Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 WÍWXWH Rádstefna alþjóðasamtaka frjálslyndra og framsóknarmanna: Fróðlegar um- ræður um stöðu rfkja við norðan- vert Atlantshaf í flokka eftir efni þeirra. Efnahagsgrund- völlur fiskveiðiþjóða í Norður-Atlants- hafi. Fyrirlestrar voru haldnir um öryggismál, um hemaðaruppbyggingu . vestrænna og austrænna ríkja á svæðinu, um takmörkun vígbúnaðar. Fyrirlestur var um samskipti Norður-Atlantshafs- þjóða við Efnahagsbandalag Evrópu og tveir fyrirlestrar um hafréttarmál eftir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. íslendingar lögðu til tvo fyrirlesara á ráðstefnunni. Steingrímur Hermanns- son sjávarútvegsráðherra talaði um efnahagsgrundvöll fiskveiðiþjóða og Guðmundur Eiríksson sérfræðingur í þjóðarrétti í utanríkisráðuneytinu flutti fyrirlestur um hafréttarmál. Aðrir fyrirlesarar voru Per Federspiel fyrrum forseti Evrópuráðsins, Bemett Danson fyrrverandi varnarmálaráð- herra Kanada, Falk Bomsdorf frá Vísinda og stjómmálastofnuninni í Elsenhausen og Otto E. Eskin forstjóri hafréttardeildar bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. Formaður undirbúningsnefndar ráð- stefnunnar var Þorsteinn Ólafsson hag- fræðingur. Á eftir erindaflutningi vom umræður og tóku þar margir til máls og vora hinar líflegustu, enda vora fyrir- lestrar fróðlegir og vöktu óskipta athygli. Geta má að þarna vora saman komnir fulltrúar sem hvað tengdastir era nyrsta hluta Atlantshafsins, það eru fulltrúar íslands, Grænlands og Færeyja. Græn- lensku fulltrúamir voru Finn Lynge sem er fulltrúi á þingi Efnahagsbandalagsins af hálfu Dana og Jakob Helms. Frá Færeyjum komu Pauli Ellefsen lögmað- ur og Arne Olafsson ráðuneytisstjóri í skrifstofu landsstjórnarinnar. Það er óhætt að segja að þátttaka fulltrúa síðasttöldu ríkjanna hafi gefið ráðstefn- unni vissa áherslu um málefni þjóða við Norður-Atlantshaf; og var eftirtekt- arvert að þeir komu fram með mjög hliðstæð sjónarmið í öllum meginmál- um, svo sem afstöðu til hafréttarmála, öryggismála og Efnahagsbandalagsins. Þessari ráðstefnu var ekki ætlað að álykta um neitt heldur var hún haldin til að skiptast á skoðunum og upplýsingum og er óhætt að telja að hún hafi prýðilega náð tilgangi sínum. Þessi ráðstefna var enginn vettvangur um það mál hvort Framsóknarflokkur- inn tengdist nánar Liberal Intemational, en þess má geta að auk Rómarfundarins sem áður er vikið að sótti Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins fund samtakanna í Hollandi í síðasta mánuði. Hingað kom Urs Schöttli framkvæmdastjóri Liberal Intemational, en hann hefur látið í. ljós áhuga á að Framsóknarflokkurinn gerist aðili að samtökunum. Um það hefur engin ákvörðun verið tekin, en það mál er nú til athugunar, en því er ekki að leyna að nokkrir þeirra framsóknar- manna sem kynnst hafa samtökunum telja að það gæti verið jákvætt fyrir flokkinn að tengjast þeim nánar. En það er ákvörðun sem heyrir undir fram- kvæmdastjórn flokksins og verður að telja líklegt að málið verði rætt þar nánar. Þetta munu vera einu alþjóðastjórn- málasamtökin sem hófsamir miðjuflokk- ar standa að. Til era samtök sósíalista- flokka, íhaldsflokka og kristilegra flokka. Meginmarkmið Liberal Inter- nationai er að styrkja grandvallarreglur frjálslyndra flokka, þar sem lögð er áhersla á virkt lýðræði, frelsi einstakl- inga til athafna og samninga og grandvallaratriði frjálsra þjóðfélaga yf- irleitt. ■ Ted McDorman frá Kanada hefur orðið í umræðum um hafréttarmál frímerkjasafnarinn FILEX- FRANCE '82-F.I.R ■ Alþjóðlega frímerkjasýningin FILEXFRANCE 82, sem haldin var í Parfs í júnf, var víst án nokkurs vafa ein þessara mammútsýninga, sem undirritaður hefir áður skrifað um, bæði hér í þættina og í erlend sérfræðitímarit og sett fram spurn- inguna: Eram við komin út fyrir rammann?" Erling Sjong ritstjóri Norsk Fila- .telistisk Tidskrift segir: „Allt var stórt, flott, glæsilegt, litríkt - en jafnframt ekki eins hagkvæmt, í svolítilli ringulreið, traflandi og óhagkvæmt.