ijóst að meðferð hrossa í Húnaþingi, Skagafirði, Rangárþingi og ennþá víðar, er herfileg hraksmán bændastéttar! Því heiti ég á Eggert frænda, að hann í krafti þingmennsku sinnar, fái þá skömm - hið allra fyrsta - skafna af bændum og allri íslandsþjóð! Okkur skortir skýlaust lögmál um að sá, sem setur á vetur búfé, án þess að eiga handa því hús og nægilegt vetrarfóður, glati þar með eignarrétti sínum yfir því! Þeim skepnum eiga yfirvöld að ráðstafa til skurðar! VI Hér lýk ég máli mínu með fyrirbæn: Hamingjan gefi Páli presti, frú hans og ööu harðbrjósta fólki, góðsemd Styrgerðar gömlu á Bjólu og núlifandi niðja hennar: Eggerts á Bergþórshvoli. Megi aöt það fólk - eins og Eggert - finna hversu sælt það er að seðja soltna hrafna og aðrar svangar skepnur skaparans! Ort í ágúst 1982 Helgi Hannesson. rásum og þvingunum hefur hiklaust verið beitt ef Sovétmenn hafa talið áhrif sín í þessum löndum í hættu. Hins vegar eru ríki, sem töpuðu í heimsstyrjöldinni og lentu á áhrifa- svæði vesturveldanna. Þessi ríki eru nú frjáls og sum meðal mestu iðnríkja veraldarinnar sbr. Japani og V.-Þýskaland. 3) Uppbygging herja Sovétríkjanna hefur á undanförnum árum verið gífurleg. Athyglisvert er að á tímum SALTI og deténte (slökunarstefnan) hefur aukning herja Varsjárbanda- lagsins verið miklu hraðari en herja Atlantshafsbandalagsins. Sérfræðingar telja her, flota og vígvélar Sovétmanna miklu umfangs- meiri en nauðsynlegt sé þeim til varnar. Á þessu er þó erfitt að henda reiður. 4) Sovétmenn hafa nokkuð markvisst seilst til áhrifa í Afríku og Asíu. Nú horfa Vesturlönd á Afganistan bæt- ast í tölu leppríkjanna. 5) Ýmsir talsmenn kommúnistaríkj- anna hafa sagt skýrt, að herjum þeirra verði hiklaust beitt til þess að koma í veg fyrir að ríki, sem einu sinni er orðið kommúnistískt, breyti stjórnarfari sínu. Á sama tíma er ýmsum aðferðum beitt til að koma kommúnistísku stjórnarfari á í ríkjum sem ekki búa við slíkt stjórnarfar. Það læðist að manni óþægileg tilhugsun. Þessir fimm liðir, sem ég hefi hér dregið saman eru mér nægileg' rök fyrir nauðsyn þess að vestræn lýðræðis- ríki búi við traustar vamir. Áhættan af varnarleysi er einfaldlega of mikil. Auðvitað er eðlilegast að vestræn lýðræðisríki stpfni til samvinnu til að treysta öryggi sitt og varnir. Atlantshafsbandalagið er einmitt slíkt varnarbandalag. Þátttaka íslendinga í Atlantshafsbandalagínu Með tilliti til þess, sem ég hefi sagt hér að framan, finnst mér bæði eðlilegt og sjálfsagt að íslendingar taki þátt í varnarsamvinnu vestrænna þjóða. Segja má, að við leggjum ekki mikið af mörkum í þessu varnarsam- starfi. Við höfum hvorki her né vígvélar. Lega íslands er hins vegar afar mikilvæg hernaðarlega. Þátttaka íslands í varnarbandalaginu er þess vegna mjög mikilvæg fyrir öll hin vestrænu lönd. ísland sem hlekkur í varnarkeðjunni eykur öryggið. íslend- ingar hljóta þannig að leggja sitt af mörkum til þess að verja stjómskipu- lag lýðfrelsis og mannréttinda í eigin landi sem og öðrum vestrænum löndum. Segja má, að við séum hér að „gæta eldsins við ysta haf“. íslendingar geta einfaldlega ekki tekið áhættuna af varnarleysi. íslendingar eiga að taka fullan þátt í starfi Atlantshafsbandalagsins, ekki vera bara jábræður, heldur kynna sér málin og setja fram skoðanir sínar. í því sambandi vil ég benda á eftirfarandi atriði: 1) íslendingar þurfa sjálfir að afla sér þekkingar á sviði her- og öryggismála. Við verðum að eignast okkar sérfræðinga á sviði hermála. Við þurfum að setja á fót sjálfstæða öryggismálastofnun. 