Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 13
IR-INGAR ERU NEDSTIR Töpuðu stórt gegn Fram í 1. deild í handbolta 31:22 ■ Bæði lið Fram og ÍR voru án stiga fyrir leik liðanna í 1. deild í handknattleik í gærkvöldi. Þó benti fátt eitt til að þetta væru lið af svipuðum gæðaflokki, til þess voru yfirburðir Fram of miklir. ÍR-ingamir héldu í við þá framan af fyrri hálfleik, en þá sigur Framarar hægt og hægt fram úr og í lok ■ Badmintonfélag Akraness efndi til minningarmóts um Atla Þór Helgason um síðustu helgi. Þetta er í annað sinn sem mót þetta fer fram, en Atli lést af slysförum haustið 1980. Það var Kiwan- isklúbburinn Þyrill sem gaf farandgripi sem keppt er um á mótinu og er stefnt að þvf að mótið verði árlegur við- burður. Bestu badmintonleikarar landsins tóku þátt í keppninni á Akranesi og voru allir leikir háðir á laugardiig nema úrslitaleikir sem fram fóru á sunnudag. 1 einliðaleik karla léku þeir Broddi Kristjánsson TBR og Víðir Bragason í A til úrslita. Broddi sigraði með 15-3 og 15-7. Víðir lenti í mun harðari keppni í fyrri umferðunum, en komst klakklaust í úrslitin, þar sem hann tapaði fyrir Brodda. í einliðaleik kvenna sigraði Kristín leiksins var munurinn 9 mörk. ÍR-ingar byrjuðu nokkuð vel og héldu í við Fram, þar til staðan var 8-8, en þá tóku Framarar fjörkipp og skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 12-8. Staðan í hálfleik var svo 15-10 fyrir Fram. { síðari hálfleiknum juku Framarar Magnúsdóttir TBR Þórdísi Edwald. Hún tapaði reyndar einni lotu 8-11, en vann hins vegar tvær 11-2 og 12-9. í tvíliðaleik karla sigruðu Víðir Bragason og Sigfús Ægir Árnason TBR þá Brodda og Guðmund Adolfsson í úrslitum. 17-4,9-15 og 15-4 urðu úrslitin í lotunum. Þær Kristínamar Magnúsdóttir og Kristjánsdóttir sigruðu svo í tvíliðaleik kvenna og léku gegn Þórdísi Edwald og Ingu Kjartansdóttur í úrslitum. Úrslita- leikjunum lauk 15-9 og 15-2. Kristín Magnúsdóttir og Broddi sigr- uðu svo í tvenndarkeppninni. Þau léku gegn Sigfúsi Ægi og Vildísi Guðmunds- dóttur KR. Allir sigurvegararl í tvíliðaleik á mótinu fengu ulíarjakka frá Akraprjón og eru það meðal veglegustu verðlauna í badminton á íslandi. sj, smám saman við forystuna og á tímabili var hún tíu mörk, en t leikslok munaði 9 mörkum á þessum tveimur liðum, sem eru í botnbaráttunni í 1. deild sem stendur. Lokatölur urðu 31-22. Ástæða er til að ætla að Framliðið komi til með að spjara sig í vetur. Þeir hafa á að skipa mörgum mjög góðum leikmönnum og enn er Gunnar Gunnarsson ekki farinn að leika með þeim, en hann kemur áreiðanlega til með að styrkja þá verulega. Það má segja að þeir Dagur Jónasson og Hannes Leifsson hafi skipt leiknum á milli sín í markaskorununni. Dagur var í miklum ham framan af, en er líða tók á leikinn dofnaði yfir honum, en þá kom Hannes sterkur út og skoraði hvert markið á fætur öðru. ÍR-liðið er ósköp dapurlegt um þessar mundir. Þó er það skömminni skárra en í fyrsta leiknum, en mikið vantar á að það geti talist vera frambærilegt 1. deildarlið. Varnarleikurinn er nánast enginn og alltof lítil ógnun í sóknarleiknum. Það vakti líka athygli, ■ Guðjón Marteinsson var mark- ahæstur ÍR-inga í gær. En það dugði skammt og hætt er við að veturinn reynist þeim erfiður í 1. deild. ■ James Bett, sem leikið hefur með Val og fór síðan til Belgíu leikur nú með Glasgow Rangers í Skotlandi. