Tíminn - 08.10.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.10.1982, Blaðsíða 4
Trésmiðja á Suðurnesjum brennir eingöngu spæni en sleppir hitaveitunni: „SPARAR ALGJORLEGA ORKU- KAUP TIL HÚSUPPHITUNAR” ■ „Þetta kerfí sparar algerlega orku- kaup til upphitunar - hitaveitan var t.d. ekki tekin hér inn. Þaö hefur ekki veriö brennt hér ööru en spónum og sagi í ein 4-5 ár, en fyrir þann tíma kom það cinstaka sinnum fyrir - ef lítið var unnið yfir veturinn - að við yrðum uppi- skroppa með spxni“, sagði Birgir Jónsson, skrifstofumaður í Glugga- og hurðasmiðjunni Ramma í Njarðvík, er Tíminn spurði hann um þessa ókeypis - og jafnvel beint útgjaldasparandi - upphitun í Ramma. „Þessi upphitun kostar ekkert nema rafmagnið til að drífa sogkerfið, sem sogar upp allt rusl frá trésmíðavélunum. Með því er öllum sþónum og sagi safnað í síló þaðan sem sjálfvirkurstýribúnaður sér um að koma því inn í brennarann eftir þörfum. Um þetta þarf ákaflega lítið að hugsa, nema að sóta annað slagið. Já, auk þess sparar þetta líka alla vinnu við að safna ruslinu saman og aka því burt“, sagði Birgir. Ekki kvaðst hann hafa reynt að reikna út hversu mikill peningalegur sparnaður sé að þessari kyndingaraðferð. „Manni finnst þetta orðinn svo sjálfsagður hlutur að maður er löngu hættur að hugsa um það“. Væri farið lágt í sakirnar og miðað við álíka upphitun og á 4 miðlungs íbúðarhúsum í Njarðvík væri hitaveitukostnaður vart undir 3.000 krónum á mánuði og olíukynding að sjálfsögðu ennþá dýrari. - En hafa þá ekki fleiri trésmiðjur sýnt áhuga á svona kerfi? - Það hafa komið hingað menn frá öðrum trésmiðjum og skoðað þetta. Eri ekki veit ég hvort nokkur hefur síðan sett þetta upp. Eflaust væri stofn- kostnaðurinn við svona tæki orðinn nokkuð mikill. En hjá þeim sem t.d. þurfa ella að kynda með olíu má þetta líka kosta nokkuð til að borga sig samt. Auk þess að fyrrnefndur sogbúnaður safni ruslinu saman í kynditækin hreinsar hann andrúmsloftið á vinnu- staðnum mjög, þar sem ryk verður alveg í lágmarki. - HEI Ærin mátti týna lífi sínu fyrir ofdirfskuna ásamt þrem hrútlömbum sínum: ÞRÍLEMBING- ARNIRALUR í YFIRVIKT MEkki heyrt af meiri kjötþunga eftir eina á” ■ „Ég hef ekki heyrt af meiri kjötþunga eftir eina á“, sagði Sverrir Aðalsteinssun, starfsmaður í sláturhúsi KASK á Höfn. En þar var í fyrradag slátrað 3ja vetra á ásamt þrem hrútlömbum hennar - sem hún átti 2. maí í vor - en þeir lögðu sig á 21,6 kg., 25 kg. og 23,6 kíló, eða samtals 70,2 kíló af kjöti eftir eina og sömu ána. Fallþungi xrinnar sjálfrar var 29,4 kíló. Að sögn Sverris hafa kindur þessar samtals lagt sig á 5.328 krónur. Hvernig stendur svo á að slíkum kostagrip skuli launað með lífláti? Ærin gekk í sumar á svonefndum Flateyjar- aurum, en þar er starfrækt grasköggla- verksmiðja. Var hún búin að velgja starfsmönnum þar undir uggum sumar- langt - þ.e. henni héldu engin bönd. Ær þessi fór undir allar girðingar hversu vel sem frá þeim var gengið