Tíminn - 09.10.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.10.1982, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 14 bridge Bridgefélag Akureyrar ■ Aðalfundur Bridgefélags Akur- eyrar var haldinn að Bjargi 28. september sl. A fundinn mættu um 40 manns, og sýnir það vel að áhuginn er mikill fyrir bridgeíþróttinni á Akureyri og nágrenni. í stjórn voru kosin: Júlíus Thorarensen formaður, Örn Einars- son, varaformaður, Soffía Guð- mundsdóttir, gjaldkeri, Þormóður Einarsson ritari, og Einar Svein- björnsson, Kristján Guðjónsson og Símon Ingi Gunnarsson meðstjórn- endur. Starfsemi félagsins verður með svipuðu sniði og síðustu ár. Spilað Bridgedeild Skagfírðinga Síðasta þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Efst urðu eftirtalin pör: 1. Óli Andreason - Sigrún Pétursdóttir 125 2. Jón Hermannsson - Ragnar Hansen 121 3. -4. Högni Torfason - Sigurður Sigurjónsson 117 3.-4. Bjarni Pétursson - Ragnar Björnsson 117 Meðalskor 108 Næsta þriðjúdagskvöld 12. okt- óber hefst Barometer. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. Keppnis- stjóri er Kristján Blöndal og tekur hann að sér skráningu þátttakenda í síma 73291. Ennfremur má tilkynna þátttöku til Sigmars Jónssonar í símum 12817,16737 og heima í síma 35271. Þriðjudaginn 28. sept. hófst vetrarspilamennska deildarinnar, með eins kvölds tvímenning og þátttöku 14 para. Hæstu skor hlutu 1. Ole Andreason - Guðmunilur Pálsson 184 2. Haukur Helgason - Sigrún Steinsdóttir 178 3. Bjarni Pétursson - Sævin Bjarnason 169 4. Hafþór Helgason - Alois Raschofer 167 Bridgefélag Breiðholts Síðastliðinn þriðjudag var spilaður „Eins kvölds tvímenningur" og mættu 14 pör. Röð efstu manna var þessi: 1. Guðmundur Grétarsson - Stefán Jónsson 192 2. Helgi Skúlason - Hjálmar Fornason 191 verður í vetur á þriðudagskvöldum og verður keppnisstjóri félagsins sem fyrr Albert Sigurðsson. Þann 12. október n.k. hefst Thúlekeppni félagsins sem er tvímenningur og verða spilaðar fjórar umferðir. Þátttaka tilkynnist til Arnar í síma 21058 eða Soffíu í síma 23721 fyrir mánudaginn 11. október. Allt spilafólk er hvatt til að vera með frá upphafi, einnig eru nýir félagar velkomnir og allir sem óska eftir nánari upplýsingum um starfsemi Bridgefélagsins eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við einhvern úr stjórn félagsins. 3. Guðjón Jónsson Gunnar Guðmundss. 188 4. Valur Harðarson - Sævar Garðarsson 177 5. Baldur Bjartmars - Kjartan Kristófersson 175 Meðalskor 156 N.k. . þriðjudag verður „Eins kvölds tvímenningur“ í húsi Kjöts og fisks við Seljabraut. Spilamennska byrjar stundvíslega kl. 19.30 (hálfátta). Allir velkomnir. Stóra Floridanamótið Bridgefélag Selfoss og nágrennis stendur fyrir opnu stórmóti í bridge, laugardaginn 16. október n.k. Kallast það „Stóra Floridanamótið“. Mótið verður haldið í matsal Hótel Selfoss. Mótsetning verður kl. 13.00 og spilamennska hefst korteri síðar. Spilaður verður 32ja manna -tölvugefinn" barómeter. 16.000,- króna verðlaun verða í boði og einnig verður spilað um silfurstig. Þátttökugjald er kr. 500,- fyrir parið, og greiðist í mótsbyrjun. Mótsstjóri verður Sigurjón Tryggva- son. Meðan á mótinu stendur verður boðið upp á Floridana ávaxtadrykk- inn vinsæla, einnig verður selt kaffi og meðlæti. Að loknum 32 spilum verður gert matarhlé og selur Hótel Selfoss rétt dagsins á viðráðanlegu verði. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 10. okt. n.k. til eftirfarandi: Erlingur Þorsteinsson sími: 99-1653 Garðar Gestsson sími: 99-1758. Staðan í Hraðsveitarkeppninni, þegar 6 umferðum af níu er lokið. atig 1. sveit Sigfúsar Þórðarsonar 99 2. sveit Ragnars Óskarssonar 81 3. sveit Gunnars Þórðarsonar 80 4. sveitValeyjarGuðmundsdóttur 78 5. sveit Brynjólfs Gestssonar 76 6. sveit Úlfars Guðmundssonar 49 Tíu sveitir taka þátt í mótinu. Guðmundur Sv. Hermannsson RÍKISSPÍTALARNIR Húsnæði óskast Herbergi með eldunaraðstöðu óskast fyrir erlendan sjúkraþjálfara, sem starfar við öldrunar- lækningadeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri öldrunarlækningadeildar í síma 29000. Framsóknarfélag Akraness heldur fund í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut mánudaginn 11. okt. kl. 21.00 Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing 2. Bæjarmál 3. Önnur mál. Stjórnin. Suðurland. