Tíminn - 08.10.1982, Side 1

Tíminn - 08.10.1982, Side 1
— Helgarpakki og dagskrá ríkisfjölmiðlanna 8. október til 15. okt. TOMMA OG JENNA DEILAN ■ Ég ætla að byrja skrifin að þessu sinni með smá innleggi í svokallaða Tomma og Jenna deilu. Áður en ég hóf þessi skrif mín hér í Helgarpakk- ann var teiknimyndasyrpan um þá félaga með því eina sem maður entist til að glápa á í sjónvarpinu, að öðru jöfnu, fyrir utan Löður og fréttir og persónulega átta ég mig ekki alveg á þessari gagnrýni Kattavinafélagsins á teiknimyndasyrpuna. Mér finnast það snúin rök að segja að krakkar taki hluti úr syrpunni bókstaflega, allavega hefur maður ekki heyrt, um það enn þá að krakki hafi troðið straubrettinu niður kok heimiliskattarins eða 'eitt- hvað í þá áttina og á ekki von á að slíkt gerist. Gagnrýni Kattavinafélagsins er einn af þessum stgildu „stormum í vatnsglasi“ sem við og við koma upp hérlendis en að öðru leyti finnst mér ágætar athugasemdir „Músavina- félagsins" nægja sem lokaorð í þessari skondnu deilu. íslendingar í Brasilíu Frábær þáttur þeirra Jakobs Magn- ússonar og Önnu Björnsdóttur á sunnudagskvöldið um flutning íslend- inga til Brasilíu á liðinni öld vakti athygli mína. Það var nýlunda fyrir mig að landinn hefði komið sér fyrir þarna suðurfrá og því hafði ég mikla ánægju af þættinum. Mjög fagmannleg vinnubrögð ein- kenndu þáttinn og tónlist Jakobs féll vel að efninu, raunar mátti skipta þættinum í tvennt,annarsvegar flutn- ingur íslendinganna frá Þingeyjarsýsl- um til Brasilíu og mismunandi örlög þeirra þar og hinsvegar mynd um kjötkveðjuhátíðina í Río de Janeiro en það var nokkuð langur aðdragandi að áhrifamesta punktinum sem var að sennilega ættum við frændur í því þjóðin verði límd við tækin að fylgjast með húllumhæinu í Dallas. Þessi ýkta fjölskylda hefur náð undarlegum tökum á áhorfendum víða um heim, sennilega hefur sauðsvartur almúginn ekki meiri ánægju af neinu eins og að sjá hvernig „hinn hlutinn" fer hægt og sígandi til andskotans alveg eins og við hin. Annar nýr þáttur sem lofar góðu á vetrardagskránni er þróunarbraut mannsins er fjallar um þróun mann- kynsins aftur úr grárri forneskju eins og það er orðað. Dr. Richard Leakey er góður leiðsögumaður með pott- þéttan bakgrunn og yfirgripsmikla þekkingu á efninu. Heimskreppan Geigvænleg skuldasöfnun þróunar- ríkjanna var umfjöllunarefni í loka- þættinum Heimskreppan á þriðjudag- inn. Við íslendingar getum margt lært af þessum þætti, enda margir á þeirri skoðun að stutt sé í að íslenska ríkið verði gert upp og boðið hæstbjóðanda. Mexíkanar hafa snúist við vandanum með ýmsum hætti og ég gat ekki annaö en brosað er ein ráðstöfun þeirra til að draga úr eyðslu var stöðvun á byggingu nýs Seðlabankahúss þar í landi, við ættum kannski líka að fylla upp í holuna við Arnarhólinn. Vinnuvernd Nýr þáttur hefur hafið göngu sína í útvarpinu á fimmtudagsmorgnum en það er Vinnuvernd í umsjá Vigfúsar Geirdal en honum til aðstoðar verður Auður Styrkársdóttir. Fyrsti þátturinn var kynning á því sem tekið verður fyrir í vetur og á vinnuverndarlög- unum en hér er á ferðinni þarft umfjöllunarefni enda verða teknir fyrir í vetur ýmsir þættir í starfsum- hverfi sem geta haft áhrif á heilsu manna. vonlausa víti sem eru fátæktarhverfi þeirrar borgar. Að