Tíminn - 08.10.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.10.1982, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1982 Blómin mín veita mér mikla ánægju ■ Gróa Sigurjónsdótt- ir, húsmóðir, skrifar hér um dag í lífi sínu. Gróa er ekkja, en maður hennar var Ásgeir Ásgeirsson, kaupmaður. Gróa á þrjú börn, Valgerði, Áslaugu Dís og Ásgeir Má. Gróa ástundar blóma- rækt og heimili hennar utan sem innan prýða falleg blóm. Ég byrja morguninn frekar snemma. Ég vakna yfirlcitt um sjöleytið. Ég sé til þess að börnin mín komi sér á fætur og við borðum morgunmat saman. Síðan fara börnin í skólann, Áslaug Dís er í Kvenna- skólanum og Ásgeir Már er í Menntaskólanum í Kópavogi. Eftir morgunverð taka við hjá mér a;fingar eða þjálfun vegna bakveiki, sem ég er búin að stríða við í mörg ár. Æfingarnar taka um það bil eina klukkustund, síðan fer ég í heitt bað til að liðka vöðva líkamans, svo að ég geti skrölt út daginn. Eftir þetta veitir mér ekki af góðu morgunkaffi. Síðan fer ég að huga að blómunum mínum, sem veita mér mikla ánægju. Ég hef ekki garð, en rúmgóðan steyptan pall fyrir utan íbúðina, og þar rækta ég blóm í kerjum og pottum og þar hef ég gróðurhús. Gróðurhúsið var sett upp í fyrra-' haust og í vor gat ég farið að sá og planta. Margir gáfu mér líka plöntur og í sumar kom þetta allt bærilcga til. Ég hef mikla ánægju af blómarækt og í sumar ræktaði ég aðallega begóníur, petóníur, dalíur og gladíolur, einnig stadíur, sem eru ákaflega fallegar þurrkaðar. En þetta er ú allt á byrjunarstigi hjá v 't - Gróa Sigurjónsdóttir ■ Gróa hugar að blóniunum í gróðurhúsinu. Bak við hana sér í dalíurnar hcnnar. Tímamyndir Anna mér, mig langar nú seinna til að reyna að rækta rósir. Ég vökva blómin yfirleitt á morgn- ana, áður en sólin fer að skína, en sólin kemur ekki vel inn í gróðurhúsið fyrr en eftir hádegi. í dag hef ég samt ekki mikinn tíma fyrir blómin, því að ég ætla að fara upp á Akranes. Þar á ég góða vini, sem ég heimsæki af og til. Eg bjó þar í 9 ár og kunni vel við mig þar. Ég legg af stað með Akraborginni um hádegisbilið ásamt mágkonu minni. Það er rigningarsuddi, en gott í sjóinn og ferðin ánægjuleg, enda Akraborgin gott skip. Við komum upp á Akranes um tvöleytið og þar er tekið vel á móti okkur. í eftirmiðdaginn föruni við í heim- sóknir til kunningja, þar á meðal heimsæki ég vini á dvalarheimilinu Höfða. Höfði er myndarlegt heimili fyrir aldraða og það eru fá ár síðan það tók til sarfa. Mér leist vel á, hvað vel var búið að fólkinu þar og þetta fólk, sem ég heimsæki, er mjög ánægt með dvölina þar. Síðan ekur vinkona mín mér um bæinn og það er gaman að sjá, hve miklar framfarir hafa orðið þar, síðan við bjuggum þar. Við fluttum þaðan 1954. Nú eru allar götur steyptar, en þá voru þær óskaplegar, því að ég man að mér fannst góðar götur í Kópavogi, en við fluttum þangað. Samt fannst nú mörgum göturnar í Kópavogi ekki allt of góðar. Mörg af gömlu húsunum á Akranesi standa enn og hafa verið gerð fallega upp og garðar eru grónir og fallegir. Eftir skemmtilega ökuferð um gamlar slóðir erum við boðnar í góðan kvöldverð hjá vinkonu minni og þar fæ ég uppáhalds eftirréttinn minn, bláber með rjóma. Við vinkonurnar sitjum svo og spjöllum