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Skotland í mars síðastliðnum gegn Hollendingum og þótti þá standa sig vel. Þess vegna hefur Jock Stein stjóri Skota valið hann að nýju í landsliðshópinn fyrir leik Skota gegn Austur-Þjóðverjum. Enginn vafi leikur á að Bett á eftir að standa sig vel með skoska landsliðinu. Hann býr yfir ■ Bókaútgáfan Öm og Örlygur hf. hefur gefið út bókina“ HM á Spáni 1982 - og saga heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu" eftir Sigmund Ó. Steinars- son blaðamann. Eins og nafn bókarinn- ar ber með sér fjallar hún um heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu allt frá því að hún fór fyrst fram í Uruguay árið 1930 til keppninnar sem fram fór á Spáni s.l. sumar. Fyrsti kafli bókarinnar fjallar um þátttöku íslendinga í heimsmeistara- keppninni í knattspymu en íslendingar hafa fjórum sinnum tekið þátt í undankeppninni, 1958, 1974 og 1982. Sagt er frá leikjum íslendinga í keppninni og birtar fjölmargar myndir úr þeim. Saga heimsmeistarakeppninnar er síðan rakin í bókinni og sagt frá mörgum eftirminnilegum leikjum og leikmönn- um í keppninni. Koma þar fjölmargir eftirminnilegir kappar við sögu, svo sem Pele, Garrincha, Eusebio, Gerd Muller og Kempes. í bókinni er síðan ítarlega fjallað um heimsmeistarakeppnina á Spáni s.l. sumar. Sagt er frá öllum leikjum í keppninni og ýmsum atvikum, auk þess sem fjallað er Um frægustu leikmenn keppninnar. Formála bókarinnar skrifar einn af þeim leikmönum sem voru í eldlínunni á Spáni í sumar, Englendingurinn Bryan Robson sem er einn dýrasti leikmaður ensku knattspymunnar. Segir hann m.a. svo í formálsorðum sínum: „Ég vil að lokum geta þess að það er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að þeir hafa ekki einu sinni á að skipa fullu liði, aðeins tveir menn sátu á bekknum og þeir höfðu aðeins einn markvörð, þar sem Júníus Guðjónsson var ekki með vegna meiðsla. Bestur í ÍR-liðinu var Guðjón Marteinsson og þá átti Þórarinn Tyrfingsson góða spretti og skoraði nokkur mörk með hörkuskotum utan af velli. Þá varði Guðjón Hauksson ágætlega í markinu hjá þeim, einkum ef tekið er tillit til vamarleiksins, sem var með því slappara sem sést hefur. Hjá Fram var Dagur góður í fyrri hálfleiknum og Hannes sýndi sitt rétta andlit í þeim síðari. Einhvem veginn hef ég það á tilfinningunni að Dagur og Egill geti mun meira en þeir sýna í leikjum og þeir mættuað ósekju reyna meiraupp á sitt einsdæmi. Þeir búa yfir miklum skotkrafti, sem þeir nýta alls ekki nógu vel. MörkFram: Hannes Leifsson 8, Dagur Jónasson 7, Sigurður Svavarsson, Erlendur Davfðsson, Jón Ámi Rúnars- son og Hermann Bjömsson 3 hver, Egill Jóhannesson tvö, Viðar Birgisson og Hinrik Ólafsson eitt mark hvor. ÍR: Guðjón Marteinsson 8, Þórarinn Tyrfingsson 7, Einar Valdimarsson og Andrés Gunnlaugsson 2 hvor, Ólafur Atli Þorvaldsson og Björn Björnsson eitt hvor. sh miklum hæfileikum og það er honum áreiðanlega ánægjuefni að fá að leika við hlið Graeme Souness og Strachanan á miðjunni í skoska landsliðinu. Athyglisvert er, að Kenny Dalglish er ékki í hópnum sem valinn hefur verið og em margir þeirrar skoðunar, að tekið sé að halla undan fæti fyrir þessum frækna kappa með Liverpool og skoska landsliðinu. að rita formála í bók um HM og þá sérstaklega um fyrstu heimsmeistara- keppnina, sem ég tek þátt í. Bækur um HM, þar sem finna má úrslit frá leikjum í HM frá upphafi, umsagnir um helstu leiki og atburði, em ómetanlegar fyrir knattspyrnuunnendur. Ég hef lesið margar bækur um HM og hef alltaf haft gaman af. Ég vona að þið lesendur góðir, eigið eftir að njóta sömu ánægju.