Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 26 nútíminn lUmsjón: Friðrik Indriðason og Eirfkur S. Eiríksson ÓHÁÐI VINSÆLDA- LISTINN — byggt á sölu í STUÐ-búðinni 1. Crass/Christ the Album 2. Cure/Phornography 3. Cabarett Voltaire/2X45 ( 4. Eyeless in Gaza/Drumming in the Bcating Heart 5. Tappi tíkarrass/B-itið fast í vitið 6. Jonee Jonee/Svonatorrek 7. Sex Pistols/The Great rock n’roll swindle 8. Tangerine Dream/Tepiptation 9. Clash/Combat rock 10. Dire straits/Love over gold 1. Purrkur Pillnikk/No time to think 2. Zounds/Dancing 3. Stranglers/Strange little girl. ■ Nokkrar breytingar hafa orðið á óháðalistanum frá siðustu helgi, en þær helstar eru að tvær íslenskar hljómsveitir eru komnar í fimmta og sjötta sæti, þ.e. Tappi tíkarrass í fimmta með „Bitið fast í vitið“ og Jonee Jonee mcð „Svonatorrek“. Nýja plata Dire Straits er komin í tfunda sa-tið og sagði Sævar í Stuðinu að hann byggist við að hún færi ofarlcga upplistanná næstu dögum. Á „litla“ listanum er Purrkurinn enn langefstur, enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana en Stranglcrs varpa ANWL út af þeim lista með piötu sinni „Strange little girl“. — FRI. Alveg SATT-kvöld ■ SATT kvöldið scm líklega var haldið á einhverju „astralplani” á átjándu hæð Klúbbsins, eða þar um bil sl. þriðjudag, verður haldið nk. þriðjudag á jarðbundnu plani á öllum venjulegum hæðum veitinga- hússins. Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar mun ganga aftur, Tappi hvers rass kenndur er við tík mætir og síðast en ekki síst koma Q4U á fleygiferð á staðinn. Húsið opnar kl. 21. - ESE Velheppnuð ferð Björgvins Halldórssonar og félaga til Sovét: ,Rauði herinn varð að skakka leikinn” — Ferðuðust 22 þúsund km. og héldu 27 tónleika ■ - Þessi ferð var engri lík og undirtektir Sovétmanna voru stórkostlegar, sagði Björgvin Halldórsson í samtali við Nútímann, en sem kunnugt er þá eru Björgvin og hljómsveit hans nýkomin úr rúmlega eins mánaðar reisu um Sovétríkin. Að sögn Björgvins var ferðin að vissu leyti ferð út í óvissuna. - Við vissum ekki beint við hverju við máttum búast, en það kom síðar á daginn að við þurftum engu að kvíða. Öll skipulagning var mjög góð, allt frá upphafi til enda og undirtektirnar þær voru í einu orði sagt, stórkostlegar. Alls ferðuðust Björgvin Halldórsson óg hljómsveit um 22 þúsund kílómetra á þessum mánuði og þurfti 16 flugferðir til að flytja þá á milli staða, en alls urðu hljómleikarnir 27 talsins. Við spurðum Björgvin hvort það væri mikill munur á að spila fyrir Sovétmenn miðað við íslendinga. - Pað er alltaf eins að spila og manni líður alltaf eins. En það má segja að hugarfarið hafi verið annað þarna í Sovét. Fólk keypti sig inn á hljómleikana, staðráðið í að hafa gaman og því var þetta mjög jákvætt að öllu leyti. Fólk byrjaði að skemmta sér um leið og það kom inn úr dyrunum. Að sögn Björgvins fann hann þó greinilegan mun á íbúum hinna ólíku Sovétlýðvelda. Mikið fjör hefði verið í Mosvku og við Svartahafið, en hins vegar hefði fólkið í Síberíu verið mikið „passívara" og ekki gefið gleðinni jafn lausan tauminn. Rauði herinn lætur til skarar skríða Það var mikið um að vera á hljómleikum Björgvins og félaga og á mörgum stöðum slepptu