2) íslendingar þurfa innan bandalagsins áð taka upp umræður um að þeir taki sjálfir þátt í eftirlits- og öryggisstörf- um í landinu, yfir því og umhverfis það. 3) íslendingar þurfa að þekkja varnar- áætlanir og gera sér fulla grein fyrir stöðu landsins ef til átaka kemur. 4) íslendingar mega aldrei setja fram kröfur um fjárgreiðslur vegna þátt- töku sinnar og framlags í bandalag- inu. Slíkar kröfur jafngilda því að við segðum við bandamenn okkar: „Auðvitað þarf að verja frelsi mannsins, það er okkur nauðsynlegt. Þið eigið að sjá um varnirnar, en við ætlum að græða dálítið á því.“ 5) Framsóknarmenn þurfa að skýra betur það ákvæði í stefnuskrá sinni að ekki skuli vera hér varnarlið á ' friðartímum. Flokknum hefur geng- ið illa að skilgreina hvað hann á við með friðartímum. Auðvitað vildum við geta haldið öllum umsvifum varnarliðsins í lágmarki. Auðvitað væri best að þurfa ekki að hafa hér varnarlið, en menn verða að horfast í augu við raunveruleikann. 6) íslendingar eiga að taka þátt í hermálanefnd NATO. 7) fslendingar eiga að mótmæla þeim áformum að færa kjarnorkuvopnin í vaxandi mæli út í hafið. Vörnum má koma við með ýmsum hætti. Óviðun- andi er fyrir okkur, að meginlöndin treysti öryggi sitt með því að auka hættuna við ísland. 8) fslendingar eiga að mótmæla hug- myndum um að NATO geti orðið fyrst til að nota kjarnorkuvopn. NATO verður fremur að tryggja vamir sínar með hefðbundnum vopnum. 9) fslendingar eiga að leggja áherslu á að tryggt verði að kjarnorkuárás verði ekki svarað með kjarnorkuárás (second strike) fyrr en forystumenn risaveldanna hafa haft samband og Ijóst sé að ekki sé hreinlega um mistök að ræða, t.d. í tölvubúnaði. Atlantshafsbandalagið er samtök frjálsra þjóða. Þátttaka okkar í umræðunni þar er bæði sjálfsögð og eðlileg. Umræðan þar og ákvarðana- taka er með allt öðrum hætti en innan Varsjárbandalagsins, þar sem Sovét- menn hafa töglin og hagldirnar. Það er mikill misskilningur að við séum áhrifalausir. Ef við nennuni að afla okkur þekkingar og taka þátt í störfum bandalagsins, höfum við þar full áhrif. En auðvitað kostar það vinnu og árvekni. íslendingar eru í miðju hildarleiks- ins ef til átaka kemur á N.-Atlants- hafi. Við getum ekki horft hálfsljóum og blundandi augum á aðra ráðskast með öryggi okkar og tilverurétt. Ég er hér á engan hátt að gera lítið úr störfum íslenska sendiráðsins hjá NATO, síður en svo, - heldur er ég að benda á nauðsyn virkari þátttöku og stefnu mörkunar héðan að heiman. fslendingar hljóta að stefna að því * að gera þátttöku sína í Atlantshafs- bandalaginu virkari á næstu árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.