og jafnvel yfir rimlahlið. Vildi eigandi ærinnar ekki stuðla að slíku stríði hennar og þeirra graskögglamanna fleiri sumur, svo hún mátti týna lífi sínu fyrir ofdirfskuna. Eigandi ærinnar var Sigurjón Jónsson á Smyrlabjörgum í Suðursveit, cn faðir þcssara vænu þrílembinga er hrútur frá Elíasi Jónssyni fyrrverandi bónda á Rauðabergi á Mýrum. Elías, sem dvelur nú á Elli- og hjúkrunarheimilinu á Höfn - var mjög natinn fjárræktarmaður og fylgist enn af miklum áhuga með öllu því er sauðfjárrækt varðar. Sverrir sagði alls 13.932 dilkum og 166 fullorðnu hafi verið slátrað á Höfn í fyrrakvöld, en áætíað er að slátrun þar verði um 28 þúsund fjár á þessu hausti. Fallþungann sagði hann nú heldur minni en í fyrra, um 13,6 kíló. Flokkunin væri hins vegar betri, þ.e. lítið hafi verjð um léleg lömb. — HEl. íslensk fríversl- unarnefnd skipuð ■ Tómas Árnason viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd um fríverslunarmál til að vera ráðgefandi um mál, sem snerta fríverslunarsamstarf okkar í EFTA og við Efnahagsbandalag Evr- ópu. Helstu hlutverk nefndarinnar eru þessi: . Að fylgjast með og ræða um framkvæmd fríverslunar, bæði vegna aðildar íslands að EFTA og fríverslunarsamningi íslands og Efnahagsbandalagsins. Að vera viðskiptaraðuneytinu til aðstoðar við mótun stefnu og afstöðu íslands til ýmissa mála varðandi fríverslun, sem fjallað- er um á alþjóðavettvangi. Að stuðla að auknum og bættum upplýsingum um frí- verslun og gildi hennar fyrir íslenskt atvinnulíf. Að fylgjast með áhrifum frí- • verslunar á íslenskt atvinnulíf og hvemig best verði brugðist við þeim vandamálum, sem af fríverslunarsamstarfinu kunna að leiða. Eftirtaldir aðilar eiga sæti t nefndinni: Davíð Sch. Thorsteinsson, tihtefndur af Félagi ísl. iðnrekenda. Jafet Ólafsson, tilnefndur af iðnaðarráðuneytinu. Jó- hannes Siggeirsson, tilnefndur af Al- þýðusambandi íslands. Páll Sigurjóns- son, tilnefndur af Vinnuveitcndasam- bandi íslands. Ragnar Halldórsson, tilnefndur af Verslunarráði íslands. Sigurgeir Jónsson, tilnefndur af fjár- málaráðuneytinu. Þorleifur Jónsson, tilnefndur af Landssambandi iðnaðar- manna. Þorsteinn Ólafsson, tilnefndur af Samband ísl. samvinnufélaga. Viðskiptaráðherra verður formaður nefndarinnar, en með honum munu starfa Þórhallur Ásgersson og 'Svcinn Björnsson af hálfu viðskiptaráðuneytis- ins. ■ „Hjólreiðadagurinn mikli" skilaði um 500 þús. krónu hagnaði sem í gær var skipt á milli 10 aðila sem sinna með einhverjum hætti velferðarmálum aldraðra. Á mydinni sjáum við þau tíu, sem veittu fénu viðtöku: Sveinn Guðbjartsson f.h. Sólvangs í Hafarfirði, Páll Guðjónsson sveitarstjóri í Mosfellssveit, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, Theódór A. Jónsson form. Sjálfsbjargar, Óttar Kjartansson, form. S.L.F., Hervör Guðjónsdóttir, form. Fél. heyrnarlausra, Halldór S. Rafnar f.h. Ferlisjóðs, Óskar Guðnason frá Blindrafélaginu, Kristján Guðmundsson, f.h. Hjúkrunarheimilisins í Kópavogi