Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 25

Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 25 erlend hringekja eru miklar líkur á að þessar hótanir komi frá sömu öfgasinnunum og ganga um götu Tokyoborgar dag hvem og krefjast þess að hinn rúmlega áttræði keisari fái að fullu þau völd í hendur sem hann hafði áður en Japan var sigrað f síðari heimsstyjöldinni. Borgarstjóri Tokyo, Shuníchi Suzuki, sem er talinn eiga mikla pólitíska framtíð fyrir sér, var eins og áður er getið tengdur einni herdeilda læknisins Ishii, sem var hershöfðingi sýklahemaðarfylkisins. hann 10. ágúst sl. fór einn þingmaður Japanska kommúnistaflokksins, Toshio Sakaki fram á það í Neðri deild þingsins, að ríkisstjórnin gerði nákvæma erein fyrir því hvaða hlutverki Suzuki hefði haft að gegna í 16. herdeildinni á stríðsárunum, en sú herdeild var ein áðumefndra 67 herdeilda undir stjórn deildar 731 í Harbin. Áður en mál þetta'var tekið fyrir á Japansþingi, bað þessi sami þingmaður Suzuki að greina frá því hvert hlutverk hans hefði verið innan hersins í norðurhluta Kína 1938. Suzuki sem er til hægri við stjórnarflokkin Frjálslynda demó- krataflokkinn, sagðist hafa verið . liðsforingi í bókhaldsdeild herdeildar þeirrar sem sá um að útvega hemum vatnsbirgðir og reyndi að hamla - útbreiðslu farsótta (en þetta var einmitt dulnefni sýklahernaðarfylkisins). Sagði hann að störf hans hefðu ekki á nokkurn hátt tengst tilraunum með lifandi menn. Hann viðurkenndi samt sem áður að honum hefði verið kunnugt um hið ljóta leyndarmmál Ishii hershöfðingja. Þegar herða átti yrirheyrslurnar yfir Suzuki, þá sagði Suzuki borgarstjóri viðtalinu lokið og hraðaði sér út úr herbergi því sem hann var yfirheyrður í. Seiichi Morimura sem skrifaði bækurnar tvær um herdeildir Ishii hershöfðingja, sem fékk blóðið til að storkna í æðum yngri kynslóða Japana segir að allar herdeildirnar annars konar vandamál, eins og vanmáttur til að hafa stjórn á þvaglátum, ófrjósemi, kvalafullartíðir og kvalafullar samfarir. Fæðingar eru umskornum konum án undantekningar mjög erfiðar, því örið eftir umskurðinn gefur lítt eftir. Þar sem aðgerðin er óafturkallanleg með öllu, er hægt að opna barmana með hníf og síðan að festa þá á nýjan leik saman með þyrnum eða kattargirni. Þetta er iðulega gert til þess að tryggja skírlífi eiginkonunnar á meðan eiginmaðurinn er á brott. Það að tryggja skírlífi er ein augljós ástæða fyrir umskurði á konum. Var umskurðurinn áður fyrr í tengslum við vígslusiði sem voru viðhafðir þegar kynþroska var náð, en þessi notkun á umskurði er nú á undanhaldi, eins og reyndar flestir trúarlegir og þjóðflokkalegir siðir eru. Rannsókn á Mali leiddi í ljós að meira en helmingur umskorinna stúlkubarna þar, er umskorinn innan við eins árs aldur. Þar var aðgerðin réttlætt með því að heilbrigði stúlknanna væri í veði, og þar að auki væri hér um alda gamla hefð að ræða. Þrátt fyrir allar þær þjáningar sem hnífurinn færi konum við þessa aðgerð þá eru það nú einu sinni konur sem ganga harðast fram í því að viðhalda þessari limlestingarhefð kvenna. Umskurðuner tíðari á meðal Múhameðstrúarmanna á meðal annarra trúarhópa, þó að hann finnist í litlum mæli