loknum Brasilíuförunum kvaddi svo Jóhann Kristófer þennan táradai en óhætt er að segja að hann hafi haldið stórum hluta þjóðarinnar hugföngnum við skerminn undanfarin sunnudags- kvöld. Vetrardagskráin í sjónvarpi næstu viku voru nokkrir þættir vetrardagskrárinnar kynntir og- í vikunni hófust sumir þeirra. Fjand- vinir, breski gamanmyndaflokkurinn á mánudagskvöldum, um nágranna- erjur þeirra Peel og Smallbridge lofar góðu, frábær húmor sem Bretum einum er lagið að gera en kanadíska sjónvarpskvikmyndin á eftir olli miklum vonbrigðum slepjuleg um- fjöllun á örlögum 12 ára borgardrengs sem þráir einskis nýtan föður sinn aftur. „Maðurinn sem þú elskar að hata“ er mættur til leiks á ný á miðviku- dagskvöldum og má búast við að Friðrik Indriðason blaðamaður skrifar um dagskrá ríkisfjölmiðlanna plötur Tappað af ■■ ■ Bitið fast i vitið Tappi tíkarrass SPOR ■ Þá hefur hljómsvcitin Tappi tíkarrass tappað af sinni fyrstu plötu, „Bitið fast (vitið“ en hér er um sex laga 45 sn. plötu, allt efni frumsamið af sveitinni sjálfri. Tappi tíkarrass hefur á skömmum tíma skapað sér nafn sem ein af betri hljóm- sveitum nýbylgjurokksins hér- lendis og hefur sveitin á að skipa einhverri athyglisverð- ustu söngkonu á því sviði sem komið hefur upp Björk Guð- mundsdóttur, en auk hennar skipa hljómsveitina þeir Jakob Smári Magnússon, bassi, Eyj- óifur Jóhannsson gítar og Guðmundur Pór Gunnarsson trommur en auk söngsins grípur Björk einnig í hljóm- borð á nokkrum laganna. Upptökur á plötunni fóru fram í Hljóðrita í ágústmánuði s.l. undir stjóm Tony Cook en síðan hefur sveitin leikið lög af plötunni á nokkrom tónleikum og nýlega tók hún þátt í norrænni rokkhátíð í Osló „rock mot ros“ ásamt 19 öðrum norrænum rokksveit- um og gat Tappi sér gott orð þar, var meðal annars boðið að spila á þeim þekkta klúbbi Club 7 í Osló. - FRI Óslípaður demant? ■ Þeir eru lífseigir gömlu brýnin úr rokkhljómsveitinni Bad Company. Einmitt núna þegar allir héldtf að þeir væru gíeymdir og grafnir, eða það sem ennþá verra er, komnir á elliheimilið, þá hrista þeir af sér rykið (eða moldina og ánamaðkana) og senda frá sér nýja plötu, „Rough Diamond" heitir hún og er sú sjötta frá upphafi. Sem fyrr er það Paul Rodgers fyrrum meðlimur hinnar frábæru hljómsveitar1 Free, sem leiðir kompaniið (ekki Nýja kompaníið þó), en það var einmitt undir styrkri stjórn hans sem Bad Company slógu í gegn árið 1974 og gerðu allt vitlaust með laginu „Can’t get enough“. Það lag komst alla leið í fyrsta sæti banda- ríska vinsæidalistans. Þá áttu Bad Company í harðri sam- keppni við Bachman Tumer Overdrive, en það er nú önnur saga... Á „Rough Diamond", sem má kalla „Hinn óslípaða dem- ant“ Bad Company, eru 10 lög og að venju er Rodgers afkasta mestur við lagasmíðarnar. Tónlistin hefur breyst aðeins og auk blúsáhrifanna, sækir nú „slæmi félagsskapurinn” cfni í srniðju kúreka og sveitasöngvara. -ESE* ■ Það skal teldð fram hér að í þessum dálki eru plötur kynntar en ekki gagnrýndar. Gagnrýni á plötum cr á síðum Nútímans um helgar. DAIHATSU DAIHATSU CHARADE Ármúla 23 Reykjavík Símar: 81733 - 85870 rökréttur valkostur &ERNIR ■ | alhliða ftugþjónusta, áætlunar, leigu, fragt, og sjúkraflug F ÍSAFIRÐI SÍMI 94 3698

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.