Tíminn - 08.10.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.10.1982, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1982 HelgarpakkinnJ ■v<> ? • ’ i ■ Sjónvarpskynning Nýr íslenskur framhaldsflokkur á laugardagskvöldum „Þættir úr félagsheimili”: Þorlákur þreytti og sænskt sósíalkjaftæði ■ Á laugardagskvöldið hefur göngu sína í sjónvarpinu nýr íslenskur framhaldsmyndáflokkur „Þættir úr Félagsheimili", en hér er um að ræða 6 leikrit sem gerast í litlu þorpi út á landsbyggðinni. í félagsheimili stað- arins fer fram öll menningarstarfsemi og félagsstarf íbúa, en öll leikritin eiga það sameignlegt að þau gerast öll meira og minna í félagsheimilinu og nágrenni þess. Fyrsti þátturinn nefnist Sigvaldi og sænska línan og eftir Guðnýju Hall- dórsdóttur en sex höfundum var boðið að skrifa inn í þetta umhverfi undir handleiðslu eins og sama leikstjóra, Hrafns Gunnlaugssonar, sem hafði það hlutverk ásamt upptökustjóra, Andrési Indriðasyni, að kynna höfund- unum frásagnartækni sjónvarpsins og koma á samstarfi milli þeirra. Höf.- undar efnis auk Guðnýjar eru þeir Jón Guðmundsson, Agnar Þórðarson, Örn Bjarnason, Jón Örn Marinósson og Þorsteinn Marelsson. Fyrsti þátturinn fjallar um Sigvalda Jónsson, íslending sem verið hefur við leikstjóranám í Svíþjóð og er fenginn af áhugaleikfélaginu til að æfa og setja á svið leikrit. Leikfélagið hefur valið hláturs og kassastykkið Þorlák þreytta og stjórnast val af bágbornum fjárhag og því að menn eru almennt „of þreyttir til að horfa á þyngri verk“. Sigvaldi finnur hinsvegar djúphugsaða þjóðfélagsádeilu í þessum gamla farsa og hyggst með nýjum leikstjórnarað- Æfing í Félagsheimilinu. gerðum leiða fólk í sannleikann um það hvers vegna Þorlákur sé þreyttur' og hvaða þjóðfélagslegar aðstæður liggja þar að baki. Forsýning var á öllum leikritunum í sjónvarpssal fyrir skömmu og átti undirritaður þess kost að sjá m.a. þennan þátt og er þessi kokteill, Þorlákur þreytti og sænskt sósíalkjaft- æði bráðskemmtilegur þáttur sem auðvelt er að finna hliðstæður við úr daglegu lífi hérlendis. Með aðal- hlutverk fara þau Borgar Garðarsson, Edda Björgvinsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Flosi Ólafsson, Lilja G. Þorvaldsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Sigurveig Jónsdóttir en í öllum þáttunum fara, að mestu, sömu leikarar með öll hlutverkin. - FRI Nýr gamanmyndaflokkur hefst á sunnudag: SCHULZ ■ í sjónvarpinu, sunnudag, hefur nýr breskur gamanmyndaflokkur göngu sína Private Schulz eða Schulz í herþjónustu og fjallar hann um ævin- ■ Schulz og Neuheim major (Elphick og Ian Richardson) í hlutverkum sínum í Private Schulz. týri dátans Schulz. Umgjörð þessara þátta er svokölluð „Aðgerð Bern- hard“ sem nasistar settu í gang á stíðsárunum og miðaði að því að eyðileggja efnahag Breta með því að dreifa yfir landið milljónum af vel fölsuðum fimm punda seðlum. Schulz er leystur úr fangelsi fyrir fölsun og fær verksmiðjuvinnu. Hon- um leiðist hún og skráir hann sig í þýska herinn .Þar lendir hann undir stjórn Neuheims majórs í SS-sveit- unum en sá sér um einn þátt fölsunaraðgerðarinnar. Þessi framhaldsmyndaflokkur hefur fengið frábæra dóma allsstaðar sem hann hefur verið sýndur og þar sem undirritaður hefur séð nokkra þætti hans erlendis mælir hann hiklaust með honum enda grínið á stundum alger- lega óborganlegt. Breska pressan hefur fjallað um þáttinn með setningum eins og „leikur Michael Elphick í aðalhlutverkinu er töfrar“...