hj á Gyðingum, kristnum Egyptum og fleirum. En það er hvergi í Kóraninum minnst á umskurð kvenna og vitað er til þess að umskurður kvenna hafi tíðkast fyrir daga Islam. Orðtakið „Faróískur umskurður" bendir til þess að uppruni þess sé í Egyptalandi hinu forna (Egyptar nefna þess aðgerð Súdanskan umskurð). Það þarf að sjálfsögðu meira til en sem staðsettar voru í Kína og Suðaustur-Asíu hafi haft tvíþættu hlutverki að gegna: Annars vegar hafi þær séð um að útvega nægar vatnsbirgðir og hins vegar hafi þær átt að sjá um framkvæmdir á sýklahemaðartilraunum, í samræmi við þær skipanir sem bámst hverju sinni frá höfuðstöðvunum Harbin. „Þær höfðu allar sama hlutverkinu að gegna.. og starfsmennimir til þess að vinna verkin voru sendir frá höfuðstöðvunum.“ Ekkert bendir til þess að borgarstjóri Tokyo Suzuki, hafi á einn eða annan hátt tekið þátt í sýklahernaðartilraununum. Þeir eru efalaust í minnihluta sem deila þeirri skoðun með kommúnistaþingmannium Toshio Sakaki, að Suzuk sé óhæfur til þess að stjórna þesari næststærstu borg veraldar. í þessu sambandi er ef til vill rík ástæða til þess að rifja upp að sjálfur forsætisráðherra Japan, Nobusuke Kishi var fangi Bandanabba árin 1957 til 1960 grunaður um strðsglæpi, en þá var hann látinn laus, að því er talið er, vegna þess að Bandaríkjamenn sáu í honum notadrjúgan andkommúnískan bandamann. Andstætt Þýskalandi, þá voru hugsanlegir stríðsglæpamenn í Japan ekki sóttir tii saka eftir stríð - reyndar var sá möguleiki aldrei viðurkenndur af Japönum að Japanir hefðu framið stríðsglæpi. Seiichi Morimura gerir í bókum sínum grein fyrir því hversu margir fangar máttu þola að skurðaðgerðir væru framdar á þeim, og innyfli fjarlægði án þess að nokkur deyfilyf væru notuð, allt í þágu vísindanna segir ástæðuna vera einfalda: „í stríðinu unnum við allir saman; jafnvel 12 ára krakka eins og mér var sagt að Japanir væri í sínum fyllsta rétti og að Rúsar og Ameríkanar væru djöflar. Hvernig getum við nú farið að ásaka mennina úr herfylki 731, fyrst enginn gagnrýndi störf þeirra á stríðstímum?" (The Guardian, 17. sept. 1982) tilskipun forseta eða bannfæringu til þess að útrýma sið sem hefur sem bakgrunn árþúsndir af þjóðfélagslegum þrýstingi. Umskurður kvenna hefur verið bannaður með lögum í Súdan síðan árið 1946 (Súdanir staðfestu nýlendulögin þegar þeir fengu sjálfstæði), en þrátt fyrir þetta er umskurður kvenna á einn eða annan hátt mjög útbreiddur í Súdan, og það tíðkast jafnvel þar í landi, að ljósmæður á launum hjá hinu opinbera framkvæmi slíkar aðgerðir. Einn liður í því að útrýma þessari andstyggilegu aðgerð gæti verið að finna þeim sem tekjur hafa af því að framkvæma hana aðrar tekjulindir. Þessi umskurður kvenna hefur algjöra sérstöðu hvað það varðar að vart finnst málefni sem jafnmikil viðkvæmni og feimni ríkir um, því það er ekki einungis að kynferðisleg feimnismál séu stór þáttur í þessu sambandi, heldur er stór þáttur þessa máls þjóðar - og kynflokkastolt, sem að sjálfsögðu má ekki bíða hnekki. Þess er skemmst að minnast frá Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum, að konur utan landanna þar sem umskurður kvenna er framkvæmdur, tóku málefnið á dagskrá sem eitt af málefnum kvenréttindabaráttunnar, en voru hrópaðar niður af kynsystrum sínum frá Afríkulöndunum þar sem umskurðurinn tíðkast, því Afríkukonurnar tóku þessari umræðu sem árás á þjóðflokka sína. