Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.10.1982, Blaðsíða 10
■ „Hér leynist stórfaxtta. Þegar bflar koma nr norðri og xtla sér inn á Digranesveginn í Kópavogi, standa strxtisvagnar iðulega á skiptistöðinni og byrgja ökumönnum sýn inn á Digranesveginn. Þetta er hrein slysa- gildra,“ sagði Sigurður. ■ Þessi gata er merkt bxði sem tvístefnugata og einstefnugata. ■ „Mér finnst löggæsla í umferðinni alltof lítil. Það er brikalegt til þess að vita, að flest umferðarbrot eru látin óátalin.Lögreglan sinnir nxstum ein- göngu brotum á hraðareglum,“segir Sigurður. I ■ Sigurður telur gatnamót Smiðju- : vegar og Skemmuvegar í Kópav.ogi 1 dxmigerð fyrir lélegar merkingar. Þar ! er beygja á aðalbrautinni og hún er j ekki gefin til kynna á nokkura hátt. Þó er til umferðarmerki sem heitir „Aðalbraut beygir“. ■ „Rofabxrinn er að mörgu leyti fyrirmyndargata. Útsýni er gott á báða bóga og ökumenn sjá vel inn í hliðargötur. Þó vantar tilfinnanlega aðalbrautarmerki,“ segir ökukennarinn. mörgum tilfellum, komið í veg fyrir stórslys." Löggæslu í mörgum tilvik- um ábótavant -Hvað með löggæsluna? „Hvort sem um er að kenna skorti á mannafla, eða einhverju öðru, finnst mér löggæslan í mörgum tilvikum ekki nógu góð. Menn komast upp með það að aka á miklum hraða við og yfir gangbrautir rétt við nefið á lögreglunni. Eins komast gangandi vegfarendur upp með að æða út á götur án þess að lfta nokkuð í kring um sig að lögreglumönn- um ásjáandi. Þó má ekki líta fram hjá því sem lögreglan gerir vel. Hún kappkostar að hafa hemil á hraðakstri á hráðbrautun- um. Það er vel,“ sagði Sigurður. Of stutt bil milli bfla „Hrópandi dæmi í okkar umferð er hversu ökumenn hafa tilhneygingu til að vera alveg upp í næsta bíl. Það geta líka allir séð, að aftanákeyrslur, sem eru tuttugu prósent allra umferðaróhappa, eru allt of margar. Það er eins og menn átti sig ekki á því að það flýtir ekkert fyrir þeim að vera nálægt næsta bíl á undan, það aðeins eykur hættuna. Með nægum áróðri væri hægt að kippa þessum lesti á umferðinni í lag. Menn gera sér ekki grein fyrir því að þeir spennast upp ef þeir eru of nálægt næsta bfl á undan, þeir glata yfirsýn á aðra umferð og einbeita sér eingöngu að honum. Þó að ákvæði umferðarlaga um bil á milli bíla sé ekki skýrt, en það segir aðeins að menn skuli hafa þaðsvo mikið að auðvelt sé að nema staðar í tíma hendi eitthvað óvænt, er auðvelt að setja sér sínar eigin reglur sem menn eru ótrúlega fljótir að venjast." - Sjó. ■ Ef bð er ekið suður Kringlumýrarbraut að Ijósunum við Suðurlandsbraut og síðan beygt til vinstri inn á Suðurlandsbrautina, er hann löngu búinn að fá á sig rautt Ijós áður en umferðin á móti fxr á sig rautt. „Þaraa er breytt út af venjunni og fólk áttar sig ekki á þvi. Þess vegna er bér um að rxða mjög hxttulega slysagildra,“ segir Sigurður ■ Hér vantar útskot fyrir strxtisvagn og það geta allir séð hvaða hxttu það befur í för með sér. ■ „Það væri létt verk að gera verulegar umbætur í umferðarmálum hér á landi, ef hægt væri að benda á fá atriði og segja,* „Þetta þarf að lagfæra." Því miður er pottur allt of víða brotinn til að það sé hxgt. Hér er hreinlega ótrúlega margt sem þarf að lagfæra, sérstaklega akstursmáti fólks, það er enginn vafi á því að flest slys stafa af vankunnáttu og kæruleysi eða hvora tveggja. Margir ökumenn, sennilega obbinn, kunna hreinlega ekki undirstöðuatriði í umferðalögum og reglum. Og því miður er fátt sem bendir til að á næstunni verði verulega úr þessu bætt.“ Þetta sagði Sigurður Gíslason, öku- kennari, í samtali við blaðamann Tímans. Sigurður hafði samband við ritstjórnarskrifstofur blaðsins og lét í Ijós þá skoðun sína að umfjöllun fjölmiðla í umferðarmálum væri ábóta- vant, fréttaflutningur væri afar sjaldan fræðandi og lítið væri gert til að benda á hætturnar. Bauð hann blaðamanni og ljósmyndara í ökutúr um götur Reykja- víkur og Kópavogs og benti á nokkrar hættur, sem leynast og ekki síður á það skipulagsleysi sem ríkir varðandi merk- ingar í umferðinni. Hvað sem úr verður lét Sigurður í ljós þá ósk sína að þetta litla innlegg gæti orðið til að vekja fólk til umhugsunar. Hægja á sér tímanlega „Það er áberandi, “sagði Sigurður í samtali við blaðamann, „að þegar eitthvað fer miður hjá ökumönnum, benda þeir á, að hitt og þetta sé ekki í lagi. Oft er það satt og rétt, því