Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 12
16 1X2 1X2 1X2 6. leikvika - leikir 2. okt. 1982 Vinningsröð:2 XX — 1X1—111 — 111 1. vinningur: 12 réttir - kr. 100.950.- 5565(1/12,1/11) 13260 2. vinningur: 11 réttir - kr. 3.328.00 1040 5585 14954+ 60348 80401+ 94447 1042 10312+ 19448 67067 93269 94449 1150 14859 21021+ 73856+ 93481 95994 3416 14922+ 60337 74239 94355 66482(2/11)+ Kærufrestur er til 25. október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) veröa að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar til Getrauna um nafn og heimilisfang fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinnl - REYKJAVÍK Aðalfundur Handprjónasambands íslands veröur haldinn laugardaginn 16. október 1982 kl. 2. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning stjórnar. Önnur mál. Mætiö vel og sýnið félagsskírteini viö innganginn. Nánari upplýsingar í fundarboði og í versluninni Skólavöröustíg 19. Stjórnin. ■I < l.í«8» MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1982 6 atvinnumenn með f írlandi fslendingar leika gegn írum í Dublin ! ■ „Við erum að ganga frá málum varðandi valið á landsliðinu gegn írum“, sagði Jóhannes Atlason er Tíminn leitaði fregna um hverjir af íslensku atvinnumönnunum gætu tekið þátt í Evrópuieiknum gegn írlandi 13. októ- ber n.k. Leikið verður ytra. „Það er ljóst að Ásgeir Sigurvinsson mun ekki leika með. Hann á við meiðsli að stríða. Karl Þórðarson hefur beðist undan að leika vegna áskorana frá félögum sínum í Laval, en leikmenn liðsins eiga við mikil meiðsli að stríða. Þá mun Janus Guðlaugsson ekki heldur leika með vegna meiðsia. Mestar líkur ; eru á að hinir strákarnir séu lausir og muni verða með.“ „Annars er staðan að breytast ansi i mikið hjá okkur. Hér áður fyrr var ! spurning hvort strákamir sem voru erlendis kæmu að leika með landsliðinu, ! en nú er það spuming hverja þeirra eigi i að velja. En það verða að öllum líkindum 6-7 leikmenn erlendis frá með gegn írum, en hinir 9 eða 10 eru strákar sem leikið hafa hér heima í surnar." Samkvæmt þessu er óhætt að draga þá ályktun, að Arnór Guðjohnsen, Láras Guðmundsson, Sævar Jónsson, Atli Eðvaldsson, Pétur Pétursson og Pétur Ormslev verði í liði íslands gegn írlandi. Þetta er óneitanlega sterkur hópur, enda þótt þrjá góða vanti eins og fyrr er sagt. Líklega verður liðið ekki ósvipað því sem mætti Hollendingum hér heima og náði mjög góðum árangri. Af íslensku leikmönnunum sem leika með liðum hér á landi má ætla, að Þorsteinn og Guðmundur verði mark- menn liðsins, þó gæti svo farið að Ögmundur Kristinsson Víkingur tæki sæti Guðmundar, Viðar, Marteinn, Ómar Torfason, Sigurður Grétarsson, Ragnar Margeirsson, Örn Óskarsson, Sigurður Lárasson verða einnig f liðshópnum ef að líkum lætur. En það mun væntanlega koma í ljós er landsliðið verður tilkynnt á morgun. sh Atu Lovaldsson mun að oUum ukindum leika með gegn Irum. Unglingalandsleikur í Laugardal klukkan 17.00 ■ f dag klukkan 17.00 leika unglinga- landslið íslands og írlands í Evrópu- keppni unglingalandsliða á Valbjarnar- velli í Laugardal. Liðin eru skipuð leikmönnum á aldrinum 16-18 ára og hafa íslendingar verið meðal þátt- takenda í þessari keppni um árabil og oft náð góðum árangri. 1973 náðu þeir þó hvað bestum árangri er þeir Iéku í úrslitakeppninni á ftalíu og stóðu sig með miklum sóma. Meðal leikmanna þar voru burðarásar íslenska A-lands- liðsins undanfarin ár og má þar nefna Janus Guðlaugsson, Ásgeir Sigurvins- son og Gísla Torfason. Lið fslands sem leikur í dag er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Friðrik Friðriksson,..........Fram Birkir Kristinsson,.............ÍBV Aðrir leikmenn: Engilbert Jóhannesson Guðni Bergsson . . . Halldór Áskelsson . . Hlynur Stefánsson . . Ingvar Guðmundsson Jón Sveinsson....... Magnús Magnússon . Ólafur Þórðarson . . Pétur Arnþórsson . . Sigurður Jónsson . . . Snævar Hreinsson . . . . ÍA . Val . . ÍA . ÍBV . Val Fram UBK . . ÍA Þrótti . . ÍA . Val Stefán Pétursson .... KR um Steindór Elíasson . . . UBK Steingrímur Birgisson . . . . .... KA Örn Valdimarsson . . . Fylki , í þessu liði eru nokkrir leikmenn sem leikið hafa í 1. deild og aðrir sem enn hafa ekki fengið tækifæri, en þess er ekki langt að bíða að þeir verði fastir leikmenn með sínum félögum. Þekktast- ir eru Sigurður Jónsson ÍA, Hlynur Stefánsson ÍBV og Friðrik Friðriksson Fram, en sá síðastnefndi lék í márki Fram í fyrri leik liðsins gegn Shamrock Rovers í Evrópukeppni félagsliða. Sigurður er mjög ungur en samt sem áður vel þekktur leikmaður og einnig er sérstök ástæða til að nefna Snævar Hreinsson sem er gífurlega efniíegur leikmaður, hefur mikla burði og hæfni, en er aðeins 16 ára gamall. Þeir tveir, eins og raunar allir þeir sem liðið skipa eiga án efa eftir að gera garðinn frægan á knattspyrnuvellinum. Þjálfari liðsins er hinn farsæli þjálfari Víðis úr Garði Hilmar Hafsteinsson og sá hann um val ljðsins. Leikinn dæmir dómari frá Englandi Midgley að nafni, en á línunni verða Magnús V. Pétursson og Baldur Schev- ing. sh ■ Sigurður Jónsson. Hann mun leika með gegn unglingaliði íra. Iþröttir i- ^ Sigurður með gegn írlandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.