saman fram eftir kvöldi og fyrr en varði er komið miðnætti og tími kominn til áð taka á sig náðir. Dagur flífi Gróu Sigurjónsdóttur: DALÍUR ERU VIN- SÆL BLÓIVI TIL RÆKTUNAR í GRÓÐURHÚSUM ■ Dalíur eru vinsæl blóm, sem heita á íslensku glitfíflar. Á haustin verður að taka upp hnýði glitfíflanna, því að þeir þola ekki frost. Hnýðin eru tekin upp cftir að stönglar jurtanna hafa verið skornir af í um 10 cm hæð. Margir rækta glitfífla í garðgróðurhúsum óupphituð- um og eru því um þesssar mundir að ganga frá hnýðunum fyrir veturinn. Upptöku hnýðanna verður að fram- kvæma gætilega, því að þau eru stökk og viðkvæm. Hnýðin eru síðan lögð á þurran stað til þurrkunar. Gott er að leggja þau á hvolf í nokkra daga meðan vatn og safi er að renna úr stöngulendunum. Hnýðin eru síðan sett í geymslu til næsta vors. Geymslustaður verður að vera algjörlega frostlaus, en hitastig hans má þó ekki vera hátt, 4-5 gráður er ágætt. Hnýðunum er oftast raðað í kassa og sáldrað á þau grófum sandi eða mómylsnu til þess að verja þau ofþornun. Gott getur verið að sáldra smávegis Brassicoldufti á þau, en það fyrirbyggir rotnun. Þarl að fylgjast vel með þeim á geymslustað Glitfíflar eru fjölærar jurtir frá Mexícó, en þar vaxa þcit hátt til fjalla. Hjá sunium afbrigðum glitfífla geta blómin orðið um 30 crn í þvermál. Glitfíflar eru viðkvæmar iurtir og þola ekki frost. Ræktun þeirra er því nokkuð erfið hér á norðurslóðum, samt hafa margir ánægju af ræktun þeirra. Hér á landi er starfandi dalíu-klúbbur fyrir áhugafólk um ræktun a dalíum og öðrum skrautjurtum. Formaður klú- bbsins er Björgvin Gunnarsson og eru félagsmenn um 50 talsins. Klúbburinn hefur starfað í 15 ár og hefur á hverju ári sýningu yfirleitt seinast í ágúst. Sýningin í ár var í siðustu viku ágústmánaðar og var í gróðurhúsi í grasagarðinum í Laugardal. Það var sýning á afskornum blómum. Stærsta dalían á sýningunni var um 30 cm í þvermál. Dalíuklúbburinn heldur fund einu sinni í mánuði og félagsmenn hafa samband við meðlimi dalíufélaga í öðrum löndum. Farið hefur verið á sýningar erlendis og var farið á mikla dalíusýnngu í London árið 1977, en stærsta dalíuskreytingin á þeirri sýningu var 3 metrar á hæð og 12 metra breið. Dalíur munu hafa fengið nafn eftir sænska grasafræðingnum Gunnari Dahl, sem fyrstur flutti þær til Evrópu frá Mexíkó. Hnýði þeirra munu fyrst hafa verið ætluð til átu, en þóttu ekki góð. Aftur á móti tóku þá ýmsir að rækta þessi fallegu blóm, sem til eru í ótal afbrigðum. Stærstar verða skrautdalíur og kaktusdalíur og eru þær í ýmsum fallcgum litbrigðum.- Hér á íslandi er erfitt að rækta daltur, nema að hafa aðstöðu í gróðurhúsi. En það er líka orðið nokkuð algengt hér að fólk fái sér lítið gróðurhús í garðinn. Og þeir sem ekki hafa garð geta náð sæmilegum árangri í blómaræktun á skjólgóðum svölum, sem snúa vel við geislum sólarinnar. ■ Helstu blómgerðir glitfífla. — 1. Einföld blómagerð. 2. Anemónugerð. 3. Kragagerð. 4. Bóndarósagerð. 5. Glæsi glitffflar. 6. Hnattdahlía. 7. Kúlugerð. 8. Kaktusgerð. 9. Hálfkaktusgerð. 10. Brönugrasagerð. — Myndin er úr Skrúðgarðabókinni, sem var gefin út af Garðyrkjufélagi íslands 1976. ■ Dalía (glitfífiU)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.