“ Allt þetta hefi ég upplifað- á stærstu alþjóðlegu sýn- ingunum. En snúum okkur aftur að FILEXFRANCE 82. Þar voru verslunardeildir frímerkja- kaupmanna í miðju sýningarhall- anna, með ramma sýnenda dreifða út frá. Hjá kaupmönnunum var mikið um að vera en nokkrir einstaklingar að skoða það sem geymt var í römmunum. Höfum við kannske uþplifað þetta á íslandi? Þrátt fyrir að 185 þúsund gestir heimsóttu sýninguna, seldust aðeins 9,500 sýningarskrár, með svartri prentun sýningarmerkja. Ástæðan var sú að verð sýningarskrárinnar var allt of hátt. Gestir vildu frá raunhæf verðmæti fyrir fé sitt. Dæmi fundust þess, að safnarar fundu ekki söfn sín fyrr en eftir heilan dag, svo flókin var lýsing þess hvar efni sýningarinnar var að finna. Þetta mun hafa bitnað á dömnefnd sýningarinnar og eytt fyrir henni óþörfum tíma. Frakkar höfðu 3 ár til að undirbúa sýninguna. Til þess höfðu þeir hjálp frá alþjóðasamtökunum, F.I.P., en ekkert dugði til. Svona stórar sýningar, era ekki lengur í takt við tímann og eiga því ekki rétt á sér. Svæðasýningar og minni alþjóðlegar sýningar hljóta að vera það sem koma skal. Hinn almenni frímerkja- safnari hefir gefist upp á þessu, nema rétt til að kaupa það sem hann ekki fær annarsstaðar. Norwex sýningin í Osló var lítil, í samanburði við þessa sýningu. En hún var notaleg. Hver og einn gat ’notið þess að skoða það sem þar var að sjá og einnig heimsótt þá frímerkjakaupmenn, er hann kaus að versla við. Sé vikið að verðlaununum, þá var úthlutað 60 stóram gullpeningum og 165 venjulegum gullpeningum. Gífurleg uppskera fyrir safnarana. Paul H. Jenssen, formaður Lands- sambands norskra frímerkjasafnara, hefir tekið saman helstu breytingar á sýningarreglum F.I.P. í 19. punkt- um, sem ég leyfl mér að gera grein fyrir hér: 1. 2. Hægt verður að halda svæða- sýningar undir vernd F.I.P., eins og t.d. norrænar sýningar. Heiðursdeild F.I.P. verður „Meistaraflokkur“, og þar keppa meistararnir til verðlauna. Sömu reglur gilda og áður í meistaraflokki. Á undanförnum áram verður viðkomandi að 5. 6. 8. 10. 11. 12. 13. 14. 15. hafa fengið 3 stóra, gullpeninga, og má aðeins keppa í meistara- flokki í 5 ár. Sýna skal hvem flokk, sem eina heild á sýningum. Alþjóðlegar sýningar skulu hafa minnst 2,500 ramma, mest 4,500 ramma. Sérsýningar minnst 1,000 ramma. í keppnideildum skal hver sýn- andi hafa minnst 5 ramma, mest 10 ramma. Færri ramma verður umboðsmaður F.I.P. að viður- kenna. Æskulýðsdeild skal úthluta 5% rammanna, sé hún með. Á sýningum undir vernd F.I.P. skulu minnast 20% sýningar- efnis ekki hafa verið sýnd áður á F.I.P. sýningum. Auka skal stóra silfri og stóra gylltu silfri í röð verðlaunapen- inganna. Heiðursverðlaun má aðeins veita þeim sem fá gyllt silfur eða hærri verðlaun. Þátt- tökukrafan verður þjóðleg eða svæðissýningar gyllt silfur. Því skulu þjóðlegar sýningar nota 5 verðiaunapeningastig. Allar tilkynningar skulu ganga gegnum umboðsmann viðkom- andi lands. Einstaklingur getur aðeins sýnt 2 efni á hverri sýningu eða 4 úr hverri fjölskyldu. Fjölskyldur dómnefndarmanna og dóm- nefndarnemenda fá ekki að sýna í samkeppnideild. Sýnandi verður að hafa átt safnið minnst 2 ár fyrir sýningu. Sendi sýnandi ekki efni sem hann hefir tilkynnt, má útiloka hann frá að sýna í ákveðinn tíma. Umboðsmanni skal veitt meiri hjálp en áður, enda sendi hann inn minnst 2 sýningarefni. Nemendur má taka í dóm- nefnd, 1 í hvern sýningarflokk og 1 frá hverju landi. Dóm- nefnd skal meta hæfni þeirra. Dómnefnd getur látið taka efni úr römmum til rannsóknar, en má ekki lengur setja saman undir eitt tvö söfn, til sam- dæmingar. Dómnefnd hefír enga skyldu til að veita sama safni aftur sömu verðlaun á síðari sýningu. Mikil umræða var um að hækka kröfumar til inntöku á alþjóðlegar sýningar.Þetta þýðir t.d.að Island og Bretland verða að lækka dómkröfur sínar á þjóðlegum sýningum, enn- fremur að auka gulli við verðlauna- stigin. Þá geta einstaklingar frá öðram löndum, sem standa utan F.I.P., ekki lengur sýnt í gegnum umboðsmenn annarra landa sem eru í F.I.P. Kvikmyndir verða framvegis tekn- ar með í bókmenntadeild. Þá var samþykkt að leggja niður „Astrofila- teliu" og afgreiða á næsta þingi, í Rio de Janeiro hvort „Maximfi!ateli“ skyldi áfram fá að vera með. Nánar verður sagt frá F.I.P. þinginu síðar. Signrður H. Þorsteinsson Siguröur H. Þcrsteinsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.