Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 27 Tappi tíkarrass: Tók Noreg með trompi ■ Óhætt er að segja að hljómsveitin Tappi tíkarrass hafi tekið Noreg með trompi á rokkhátíðinni „Rock mot Rus“ sem haldin var í Ósló fyrir skömmu, en þeir voru fulltrúar íslands á þessari hátíð tuttugu rokksveita af öilum Norðurlönd- unum. Vöktu þeir mikla athygli og var boðið að leika í Club 7 í Ósló eftir hátíðina auk þess sem plata þeirra „Bitið fast í vitið“ seldist upp á mjög skömmum tíma en þau höfðu með sér nokkurt magn af henni. „Rock mot Rus“ eða rokk gegn vímu ■ Forsíða blaðs rokkhitíðarinnar. var haldin í Kolbotnbíóinu í Oppegárd' sem er úthverfi Óslóborgar og þangað komu eins og fyrr greinir tuttugu rokksveitir frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi. Með Tappanum í förinni var Gísli Á Eggertsson fulltrúi æskulýðsráðs og sagði hann í samtali við Nútímann að hátíðin hefði verið mjög vel heppnuð auk þess sem í tengslum við hana var haldin ráðstefna um ■ barna- og unglingamenningu og um rokk sem tjáningarform ungs fólks. Hann sagði að við íslendingar værum mjög framarlega á þessu sviði enda væru hér á höfuðborgarsvæðinu starfandi á milli 30 og 40 rokksveitir, enn eitt met okkar miðað við höfðatölu. Frændur okkar í Scandinavíu rómuðu mjög ferskleika og blæbrigði tónlistar Tappans og áttu varla nóg sterk orð til að lýsa leikrænni og kraftmikilli sviðsframkomu Bjarkar söngkonu Tappans en hún prýðir forsíðu blaðsins sem gefið var út í. sambandi við rokkhátíðina. Tappinn kom síðan fram á SATT- kvöldi s.l fimmtudag í Tónabæ og bar hún af öðrum sveitum þar, ákaflega þétt og kraftmikil tónlist þeirra féll áheyrendum vel í geð, en þau tóku m.a. lög af nýútkominni plötu sinni. „Bitið fast í vitið,“ voru klappaðir upp í lokin og tóku þá geysilega skemmtilegt og groddalegt pönklag...alveg meiriháttar sveit. - FRI Steini getur og gerir allt sjálfur Athyglisverð sólóplata frá Þorsteini og texta auk þess sem hann leikur á öll hljóðfæri, þar á meðal trommur og svo syngur hann eins og engill. Eina hjálpin sem Steini fær við gerð plötunnar er upptökustjórnin sem er í höndum Tony Cook, en Tony hjálpar einnig örlítið upp á útsetningar. Að sögn þeirra sem heyrt hafa upptökur, er hér spennandi verk á ferðinni sem á eftir að vekja mikla athygli. — ESE. Magnússyni ■ Þorsteinn Magnússon, hin snjalli gítarleikari Þeysaranna hefur lokið við gerð sólóplötu sinnar sem koma mun út hjá Gramm hf. í byrjun næsta mánaðar. Á plötunni sem er „stórlítilplata“ er eitt samfellt verk sem Þorsteinn nefnir „Líf“ og er það í sex þáttum. Flutningstími er um 16 mínútur og hefur Þorsteinn samið allt efni á plötunni, lög Sveitaplata frá Springsteen ■ Hér kemur svo fréttin sem gleðja mun alla Bruce Springsteen aðdáendur til sjávar og sveita. Ný plata er komin út með Bruce Springsteen og nefnist hún „Nebraska." Er þetta fyrsta plata Springsteen síðan tvöfalda platan „The River“ kom út fyrir alltof mörgum árum. Á „Nebraska" er Bruce sagður gera.þá hluti sem hann hefur lengi langað til að gera, nefnilega setjast niður í hljóðveri með kassagítar, gutla á hann og raula með. Sem sagt rokkkóngurinn Springsteen á ferðinni með ca. tíu laga plötu í sveitastíl, en útgefandi er CBS. Þess má geta að platan fór beint í fimmta sæti breska vinsældalistans, samkvæmt upplýsingum Music and Video Week. — ESE. flfri hliðinni, rugl sem mér nnst skemma nokkuð heildar- dp plötunnar. Clarke nær frískum frumleg- tn hljóðum út úr tækjum ínum seni er blanda af ljómgervli og trommuheila g Moyet er frábær söngkona vort sem um er að ræða róleg ig eins og Winter Kills og 'Iidnight eða hröð eins og )on’t go og Goodby 70’s, en ún hefur