Tíminn - 08.10.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.10.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1982 H elga rpak k in n T ónleikar íþróttir um helgina Úrvalsdeildin: „Meiri barátta” ■ Margir eru þeirrar skoðunar að það verði Njarðvíkingar og Valsmenn sem komi til með að berjast um meistaratitilinn í körfuknattleik í vetur. Þessi tvö lið leika einmitt í Njarðvík á laugardag klukkan 14.00. Tíminn hafði samband við Gunnar Þorvarðarson Njarðvíking og spurði hann hvernig honum litist á leikinn gegn Val. „Mér líst vel á leikinn. Við Njarðvíkingar erum bjartsýnir. Ég tel að við eigum ekki minni möguleika á meistaratitlinum en í fyrra. En þetta verður áreiðanlega meiri barátta. Okkar hörðustu keppinautar verða Valur og Fram. Hins vegar held ég, að ÍR-ingar og KR-ingar hafi slökustu liðin, en það er erfitt að spá nokkrum falli að svo stöddu.“ Á sama tím'a og leikið verður í Njarðvík, leika KR og Fram í íþróttahúsi Hagaskóla og á sunnudag leika þar ÍR og ÍBK. Líklegt verður að telja að Fram sigri KR, en hinn ■ Gunnar Þorvarðarson. leikurinn gæti orðið spennandi, enda þótt ýmislegt bendi til þess að Keflvíkingarnir séu sterkari. Aðeins einn leikur verður háður í 1. deild karla í handknattleik. Á sunnu- dagskvöld klukkan 20.00 mætast Stjarnan og Fram í Hafnarfirði. Þar má búast við hörkuleik, en bæði liðin hafa nú tvö stig, þannig að hvert stig fer að verða þeim dýrmætt. Þá verða leiknir margir leikir í 1. deild kvena og í 2. og 3. deild karla, en nánar er skýrt frá þeim á íþróttasíðu. Bjöggi á Broadway ■ Hljómsveit Björgvins Halldórs- sonar heldur seinni tónleika sína í Broadway í kvöld en hljómsveitin er sem kunnugt er nýkomin frá Sovétrikj- unum þar sem hún vakti stormandi lukku allsstaðar sem hún kom fram en þeir félagar ferðuðust allt austur til Síberíu og suður til Tiblisi á rúmlega mánaðarferðalagi sínu til Sovétríkj- anna. Rússar kunnu vel að meta hljóm- sveit Björgvins því á sumum tónleik- unum ætlaði allt vitlaust að verða er þeir tóku rokkaðri lög sín, flestir' dönsuðu og sungu með og við höfum heyrt því fleygt að fyrir allavega eina tónleikana hafi ekki dugað minna til en kalla út Rauða herinn til að hafa hemil á mannskapnum. Félagsstofnun stúdenta Nokkur breyting mun verða á tónleikum „Upp og ofan“ í félags- stofnun, þ.e. tónleikarnir verða ekki endurteknir á laugardagskvöldið eins og áformað var, en í staðinn er ætlunin að hafa þá bæði föstudags - og laugardagskvöld um næstu helgi. í kvöld koma fram í Félagsstofnun hljómsveitirnar Jonee Jonee, Von- brigði og Þeyr og eru þetta síðustu tónleikar þeirra síðastnefndu áður en þeir halda í ferðalag um Norðurlöndin og Evrópu. ■ Bandaríska söngsveitin The Platters hefur slegið í gegn á íslandi svipað og annars staðar á Norðurlöndunum og víðar. Hún sótti ísiendinga heim í fyrra og hitteðfyrra og enn á ný eru Platters væntan- legir. Þeir skemmta í Sjallan- um á Akureyri föstudagskvöld- ið 8. október. Kvöldið eftir kemur söngsveitin fram á veitingahúsinu Broadway og í Háskólabíói á miðnæturhljóm- leikum sama kvöld. Lokakons- ert Platters að þessu sinni verður í Háskólabíói sunnu- dagskvöldið 10. október klukk- an 21. Vart þarf að kynna Platters með mörgum orðum. Þessi vinsæla söng- sveit sló í gegn um miðjan sjötta áratuginn er rokköld gekk í garð. Platters komu maðal annars fram í kvikmyndinni Rock Around The Clock sem talin er hafa valdið tímamótum í hugsanagangi ungs fólks á þessum tíma. Aðeins einn liðsmanna Platters frá þessum tíma er ennþá með. Það er bassasöngvarinn Herb Reed. Félagar hans hafa það reyndar á orði að Reed hafi farið með hlutverk klukkunnar í Rock Around The Clock! Fyrr á árum voru lög Platters tíðir gestir á vinsældarlistum um allan heim. Þekktust þeirra eru Only You, The Great Pretender, HarbourLights, My Prayer og Smoke Gets In Your Eyes svo að nokkur séu nefnd. Þessi lög eru að sjálfsögðu aðaluppistaðan í prógrammi Platters enn