“ Bókin „HM á Spáni 1982 - og saga heimsmeistarakeppninnar í knatt- spymu“ er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar, en bókband annaðist Arnarfell hf. Höfundurinn, Sigmundur Ó. Stein- arsson hannaði bókina sem prýdd er miklum fjölda mynda. Ágúst valinn sá besti ■ Ágúst Már Jónsson var kjörinn leikmaður ársins af áhorfendum á 1. deildarieikjum KR í sumar. Úrslitin voru tilkynnt á „uppskeruhátíð" sem knattspymudeild KR ebdi til á Broadway síðastliðmn sunnudag. Ágúst er vel að þessari vegsemd kominn. Hann lék vel í leikjum KR-liðsms í sumar og átti verulegan þátt í velgengni þess, en KR varð eins og kunnugt er í 3. sæti í 1. deild. Yngri flokkar félagsins náðu emnig góðum árangri og þeir komust allir í úrslit á Islandsmótinu, enda þótt sigur ynnist ekki í nemum flokki. KR-ingar hafa kappkostað að hafa góða þjálfara fyrir yngri flokkana mörg undanfarin ár og þeir uppskera án efa árangur þess starfs áður en langt um h'ður. sh Blakið í gang ■ Blakmenn eru um þessar mundir að hefja keppnistímabU sitt. Reykja- víkurmótið hefst í kvöld og verður leikið í íþróttahúsi Hagaskóla. Keppnin hefst klukkan 18.30 með leik Þróttar og Breiðabliks. Klukkan 20.00 leika síðan Þróttur og Víkmgur og loks leika Fram og IS klukkan 21.30. Það er athyglisvert að Breiða- blik skuli taka þátt í Reykjavíkur- móti í blaki, en greinilegt er, að Reykjavikurfélögm hafa séð ástæðu til að taka sína næstu nágranna með í keppnina. Þegar fram fer blakleikur hefur eitt lið umsjón. Það hefur í för með sér að lið sem hefur umsjón þarf að leggja fram tvo dómara, 2 línuverði, 1 ritara, 1 töflumann og 2 bolta- menn. Mikið starfsfólk í kringum blaldeikina. 30. október hefst síðan íslands- mótið í blaki í 1. deild. En um helgina 23. og 24. október gengst Blaksambandið fyrir afmælismóti í tilefni 10 ára afmælis sambandsins, en það var stofnað 11. nóvember 1972. Það verður hraðmót og leikið á tveimur dögum. Það mót verður leikið í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans. -sh Blisset í landslidið ■ Luther Blisset sóknarleikmaður- inn skæði hjá Watford hefur nú verið valinn í enska landsliðshópinn í knattspyrnu. Auk hans hafa þrír' aðrir nýliðar verið valdir, þeir Gary Mabbutt, Tottenham, Mark Chamb- erlain, Stoke og félagi Blisset hjá Watford John Barnes. Þeir munu leika gegn Vestur-Þjóðverjum vináttulandsleik í næstu viku, nánar tiltekið 13. október, eða sama dag og ísland mætir írum í Evrópu- keppninni. sh írar mjög snjallir ■ írska landsliðið í knattspyrnu hefur á að sldpa mörgum snjöllum leikmönnum. Þcir hufa flestir gert garðmn frægan í Englandi og má í því sambandi nefna skærustu stjörnu Liverpool nm þessar mundir Ronnie Wheelan, Frank Stapleton hjá Manchester United, Mark Lawren- son frá Liveipool og Tony Galvin Tottenham. AUt eru þetta snjaUir leikmenn, en líkur eru á, að einn sterkasti leikmaður Íra Liam Brady, sem leikur ásamt Trevor Francis með Sampadoria á Ítah'u geti ekki leikið gegn íslendingum og er þar skarð fyrir skildi í Uðbu. En vist er að við ramman reip er að draga fyrir Islendmga, en við skulum ekki gleyma þvi, að ísland náði verðskuld- uðu jafntefli gegn Wales um þetta leyti í fyrrahaust og því er aldrei að vita nema að vel gangi. Sú hebr oft verið raunin þegar fólk hebr átt von á skeU, að vel hefur gengið. ■ Á myndinni eru þeir sem hlutu lopaflíkur í verðlaun á Akranesi. Frá vmstri: Kristín Magnúsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Sigbs Ægir Ámason, Víðir Bragason og VUdís Guðmundsdóttir. Broddi vann í einlidaleik Á badmintonmóti á Akranesi Bett í skoska landsliðið Bók um HM í knattspyrnu Eftir Sigmund O. Steinarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.