Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 3
KaiiMii' Stjómmálaviðhorfið og efnahagsmálin Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 7. okt. kl. 20.30 að Hótel Heklu (fundarsal). Guðmundur G. Þórarinsson heldur framsögu. Allir velkomnir Ekið á sjö ára dreng ■ Sjö ára drengur varð fyrir bíl á gangbraut á Miklubrautinni, móts við Stakkahlíð, á níunda tímamun í gærmorgun. Drengurinn var ásamt nokkrum skólafclögum sínum á Icið yfir götuna. Var hann aftastur t röð skólafélaganna og mun hann hafa verið á rauðu ljósi þegar hann varð fyrir bílnum. Nýi sjúkrabíllinn, með lækni i’nnan- borðs, kom á vettvang. Læknirinn skoðaði drenginn. Ekki reyndist hann mikið slasaður og fékk hann að fara heim eftir skoðun. - Sjó. Jeppinn fundinn ■ Willys-jeppinn, sem stolið var þcgar brotist var inn í bílaverkstæðið Lúkas við Síðumúla um helgina, fannst síðdegis í gær. Jeppinn var á bílastæði við Seljugerði í Reykjavík. Þjófurinn er ófundinn. - Sjó. ""mmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Heimsmeist- aramótid f tvímenning I bridge: íslendingar úr leik Frá Guðmundi liermannssyni, frétta- ritara Tímans á heimsmeistaramótinu í brigde í Frakklandi: ■ íslensku pörin sem þátt tóku í tvímenningskeppninni á heims- meistaramótinu í bridgc, sem fram fer í Biarristz í Frakklandi, sóttu ekki gull í greipar andstæðinga sinna. Bæði pörin, Ólafur Lárusson og Hermann Lárusson og Jakob R. Möllcr og Guðmundur Hermannsson eru úr leik og komust því ekki áfram í keppninni. Alls hófu 360 pör tvímennings- keppnina og var keppnin mjög jöfn og spennandi. 220 pör komust áfram í undanúrslit og er nú vcrið að keppa . um það hvaða 40 pör komast áfram í , úrslitakeppnina scm fram fer á föstudag og laugardag. Keppni cr lokið í blönduðum flokki, þar sem karl og kona spila saman, og urðu úrslit þau að Gordon og ' Mittclman frá Kanada báru sigur úr býtum. Á sunnudag byrjar útslátta- kcppni svcita á heimsmeistaramótinu og vcrða íslendingarnir þar meðal keppenda. Keppnin mun standa út næstu viku. - ESE Alþýdublaðið og Helgarpósturirm flytja í ný húsakynni ásamt Alþýðuprentsmiðjunni ■ Nýtt síðdegisblað mun væntanlega líta dagsins Ijós um miðjan næsta mánuð. Sam- kvæmt heimildum Tímans eru það menn tengdir Alþýðuflokkn- um sem standa að þessari blaðaútgáfu, en um 50 fýrirtæki hafa heitið að auglýsa í blaðinu næstu 18 mánuði og verður það fé sem þannig kemur inn, jafnframt hlutafé viðkomandi aðila í hinu nýja blaði. Að undanförnu hafa staðið yfir þreifingar um ráðningar starfsmanna á blaðið, en talið er að ákvörðun um blaðaútgáfuna nú standi m.a. í tengslum við breytingar á starfsemi Alþýðublaðs- ins og Helgarpóstsins. Þessi blöð flytja senn í nýtt leiguhúsnæði að Ármúla 38, þar sem blöðin munu hafa til afnota tvær hæðir, samtals um 800 fermetra, ásamt Alþýðuprentsmiðjunni sem verið hefur til húsa að Vitastíg. Auk þessa hefur Alþýðublaðið fest kaup á nýjum fullkomnum setningatækjum frá Heimilistækjum og verða þau afhent einhvern tímann fyrir áramót, sam- kvæmt upplýsingum Jóhannesar Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Al- þýðublaðsins. Jóhannes staðfesti framangreindar upplýsingar um flutning blaðanna og sagði að Alþýðublaðið og Helgarpósturinn myndu væntanlega hefja sína eigin setningu eftir áramótin, en fram að þeim tíma verður setningin í höndum Þjóðviljans. Ekki sagðist Jóhannes Guðmundsson kannast neitt við áform um síðdegisútgáfu, hvorki á vegum Alþýðublaðsins né annarra. - Það hefur engin ákvörðun verið tekin um aðild Álþýðuflokksins að útgáfu síðdegisblaðs, sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins í samtali við Tímann er hann var spurður hvort flokkurinn tengdist hinu nýja blaði. Sagðist Kjartan að öðru leyti ekkert þekkja til þessa máls. - ESE ■ Ármúli 38. - Hingað flytjast Alþýðublaðið, Helgarpósturinn og Alþýðuprentsmiðjan. Hvort nýja síðdegisblaðið verður þar einnig undir þaki er ekki vitað. Tímamynd Ella *j5í. „v. 5MOT- Kaupmenn—kaupfélög. Heildsölubirgðir fyrir- liggjandi: Rifflar, haglabyssur, skotfæri, byssu- pokar, byssuólar og -festingar, hreinsisett, heyrnarhlífar og kíkjar. Sími 24020 Harrington & Richardson, Mossberg, Winchester, Weaver, Weather Shield. I.GUÐMUNDSSON & CO. HF NÝTT SIDDEGISBLAD UM MHIIAN NÓVEMBER? Ekið á 12 ára stúlku ■ Tólf ára gömul stúlka var flutt á slysadeild Borgarsjúkrahússins eftir að' hún varð fyrir bíl á Hafnafjarðarvegi, rétt sunnan við bæjarmörk Kópavogs og Reykjavíkur laust eftir hádegið í gær. Stúlkan teymdi reiðhjól sitt austur yfir Hafnafjarðarveginn. Bíll á hægri ak.rein nam staðar svo hún kæmist yfir, en bíl sem ekið var í sömu átt á vinstri akrein lunti á stúlkunni; ökumaðurinn sá ekki til hennar. Stúlkan var í skoðun á slysadeildinni eitthvað fram eftir degi en að sögn lögreglunnar í Kópavogi eru meiðsl hennar ekki mikil. - Sjó. ■ Tólf ára stúlka sem teymdi hjól sitt yfir götuna varð fyrir bíl. Stúlkan er ekki alvarlega slösuð. Tímamynd Sverrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.