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi verður haldið að Leikskálum Vík 30. okt. n.k. og hefst kl. 10. f.h. Nánar auglýst siðar. Stjórnin. Húnvetningar Haustfagnaður Framsóknarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu verður haldinn í Félagsheimilinu Blönduósi 15. okt. n.k. kl. 21.00 Dagskrá: 1. Kaffiveitingar 2. Stutt ávörp Guðmundar G. Þórarinsson alþm. og Arnþrúður Karlsdóttir 3. Skemmtiatriði 4. Hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansi Fjölmennið Félag ungra framsóknarmanna A-Hún og Framsóknarfélag A-Hún. Fundirí Vestfjarða- kjördæmi verða sem hér segir: Tálknafirði laugardaginn Bíldudal sunnudaginn 1C Flateyri föstudaginn 15. Suðureyri laugardaginn Súðavík laugardaginn 1( Isafjörður sunnudaginn 1 Flokksþing 13.-15. nóvember 18. flokksþing framsóknarmanna hefst í Reykjavík laugardaginn 13. nóv n.k. kl. 10 f.h. Áætlað er að þingið standi í 3 daga. Stjórnir flokksfélaga eru hvattar til að sjá til þess að fulltrúar séu kjörnir sem fyrst og flokksskrifstofunni tilkynnt um kjörið. Miðstjórnarmenn eru sjálfkjörnir á þingið. Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra verður haldið á Húnavöllum sunnudaginn 24. okt. og hefst kl. 10 f.h. Stjórnir Framsóknarfélaganna I kjördæminu eru minntar á að halda fundi í félögunum sem fyrst og kjósa fulltrúa á þingið. Stjórn Kjördæmissambandsins. Flokksþing 13.-15. nóvember 18. flokksþing framsóknarmanna hefst í Reykjavík laugardaginn 13. nóv n.k. kl. 10 f.h. Áætlað er að þingiö standi í 3 daga. Stjórnir flokksfélaga eru hvattar til að sjá til þess að fulltrúar séu kjörnir sem fyrst og flokksskrifstofunni tilkynnt um kjörið. Miðstjórnarmenn eru sjálfkjörnir á þingið. Norðurlandskjördæmi eystra Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Húsavík dagana 15. og 16. okt. n.k. Framsóknarfélög í kjördæminu eru hvött til að halda aðalfundi sína sem fyrst og kjósa fulltrúa á þingið. Nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins á Akureyri sími 21180 milli kl. 14 og 16. Stjórn K.F.N.E. Húsavík - Árshátíð Árshátíð framsóknarmanna verður haldin í tengslum við kjördæmisþingið laugardaginn 16. okt. í Félagsheimili Húsavíkur. Dagskrá: 1. Samkoman sett 2. Söngur 3. Ávarp: Þráinn Valdemarsson 4. Skemmtiatriði 5. Dans, Miðaldamenn Húsið opnað kl. 19. Framsóknarmenn mætið vel og takið með ykkur gesti. Miðapantanir þurfa að berast fyrir hádegi fimmtudaginn 14. okt. i símum 41510 og 41494 á kvöldin. Framsóknarfélag Húsavíkur. Hádegisverðarfundur verður haldinn að Hótel Heklu miðvikudaginn 13. okt. kl. 12.00 í fundarsal niðri. Þórarinn Þórarinsson ræðir stjórnarskrármálið og svarar fyrir- spurnum. Fundarstjóri: Einar G. Harðarson Allir velkommr. FUF. 9. okt. kl. 16.00. ). okt. kl. 15.30. Dkt. kl. 21.00. I6. okt. kl. 16.00. i. okt. kl. 21.00. 7. okt. kl. 15.30. Kvikmyndir Sími78900 Salur 1 Félagarnir frá Max-bar) Ytxi only make friends llke these onœlnalifetinie... Rlchard Donner gerói myndirnar Superman og Omen, og Max-Bar er mynd sem hann hafði lengi þráð að gera. John Savage , varð heimsfrægur fyrir myndimar The Dear Hunter og Halr, og aftur slær hann i gegn i þessari mynd. Þetta er mynd sem allir kvik- mydnaaðdáendur mega ekki láta fram hjá sér fara. Aðalhlutv.: John Savage, David | J Morse, Diana Scarwind Leikstjóri Rlchard Donner. Sýnd kl. 3, 5.05, 7.10, 9.10 og 11.15. Salur 2 Porkys er frábær grinmynd sem slegið hefur öll aðsóknarmet um allan heim, og er þriðja að- sóknarmesta mynd I Bandaríkj- unum þetta árið. Það má með sanni segja að þetta er grínmynd ársins 1982, enda er hún f algjörum sérflokki. Aðalhlutv.: Dan Monahan, Mark Herrler og Wyatt Knlght. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð Innan 14 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 3, 5,7,9 og 11. Salur 3 ffp The Exterminator (GEREYOANOINN) (Gereyðandinn) „The Exterminator" er framleidd af Maark Buntzman, skrifuð og stjórnað af James Gilckenhaus, og fjallar hún um ofbeldi i undir- heimum Bronx-hverfisins í New York. Það skal tekið fram, að byrjunaratriðið i myndinni er eitt- hvað það tilkomumesta stað- genglaatriði sem gert hefur verið. Kvikmyndin er tekin I Dolby Stereo, og kemur „Starscope"- hljómurinn frábærlega fram í þessari mynd. Það besta í borg- inni, segja þeir sem vit hafa á. Sýndkl. 3, 5, 9 og 11. Land og synir Sýnd kl. 7 Salur 4 Konungur fjallsins (Klng of the Mountain) Fyrir ellefu árum gerði Dennis Hopper og lék I myndinni Easy Rider, og fyrir þremur árum lék Deborah Valkenburg I Warriors, Draumur Hoppers er að keppa um titilinn konungur fjallsins.sem er keppni upp á lif og dauða. Aðalhlutverk: Harry Hamlin, Deborah Valkenburgh, Dennls Hopper, Joseph Bottoms Sýnd kl. 3,9 og 11. Utlaginn Sýnd kl. 5 og 7 ’

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.