Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 10
10 Wimm MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 Öedlilega miklar hækkanir á ýmsum smávörum ■ Neytandi hafði samband við heimilissíðuna og sagðist hafa verið að kaupa plastpoka til að nota við frystingu. Hann hafði þá séð í sömu versluninni eins plastpoka á kr. 15.15 og á kr. 28.90. Þarna mun hafa verið um að ræða tvær sendingar og hafði verðið því hækkað um 90,7%. Neytandinn sagðist einnig hafa séð kökuform úr bréfi (100 stk. í plastboxi) í búð á 2,75 kr. og í anarri búð á rúmar 36 kr. Þetta fannst neytandanum óeðlilegur verð- munur, sem von er, enda um 1300%. Það er mjög gott þegar neytendur láta sig vöruverð varða og fylgjast með óeðlilegum hækkunum, sem þeir sjá í verslunum. Smávörur eru hækkaðar um margar krónur, þegar ef til vill hefði mátt búast við að hækkunin yrði nokkrir aurar. En því miður virðast aurarnir vera að verða lítils virði. Og óneitanlega eru þær orðnar afkáralegar auglýsingarnar sem dynja á okkur mörgum sinnum á ári um vörurnar á gamla verðinu. En ef neytendur fylgjast vel með vöruverði og láta heyra í sér um það, er ef til vill hægt að sporna að einhverju leyti við óeðlilegum og ónauðsynlegum verðhækkunum. ■ Eftir fremur daufan tíma í fasteigna- sölu í sumar er nú að verða breyting á, að sögn fasteignasala. Það er nokkuð gott framboð á eignum og eftirspurn fer vaxandi. Töluvert af eignum er þó alltaf í óákveðinni sölu, eigendur eru að þreifa fyrir sér með sölu, en ekki ákveðnir, enda sala bundin því að önnur eign fáist í staðinn, sem seljandi er ánægður með. Verð á íbúðum hefur þó ekki hækkað neitt að ráði síðan í sumar, útborganir eru svipaðar og verið hefur eða um 75%. Það er greitt á einu ári. Góðar íbúðir seljast alltaf vel og sumir staðir efu vinsælli en aðrir. í október, nóvember og fram í desember leita margir á fasteigna- markaðinn og einnig eftir áramót fram á vor og þessa mánuði er mest að gera í fasteignaviðskiptum. Verð á fermetra í meðalgóðri íbúð er nú um 11 þús. kr. Erfiðara mun að selja íbúðir með þungum, verðtryggðum lánum. Menn hafa kannske ekkert á móti því að taka kannske eitt, meðal- þungt lán, en ef um verulega há lán er að ræða, er erfiðara að selja íbúðirnar. Lucv Roberts Uz Tuffey Marv Cook ■ „Gerðu okkur unglegri“ sögðu konumar, en hér sjáum við hvemig þær litu út fyrir klippinguna HARQKFRINN Kl IPPTI I IflBlmwlmLlml I\I\ ImLll ■ I I ■ Getur hárskerinn „klippt nokkur ár af útlitinu“, það var það, sem þær vildu reyna þessar sex konur. Þær fóru í hárgreiðslu á vegum ejnsks tímarits og nú átti hárgreiðslufólkið að ráða bæði klippingu og hárgreiðslu eins og því þætti best klæða hverja og eina konu. „Gerðu mig unglegri“. sögðu þær allar við hárskerann og hann lofaði öllu fögru. Hér sjáum við árangurinn: Lucy Roberts, er 55 ára og vinnur á landmælingastofu. (Efst t.v.) Hár henn- ar var sítt, og hún tók það venjulega saman og setti upp í hnakkanum. Hún vildi fá kvöldgreiðslu, og sjáum við á hinni myndinni hvemig hún tekur sig út f taftsilkiblússu með hárið tekið laust út í aðra hliðina. Líklega setur Lucy hárið upp aftur áður en hún fer í vinnuna. Liz Tuffey, 47 ára aðstoðarkona á barnaheimiii. (Efst t.h.) Hún hafði látið dragast að klippa sig og var hár hennar til lítillar prýði fýrir hana. Hárgreiðslan sem hún fékk var fólgin í því að kiippa og jafna hárið, lýsa það svolítið, en gitiða það svo frá andlitinu. Stakka- skiptin eru auðsæ. Hún hefur yngst um mörg ár. Pat Djurovitch, er 38 ára er starfs- mannastjóri hjá stóru fyrirtæki. (Hún er á miðri myndinni) Ennistoppur hennar þótti ailt of þungur og síður. Hárið var síðan klippt og sett létt permanent í það, og léttur toppur var greiddur fram á enni hennar. Yfirbragð Pats er miklu líflegra eftir breytinguna. Mary Cook, 34 ára kennari. (Neðst t.v.) Hár hennar var jafnsítt og slétt, en það var klippt í styttur sett var í það permanent, og síðan var hárið greitt (H)flR AF HÖFDI ÞEIRRA ■ Hér sést árangurinn. Óneitanlega er léttara yfirbragð yfir hópnum, - og þær eru unglegri mjúklega upp, en iátið koma laust fram á ennið. Mjög falleg greiðsla og klæðir Mary vel. Hárskerinn hefur vissulega „klippt nokkur hár“ af höfði hennar. Mary Hastie, 50 ára ritari á sjúkra- húsi, (er fremst í miðju á myndunum.) Hún var með mikið og sítt hár - of þunglamaleg greiðsla sagði hárgreiðslu- meistarinn, og klippti hár hennar í styttur og sett var í það Ijósbrúnt skol. Hárið var svo greitt í ioftmikla greiðslu með léttum toppi fram á enni. Mikil breyting til hins betra. Helen Doughty, 35 ára einkaritari, er fremst til hægri á myndinni. Hún hafði sítt og þykkt hár, en með styttum, sem voru að vaxa niður. Hárið var klippt í klæðjlega greiðslu og permanenterað, en síðan greitt í léttar krullur. Nú skuluð þið sjáif skoða myndirnar og dæma hvort hárskerinn hefur ekki „klippt nokkur hár af dömunum", eins og hann sagðist upphaflcga ætla sér. Ráðleggingar hárgreiðslumeistarans • Ertu til í að breyta um hárgreiðslu? Ekkert gerir konu eins ellilega og að hafa hárgreiðslu sem er gamaldags og stíf. Ekki nota of mikið hárlakk, hárið á að vera lifandi og hreyfast. • Láttu klippa hárið' í styttur. Hár sem er jafnsítt virðist þyngra og gerir andlitið eldra, þótt það geti verið fallegt á ungum stúlkum. Eftir fertugt má gera ráð fyrir að það klæði konur ekki vel að hafa jafnsítt hár. • Gott cr fyrir fullorðnar konur að greiða hárið svolítið upp á við, því það lyftir andlitssvipnum. Það er klæðilegt að hafa hárið líflegt uppi á höfðinu, helst með permanenti og bursta það upp frá andlitinu, og nota lagningavökva og lakka aðeins yfir hárið eftir greiðslu. • Smákrullað hár er fallegt við unglegt andlit, en það klæðir miðaldra konur betur að hafa mýkri hárgreiðslu. • Mjög sítt hár dregur andlitsdrættina niður á við, og það þola fæstar konur. Ekki nema bestu fyrirsætuandlit þola að láta greiða hárið strammt frá andlitinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.