geysimikla tilfinn- ngu og ástríður t rödd sinni og tinnir mann á stundum á Janis oplin. Tónlistina má öðru frmur lokka undir svokallað tölvu- >°pp og er dúettinn Yazoo ramariega á því sviði, mörg ig þannig að ekki er hægt nnað en allavega smella ingrunum með ef takturinn er ekki barinn á enn villtari hátt. — FRI. Bergmálið ómi allsstaðar Bráðhugguleg og vönduð plata Bergþóru Árnadóttur Bergmál, fann að lokum leið sína á fóninn hjá mér og þótt ég sé ekki þekktur fyrir mikinn áhuga á vísnatónlist hreifst maður ósjálfrátt með eftir því sem lögin runnu ljúflega eitt af öðru úr hátölurunum enda væri það dauður maður sem lögin, útsetning þeirra og söngur Bergþóru, kæmi ekki við taugaendana á. Bergþóra Árnadóttir gaf út sína fyrstu sólóplötu „Eintak“ árið 1977, en síðustu tvö árin hefur hún starfað mest innan sönghópsins „Hálft í hvoru“, og frá árinu 1977 hefur hún lög-- á allmörgum hljómplötum. Bergþóra hefur fengið til liðs við sig á þessari plötu marga af færustu mönnum sem viö eigum á sviði þessarar tónlistar og of langt mál væri fOKÐflBllRIÐ Það gefur á skútuna fORÐfl BBMÐ iHér erum viö BORGARTUN Klúbburinn □ F yrsta F lokks F iskbúð Forðabúrið hefur opnað eftir fríið. Breytið til og lítið inn í skemmtilegustu fiskbúð bæjarins. Við ætlum að sjá ykkur fyrir sælkerafisknum í skammdeg- inu. Sjáumst í búrinu. Nefndin. HER F/ÉRÐU PlöTUNk- oglátt’ana snúast í LIST færðu plötur sem snúast. Pop — rokk — klassik — pönk — jass — nýbylgja — country — þjöðlög — disco — islenskar og erlendar. Semsagt hjá okkur færðu allar þessar svörtu, kringlóttu með gatiriu á, þú veist. Og ekki má gleyma limmiðunum sem fylgja með i kaupunum. Kiktu inn og hlustaðu á úrvalið, við erum líka með toppgræjur — Goodmans — SME — Revox — QUAD — Sendum i póstkröfu samdægurs. Hljómplötuverslunin I ICT LIOI Hverfitónar Midbæjarmarkaðurinn Aðalstræti 9 101 Reykjavik sími 22977 að telja þá alla upp, þar sem einir 19 aðilar aðstoðuðu hana við verkið. Textar laganna eru fengnr vtða að, Steinn Steinarr, Davíð Stefánsson, Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Tómas Guðmundsson, Aðai- steinn Á. Sigurðsson, en hann á flest Ijóðin á plötunni og syngur auk þess í einu þeirra „Löngun". Ef maður ætti að fjalla um plötuna Bergmál eins og rétt væri að gera það, þyrfti maður eina þrjá dálka af þeirri stærð sem þú ert að lesa núna, en ég læt nægja að segja að unnend- um íslenskrar vísnatónlistar/al- þýðutónlistar, er nauðsyn a eiga Bergtfíál í plötusafni sínu, það órni allsstaðar. Útgefandi er Þar. — FRl. Og lesendabréfafárið „raser videre”: „Andskoti góður brandari Tíl allra nútíma íslendinga Þú hvattir iesendur til skrifta, svo hér er ég- Ég er búinn að fá leið á að lesa þessar guðs voluðu menningarpíkur, skrifa um hinn íslenska nasisma, sumsé ÞÁ. ÞEYR eru eftir þeirra (guðsvoluði- 1 menningapíkanna) forskrift, besta hljóm sveit Islands og algjörir nasistakúkar. Og það finnst þeim (guðsvoluðumenningar- píkunum) lélegur brandari. Ég fatta nú ekki svona lagað. Fyrst og fremst hafa ÞEYR ítrekað það hér í nútímanum - að (ÞEYR) séu and-nasistar. Annað og næstfremst eru þeir (ÞEYR) hjá Þey” ekki besta hljómsveit íslands, minnsta kosti varð ég fyrir vonbrigðum með plötuna sem þeir (ÞEYR) tóku úti (no above), en ég.neita ekki að þeir (ÞEYR) eiga góð lög eins og „Rudolf”. Stðast en ekki síst finnst mér þetta bara andskoti góður brandari hjá þeim (ÞEYM). Hér talar æska íslands. S.B. Gunnarsson. Við þökkum honum (Gunnarssyni) bréfið og nú sjáu við ekki betur en að boitinn sé hjá „guðsvoluðunienningarpík- unum“, eins og það heitir á pólitíkusamái- inu. Ritstjórar Nútímans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.