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna er nú með þetta mál í nákvæmri rannsókn, og Afríkubúar sjálfir láta nú upp á síðkastið í Ijós æ háværari mótmæli gegn þessari aðgerð. Moi forseti er fyrsti þjóðarleiðtoginn í Afríku sem tekur opinberlega á þessu vandamáli. X (Ur Economnist) Tilraunir til kviðdóms- spillingar vaxandi í Bretlandi Tilraunir til kviðdómsspillingar fara ört vaxandi í Bretlandi, en sú þróun kostar breska skattgreiðendur milljónir punda og veldur stjómvöldum þar í landi ómældum erfiðleikum. Tilraun til kviðdómsspillingar er aldagamalt orð, sem er notað yfir það glæpsamlega athæfi þegar tilraun er gerð til þess að hafa áhrif á skoðun meðUms kviðdóms, annaðhvort með hótunum eða með mútum. Síðastliðið ár varð að stöðva 13 réttarhöld við Aðalsakadóm Lundúna (London’s Old BaUey) einan, vegna þess að meðlimir kviðdóms greindu frá því að reynt hefði verið að þvinga fram ákveðna afstöðu þeirra með hótunum eða mútutUraunum. Þessar tUraunir eru venjulega gerðar nærri heimili meðlims kviðdómsins, þegar hann eða hún er á leið tU réttarhaldanna eða heim frá þeim. Annaðhvort eru tUraunimar gerðar með þeim hætti að viðkomandi er boðið fé, einhvers staðar á mUli 200 og 2000 pund, eða að liafðar eru í frammi hótanir tU þess að fá meðlim kviðdómsins til þess að lofa að atkvæði hans eða hennar hljóði „Saklaus“. Dómurum ber ekki skylda til þess lögum samkvæmt að stöðva réttarhöld þegar í Ijós hefur komið að tilraun til kviðdómsspillingar hefur verið gerð. Það kemur fyrir að þeir ákveða að réttarhöldunum skuli fram haldið, eftir að sá eða sú í kviðdómnum sem varð fyrir hótununum eða mútutilraununum hefur vikið úr kviðdómnum. Samt sem áður er það svo að dómaranum, svo og verjendunum finnst oft og það réttilega að vitneskjan um að tilraun hafi verið gerð til kviðdómsspillingar hafi það oft í för með sér að kviðdómurinn verði fordómafullur gagnvart hinum ákærða og telji (stundum ranglega) að hinn ákærði hafi skipulagt tilraunina til kviðdómsspillingar. Tvö sláandi dæmi um afleiðingar tilrauna til kviðdómsspillingar hafa nýverið komið fram í dagsljósið í Bretlandi. Réttarhöldum yfir sjö sakborningum sem ákærðir voru um eiturlyfjasmygl var hætt þegar einn meðlimur kviðdómsins greindi frá því að reynt hefði verið að múta honum. Komið var að lokum þessara réttarhalda, sem staðið höfðu í 67 daga. Kostnaður við þessi réttarhöld er áætlaður eitthvað á aðra milljón punda. Sextán lögfræðingar störfuðu að réttarhöldunum, allir á launum hjá því opinbera. Um 300 einstaklingar höfðu borið vitni við vitnaleiðslur. Fimmtíu tollverðir höfðu lagt fram sönnunargögn í málinu og einnig höfðu nokkuð mörg vitni verið kvödd til Bretlands frá öðrum löndum til þess að bera vitni. Allt þetta verður nú að endurtaka. Mikil gætni og gæsla hefur verið viðhöfð við réttarhöld sem hófust fyrr í þessari viku, vegna innbrotsþjófnaða, til þess að reyna að koma í veg fyrir að tilraunir til að kviðdómsspillingar verði gerðar. Fyrr