Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 22
ÍZO LSiJil'l íl«. SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 á bókamarkaði Fjölbreytt efni í feitri Sögu ■ Saga, tímarit Sögufélags, 20.árgang- ur, er komið út. Þetta hefti er mikið-að vöxtum og að vanda fjölbreytt að efni. Að þessu sinni birtir Saga ritgerðir eftirtalinna höfunda: Guðrún Ása Grímsdóttir, cand.mag. fjallar um afskipti erkibiskupa af íslenzkum málum á 12. og 13. öld. Helgi Þorláksson, cand. mag. á í þessu hefti ritgerðina Stéttir, auður og völd á 12. og 13.öld, sem er nýtt innlegg frá hans hendi í þá umræðu, sem verið hefur í gangi um þetta efni í Sögu milli hans og Gunnars Karlssonar prófessors. Sigurjón Sig- tryggsson fræðimaður á Siglufirði birtir ritgerð, sem hann nefnir Gjörningveðrið 1884. Kemur fram í ritgerð hans, að trú almenings á að einstakir menn kynnu ýmislegt fyrir sér, virðist hafa verið ótrúlega lífseig. Gunnar Karlsson prófessor ritar athyglisverða grein um sögukennslu í skólum. Er hér í senn um að ræða sögulega athugun og hugleiðing- ar um framtíðarstefnu í þessu efni. Mikil grózka hefur verið í franskri sagnfræði hin síðari ár, og franskir sagnfræðingar að ýmsu leyti verið brautryðjendur um nýjar áherzlur í efnisvali og rannsóknar- aðferðum. Einar Már Jónsson, sendi- kennari við Sorbonneháskóla greinir lesendum Sögu frá þessum hræringum í grein, sem hann nefnir Nýjar stefnur í franskri sagnfræði. Þjóðskjalasafn íslands á aldarafmæli* á þessu ári. íslenzkir sagnfræðingar eiga þeirri stofnun mikla skuld að gjalda, og því þótti ritstjórn Sögu einsýnt að minnast þessara tímamóta í sögu safnsins í þessu hefti. Það gerir Sigfús' Haukur Andrésson í greininni Þjóð- skjalasafn íslands. Aldarminning. Þar rekur hann sögu safnsins, aðstæður þess um þessar mundir, og þau miklu verkefni, sem bíða úrlausnar á þessum vettvangi. Saga Sjálfstæðisflokksins var mjög til umræðu á s.l. ári vegna þriggja bóka um það efni, sem þá komu út. Svanur Kristjánsson prófessor fjallar nú ítarlega um þesar bækur í Sögu. Aðrir höfundar ritgerða og greina í Sögu 1982 eru Sveinbjörg Rafnsson prófessor, sem ritar um Þorláksskriftir og hjúskap á 12. og 13. öld, Bergsteinn Jónsson dósent, sem fjallar um sr.Pál Þorláksson og prestsþjónustubók hans og Loftur Guttormsson lektor, sem greinir frá samstarfi norrænna sagnfræð- mga. Saga flytur að.þessu sinni minningar- greinar um þrjá menn, sem unnu íslenzkri sagnfræði mikið og gott starf, hver með sínum hætti; þá Ólaf Hansson prófessor, Jón Helgason ritstjóri og Pétur Sæmundssen bankastjóra. Ritfregnir og ritdómar skipa að vanda veglegan sess í Sögu. Að þessu sinni birtast ritdómar eftir Helga Skúla Kjartansson Gunnar B. Kvaran, Ólaf Ásgeirsson, Lýð Björnsson, Lúðvík Kristjánsson, Ragnar Árnason, Jón Þ. Þór, Kristján E. Guðmundsson og Sölva Sveinsson. Síðast en ekki sízt hefur Saga 1982 að geyma Efnisskrá Sögu 1.-20. bindis 1949-1982 í samantekt Steingríms Jónssonar, cand.mag., og er að henni mikill fengur fyrir notendur Sögu, sem þarna fá handhægan lykil að efni ritsins frá upphafi. Ritstjórar Sögu eru þeir Jón Guðnason dósent og Sigurður Rangars- son, cand.philol. • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband, PRENTSMIÐJA N C^ddct H F. