Tíminn - 08.10.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 08.10.1982, Qupperneq 1
„Helgarpakkinn” er 12 sídur í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ Föstudagur 8. okt. 1982 229. tbl. - 66. árgangur la 15 - Pósthólf 370 Reykjavík - Ritstjórn I ingar 18300 Óskabyrjun á háhyrningsveidunum: FENGU ÁTTA HÁHYRNINGA STRAX í FYRSTA KASTI Guðrún GK kom með þrjá háhyrninga til Grindavíkur ■ - Þetta hefur alit gengið mjög vel. Við fengum dýrin í fyrsta kasti og þau eru vel á sig komin þrátt fyrir langa siglingu, sagði Jón Gíslason, skipstjóri á Guðrúnu GK í samtali við blaðamann Tímans en Guðrún var þá nýkomin til hafnar í Grindavík með þrjá háhyminga sem veiddir höfðu verið fyrir Saedýra- • safnið í Hafnarfírði. - Við lögðum af stað í þennan leiðangur á laugardag, en við urðum svo varir við háhyrningana á Héraðsflóa, sagði Jón og bætti því við að ein átta dýr hefðu lent í vörpunni í fyrsta kasti, en af þeim náðust svo þrjú góð dýr af hæfilegri stærð. Það er útgerðarfyrirtækið Ásar hf. í Hafnarfirði, sem á Guðrúnina sem gerir út á þessar háhyrningsveiðar, en veiðar þessar hafa verið stundaðar á hverju hausti síðan 1976. Leyfl hefur verið veitt til að veiða sex dýr í ár, en það ér Sædýrasafnið sem kaupir svo dýrin og selur þau áfram til sædýrasafna og dýragarða vfða um heim. Jón Gunnarsson, forstjóri Sædýra- safnsins sem var með í þessari veiðiferð eins og öllum fyrri veiðiferðum, sagðist í samtali við Tímann vera ánægður með árangurinn. - Við vorum heppnir að ná dýrunum þetta fljótt og ég er ánægður með það hvað dýrin eru hraust, sagði Jón Gunnarsson. Vel gekk að koma háhyrningunum frá borði í Grindavíkurhöfn, en dýrin voru öll sett í sérstaka flutningakassa á vörubílum og var þeim síðan ekið í laug Sædýrasfnsins við Hafnarfjörð, þar sem þau verða geymd fram eftir vetri. Háhyrningarnir verða síðan sendir til sinna nýju heimkynna ekki síðar en upp úr miðjum nóvember. Sjá nánar bls. 3 - ESE ■ Einn háhyminganna hífður frá borði. Eins og sjá má þurfti fjöldi manna að hanga á „börunum“ er þær voru hífðar upp til að stýra þeim á réttan stað. Tímamvna- G.E. 8 mmi Ræstingakona látin hætta fyrir að nota einkasíma borgarstjóra: „TALAÐI EKKI TIL IÍTLANDA" — segir ræstingakonan, en borgarstjóri heldur hinu gagnstæða fram ■ „Það er alls ekki rétt sem haft er eftir borgarstjóranum að ég hafí verið að tala til útlanda þegar hann kom að mér. Hins vegar var ég að nota einkasíma hans, eftir lokun skrifstof- unnar, og talaði út á land,“ sagði ræstingakonan, sem Davíð Oddsson, borgarstjóri, vildi ekki að ræsti skrífstofu sína framar vegna þess að hann kom að henni þar sem hún var að tala í einkasíma hans, meðan hún var ein á skrífstofunni. í samtali við DV í gær sagði Davíð að í sínum huga væri enginn vafi á því að konan hafi verið að taía til útlanda. „Það fór ekkert á milli mála,“ er haft eftir borgarstjóranum. „Davíð var ósköp kurteis þegar hann kom inn. Hann sagði bara að mér væri ekki heimilt að tala í þennan síma og var rólegur," sagði ræstingakonan. Ræstingakonan kvaðst hafa verið í afleysingum á borgarskrifstofunum í ágústmánuði s.l. Hún átti eftir að vera þar í nokkra daga þegar umrætt atvik átti sér stað. Var hún látin hætta þegar í stað, og fékk ekki laun fyrir dagana sem hún átti eftir. Konan hefur unnið við ræstingar í einum af grunnskólum borgarinnar í nokkur ár. Hún heldur því starfi. — Sjó. Svíþjóð: Eru kafbátarnir tveir eða fleiri? Frá Gylfa Kristinssyni, fréttarítara Tímans í Svíþjóð: Kafbátamálið í Svíþjóð hefur tekið óvænta stefnu þegar það spurðist út að ýmislegt benti til að í stað eins kafbáts væru tveir eða fleiri á sveimi í Hársfjárden, í skerjagarðinum suður af Stokkhólmi. Á fundi með fréttamönnum síðdegis í gær vildi talsmaður hersins hvorki staðfesta eðaneita þessum tíðindum. Hinsvegar er Ijóst að herskip og þyrlur hafa einskorðað leitina við tvö svæði í firðinuin og varpað þar niður djúpsprengjum. A þessum fréttamannafundi var staðfest að sænski herinn hefði orðið var við eitthvað í fjarðarmynninu sem gæti verið kafbátur. Það virðist því ljóst að hinn ókunni farkostur, einn eða fleiri, er ekki genginn úr greipum Svía.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.