hreinar slysagildrur leynast víða, en oftar, því miður, er um að kenna ökumanninum sjálfum, sem hreinlega fæst ekki til að haga akstri sínum eftir skilyrðum." Sem dæmi um þetta, nefndi Sigurður, að nú fyrir skömmu var verið að vinna með fræsarann, sem flestir eru nú famir að þekkja, syðst áKeflavíkurveginum. „Þar var komið upp merkjum sem ótvírætt sýndu þeim sem um fóm að verið var að vinna í veginum. öllum átti að vera ljóst að hættulegt var að aka hjá á mikilli ferð. Þó heyrði það til undantekninga ef ökumenn hægðu á bflum sínum,“ sagði Sigurður. íslendingar tvímælalaust tillitslausir í umferðinni -Nú hefur þú sótt námskeið erlendis og kynnt þér umferðarmál í nokkrum löndum. Finnst þér íslendingar tillits- lausari í umferðinni, en þær þjóðir sem þú þekkir til? „Við emm það tvímælalaust. Hér em allir að flýta sér og mér liggur við að segja, að hér séu sumir tilbúnir til að drepa, eða bíða bana út á það eitt að vera í rétti í umferðinni. Hér er það afar sjaldgæf sjón, að menn gefi eftir rétt sinn, t.d. aðalbrautarrétt, þó svo að af því hljótist engar tafir að hleypa einum og einum bíl af hliðargötum inn á aðalbrautina þegar umferð er mikil. Einnig er það mjög algengt að ökumenn hreinlega gefa sér það, að þeir séu á aðalbraut og ana áfram án þess að skeyta nokkuð um umferð af hliðargötum. Enda er það fyrir neðan allar hellur, hversu ílla aðalbrautir em merktar sumstaðar. Stundum em þær alls ekki merktar og annars staðar em þær merktar á kolvitlausum stöðum.“ Fræðsla og áróður „Það er ekkert vafamál, að fræðsla hefur ekki verið og er ekki ennþá ■ Sigurður Gíslason, ökukennari. nægjanleg. Við ökukennarar höfum mætt miklu skilningsleysi hjá ráða- mönnum. Við höfum lagt fram óteljandi tillögur til úrbóta í fræðslumálum, en í flestum tilvikum hefur þeim verið stungið undir stól. Nærtækt dæmi um þetta er lagasetningin um öryggisbeltin. . Tímamyndir Ella Það er hreinlega ekkert gert til að fylgja henni eftir og þegar upp er staðið hefði sennilega verið heppilegra að sleppa henni. Hún kallar bara á virðingarleysi fýrir umferðarlögum því jafnvel sjálfir löggæslumennimir nota ekki beltin. Þó hníga öll rök að því, að þau geti í „Vissulega spilar þama inn í sofanda- háttur þeirra sem eiga að sjá um umferðarmerkingar. Oft em vegavinnu- merki látin standa óhreyfð allan sólar- hringinn, þótt ekki sé unnið í veginum nema átta tíma á dag. Það sjá ökumenn og þar af leiðir, að virðing fyrir umferðarmerkjum minnkar." ORÐSENDING TIL NÁMSMANNA LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA LAUGAVEGI 77 - 101 REYKJAVlK - SlMI 25011 TILKYNNING UM VIÐSKIPTAREIKNING 1. október 1982 LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA LAUGAVEGI 77. 101 REYKJAVlK DAGSETNINO NAFN NAMSMANNS NAFNNÚMER Jón Jónsson ll 2 I 3í4 1 5 1 6l7 1 8 HEIMILI | nAmsland Hringbraut 145, 107 Reykjauik Island SKÓLI | DEILD Háskóli Islands Viðskiptadeild Hér með tilkynnist Lánasjóði Islenskra Námsmanna, að sá hlutl námslána mlnna sem ekki greiðlst út við undirrltun skuldabréfa, skal lagður beint inn á neðangrelndan vlðskiptareikning, jafnóðum og greiðslur koma til útborgunar. innlAnsstofnun BUNAÐARBANKI ÍSLANDS VIDSKIPTAREIKN. Ávíssnsreikningur BANKI H B REIKN. N R. ÚTIBÚ Melaútibú Sparisjóðsreikn. 0311 □ 3 12345 reikningseigandi/merki Jón Jónsson Gíró/Hlaupareikn. Staöfest: SYNISHORN BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Athygli námsmanna, sem vænta láns úr Lánasjóöi íslenskra námsmanna, skal vakin á þeirri ákvörðun sjóðsins, að lán verði greitt inn á viðskiptareikning lánþega í innláns- stofnun. Þeir námsmenn, sem hafa ekki nú þegar tilkynnt Lánasjóðnum um viðskiptareikning til innborgunar námsláns, en óska eftir að stofna slíkan reikning í Búnaðarbankanum, ættu að gera það sem allra fyrst, vegna væntanlegra námslána í vetur. Innlánsdeild aðalbankans og útibú munu annast sendingu tilkynningar til Lánasjóðsins um viðskiptareikning, ef þess er óskað. Við- komandi eyðublöð fást í afgreiðslum bank- ans. ÞÖKKUM VÆNTANLEG VIÐSKIPTI BUNAÐARBANKI ÍSLANDS ODDI HF. FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 10 tekinn tali IX tekinn tali MENN DREPA OG BÍÐA BANA ÚT A ÞAÐ AD VERA í RETTr segir Sigurdur Gíslason, ökukennari, sem hefur ýmislegt við umferðarmenningu okkar að athuga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.