þann dag í dag. Einnig syngur hópurinn að sjálfsögðu nýrri lög. Sviðsframkoma Platters er einnig rómuð. Þess vegna er það að stór hluti aðdáenda Platters kemur á hljómleika sveitarinnar aftur og aftur. Sömu sögu er að segja hér á landi og annars staðar á Norðurlönd- unum að aðdáendahópurinn fer sífellt stækkandi. En sjón og heyrn er sögu ríkari. Platters eru að koma í heimsókn í þriðja skiptið á þremur árum og áreiðanlega ekki í það síðasta... FLUG DÝRAFAG N AÐU R í VÍKINGASALNUM ■ Flugdýrafagnaður verður haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða í kvöld. Hér er um að ræða nokkurs konar árshátíð áhugamanna um hinar ýmsu fluggreinar, s.s. svifdrekaflug, svif- flug, vélflug o.fl. o.fl. Flugdýrafagnaður var síðast haldinn árið 1978, en fram að því hafði hann verið haldinn nokkuð reglulega um árabil. —_Að sögn Kára Guðbjörnssonar, formanns flugdýranefndar, verður gestum á fagnaðinum boðið upp á bollu við komuna í Víkingasalinn. Síðan á að skemmta sér fram eftir kvöldi. Um miðnætti verður boðið upp á snarl. . Miðar á Flugdýrafagnaðinn fást í öllum flugskólum landsins og einnig eru þeir fáanlegir víða á Reykjavíkur- flugvelli. Miðaverð er 250 krónur og ef ágóði verður af fagnaðinum er ákveðið að hann renni til góðgerðar- starfsemi. - Sjó. sjónvarp Miðvikudagur 13. október 18.00 Stikllsberja-Flnnur og vinir hans. 2. Ástin unga Þýsk-kanadiskur fram- haldsmyndaflokkur gerður eftir sögum Marks Twains. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.25 Svona gerum við 2. Segulmagnið Breskir fræðsiuþættir um eðlisfræði. Þýðandi og þulur Guðni Kolbeinsson. 18.50 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Melarokk Fyrri hluti upptöku Sjón- varpsins á rokkhátíð á Melavelli- Fram koma hljómsveitirnar Reflex, Tappi tíkarrass, Kos, Grýlurnarog Fræbbblarn- ir. Upptöku stjórnaði Viðar Vlkingsson. 21.25 Dallas Bandariskur framhaldsflokkur um Ewing-fjölskylduna í Texas. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.15 Vfgbúnaður i geimnum Bresk fréttaskýringarmynd um vígbúnaðar- kapphlaup stórveldanna sem virðist nú ætla að berast út í himingeiminn. Þýðandi Gylfi Pálsson. ' 23.10 Dagskráriok ■ Nína Björk Árnadóttir hefur lestur sinn á „Á reki með hafísnum“ eftir Jón Björnsson á miðvikudag. útvarp Miðvikudagur 13. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull f mund. 7.55 Daglegt mál. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö: Gunnlaugur Snævarr talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Barna- sögur“ eftlr Peter Blchsel. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfrettir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sjávarútvogur og siglingar. Um- sjónarmaður: Ingólfur Amarson. 10.45 Tónlelkar.Þulur velur og kynnir. 11.05 Létt tónllat. 11.45 Úr byggðum. Umsjónarmaöur: Rafn Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynnlngar. 13.30 i fullu fjöri. Jón Gröndal kynnir létta tónlist. 14.30 „Ágúst" eftir Stefán Júlfússon Hötundurinn les (8). 15.00 Mlðdegistó'nlelkar: fslensk Tónlist. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „ÁYeki með hafísnum" eftlr Jón Björnsson Nlna Björk lÁrnadóttir byrjar lesturinn. 16.40 Utli barnatfminn. 17.00 Djassþáttur Umsjónarmaður: Ger- ard Chinotti. Kynnir: Jóninn Tómasdóttlr. 17.45 Neytendamál. Anna Bjamason. 1 17.55Tónleikar. Tiikynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Daglegt mál. Úlafur Oddsson flytur þátttinn. Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Tónlistarhátfð norrænna ung- menna f Reykjavík 1982. 21.05 Frá tónleikum I Norræna húsinu 26. mal (fyrra. 21.25 „Gaudeamus igitur" Stúdentalög i útsetningu Jóns Þórarinssonar. 21.45 Útvarpssagan: „Brúðarkyrtlllinn" eftir Kristmann Guðmundsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.35 íþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar. 23.00 Kammertónlist Leifur Þórarinsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.