á þessu ári var réttarsalnum í Old Bailey breytt, þannig að meðlimir kviðdómsins sæjust ekki vel af almenningi sem hlýddi á réttarhöldin. Þá voru einnig gerðar ráðstafanir til þess að meðlimir kviðdómsins myndu aldrei, á meðan þeir væru í húsakynnum réttarins umgangast nokkurn þann sem ekki sæti í kviðdómnum. En meðlimir kviðdómsins þurfa líka að fara heim, eða hvað? Því er sérhver meðlimur kviðdómsins í þessu máli, þar sem aðeins um einn sakborning er að ræða undir gæslu lögreglunnar 24 tíma á sólarhring og meira að segja eru símtöl viðkomandi á heimilum þeirra hleruð af lögreglunni. Dómarinn í þessu máli hefur beint því til kviðdómenda að þeir megi ekki láta þessar varúðarráðstafanir yfirvalda verða til þess að breyta afstöðu þeirra til sakborningsins. Glæpamennirnir hljóta að gera sér grein fyrir því að tilraun til kviðdómsspillingar er einkar létt leið til þess að stöðva réttarhöld. Það kann jafnvel að vera hagkvæmara fyrir þann sem tilraunina gerir að kviðdæmandinn hafni mútunum og greini dómaranum frá hvað gerst hefur, en að viðkomandi meðlimur kviðdómsins þiggji múturnar. Þrátt fyrir þetta nýja fyrirkomulag í réttarsalnum, með það fyrir augum að aðskilja kviðdóminn og almenning, þá er það cngum vandkvæðum bundið fyrir þann sem þess óskar, að finna út hverjir eru kviðdæmendur í einstökum málum. Það er auðvelt að nálgast kviðdæmanda, sem ekki er undir sérstakri gæslu, og áhættan að vera handtekinn á meðan á tilraun til kviðdómsspillingar stendur er tiltölulega lítil, en slíkt gæti hugsanlega haft í för með sér fangelsisdóm. Það er lögreglunni með öllu ómögulegt að gæta sérhvers meðlims kviðdóms í hverju einstöku sakamáli. Hingað til hefur lögreglan viðhaft ströngustu varúðarráðstafanir í réttarhöldum yfir stórum glæpaflokkum og hryðjuverkamönnum, en tilraunjr til kviðdómsspillingar eru nú einnig að færast niður á minniháttar réttarhöld. Tilraun til kviðdómsspillingar eru aðeins síðasta áfallið í röð þeirra áfalla sem réttarkerfið hefur orðið fyrir að undanförnu. Glæpamenn sem fundnir hafa verið sekir um alvarlega glæpi hafa auðveldlega fundið leiðir sem gerði þeim kieift að setjast í kviðdóm. Tilraunir ríkisstjórnarinnar til þess að herða kröfur þær sem gerðar eru til kviðdæmenda hafa enn ekki borið árangur í Breska þinginu, og frumvarp þar að lútandi verður sennilega að bíða næsta þings. Margir efast um skynsemi þess að 18 ára unglingar fái að sitja í kviðdómi, svo og um þann rétt sakbornings að fá að hafna þremur meðlimum kviðdóms án þess að þurfa að tilgreina nokkrar ástæður fyrir þeirri ákvörðun. Fólk er í daj tregara en nokkru sinni fyrr til þess að sitja í kviðdómi, og þessi nýlega aukning á tilraunum til kviðdómsspillingar hefur enn gefið gagnrýnendum réttarfarskerfisins stuðning, en margir þeirra vilja jafnvel að kerfi það sem ríkir í dag verði afnumið með öllu. (Economist 18,- 24. september) KAffí ‘ mm VIÐ GRANDAGARÐ SÍMI 15932 00** að *foK^r vi* fisKr FISKRÉTTA- HLAÐBORÐ FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 19:00 Á DAGLEGUM MATSEÐLI ERU AUK ÞESS ýmsir úrvals fiskréttir. KAFFl ^ IWi VIÐ GRANDAGARÐ SÍMI 15932

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.