Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 1
Slysagildrur í Reykjavík og nágrenni — bls. 10-11 TRAUSTOG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 7. okt. 1982 228. tbl. - 66. árgangur tamúla 15 - Pósthólf 370 Reykjavík - Ritstjórn 86300 - Auglýslr Kvikmynda- hornid: > Slags- mál — bls. 19 Slátur- tíðin Útsvarið skilar sér illa til Reykjavíkurborgar: INNHEIMTA GJALDA NÚ DREGIST SAMAN UM — Yfirdrátturinn hjá Landsbankanum orðinn 94 milljónir kr- ¦ Reykjavíkurborg vantar nú um 46 milijónir króna í innheimtum tekjum miðað við innheimtuáætlun, sem byggð er á reynslu síðasta árs samkvæmt upplýsingum Bjöms Frið- finnssonar, fjármálastjóra Reykjavflc- urborgar. Um siðnstu mánaðamót var borgin í 94 miUjóna króna yfirdráttar- skuld við Landsbankann, en þess má geta að samsvarandi upphæð var 16 millj. króna um síðustu áramót. Þessa: lélegu stöðu kenndi Björn meðal annars því að innheimta opinberra gjalda það sem af er þessu ári hafi rýrnað um 7% miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirframgreiðslur innheimtust nokkuð eðlilega, en í ágúst og september hafa skil versnað verulega. Ástæður þess telur Björn m.a. þá að lögum um dráttarvexti hefur verið breytt, þannig að nú fellur ekki lengur öll skuldin í gjalddagá þótt greiðsla eins mánaðar dragist. Einnig segir dugnaður manna við fjárfestingar undanfarna mánuði Kkiega til sín í Gjaldheimtunm.• Varðandi yfirdráttarskuldina við Landsbankann segir hann stöðuna nú m.a. verri vegna þess að svo hittist á' um síðustu mánaðamót að 1. okt. var á föstudegi þannig að saman fóru viku - og mánaðarkaupgreiðslur. - HEI Úttekt á f jár- hagsstödu borgarinnar liggur fyrir: UMÞÆR — segir Davíð . Oddsson, borgarstjóri ¦ „Það eru einir tveir dagar síðan mér voru kynntar þessar niðurstöður og ég vil ekkert um þær segja opinberlega fyrr en þær hafa verið lagðar fyrir borgarráð," sagði Davið' Oddsson, borgarstjóri, þegar Tíminn spurði hann hvað komið hefði fram við úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar, sem endurskoðunarskrifstofa Ólafs Nílssonar lauk fyrir skömmu. Davíð hyggst leggja niðurstöðumar fyrir fund borgarráðs n.k. þriðjudag. „Þá verður Sigurjón Pétursson ^ðal- talsmaður fyrrverandi meirihluta, kominn heim frá ítjöndum. Að mínu mati, á það fyrst og fremst að koma í hans hlut að svara fyrir niðurstöðurnar •og því finnst mér rétt að bíða hans," ¦ sagði borgarstjórinn. f -Sjó,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.