Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 bókafréttir LÉTTIR OC LJÚFFENGIR RÉTTIR Gódur 3ja vikna megrunarkúr meö Ijúffengum og næringarrikum matseðli BÁRA MAGNÚSDÓTTIR þýddi og staðfæröi Borðið Ijúffengan mat og léttist ■ Setberg hefur sent frá sér bókina „Léttir og ljúffengir réttir," bók með góðum 3ja vikna megrunarkúr og ljúffengum og næringarríkum matseðli. Hér er hvatt til þess að borða reglulega, sleppa ekki úr máltíð, en í fæðunni verði sem minnst af kolvetni og sem mest af próteini, en prótein er aðallega í kjöti, fiski, fuglum, osti og sýrðum mjólkur- afurðum. Nú eru það margir sem vinna úti og borða því á vinnustað. Þeir verða því að hafa með sér mat að heiman til að halda kúrinn. Þess vegna eru í bókinni gefnar tvær uppskriftir af hádegisverði, annars vegar fyrir þá sem taka með sér matinn á vinnustað og hins vegar þá sem borða heima. Og svo er uppskrift af morgun- verði og kvöldverði dag hvern. Bókin „Léttir og Ijúffengir réttir“ er dönsk að uppruna, en Bára Magnús- dóttir, sem um 15 ára skeið hefur rekið líkamsrækt í Reykjavík, hefur þýtt og staðfært bókina. Bára hefur því áratuga reynslu í umfjöllun um heilsu-og megrunarfæði fyrir fólk á öllum aldri. Eins og áður segir inniheldur bókin létta og ljúffenga rétti fyrir hvern dag í þrjár vikur, en myndir af réttunum eru litprentaðar. Einkunnarorð bókarinnar gæti því verið: Borðið ljúffengan mat og léttist! AB gefur út: íslenskar smásögur 1847-1974 2. bindi. ■ Út er komið hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins 2. bindi íslenskra smásagna undir ritstjórn og í allri umsjá Kristjáns Karlssonar. Fyrsta bindi Smásagnanna kom út snemma á þessu ári. í þessu öðru bindi smásagnanna eru sögur eftir höfunda sem byrjuðu að birta slíkt efni á tímabilinu um 1920 - um 1945. Þessar sögur eru í bindinu: Þórir Bergsson: Sigga Gunna Jakob Thorarensen: Bréfi svarað Davíð Þorvaldsson: Skóarinn litli Guðmundur G. Hagalín: Guð og lukkan Indriði Indriðason: Um tvennt að velja Kristmann Guðmundsson: Sumarnótt á Bláskógaströnd Hjörtur Halldórsson: Friðsamleg þróun Halldór Stefánsson: Hégómi Kristján Albertsson: Marcel veg- abóndi þórunn Elfa: Er Jósefína búin að ráða sig? Sigurður Helgason: Samúð Stanley Melax: Grafarinn í Lýsufirði Sigurður Róbertsson: Skuldaskil Guðmundur Daníelsson: Faðir og sonur Steindór Sigurðsson: Laun dyggðar- innar Ólafur Jóhann Sigurðsson: Snjór í apn'l Halldór Laxness: Kórvilla á Vest- fjörðum Kristján Karlsson ritar formála um íslenskar smásagnagerð og er hann framhald af formála hans fyrir fyrsta bindi. Og enn mun framhald þessarar ritgerðar birtast í næsta bindi smásagn- anna. í lok bindisins er höfundatal með upplýsingum um höfunda bindisins og smásagnaritun þeirra. íslenskar smásögur 2. bindi er 344 bls. Hún er unnin í Prentsmiðjunni Odda. Tilkynning til innnflytjenda og smásala Athygli er vakin á tilkynningu Verðlagsstolnunamr.32 frá 6. ágúst 1981, en þar segir m.a.: Heildsölum og innflytjendum ber að afhenda verslunum sölunótur í tvíriti. Sölunótur skulu vera svo skýrar að efni og læsilegar, að ekki verði villst á því um hvaða vörutegund er að ræða. Smásalar skulu hafa nefndar sölunótur yfir keyptar vörur liggjandi frammi í verslunum, svo að fulltrúar Verðlagsstofnunar geti fyrirvaralaust fengið aðgang að þeim. Við athugun hefur komið í Ijós, að fyrirmæli þessi eru víða gróflega brotin, þannig að verðgæsla verður mjög erfið. Því er skorað á ofangreinda aðila að framfylgja skyldum sínum í þessu efni, svo að samvinna megi takast við Verðlagsstofnun og ekki þurfi að grípa til sérstakra aðgerða. Verðlagsstofnun. Mazda 1983 árgerðin er 929 komin! Mazda 929 Sedan SDX og Limited uppfylla allar óskir þeirra kröfuhörðustu um glæsilega hönnun, vandaða smíði, þægindi og sparn- eytni. Mazda 929 stenst fyllilega samanburð við bíla, sem kosta jafnvel tugþúsundum meira. Eftirtalinn búnaður er innifalinn í verði á Mazda 929 SDX: Útispeglar beggja vegna. Viðvörunartölva. Snúningshraðamælir. Quarts klukka. Stokkur milli framsæta með geymsluhólfi. Opnun á bensínloki og far- angursgeymslu innan frá. Barnaöryggislæsingar. Halogenframljós. 60 A rafgeymir. Litað gler í rúðum. Ljós í hanskahólfi og skotti. Farangursgeymsla teppa- lögð í hólf og gólf. Diskahemlar á öllum hjólum. Hitastokkur aftur Innfelld rúllubelti aftursætum. Og þar að auki í Mazda 929 uuuwu. Mazda 929—Örugglega bestu bflakaupin í dag. Rafknúnar rúður. Innilýsing með tímarofa. Rafknúnar hurðalæsingar. Sprautur á framljós. 5 gira gírkassi. Framsæti stillaníegt á 8 Veltistýri. mismunandi vegu. Vökvastýri. Heilir hjólkoppar. Stillanlegir höfuðpúðar á Tölvuklukka. aftursætura. Smiöshöfða 23 sími 812 99 Fáanlegur aukabúnáður: Sjálfskipting. Rafknúin sóllúga. Álfelgur. ATHUGIÐ: Meðaleyðsla Mazda 929 er aðeins 9-9,5 ltr. pr. 100 km. samkvæmt prófun Morgunbl. 29.9.82.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.