Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.10.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEE»? Skemmuvegi 20 • Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7-80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land ,allt Ábyrgð á.öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag 'oab di labriel KÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armúla 24 Sfmi 36510 MIÐVIKUDAGUR 6. OKT 1982 Eigendur Eignavals ásamt vídeótækjunum, þeir Bjarni Jónsson, Grétar Haraldsson og Eggert Magnússon. Tímamynd Róbert AHUGI FYRIR ÞESSU ER TVÍMÆLAiAUST MIKILL — segir Eggert Magnússon, einn eigenda Eignavals ■ „Áhugi fyrír þessu er tvímæla- laust mikill hjá viðskiptavinum okkar, við höfum veríð með þetta lengi í bígerð en þótt svo upplagt að drífa í þessu um leið og við flyttum í nýtt húsnæði“, sagði Eggert Magnússon einn eigenda fasteignasölunnar Eignavals í sam- tali við Tímann en Eignaval hefur tekið vídeótæknina í sína þjónustu og býður nú fólki upp á að skoða vídeómyndir af þeim húseignum sem fyrírtækið hefur á söluskrá. dropar „Við höfum lagt á það aðal- áherslu fyrsta kastið að sýna húseignirnar að utan og Iýsa nánasta umhverfi þeirra um leið og íbúðinni sjálfri er lýst en enn sem komið er erum við að þreifa okkur áfram með þetta og hefur vídeófyrirtækið ísmynd liðsinnt okkur með fyrsta efnið“. Eggert sagði ennfremur að hann ætti von á. að vídeóið kæmi til með að hafa töluverð áhrif í þessum viðskiptum. Hann áleit þetta vera tímasparnað fyrir bæði kaupendur og seljendur, fyrirtækið sparaði í auglýsingakostnaði og þetta væri mjög þægilegt að öllu leyti fyrir báða aðila, kaupendur og selj- endur, t.d. þyrftu kaupendur ekki að hafa fyrir því að koma á staðinn í eign sem þeir hefðu svo kannski ekki áhuga á að kaupa. Sem fyrr segir er Eignaval nú flutt í nýtt húsnæði, að Laugavegi 18 og þar er aðstaða fyrir væntanlega viðskiptavini til að skoða vídeómyndirnar. Hvað framtíðina varðaði sagði Eggert að þeir eigendurnir væru bjartsýnir en enn ætti eftir að koma reynsla á þessa þjönustu og yrði tíminn að skera úr um hvernig til tækis. Meðeigendur Eggerts að Eigna- vali eru þeir Bjarni Jónsson og Grétar Haraldsson. -FRI fréttir Hætt við að selja Ikarus ■ „Borgarráð samþykkti að taka ekki þeim tilboð- um sem bárust í Ikarus- vagnana, vegna þess að þau væru of lág. Hins vegar var lögð fram að nýju samþykkt stjómar SVR, í fyrsta lagi að tilboðin væru allt of lág - um 1/4 af kaupverði í 4-5 mánaða gamla vagna - og í öðru lagi að vagnarnir hentuðu ekki sem strætis- vagnar. Það var því niður- staðan í borgarráði að kanna hvort hægt verði að nota þessa vagna einhvers- staðar í borgarkerfinu þar sem ekki þarf að reyna eins mikið á þá eins og á leiðum SVR“, sagði Davíð Odds- son, borgarstjóri í gær- kvöldi, spurður hvort Reykjavíkurborg hafi í gær hætt við að selja nefnda strætisvagna. Davíð var þá spurður hvort það að hætta við að selja vagnana sé ekki brot á kosningaloforði núver- andi meirihluta. „Nei, þessir vagnar eru teknir úr umferð hjá SVR. Það er leitað eftir sölu. En það er auðvitað ekki við það ráðið ef ekki nokkur maður vill kaupa þá“. - HEI Blaðburðarbörn óskastj Tímann vantar ' fólk til blaðburðar, í eftirtalin hverfi: Austurbrún Kambsvegur Sporöagrunn Selvogsgrunn ^mritm sími: 86300 „Ráðlagt að mæta ódrukkið“ ■ íslenskir námsmenn erlendis rcyna eftir megni að halda hópinn, og sjálfsagt stendur félagslíf slíkra óvíða í meira blóma en í kóngsins Kaupmannahöfn, enda hafa þeir Hús Jóns Sigurðssonar að einhverju leyti til ráðstöfunar undir starfsemi sína. Um nxstu helgi verður hið árlega Rússagildi FIKN (Félag íslenskra námsmanna í Kaup- mannahöfn) haldið með pomp og pragt. Nokkurt orð fer af slíkum veislum, enda mjöður- inn ekki langt undan þegar landinn skemmtir sér. I ár stendur til að breyta nokkuð sniði hátíðarinnar. I frétta- bréfi til námsmanna segir svo frá þessu: „En róleg, róleg, verið ekki að bjóða hverju öðru í partý fyrir samkomuna, þvi hún verður með breyttu sniði frá því sem áður var og mun nú byrja kl. 18 og er fólki ráðlagt að mæta ódrukkið." Hvers á Gylfi að gjalda? ■ Guömundur Ámi Stefáns- son ritaði fróðlegan leiðara i Alþýðublaðið í gær um vitur- legar ráðleggingar Gylfa Þ. Gíslasonar í sjónvarpsþætti í síðustu viku með öldnum stjórnmálamönnum. En hves á Gylfi að gjalda spyrja Dropar? I upphafi leiðarans segir: Sérstaka athygli vakti svar Gylfa við spurningunni um framtíðarhorfur íslensku þjóð- arinnar. Gylfi sagðist ekki vilja ýta undir svartsýni á framtíð- ina, þótt hann drægi ekki dul á, að alvarlegar horfur væm framundan. Ástandið væri þannig, að hagvöxtur hefði stöðvast greiðsluhalli væri mikill við útlönd og verð- bólgan í hástigi. Á þessum alvarlegu vandamálum þyrfti að taka á af festu, til að snúa vöm í sókn.“ Síðar í lciðaranum segir: Gylfi Þ. Gíslason sat í ráð- herrastóli í 15 ár samfleytt - frá 1956-1971. Verk hans á þessum tima t.a.m. á sviði - viðskipta- og menningarmála hafa sett sterk svip á þjóð- félagsgerð nútímans og munu gera það um ókomna tíð.“ Heitir þetta ekki að verða tvísaga? Það skyldi þó aldrei vera að hinn sterki svipur sem Gylfi hefur sett á þjóðfélagsgerð nútímans séu einmitt þau vandamál sem nú em efst á baugi? Krummi ... ...heyrir að Trausti muni hafa áhyggjur..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.