Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 31

Tíminn - 10.10.1982, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1982 31 ■ Hér er norn prófuð með því að fleygja henni keflaðri út f vatn. Ef hún sökk og Idrukknaði taldist hún saklaus, - en sek ef hún flaut! ■ Nom neydd til játningar á strekkibekk með Idípitöngum, en geistlegir höfðingjar fylgjast með hverju fram vindur. ■ Þrjár nornir smyrja sig með töfrasmyrslum. Raunar mun smyrsl hafa verið til sem hafði þau áhrif að fólki þótti það fljúga, myndinni. Sigurverksmyndin er úr sér gengin og stenst ekki nýjustu vísinda- rannsóknir. Bandaríski atómeðlis- fræðingurinn Fritjof Capra lýsir al- heiminum sem líffæri sem bifast með æðaslögum og þar sem stöðugur dans orkunnar er stiginn. Capra segir að nákvæmustu lýsingar á alheiminum sé að finna hjá hinum eldgömlu dulspekingum Austurlanda. Capra ber fram þá kenningu, - svo fífldjörf sem hún er nú á dögum, að vísindi og dulfræði þurfi alls ekki að vera sitt hvað, heldur skuli annað bæta hitt upp. „Félagsskapur vísindamanna er of fullur af rökhyggju og mannlegur og of ráðríkur," segir hann og telur framtíð mannsins ráðast af því hvort hann reynist fær um að fallast á þessar skoðanir og breyta um stefnu. Móðir Keplers Tímar breytinga og endurnýjunar viðhorfa eru alltaf krepputímar. Svo var og þegar nýi tíminn gekk í garð, peningaviðskipti urðu almenn, nýjar framleiðsluaðferðir ruddu sér til rúms og nýjar vörur komu fram á sjónarsviðið, en allt þetta ruddi gamla bændaskipu- laginu úr vegi. Þeir sem þá voru rifnir upp úr sínum gamla jarðvegi leituðu að blórabögglum til þess að hefna sín á vegna hverslags vonbrigða og neyðar og þá urðu nornirnar fyrir þeim. Aðeins fáir vita að einn forvígismanna „hins nýja tíma,“ stærðfræðingurinn og stjarnfræðingurinn Johannes Kepler, stóð í sex ára baráttu til þess að forða aldraðri móður sinni frá meiðingum og brennu. Katharina Kepler var fyrst á- kærð fyrir galdra árið 1615 og ekki látin laus fyrr en árið 1621. Þitð gat hún þakkað hinum fræga syni sínum. Ella hefði hún með engu móti getað sloppið við bálköstin. Kepler varð fyrstur til að reikna út feril plánetanna. Að vísu hafði enginn maður áhuga á því þá, þar sem hann flaug þar með hærra en ímyndunarafl samtíma hans náði. Hins vegar varð han mesti mektarmaður af því að setja upp stjörnumát konunga og keisara. „Hún hefur alveg svarað til hugmynda manna um galdranornina," ritar Man- fred Hammes um Katharine Kepler í bók sinni „Nornaæði og Nornadóm- stóll“. „Hún var lítil og mögur og hafði mjög dökkan hörundslit." Þá var það um hana sagt að hún væri bæði sögusmetta og þrætugjörn. En hvað sem hæft er í því er hitt víst að hún kom upp þrem börnum sínum einsömul, eftir að faðirinn sem var drykkjurútur og slagsmálahundur hafði dottið upp fyrir. Ef til vill var hún aðeins tannhvass kvenmaður, sem ómögulegt var að gera til hæfis. Til vitnis um það má nefna að þegar kona glergerðarmanns eins kærði hana fyrir að hafa galdrað meinsemd inn f kvið sér, þá bar hún strax fram kæru á hana á móti fyrir mannorðsmiska. Katharina Kepler kunni nokkuð til lækninga. Hún þekkti til eiginleika jurta og var oft kölluð að sjúkrabeði og til þess að lækna sjúkar skepnur. í ákæruskjalinu sem gefið var út á hendur henni mátti finna svo að segja öll þau hrakföll sem íbúarnir í heimabæ hennar Leonberg höfðu orðið fyrir á undanförnum árum: Hún átti að hafa drepið nautgripi og deytt tvö börn fyrir föður einum. Hún átti að hafa gerst sérlegur fulltrúi djöfulsins og átti að hafa selt honum unga stúlku í hendur. Loks hafði hún samkvæmt kærunni orðið völd að því að klæðskerinn í bænum lamaðist. Við þetta bættust vanalegar kærur um töfrakukl og guðlast. Hún átti að hafa gengið í gegn um iuktar dyr og borið brigður á uppstigningarsöguna. Nú flettu rannsóknardómararnir í gegn um málsskjöl norna sem þegar var búið að lífláta í þeim tilgangi að vita hvort einhver þeirra hefði nefnt Katha- rina Kepler sem meðseka sér, - hvort þær hefðu séð hana á nornaþingi. Ekki reyndist svo vera. Málaferlunum var því haldið áfram og ákaft ieitað að fleiri kæruatriðum. Sonurinn tók móður sína til sín til Linz í nokkrar vikur, en varð þá með því til þess að grunur féll nú fyrst á hana fyrir alvöru. Svo var litið á að hún ætlaði sér að flýja. En ekki hefði hún verið bættari, þótt hún hefði verið kyrr. Jesúítinn Friedrich Spee segir árið 1631 í riti því sem hann skrifaði gegn galdrafárinu, „Cautio Criminalis.