„blanda af frábæru handriti, leik og leikstjórn"... og þar fram eftir götunum. - FRI Frábær laugar- dagsmynd sjónvarpsins: I búdum ■ Jane Alexander í hlutverki sínu í laugardagsmyndinni. ■ Laugardagsmynd sjónvarpsins að þessu sinni.er Playing for time (Leikið til lausnar) leikstýrt af Daniel Mann með þeim Vanessu Redgrave og Jane Alexander, Maud Adams og Marisa Berenson í aðalhutverki. Myndin, sem byggir á sjálfsævisögu Faniu Fenelon fjallar um líf fanga í fangabúðum nasista í Auschwitz en , Fania var vinsæl kabarettsöngkona í Frakklandi fyrir stríð, átti gyðing að föður en kaþólikka að móður og hafnaði því í hinum alræmdu fanga- búðum. Vegna bakgrunns hennar er hún sett í kvennahljómsveit fanganna og er sú sveit neydd til að spila fyrir kvalara sína verk eftir menn eins og Puccini og Beethoven. Kvikmyndahandbók okkar gefur þessari mynd fjórar stjörnur, eða hæstu einkunn og getur einkum frábærs leiks Vanessu Redgrave í hlutverki Faniu. - FRI sjónvarp Þriðjudagur 12. október 19.45 Fréttaágrlp á táknmáll 20.00 Fréttlr og voður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Bangsinn Paddlngton Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaður Mar- grét Helga Jóhannsdðttir. 20.40 Þróunarbraut mannslns 2. Eitt Iftið skret I öðrum þætti fjallar Richard ' Leakey um elstu minjar um mannvenjr ■ sem gengu uppréttar. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.55 Derrick Óður til Margrétar Stúlkutik finnst undir brú og Derrick rekur slóðina til gítarleikara I næturklúbbi. Þýðandi i Vieturliðl Guönason. 22.50 Þingsjá Umsjónarmaður Ingvi Hrafn Jónsson. 23.40 Dagskráriok ■ Önundur Bjömsson mun leita svara við spumingunni „Em iána- drottnar að tröllríða skuldunautum sínum?“ á þriðjudag. útvarp Þriðjudagur 12. október 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. Gull I mund. 7.55 Daglegt mál. 8.00 Fréttlr. 8.15 Veöurfregnir. Morgun- orð: Sveinbjörg Ammundsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.05 Morgunstund barnanna: „Barna- sögur“ eftir Peter Bichsel. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þlngfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Man ég það sem löngu leið“ Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.00 Islensklr einsöngvarar og kórar syngja. 11.30Eru lánadrottnar að tröllríða skuldunautum sinum? Þáttur Önundar Bjömssonar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttlr. 12.45. Tilkynningar. Þriðju- dagssyrpa. 14.30 „Ágúst" eftir Stefán Júliusson. Höfundurinn les (7). 15.00 Mlðdegistónleikar. 15.40Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 „SPÚTNIK“. Sitthvað úr heimi vísindanna. Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjónar- maður: Ólafur Torfason. (RÚVAK.) 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Sinfónisklr tónleikar. 21.45 Útvarpssagan: „Brúðarkyrtillinn" eftir Kristmann Guðmundsson. 22.15 Veðurfregnir. Fróttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þriðji heimurlnn: Tansanfa. Um- sjón; Þorsteinn Helgason. 23.15 Oni kjöline Umsjónarmenn: Þor- steinn Jóhann Jónsson og Þorvaldur Kristinsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárfok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.