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 „Ungbaritið”, bók um þroska og umönnun smábarna ■ Ut er komin hjá IÐUNNI bókin ungbarnið. Um þroska og umönnun barna fyrstu tvö æviárin. Höfundar eru tveir hjúkrunarfræðingar, Anna Margrét Ólafsdóttir og María Heiðdal. - Bókin byggist á reynslu höfundanna við bamaeftirlit og foreldrafræðslu. f KUBOTA JAPAINISKIR TRAKTORAR 4ra ára frábær reynsla hér á landi Eigum nú fyrirliggjandi tvær stærðir af vinsælu japönsku KUBOTA traktorunum. Mjög hagstætt verð og góðir greiðsluskilmálar. Komið og kynnist KUBOTA traktorunum af eigin raun. Sýningartraktorar á staðnum. KUBOTA er ekki aðeins stærsti traktor-framleiðandi Japans heldur einn af stærstu traktorframleiðendum á heimsmarkaðnum. formála segja höfundar meðal annars; „Hér er fjallað um meðgöngu, fæðingu, en þó einkanlega umhirðu, vöxt og þroska bama á fyrsta og öðru ári... Um aðferðir við uppeldi bama ríkja og hafa ríkt margar og mismunandi skoðanir. Þessi bók veitir ekki tæmandi fróðleik eða upplýsingar um þau efni, en við höfum leitast við að afla okkur fróðleiks um nýjungar sem fram hafa komið um uppeldi ungbarna." Arma Margrét Olafedóttir Maria Heiðdal Ungbarnið skiptist í tuttugu og fimm kafla. Meðal kafla- heita eru: Almenn dagleg umhirða nýburans - ungbarnsins; Brjóstagjöf; Pelagjöf; Mataræði; Melt- ingartruflanir; Útivera; Málþroski bama; Hreinlætisvenjur; Leikur og leikföng; SÍys á bömum og Nokkur skyndihjálparráð. - í bókinni em fjölgargar myndir og einnig töflur og línurit. María Heiðdal hefur lokið námi í geðhjúkmn í Uppsölum og hjúkmnar- námi við Hjúkrunarskóla ísiands. Þá stundaði hún framhaldsnám í heilsu- vemd veturinn 1976-77 við hjúkrunar- fræðideild Árósaháskóla. Hún er nú deildarstjóri á bamadeild Heilsuvemd-| arstöðvar Reykjavíkur. - Anna Margrét Ólafsdóttir hefur lokið prófi frá Hjúkmnarskóla islands og stundað framhaldsnám í heilsuvemd 1977-78 í hjúkrunarfræði deild Árósarháskóla. Hún starfaði við Heilsuvemdarstöð Reykj víkur um skeið og var deildarstjóri heimahjúkrunar. Nú starfar Anna Margrét við ungbamavemd í Stokk- hólmi. Ungbamið er % blaðsíður, prýdd mörgum myndum og uppdráttum. Oddi prentaði. tsmarit sögufélags XX bindi Jarða- bókarinnar komið út n Þriðja bindi Jarðabókar Áma Magnússonar og Páls Vídalíns er nú komið út endurprentað á vegum Hins íslenska fræðafélags í Kaupmanna- höfn. Þetta bindi er um Gullbringu-og Kjósarsýslu, og var jarðabók þessi samin á ámnum 1703-1705. Bogi Th. Melsted gaf hana fyrst út á ámnum 1923-1924 hjá Fræðafélaginu. Félagið réðst í endurútgáfu á jarðabókinni árið 1980, og kemur 4. bindi, um Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, um mánaðamótin nóvember - desember. Ráðgert er að gefa út tvö bindi á ári hverju. Að síðustu verður svo gefið út lokabindi, þar sem birt verða skjöl um sjálfa jarðabókina og samningu hennar, og gerð verður atriðisorða- skrá um öll bindin. Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur sér um útgáfu á því bindi. Band hinnar nýju útgáfu hannaði Hilmar Einarsson, forstöðumaður viðgerðastofu Safnahússins, og Tómas Jónsson teiknari sá um útlit kápu. Kápuna prýðir handgerð eftirmynd af íslandskorti Þórðar biskups Þorláks- sonar frá 1670. Kortið sjálft var í eigu konungs, cn Árni Magnússon hafði það að láni meðan hann vnn að samningu jarðabókarinnar hér á landi. Upplag útgáfunnar er 1200 eintök, en áskrifendur em um 650 talsins. Verði er mjög stillt í hóf, svo að sem flestir geti eignast þetta merka heimildarrit. Umboð fyrir Fræðafélgaið hefúr Sögufélag, Garðastræti 13b, 101 og geta áskrifendur vitjað jarðabókarinn- ar þar. i - iggi JARÐABÓ Árna Magnússonar og W!s Vidate Gullbringu og Kjösarsýsla f "4 i : / * v x tt a/ ' - „' »*&

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.