áhorfendur beislinu það mikið fram af sér sagði Björgvin að nokkrum sínnum hefði orðið að kveðja til sjálfan Rauða herinn til að skakka leikinn og hafa hemil á æstum aðdáendum hljómsveitarinnar. - Ég man það sérstaklega á síðustu hljómleikum okkar f Tiblisi að þá varð allt gjörsamlega snarvitlaust. Fólkið hoppaði og dansaði út um allan sal og fyrir ofan sviðið voru stórar svalir og ég hélt á tímabili að svalirnar ætluðu niður. Við urðum enda að hætta í miðju lagi því að við áttum helst von á að það færi að rigna niðurfólki á sviðið. Pessi ókyrrð sem varð stafaði annars öðrum þræði af því að lögreglan fór að henda fólki út, sagði Björgvin. Ekki eru öll kurl annars komin til grafar eftir þessa ferð og t.a.m. sagði Björgvin að í deiglunni væru samnirigar um plötuútgáfu. Þau mál gætu þó tekið langán tíma því að þama ríkti allt annað markaðskerfi en á Vesturlöndum. Þama væri bara eitt ríkisríkið plötufyrirtæki, en þó að málin tækju langan tíma, væri allt skipulag mjög gott, enda engin vanþörf þar sem markaðurinn væri e.t.v. um 300 milijónir manna. - ESE/FRI „Heimsendir” á íslandi Djassrokkhljómsveitin Apocalypse ■ í næstu viku kemur hingað til lands hljómsveitin Apocalypse (Heimsendir) á vegum Nordjazz. Þessi hljómsveit er tveggja ára gömul og hefur leikið víða um Evrópu. Tónlist hennar má kalla jazzrokk, sem þó sækir meira til jazzins en rokksins. Liðsmenn Apocalypse eru fjórir: Allan Botchinsky (trompet og fluegel- i horn). Hann hefur verið atvinnumaður í jazzi í yfir tuttugu ár og leikið með ýmsum hljómsveitum og komið fram á jazzhátíðum í allri Evrópu. Hann hefur leikið lengi með stórbandi danska ríkisútvarpsins og þykir einn af bestu tónlistarmönnunum í dönskum jazz- heimi. Hann kom hingað til lands árið 1980 með dönsku jazzrokkhljómsveit- inni Mirror. Bo Stief (raf- og kontrabassi). Hann kom hér einnig með Mirror og vakti mikla hrifningu fyrir bassaleik sinn. Stief hefur verið atvinnumaður á annan áratug. Hann hefur leikið með miklum fjölda amerískra og evrópskra jazz- leikara og er víða heima - hann hefur td. hljóðritað plötur jafnt með Ben Webst- er, frjálsdjassaranum Ken Mc Intyre og franska fiðlusnillingnum Didier Lock- wood. ■ Apocalypse, eða Heimsendir eins og nafn hljómsveitarinnar myndi útleggjast á íslensku. Jasper van’t Hof (hljómborð). Hann er Hollendingur og stendur í fremstu röð evrópskra hljómborðsleikara. í tíma- ritinu Jazz Forum var hann á síðasta ári kosinn besti Evrópumaðurinn á raf- magnspíanó og orgel og varð fjórði á svuntuþeysi. Hann hefur leikið inn á mikinn fjölda hljómplatna, nefna má nýlega dúóplötu hans með tenórsaxafón- leikaranum Arehie Sheep. Lennart Grunstedt (trommur). Gruvestedt er ungur Svíi, en hefur starfað í Kaupmannahöfn og leikið þar m.a. með Stórbandi danskra ríkis- útvarpsins. Apocalypse mun halda hér tvenna tónleika. Þeir fyrri veíða fimmtu- dagskvöldið 14. október í Átthagasal Hótel Sögu og þeir síðari væntanlega í Menntaskólanum við Hamrahlíð föstu- dagskvöldið 15. október. Ein nótl í lífi Nýja kompanísins ■ Það hefur vart farið fram hjá. mönnum að djass allra handa, hefur vcrið á stöðugri uppleið hérlendis undafarin fjögur til fimm árin. Tilkoma Jazzvakningar markaði tíma- mót og