og Guðfinna Snæbjörnsdóttir, f.h. Safnaðarheimilisins í Garðabæ. Tímamynd G.E. Hagnaði af „hjólreiðadeginum mikla” útdeilt: Tíu aðilar skipta með sér hálfri milljón kr. ■ „Sjálfir þátttakendurnir í „Hjól- reiðadeginum mikla", sem svo hefur verið nefndur áttu þó mestan þátt í þvi hve vel tókst til. Það voru um 5.000 manns, að mestum hluta skólabörn úr Grunnskólunum í Reykjavík, Mosfells- sveit, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Seltjarnarnesi", sagði Óttar Kjartansson, form. Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra m.a. í gær. En þá fór fram afhending fjárins sem safnaðist á hjólrciðadeginum í maí í vor. Hjólreiðadagurinn - sem nú er haldinn öðru sinni - var í ár tileinkaður ári aldraðra og því hjólað og safnað fé undir kjörorðinu: „Látum öldruðum líða vel“. Þegar hjólreiðamenn enduðu daginn á Laugardalsvelli skiluðu þeir inn samtals 540 þús. króna söfnunarfé. Þegar kostnaður hafði verið greiddur reyndist hreinn hagnaður um 500.000 krónur og ákvað stjórn Styrktarfélagsins nýlega að skipta þeim hagnaði til 10 aðila, sem allir sinna með einhverjum hætti velferðarmálum aldraðra og komu því 50.000 kr. í hlut hvers þeirra. Þeir eru: Hlaðhamrar í Mosfellssveit, Hjúkr- unarheimilið í Kópavogi, Þjónustumið- stöðvar safnaðarheimilisins í Garðabæ og Sólvangs í HafnaFfirði, verndaðar íbúðir aldraðra á Seltjarnarnesi, Sjálfs- björg, Blindrafélagið, Félag heyrnar- lausra. Ferlisjóður S.L.F. og Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra. Óttar þakkaði öllum þeim mörgu sem lagt hafa sitt af mörkum til að Hjólreiðadagurinn beri jafn góðan árangur og raun bervitni. M.a. gat hann um þátt feðganna Vésteins Þórssonar, menntaskólanema og Þórs Jakobssonar, veðurfræðings, sem hann kvað hafa átt stærstan þátt í að Hjólreiðadeginum var hrundið í framkvæmd árið 1981. En auk þeirra voru í framkvæmdanefnd dagsins í ár þau: Sigurður Magnússon, Ásgeir Heiðar, Baldvin Ottósson', Bryndís Schram og Jóhannes Pálmason. - HEI Ráðstefna um iðnaðarmál ■ Samtök sveitarfélaga í Vesturlands- kjördæmi gangast fyrir ráðstefnu um iðnaðarmál í Fjölbrautaskólanum á Akranesi næstk. laugardag og hefst hún kl. 11.15. „Markmið ráðstefnunnar er að ræða um stefnumörkun fyrir iönþróun í umdæminu, .tengsl iðnaðarmanna og iðnfyrirtækja við sveitarstjórnir og rikisstofnanir og stuðla að auknu samstarfi þessara aðila til að efla iðnað á svæðinu", sagði Guðjón Ingvi Stefánsson, frantkvæmdastjóri samtak- anna. I upphafi fundar mun iðnaðarráðherra flytja ávarp. Einnig flytja þar ávörp fulltrúar F.Í.L og Landssambands iðnaðarmanna. Þá verða stutt framsögu- erindi heimamanna um helstu iðngrein- ar, stöðu þeirra og svæðisbundin einkenni. Jafnframt mun skólameistari Fjölbrautaskólans kynna iðnfræðslu í skólanum og sýna mönnum ný verknámshús skólans. Guðjón tók fram að ráðstefna þessi er opin öllu áhugafólki um iðnað á Vesturlandi. hEI. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.