“: „Flýi þær, þá er það vegna þess að þær hafa slæma samvisku, en haldi þær kyrru fyrir, þá er það vegna þess að djöfullinn heldur þeim föstum. Johannes Kepler fékk því framgengt að móðir hans gat hreinsað sig með fremur „mildum“ aðferðum, eftir því sem þá gerðist: Menn sýndu henni píslartólin og vonuðu að hún játaði er hún sæi þau. En meira að segja frammi fyrir þumalskrúfunum, spánska stíg- vélinu, svipum og glóandi grjónum |ét þessi 70 ára gamla kona ekkert á sig fá: „Þið getið gert það við mig sem þið viljið, en ég mun ekkert játa. Væri ég sek þá hefði ég viðurkennt það fyrir löngu. Mundi ég játa eitthvað vegna písla og pyndinga þá væru það ósannindi. Ég mundi deyja án þess að hafa nokkru sinni komið nærri göldrum. Guð, sem ég fel allt mitt ráð, mun leiða sakleysi mitt í Ijós þegar ég er öll.“ Níu milljónir á bálið Talið er að rannsóknadómstóllinn hafi á þrem öldum líflátið um það bil níu milljónir kvenna á bálkestinum. Hápunktur ofsóknanna var á tímabilinu 1560-1630, - ekki á dimmustu miðöld- um, heldur í upphafi nýja tímans. Éinnig karlar voru líflátnir fyrir galdra og það fleiri en almennt er vitað. En munkár ýmsir og ofstækismenn meðal kirkjunnar manna stóðu eftir sem áður fast á því hvar flóðgáttar alls hins illa var að leita: Það var í konunni og meðfæddum áhuga hennar á kynferðis- legum losta og svalli. Margar kenningar eru uppi um orsakir nornaveiðanna. Líklega er engin alröng, þótt engin spanni heldur allan sannleika málsins. En bannið við allri lausung og sú krafa sem gerð var til munkanna um hreinlífi, sem syndugar konur sátu um að flekka, átti áreiðanlega sinn þátt hér í. Ekki þarf annað en að lesa spurningar þær sem kirkjan krafðist að lagðar yrðu fyrir allar konur ákærðar um galdra: Á hvaða hátt svipti djöfullinn þig meydómi þínum? Hvernig leit leyndarlimur djöfulsins út? Hvernig var sæðið úr honum? Nótaðist djöfullinn við kyn- færin á konunni eða aðra líkamsparta? Nýrri skýringar benda á þekkingu kvenna á lækningum og aðstoð þeirra við t.d. fóstureyðingar og fæðingar. „Árþúsundum saman var nornin eini læknir fólksins," segir Jules Michelet. „Þá kom karlkyns læknirinn fram á sjónarsviðið og tók læknisstörfin í sínar hendur að fullu." Vísindamenn á vorum dögum, - þjóðfélagsfræðingurinn Gunnar Hein- sohn, lögfræðingurinn Rolf Knieper og hagfræðingurinn Otto Steiger sem eink- um fást við byggðapólitísk málefni, eru ekki í neinum vafa: Nornaofsóknirnar voru skipuleg aðferð til þess að hafa stjórn á fæðingafjölda. Þeir bera athyglisverðar tölur fram: Á milli 1450 og 1700 sté íbúatala í Evrópu úr 50 milljónum í 115 milljónir. Barnsmorðið, sem er ruddalegasta aðferðin við takmörkun barneigna, fyrirfinnst varla í dómsmálabókum frá miðöldum. Lengi eftir 1700 er hins vegar fimmti hver dauðadómur kveðinn upp vegna barnsmorðs, sem einhver kona hefur framið. Fjölkunnar konur finnast nú vart meir. Gréta í „Fást“ myrðir barn sitt en djöfullinn læsir klónum í vísindamann- inn Fást, sem honum þykir stórum meiri fengur í en því flaki sem situr og barmar sér í fangelsinu. En nornirnar eru samt ekki allar. „Myndir og arfsagnir frá gömlum tímum og gleymdar mannssálir geta ekki dáið,“ segir Sylvia Bovenschen, „því þær búa yfir miklum sjóði af óskum og vonum sem þarf að koma á framfæri.“ Þegar konur á okkar dögum safnast saman til þess að efna til nornaþings innan steinhrings og ákalla gyðjuna miklu, þá er það þrá eftir helgisiðum, hátíðleika og tilbeiðslu, sem veitir þeim kraft. Þetta er ekki út í loftið. Áður mætti kirkjan þessari þörf, en nú hafa ýmsir ekki trú á kirkjunni lengur. Hvarfið til dulrænna iðkana getur líka farið fram úr hófi og orðið hlálegt, svo ekki sé sagt skaðlegt, og orðið að eigri í hringi í blekkingaþoku. En það er önnur saga. - Þýtl ur Stern AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.