þróunin hefur verið sú að smám saman hefur vcrið hætt að líta á djass sem algjöra hugsjónastarfsemi, mcð til- heyrfmdi blóði, svita og tárum. Djasslíf stendur nú í nokkrum blóma og „landsfeður” ís- lenska djassins hafa ræktað garðinn sinn með sóma undan- farin ár. Og það er einmitt úr1 einhverjum slíkum góðum „djassgarði” sem nýjasta af- sprengi íslenskrar djass- menntar er sprottið. Nýja kompaníið hefur starfað um tveggja ára skeið og nýlega spiluðu fimmmenningarnir scm skipa hljómsveitina, inn á plötu sem hlotið hefur heitið „Kvölda tekur". Útgefandi er Fálkinn. Þessari plötu ær best lýst með orðinu „næturcljass”, enda rökkurstemmninginyfir- gnæfandi hjá Nýja kompa- níinu. Kompaníið heldur sér innan ákveðinna marka og hinni margfrægu sveiflu er aldrei gefinn laus taumurinn. Platan hefst á tslensku þjóð- lögunum, „Kvölda tekur” (sól er sest) og „Grátandi kem ég nú guð minn til þín“, en útsetningarnar í báðum lögun- um eru í höndum Jóhanns G. Jóhannssonar, píanóleikara Nýja kompanísins. Lögin cru bæði ágætlcga útsett a.m.k. ætti enginn að rísa upp á afturlappimar og mótmæla og á stundum jaðra þau við að vcra spennandi, þó þau séu e.t.v. full drungaleg fyrir ntinn smekk. Önnur lög plötunnar eru „Blúsinn hans Jóns rníns” ' og „Nóg fyrir þetta kaup“, eftir gítarleikarann Sveinbjörn 1. Baldvinsson, „Stolin stef’ eftir bassaleikarann Tómas R. Einarsson, „Frýgiskt frum- lag“, eftir - áðurncfndan Jó- hann og „G.O.“ eftir Sigurð Flosason. Er það einungis hið síðast nefnda, auk þjóð- laganna, sem náð hefur cin- NÝJA KOMPANÍIÐ hverjum tökum á mér. Lagið er tileinkað minningu hins góðkunna djassleikara Gunn- ars Ormslev og er það því vel við hæfi að það sé besta lag plötunnar. Sigurður Flosason þenur „lúður” sinn í þessu lagi af mikilli snilli og er greinilegt að sá piltur er orðinn geysisnjall hljóðfæraleikari þrátt fyrir ungan aldur og enga BA- gráðu. „Kvölda tekur” endar svo á laginu „Dögun” og þar með er næturspilamennsku Nýja kompanísins lokið. Sól hljómsveitarinnar er komin á loft og væntanlega á hún eftir að rísa hærra en bara í hádegisstað. Sem sagt. „Kvölda tekur” er góð plata með þjóðlegri djass- tónlist, en full drungaleg á köflum. Nýja kompaníið er samstillt hljómsveit, þar sem eiginlega enginn er öðrum fremri, en margir koma á óvart. Lögin eru vel leikin, en herslumuninn vantar til að gera plötuna virkilcga spennandi og athyglisverða. - ESE Upstairs At Eric’s ■ Yazoo Mute Stumm/Steinar hf. Inn í fremur daufan og geldan poppheim undanfar- inna mánaða kem ur dúettinn Yazoo með fríska og frumlega tónlist sína á plötunni Upstars At Eric’s, hreint frábært verk að mörgu leyti en dúettinn er skipaður þeim Vince Clarke og Alison Moyet. Clarke var áður aðalsprauta hljómsveitarinnar Depeche Mode, en hætti skyndilega þar er sú sveit stóð á hátindi frægðar sinnar, góð ákvörðun í sjálfu sér er haft er ( huga að afleiðingarnar voru Yazoo. Upstairs... er önnur plata dúettsins og hefst hún á hinu þrumugóða lagi Don’t go sem trónað hefur ofarlega á vinsældarlistum í Bretlandi að undanförnu, en síðan rekur hvert iagið öðru betra, að vísu er að finna nokkuð sem heitir I before E except after C, á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.